Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 244. tölublað 107. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
BLÓÐUGIR BARDAGAR
GÓÐUR OG
AGAÐUR
SÖGUMAÐUR
ÍSLENSKUR TÖLVULEIKUR 14 63FINNA VINNU 8 SÍÐUR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafa
kynnt áform um mikla endurnýjun
hafnarsvæðisins. Með því stækkar
miðbærinn verulega til suðurs.
Samtals er gert ráð fyrir allt að
750 íbúðum á tveimur reitum og at-
vinnuhúsnæði fyrir þúsund til fimm-
tán hundruð starfsmenn.
Gert er ráð fyrir allt að 85 þúsund
fermetrum af íbúðar- og atvinnuhús-
næði en til samanburðar er grunn-
flötur Kringlunnar um 60 þúsund
fermetrar. Munu fjárfestar áhuga-
samir um að hefja uppbyggingu.
Kristín María Thoroddsen, for-
maður hafnarstjórnar, segir að smá-
bátahöfnin verði stækkuð.
Orri Steinarsson, arkitekt hjá
Jvantspijker, segir það metnað arki-
tektanna að tengja betur saman
miðbæinn og höfnina. Nýtt Hafnar-
torg við Íshúsið verði þungamiðja
slippsvæðisins. »22
Stækkar miðbæinn
Drög að nýju hafnarsvæði í Hafnarfirði kynnt íbúum
Allt að 750 íbúðir verða byggðar í kringum hafnarsvæðið
Teikning/Jvantspijker og samstarfsaðilar
Hafnarfjörður Gula húsið við nýju
smábátahöfnina verður kennileiti.
Frægasta leirstytta Íslandssög-
unnar, Leirfinnur, sem oft hefur
ratað í fréttir fjölmiðla undanfarin
45 ár, er komin á Þjóðminjasafnið.
Lögreglustjórinn í Reykjavík fól
safninu að varðveita styttuna.
Styttan var mótuð eftir lýsingum
sjónarvotta á manni, sem talinn er
hafa hringt í Geirfinn Einarsson í
Keflavík kvöldið sem hann hvarf.
Nýlega var sett fram tilgáta í
fréttum RÚV þess efnis að leirstytt-
urnar væru tvær. Morgunblaðið
kannaði málið og niðurstaðan var
þessi: Það er bara einn Leirfinnur.
Í umfjöllun blaðsins er meðal
annars rætt við Sævar Þ. Jóhann-
esson, fyrrverandi lögreglumann,
sem geymdi Leirfinn í læstum skáp
á heimili sínu í mörg ár. »18-20
Morgunblaðið/Eggert
Styttan Leirfinnur hér í höndum
starfsmanns á Þjóðminjasafninu.
Leirfinnur kominn á Þjóðminjasafnið
Álftanesið lætur lítið yfir sér þar sem það kúrir fremst á
myndinni. Síðdegissólin slær gullnum bjarma á Snæfellsjökul
sem ber tignarlega við himin. Það er ekki amalegt að fá svona
dag sem lyftir sálarlífinu á hærra plan. Þótt dagarnir styttist
meir og meir og skammdegið sæki á getum við lifað í þeirri
vissu að svo mun daginn aftur taka að lengja.
Morgunblaðið/Hari
Snæfellsjökull í síðdegissól