Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur hafnað kröfu um að
ógilda synjun Umhverfisstofnunar á
leyfi til að flytja inn þrjár milljónir
risaostra. Það var fyrirtækið Litla-
Hraun sem hugðist flytja inn frá
Frakklandi eina milljón þrílitna ostra
á ári í þrjú ár til áframræktunar í til-
raunaskyni á samnefndri jörð við
Kaldárós við Faxaflóa.
Í úrskurðinum er m.a. fjallað um
rök aðila og í niðurstöðum segir að að
teknu tilliti til ákvæða laga, mark-
miða þeirra og tilgangs um að vernda
líffræðilega fjölbreytni, meginreglna
laganna, sem kveða m.a. á um vís-
indalegan grundvöll ákvarðanatöku
og að þegar ekki liggi fyrir með nægi-
legri vissu hvaða áhrif ákvörðun hafi
á náttúruna, skuli leitast við að koma í
veg fyrir mögulegt og verulegt tjón á
náttúruverðmætum. Eins og atvikum
sé háttað hafi Umhverfisstofnun ver-
ið í rétti að synja umsókn kæranda
um leyfi til innflutnings.
Umfangsmikill innflutningur
„Að baki synjuninni lágu málefna-
leg rök, enda taldi stofnunin að
ákveðna þekkingu skorti til að hægt
væri að fullyrða að lífríkinu stafaði
ekki hætta af svo umfangsmiklum
innflutningi. Með hliðsjón af því um-
fangi verður ekki heldur séð að stofn-
unin hefði, með vísan til fyrri leyf-
isveitingar og meðalhófs, átt að
fallast á að veita leyfið með skilyrðum
til að draga úr hættu á því að innflutn-
ingurinn hefði áhrif á lífríkið,“ segir í
úrskurði úrskurðarnefndar umhverf-
is- og auðlindamála.
Umhverfisstofnun tók ákvörðun
um synjun 19. febrúar í fyrra og
Litla-Hraun kærði þá ákvörðun tæp-
um mánuði síðar. Úrskurðar ÚUA
var kveðinn upp síðasta fimmtudag
og kemur þar fram að hann hafi dreg-
ist verulega sökum mikils fjölda og
umfangs mála sem skotið hafi verið til
úrskurðarnefndarinnar.
aij@mbl.is
Litla-Hraun fær ekki
að flytja inn risaostrur
Ráðgerðu innflutning á samtals þremur milljónum ostra
Synjað Kyrrahafsostrur á sölubás í Hollandi, en ekki fékkst leyfi til rækt-
unar á risaostrum í miklu magni við Faxaflóa.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 119.900 kr. á mann í tvíbýli.
Skoðunarferðir innifaldar.
sp
ör
eh
f.
Aðventan er tími ljóss og friðar. Ilmurinn af jólaglöggi og
brenndum möndlum liggur í loftinu.Við höldum til Wiesbaden,
þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum á
jólamarkaðnum.Við förum í dagsferð til Rüdesheim þar sem
hinn skemmtilegi jólamarkaður þjóðanna er og getum fylgst
með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið.
Jólaferð tilWiesbaden
28. nóvember - 1. desember
Fararstjóri: Jón Guðmundsson
AUKA BROTTFÖR
Veggir sem hvalaskoðunarfyrirtæki
reisti utan um hús sitt, utan lóðar-
marka á hafnarsvæðinu á Húsavík,
hafa verið rifnir. Veggirnir voru
reistir án leyfis bæjaryfirvalda og
raunar þrátt fyrir að synjað hefði
verið ítrekað um leyfi og verkið ver-
ið stöðvað, að sögn Gauks Hjartar-
sonar, skipulags- og byggingarfull-
trúa Norðurþings.
Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle
Giants reisti fjóra veggi. Sveitarfé-
lagið fór formlega fram á það við
fyrirtækið 16. ágúst sl. að þeir yrðu
fjarlægðir. Að öðrum kosti yrðu
þeir rifnir á kostnað þess. Ekki var
orðið við því. Verktakar á vegum
sveitarfélagsins rifu tvo veggina í
vikunni. Annars vegar vesturvegg-
inn sem síðast var reistur og gekk
hálfan metra út í götuna Hafnar-
stétt og hins vegar suðurvegginn
sem gekk inn á lóð nágrannans í
óþökk hans.
Eftir standa austur- og norður-
veggur. Þeir voru reistir fyrir rúmu
ári. Úrskurðarnefnd féllst á að
Norðurþing gæti stöðvað fram-
kvæmdina og látið fjarlægja þá.
Norðurveggurinn var færður. Eig-
anda fyrirtækisins var boðið sam-
komulag um að austurveggur fengi
að standa gegn því að bærinn fengi
að fjarlægja hann síðar ef á þyrfti
að halda. Því boði hefur ekki verið
tekið.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þrætuveggur Verktakar rífa hluta af óleyfismannvirkinu við lóð Gentle Giants á hafnarsvæði Húsavíkur.
Hlaðnir veggir rifn-
ir á kostnað eiganda
Deilt við hvalaskoðunarfyrirtæki
Guðni Einarsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og
skiptastjóri þrotabús EK1923, ætlar
að endurgreiða þrotabúinu skipta-
kostnað í samræmi við ákvörðun
Héraðsdóms Reykjavíkur þar um.
„Ég er ósam-
mála þessari
ákvörðun en það
er ekkert við
henni að segja.
Þetta verður að
sjálfsögðu greitt
til baka strax,“
sagði Sveinn
Andri.
Héraðsdómur
komst að þeirri
niðurstöðu að
Sveinn hefði ekki upplýst kröfuhafa
á formlegan hátt um ætlaðan skipta-
kostnað og tímagjald sitt sem
skiptastjóra. Hafði hluti kröfuhafa
farið fram á að skiptaþóknun sem
hann hafði þegið, upp á um 100
milljónir, yrði endurgreidd til bús-
ins. Féllst dómurinn á það með
kröfuhöfunum.
Snýst um formsatriði
„Þetta snýst fyrst og fremst um
formsatriði sem er það að hafa ekki
bókað á skiptafundi þá ákvörðun
skiptastjóra að greiða sér þóknun
eftir því sem skiptunum vindur
fram. Það er það eina sem málið
snýst um,“ sagði Sveinn Andri.
Hann sagði að þrotabú greiddu allt-
af skiptakostnað, eins og dómarinn
hefði nefnt í ákvörðun sinni, en nú
þyrfti að fara að þessum ábending-
um dómarans áður en það yrði gert.
Sveinn Andri benti á að 75% kröfu-
hafa hefðu lýst því yfir að þeir
styddu verklag skiptastjórans og
þau dómsmál sem farið hefði verið í,
auk þess sem 14% hefðu ekki gert
neinar athugasemdir. Það eru því
11% kröfuhafa sem eru ekki ánægð
með störf skiptastjórans.
Sveinn Andri sagði að upphæð
skiptakostnaðarins væri „talsvert
lægri“ en 100 milljónir en tilgreindi
hana ekki nánar. Hann sagði að
tímaskýrsla vegna allrar vinnu við
skiptin lægi að baki skiptakostnað-
inum. Þar með talin riftunarmál sem
hingað til hefðu unnist, kærur til
héraðssaksóknara og önnur kæru-
mál. Vinna við skiptin hefði verið
mjög tímafrek, ekki síst vegna mála-
ferla við gagnaðila sem heimtaði af-
slátt.
„Skiptin hófust 7. september 2016
og ég held að þeim geti ekki lokið
fyrr en á næsta ári. Það er ekki að
vænta dóms frá Landsrétti í stærsta
málinu fyrr en í desember,“ sagði
Sveinn Andri. Hann sagði að í því
máli væru yfir 400 milljónir upp-
reiknaðar undir.
„Ef sá dómur verður staðfestur
munu kröfuhafar fá allar sínar kröf-
ur greiddar. Gagnaðili þrotabúsins í
því máli er fyrirtæki í eigu Skúla
[Gunnars Sigfússonar] í Subway.
Lögmaður Skúla í þeim málum er
líka lögmaður þeirra kröfuhafa sem
eru að kvarta og vilja fá mig úr
skiptunum. Árangur Skúla í mála-
ferlunum hingað til hefur verið frek-
ar klénn.“
Sveinn Andri sagði að ef málið
tapaðist fyrir Landsrétti fengju
kröfuhafar lítið sem ekkert út úr
þrotabúinu.
Kvarta yfir fjölda vinnustunda
Í kvörtun til Héraðsdóms Reykja-
víkur fyrir hönd Stjörnunnar ehf. og
síðar fleiri, var þess krafist að
skiptaþóknun yrði lækkuð verulega.
Sóknaraðilar sögðu með ólíkindum
hvað væri búið að leggja í mikinn
kostnað, án samráðs við kröfuhafa.
Um væri að ræða 2.490 klukku-
stundir á 24 mánuðum.
Varnaraðili [skiptastjóri] sagði að
tímagjald skiptastjóra væri í sam-
ræmi við gjaldskrá lögmannsstofu
hans, 40.000 krónur. Tekið skal fram
að við það bætist virðisaukaskattur.
Endurgreiðir skiptakostnaðinn
Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK1923, segir málið snúast um formsatriði
Vinnist stærsta málið fyrir Landsrétti fá kröfuhafar allar sínar kröfur greiddar
Sveinn Andri
Sveinsson
Árni Gils Hjaltason hefur verið
dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir
tilraun til manndráps. Dómurinn var
kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavík-
ur á þriðjudag. Dómur í málinu hefur
ekki verið birtur en greint var frá nið-
urstöðunni á vef Fréttablaðsins.
Árni Gils hafði áður hlotið jafn
þungan dóm í héraði fyrir sama mál
en Hæstiréttur felldi dóminn úr gildi
og sagði að málið hefði ekki verið
nægilega vel rannsakað til þess að
hægt væri að kveða upp dóm í málinu.
Nú hefur hann verið sakfelldur að
nýju, fyrir að hafa stungið annan
mann í höfuðið með hnífi við Leifa-
sjoppu í Breiðholti í mars árið 2017.
Aðalmeðferð í málinu fór fram að
nýju í september, en fyrr á árinu hafði
verið tekist á um matsgerðir Sebast-
ians Kunz meinafræðings, en farið
var fram á það af hálfu Árna Gils að
annar matsmaður yrði fenginn til
þess að meta málið þar sem Kunz
hefði gert sig vanhæfan til þess.
Þeirri kröfu var hafnað.
Dæmdur
í fjögurra
ára fangelsi