Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 að kveðja. Unna frænka mín var ljúf og góð og hafði mjög góða nærveru og gott skap. Svo var hún líka svo skemmtileg. Við hringdum stundum í hvor aðra og var alltaf gaman að heyra frá henni. Unna giftist góðum manni, honum Katli, og áttu þau góða fjölskyldu og fallegt heimili. Það var alltaf gaman að heimsækja fjölskylduna. Þar var gestrisni ávallt í fyrirrúmi. Unna var góð húsmóðir og mikil fjölskyldu- kona. Hún hafði áhuga á matar- gerð og kökubakstri. Einnig var hún handlagin og góð sauma- kona. Unna hafði gott samband við systkini sín og fjölskyldur þeirra. Foreldrum sínum var hún afar hjálpleg og góð. Ég minnist alltaf jóla- og fjöl- skylduboða hjá þeim hjónum. Í jólaboðunum kom jólasveinninn í heimsókn með stóran poka og gaf börnunum rauð epli. Síðan var gengið í kringum jólatréð og sungin jólalögin. Eftir að Unna missti manninn sinn bjó hún áfram í íbúð sinni á Kleppsveg- inum. Svo kom að því að hún seldi hana og keypti íbúð í blokk fyrir eldri borgara á Dalbrautinni. Það var alltaf gaman að heimsækja Unnu frænku. Þá var rætt um líf- ið og tilveruna. Hún sagði mér frá uppvexti sínum og lífshlaupi og hvað henni hefði alltaf þótt vænt um sveitina sína fallegu fyrir norðan. Einnig sagði hún mér frá því að þegar móðir hennar veiktist fór hún til Eggerts móðurbróður síns og Guðrúnar konu hans, sem bjuggu á Akureyri. Bróðir Unnu (pabbi minn) fylgdi henni norður með Norðurleiðarútunni. Þá var hún 10 ára gömul. Þar dvaldi hún í nokkur ár í góðu yfirlæti. Hún sagði mér hvað hjónin hefðu allt- af verið sér góð. Ég sakna Unnu frænku. Bless- uð sé minning hennar. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til barna Unnu og ann- arra aðstandenda. Kristín J. Dýrmundsdóttir. Minningar æsku- og ung- lingsára endurspegla gjarnan gleðistundir fjölskylduboða og samvista ættingja og vina. Jóla- og afmælisveislur hjá Unnu, Katli og börnum þeirra á Lauga- teigi og síðar á Kleppsvegi í Reykjavík, voru einmitt þannig minnisstæðir viðburðir okkur systkinunum, því að þar ríkti ætíð gestrisni og gleði. Það var vissulega gleðilegt viðmót og notaleg nærvera sem einkenndi Unnu frænku alla tíð; brosmild, bjartsýn, úrræðagóð og hjálp- söm, hvað sem á gekk. Á 90 ára afmælinu sumarið 2013 var hún hrókur alls fagnaðar og allt fram undir það síðasta var hún minn- isgóð og hafði alltaf ánægju af að rifja upp liðna tíma. Þetta kom sér vel þegar ég var, einkum á seinni árum, að bæta við upplýs- ingum um búskaparsögu Ólafs afa og Guðrúnar ömmu í Vestur- Húnavatnssýslu á fyrri hluta lið- innar aldar. Fyrstu minningar Unnu tengdust einkum Stóru-Borg í Víðidal, þar sem hún og faðir minn fæddust, og bar margt á góma þegar Unna var að lýsa torfbænum sem þau bjuggu í. Þar ríkti nægjusemi enda voru efni lítil en þó nóg að bíta og brenna. Þröngt var um fólk en mannlífið gott. Hjá þeim á bænum bjó einn- ig Signý Hallgrímsdóttir, móðir Ólafs, skáldmælt og kærleiksrík amma, sem sagði börnunum sög- ur, þuldi vísur og lét þau syngja. Unna veitti Ólafi afa ætíð mik- inn stuðning, ekki síst þegar Guð- rún móðir hennar var fjarri heim- ilinu um árabil vegna veikinda. Foreldrum mínum reyndist hún ætíð vel. Um leið og við minnumst Unnu frænku með hlýhug og virðingu finnst okkur við hæfi að geta þess að við eigum einnig mjög ánægjulegar endurminn- ingar um Ketil og móður hans, Margréti Þorsteinsdóttur. Þá eiga systurnar Unnur Gréta og Lóló tryggan sess í huga okkar. Blessuð sé minning þeirra allra. Jónasi, Eggerti og öðrum að- standendum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Ólafur R. Dýrmundsson. Vinkona okkar félaganna í Garðastræti 36, Margrét Ingunn Ólafsdóttir, er látin í hárri elli. Allir sem kynntust Margréti gátu ekki annað en orðið snortnir af góðvild og elsku þessarar merki- legu konu. Hún gerði mann að betri manni með návist sinni og viðmóti. Við Gullna hliðið mun Pétur segja, Margrét mín, hér verður engin rekistefna, vertu velkomin í guðs ríki. Margrét er móðir eins félaga okkar í Garðastrætinu, Jónasar Inga. Um langt árabil hélt hún utan um karlahópinn í Garðastrætinu, sá um að allt væri tandurhreint og heimilislegt. Á þessum tíma voru fjölmenn jólaboð í Garðastrætinu. Margrét sá til þess að enginn færi sér að voða eða kveikti í hús- inu. Þetta gerði hún með bros á vör, jafnvel þó sumir væru ekki alveg klárir í kollinum. Þegar söngur stóð sem hæst brosti hún að tenórunum og sagði, þetta er ungt og leikur sér. Við munum sakna Margrétar. Hún var okkur eins og besta mamma, mamma sem gat hlustað á vandamálin og séð það frá hinni mannlegu hlið. Hún hafði lært það á langri ævi að grundvöllur allra góðra lausna er að málsaðil- ar tali saman. Innilegar samúðarkveðjur til Jónasar og Sissu og allra annarra í fjölskyldu Margrétar, sem margir hafa verið heimagangar í Garðastræti og við höfum séð vaxa úr grasi. Jón Atli Kristjánsson, Jón Heiðar Guðmundsson. Það var mikill lífsánægjuauki fyrir mig að kynnast Margréti I. Ólafsdóttur, sem til grafar er bor- in í dag. Við Margrét vorum ekki bara vinir og trúnaðarmenn til áratuga, heldur var ég og svo lán- samur að fá að starfa lengi með henni á vinnustað mínum og fé- laga minna í Garðastræti 36 í Reykjavík, þar sem Margrét var húsmóðir okkar og alhliða hjálp- arhella. Ég á það syni hennar, Jónasi Inga Ketilssyni, vini mínum og samstarfsmanni, að þakka að leið- ir okkar Margrétar lágu saman. Hún hætti störfum þar fyrir okkur komin fast að níræðu; það segir e.t.v. nokkuð um kraftinn sem bjó í þessari vinkonu minni. Jákvæðni hennar, kærleikur, gleði og dugnaður var mér og ábyggilega mörgum fleirum fyr- irmynd. Víðfræg voru jólaboð okkar í Garðastrætinu, þar sem við stefndum til okkar á jólaföstu hundruðum gesta til að njóta samveru og veitinga, allt undir styrkri stjórn Margrétar. Þar fengu dætur mínar tvær eldskírn sína í fullorðinsboðum, allt undir handarjaðri hennar. Umhyggja hennar fyrir mér hefur verið mér blessun og var einstök. Ég var svo heppinn að ná að heimsækja hana með Kristbjörgu mína og fá bless- un hennar á sambandi okkar, sem var mér mikils virði. Tryggvi minn, mér líst vel á hana þessa ... Ég veit að vinkona mín var nú södd lífsdaga, raunar sagði hún mér það. Það gerist margt á langri ævi, sárastur sjálfsagt missir beggja dætranna og eigin- manns fyrir aldur fram. En hún var þakklát fyrir lífið, ástríkan eiginmann, góð börn og sam- heldna fjölskyldu. Ég bið Guð að geyma Mar- gréti, þakka henni samfylgdina og óska fjölskyldu hennar og vin- um allrar blessunar. Tryggvi Agnarsson. ✝ Óli Sævar Jó-hannesson bif- reiðastjóri fæddist í Reykjavík 6. desem- ber 1951. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 20. september 2019. Foreldrar Óla voru Sigurbjörg Þorleifsdóttir og Jó- hannes Jónsson. Óli var yngstur af sjö systkinum, þau eru: 1) Sigmar N. Jóhannesson, látinn, 2) Þorleif- ur G. Jóhannesson, 3) Jón Þórir Jóhannesson, 4) Anna Björk Jó- hannesdóttir, 5) Sigrún H. Jó- hannesdóttir og 6) Jóhanna Kol- brún Jóhannesdóttir, látin. Óli Sævar giftist Þorbjörgu Heiðu Baldursdóttur, f. 20. febr- úar 1957, og saman eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Rúnar Þór, f. 19. október 1975, eig- inkona Tinna María Sigurð- ardóttir, f. 20. september 1981. Börn Rúnars og Tinnu eru Aníta Hólm, f. 20. mars 2010, og Emil Þór, f. 24. júní 2013. Börn Rúnars frá fyrri samböndum eru Aron Fannar, f. 17. apríl 1995, Rakel Mist, f. 17. apríl 1999, og Róbert Óli, f. 30 apr- íl 2000. 2) Kolbrún Björk, f. 2. maí 1980. Börn Kolbrúnar eru Alexander Logi Magnússon, f. 19. júní 1998, Agnes Tinna Magnúsdóttir, f. 30. maí 2000, Hrafnhildur Jara Ingvarsdóttir, f. 9 júlí 2006, og Baltasar Trausti Ingvarsson, f. 15. maí 2009. 3) Guðmundur Torfi, f. 8. september 1986, 4) Jar- þrúður Ósk, f. 19. júní 1991. Barn Jöru er Heiða Marí Bergsveins- dóttir, f. 7. júlí 2012. Óli átti son frá fyrra hjónabandi, Sævar Loga, f. 7. desember 1970. Börn Sævars eru Jóhanna Sigríður, f. 9. janúar 1992, Sunna Lind, f. 17. október 1994, Embla Í Ólavs- stovu, f. 8. september 1996, og Álfrún Emma, f. 30. október 2008. Útför Óla fór fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 30. september 2019 og jarðsett var í Gufunes- kirkjugarði. Í dag kveðjum við kæran fé- laga og vin um áratugaskeið. Óli starfaði hjá Loftorku Reykjavík í langan tíma. Margar góðar minningar um góðan dreng koma upp, bæði í leik og í starfi. Óli var ávallt samviskusamur og áhugasamur um vinnu og vinnufélaga. Erfitt er að horfa á eftir góð- um félaga allt of snemma. Missir fjölskyldu hans er mikill og send- um við fjölskyldu Óla okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sumri hallar haustar að hugann læt ég reika. Gamall maður þekkir það það má engu skeika. Þarf að halda hugans ró hrannast að gátur dagsins alls þess góða í blænum bjó og birtu sólarlagsins. (Þórhallur Eiríksson) Kveðja frá Loftorku Reykja- vík, Ari Sigurðsson, Andrés Sigurðsson. Óli Sævar Jóhannesson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR H. LEIFSSON rafvirkjameistari, lést á Landspítalanum, Fossvogi, 23. september. Úförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. október klukkan 13. Emil Grímsson Rikke Elkjær Knudsen Leifur Grímsson Elsa Hrönn Reynisdóttir Sigríður Sif Grímsdóttir Árni Arnórsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS EYLERTS GÍSLASONAR frá Syðra-Skörðugili. Sérstakar þakkir til Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki og hjartadeildar Landspítalans. Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir Borgar J. Jónsson Einar Eðvald Einarsson Sólborg Una Pálsdóttir Elvar Eylert Einarsson Sigríður Fjóla Viktorsdóttir Eyþór Einarsson Þórdís Sigurðardóttir Sigurjón Pálmi Einarsson Linnéa Einarsson og barnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILMUNDAR ÞORSTEINSSONAR Kirkjulundi, Garðabæ. Þorsteinn J. Vilmundarson Ragnheiður Lúðvíksdóttir Oddur F. Vilmundarson Anna Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÓLÍNU HLÍFARSDÓTTUR, Ólu Hönnu frá Norðfirði. Hlífar Þorsteinsson Lára Jóna Þorsteinsdóttir Kristinn Steinn Guðmundss. Sigurlaug Pálsdóttir Höskuldur Guðmundsson Úlfhildur Úlfarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, afi, bróðir og mágur, KRISTMAR ARNKELSSON Brúarholti 8, Ólafsvík, lést á nýrnadeild Landspítalans föstudaginn 20. september. Jarðsett verður frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 4. október klukkan 14. Aðalheiður Jóhanna Kristmarsdóttir Ísmael Kristmar Sara Rakel Lilya Þórdís Adam Þór Hlíf Björk Sigurðardóttir Árni Ólafur Sigurðsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRAUSTI PÁLSSON frá Laufskálum, Hásæti 11a, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 20. september. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 4. október klukkan 14. Linda Traustadóttir Hjalti Vésteinsson Edda Traustadóttir Björn Jóhann Björnsson Páll Rúnar Traustason Aron Trausti, Tinna Birna, Erna og Atli Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Smáraflöt 5, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, mánudaginn 16. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát hennar og útför. Sigríður Svavarsdóttir Haukur Hannesson Sigrún Svavarsdóttir Jóhann Þórðarson Viðar Svavarsson Fjóla Ásgeirsdóttir Jón Karl Svavarsson Helga Sesselja Ásgeirsdóttir Jökull Freyr Svavarsson barnabörn og barnabarnabörn ODDUR SIGFÚSSON frá Krossi í Fellum lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 22. september. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 5. október klukkan 14. Systkini hins látna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.