Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Andúð á tilteknum hópum eða af-stöðu valinna stjórnmálamanna
er fordæmd hart, en eingöngu eftir
því hvar þeir standa á vinsældalista
þeirra sem taka sér gjarnan rétt til að
ákvarða hvað séu rétt sjónarmið. At-
hugasemd Páls Vil-
hjálmssonar er því
réttmæt:
Eyjan segir í fyrir-sögn um kosn-
ingahegðun Pólverja
á Íslandi í nýafstöðnu
þingkosningum í
heimalandi þeirra:
25% Pólverja á Ís-
landi kusu öfga-
hægriflokk sem á
rætur í nýnasisma.“
Efnislega er fyr-
irsögnin röng. Í frétt-
inni sjálfri segir að
aðeins um 12 prósent Pólverja hér á
landi hafi greitt atkvæði.
Texti fréttarinnar gengur út á að
gera Pólverja á Íslandi að fasistum.
Þar segir m.a.:
Á Íslandi kusu næstflestir banda-lag öfgahægriflokka, Bandalag
um frelsi og sjálfstæði. Hann er sam-
ansafn minni flokka sem sumir eiga
rætur í nýnasisma …“
Það er óviðkunnanlegt, svo ekki sé
meira sagt, að skrifa svona um fólk
sem býr og starfar hér á landi í sátt
við guð og menn.
Eyjan hlýtur að biðjast afsökunar á
fréttinni.“
Á Íslandi lagði íslenskur umhverf-isráðherra svo lykkju á leið sína
til að hirta orkumálaráðherra Banda-
ríkjanna fyrir afstöðu sem hann á að
hafa haft sem ríkisstjóri á árum áður!
Athugasemdin snerti ekki núver-andi starfsvettvang eða efni
funda ráðherranna. Barnaskapur í
bland við hatur einstakra ráðherra í
garð Bandaríkjanna er mjög ónota-
legur.
Ofstopi og yfirlæti
STAKSTEINAR
Páll Vilhjálmsson
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
Japanska stórstjarnan Tomohisa Ya-
mashita leikur aðalhlutverkið í sjón-
varpsseríunni „The Head“ sem hefur
verið lýst sem hrollvekju og eiga at-
burðirnir að eiga sér stað á Suður-
skautslandinu.
Tökur seríunnar fara fram hér á
landi og á Kanaríeyjum. Spænsku
bræðurnir Alex og David Pastor
skrifa handritið. Stikla úr þáttunum
var sýnd í vikunni á MIPCOM-
kaupstefnunni í Cannes í Frakklandi.
Ánægður með dvölina
Meðal annarra sem fara með stór
hlutverk eru Írinn John Lynch. Sam-
kvæmt umfjöllun AFP er einn
tveggja eftirlifenda af tíu manna hópi
sem fór til vetrarsetu á rannsóknar-
stöð.
Þegar vísindamenn koma þangað
að vori eru veggir stöðvarinnar þaktir
blóði og eftirlifendurnir kenna hvor
öðrum um morðin.
Yamashita, 35 ára söngvari og leik-
ari, fer með hlutverk rannsakanda.
Hann sagði að sagan færi að kjarna
mannlegra tilfinninga. Yamashita
virðist hafa verið ánægður með dvöl-
ina hér á landi en tökur standa nú yf-
ir. Hann birti myndband frá Íslandi á
samfélagsmiðlum og er það að finna á
mbl.is.
Kuldaleg hrollvekja í tökum á Íslandi
Japanski söngvarinn og leikarinn Tomohisa Yamashita ánægður með dvölina
AFP
Leikarar Tomohisa Yamashita, Kat-
harine O’Donnelly, Alexandre Wil-
laume, Laura Bach og John Lynch.
Beiðni um opinbera úttekt
Auglýst eftir viðbrögðum
Undirritaður hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings bréf þar
sem vakin er athygli nefndarinnar á vinnubrögðum starfshóps sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en starfs-
hópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Lögum um fiskeldi nr. 71/2008
sem samþykkt voru í vor byggist að mestu á áðurnefndri skýrslu starfs-
hópsins.
Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrrnefnds starfshóps
og telur að þau samræmist ekki á nokkurn hátt góðum stjórnsýsluháttum
og kunni í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga. Í
þessu sambandi hafa verið teknar saman athugasemdir um vinnubrögð
starfshópsins og niðurstöður þeirrar skýrslu sem starfshópurinn skilaði af
sér og sent til allra alþingismanna.
Í vor var farið formlega fram á við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Alþingis að taka málið upp til rannsóknar og eftir atvikum að nefndin
skipi óháðan rannsóknaaðila. Undirritaður hefur sent fjölmarga
tölvupósta til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd án þess að málinu hafi verið
svarað efnislega.
Valdimar Ingi Gunnarsson, Sjávarútvegsþjónustan ehf.
valdimar@sjavarutvegur.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ástæðulaust er að ætla að sú staða
muni koma upp að Íslendingar verði
knúnir til að velja milli Kína og Banda-
ríkjanna.
Þetta er mat Ólafs Egilssonar en
hann var sendiherra í Kína um fimm
ára skeið í valdatíð Jiang Zemin Kína-
forseta.
Þvert á móti telur Ólafur að sam-
starf Íslands við þessi öflugu og ólíku
ríki, sitt hvorum megin á hnettinum,
geti haldið áfram á farsælum grunni.
Reynslan hafi þegar sýnt að samskipt-
in, sem verið hafi á ólíkum sviðum, hafi
reynst hagkvæm bæði okkur og þeim.
Ekki gefist alltaf vel að reyna að fella
samskipti líðandi stundar inn í fræði-
kenningar, þótt slíkt sé stundum
reynt.
Tilefnið er greinar í Morgunblaðinu
í gær en þar sögðust fræðimennirnir
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, og
Marc Lanteigne, dósent í stjórnmála-
fræði við Háskólann í Tromsö, telja að
Ísland gæti staðið frammi fyrir slíku
vali.
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, háir nú tollastríð gegn Kína.
Spurður um þessa spennu segist
Ólafur telja að líta verði á hana sem
tímabundið vandamál, svo mikla gagn-
kvæma hagsmuni sem Bandaríkja-
menn og Kínverjar hafi af friðsamleg-
um samskiptum. Brýn þörf sé fyrir
meiri viðræður milli leiðtoga þeirra öfl-
ugu ríkja sem mestu ráða í heiminum.
Það hafi enda sýnt sig í Vestur-Evrópu
hvað það átti ríkan þátt í að tryggja
frið að ríkin skuli hafa fléttað saman
efnahagslega og viðskiptalega hags-
muni sína. Það sama geti vissulega átt
við víðar. Augljósir gagnkvæmir hags-
munir af friðsamlegum samskiptum
hafi orðið til þess að Richard M. Nixon
forseti kom á tengslum við Kína um ár-
ið og rökin fyrir að viðhalda þeim sem
bestum séu enn fyrir hendi.
Þvingunarkenn-
ingin óraunhæf
Fv. sendiherra bregst við ummælum
Sendiherra Ólafur og Jiang Zemin.