Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Andúð á tilteknum hópum eða af-stöðu valinna stjórnmálamanna er fordæmd hart, en eingöngu eftir því hvar þeir standa á vinsældalista þeirra sem taka sér gjarnan rétt til að ákvarða hvað séu rétt sjónarmið. At- hugasemd Páls Vil- hjálmssonar er því réttmæt:    Eyjan segir í fyrir-sögn um kosn- ingahegðun Pólverja á Íslandi í nýafstöðnu þingkosningum í heimalandi þeirra: 25% Pólverja á Ís- landi kusu öfga- hægriflokk sem á rætur í nýnasisma.“ Efnislega er fyr- irsögnin röng. Í frétt- inni sjálfri segir að aðeins um 12 prósent Pólverja hér á landi hafi greitt atkvæði. Texti fréttarinnar gengur út á að gera Pólverja á Íslandi að fasistum. Þar segir m.a.:    Á Íslandi kusu næstflestir banda-lag öfgahægriflokka, Bandalag um frelsi og sjálfstæði. Hann er sam- ansafn minni flokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma …“ Það er óviðkunnanlegt, svo ekki sé meira sagt, að skrifa svona um fólk sem býr og starfar hér á landi í sátt við guð og menn. Eyjan hlýtur að biðjast afsökunar á fréttinni.“    Á Íslandi lagði íslenskur umhverf-isráðherra svo lykkju á leið sína til að hirta orkumálaráðherra Banda- ríkjanna fyrir afstöðu sem hann á að hafa haft sem ríkisstjóri á árum áður!    Athugasemdin snerti ekki núver-andi starfsvettvang eða efni funda ráðherranna. Barnaskapur í bland við hatur einstakra ráðherra í garð Bandaríkjanna er mjög ónota- legur. Ofstopi og yfirlæti STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Japanska stórstjarnan Tomohisa Ya- mashita leikur aðalhlutverkið í sjón- varpsseríunni „The Head“ sem hefur verið lýst sem hrollvekju og eiga at- burðirnir að eiga sér stað á Suður- skautslandinu. Tökur seríunnar fara fram hér á landi og á Kanaríeyjum. Spænsku bræðurnir Alex og David Pastor skrifa handritið. Stikla úr þáttunum var sýnd í vikunni á MIPCOM- kaupstefnunni í Cannes í Frakklandi. Ánægður með dvölina Meðal annarra sem fara með stór hlutverk eru Írinn John Lynch. Sam- kvæmt umfjöllun AFP er einn tveggja eftirlifenda af tíu manna hópi sem fór til vetrarsetu á rannsóknar- stöð. Þegar vísindamenn koma þangað að vori eru veggir stöðvarinnar þaktir blóði og eftirlifendurnir kenna hvor öðrum um morðin. Yamashita, 35 ára söngvari og leik- ari, fer með hlutverk rannsakanda. Hann sagði að sagan færi að kjarna mannlegra tilfinninga. Yamashita virðist hafa verið ánægður með dvöl- ina hér á landi en tökur standa nú yf- ir. Hann birti myndband frá Íslandi á samfélagsmiðlum og er það að finna á mbl.is. Kuldaleg hrollvekja í tökum á Íslandi  Japanski söngvarinn og leikarinn Tomohisa Yamashita ánægður með dvölina AFP Leikarar Tomohisa Yamashita, Kat- harine O’Donnelly, Alexandre Wil- laume, Laura Bach og John Lynch. Beiðni um opinbera úttekt Auglýst eftir viðbrögðum Undirritaður hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings bréf þar sem vakin er athygli nefndarinnar á vinnubrögðum starfshóps sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en starfs- hópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Lögum um fiskeldi nr. 71/2008 sem samþykkt voru í vor byggist að mestu á áðurnefndri skýrslu starfs- hópsins. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrrnefnds starfshóps og telur að þau samræmist ekki á nokkurn hátt góðum stjórnsýsluháttum og kunni í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga. Í þessu sambandi hafa verið teknar saman athugasemdir um vinnubrögð starfshópsins og niðurstöður þeirrar skýrslu sem starfshópurinn skilaði af sér og sent til allra alþingismanna. Í vor var farið formlega fram á við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að taka málið upp til rannsóknar og eftir atvikum að nefndin skipi óháðan rannsóknaaðila. Undirritaður hefur sent fjölmarga tölvupósta til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd án þess að málinu hafi verið svarað efnislega. Valdimar Ingi Gunnarsson, Sjávarútvegsþjónustan ehf. valdimar@sjavarutvegur.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ástæðulaust er að ætla að sú staða muni koma upp að Íslendingar verði knúnir til að velja milli Kína og Banda- ríkjanna. Þetta er mat Ólafs Egilssonar en hann var sendiherra í Kína um fimm ára skeið í valdatíð Jiang Zemin Kína- forseta. Þvert á móti telur Ólafur að sam- starf Íslands við þessi öflugu og ólíku ríki, sitt hvorum megin á hnettinum, geti haldið áfram á farsælum grunni. Reynslan hafi þegar sýnt að samskipt- in, sem verið hafi á ólíkum sviðum, hafi reynst hagkvæm bæði okkur og þeim. Ekki gefist alltaf vel að reyna að fella samskipti líðandi stundar inn í fræði- kenningar, þótt slíkt sé stundum reynt. Tilefnið er greinar í Morgunblaðinu í gær en þar sögðust fræðimennirnir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, og Marc Lanteigne, dósent í stjórnmála- fræði við Háskólann í Tromsö, telja að Ísland gæti staðið frammi fyrir slíku vali. Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, háir nú tollastríð gegn Kína. Spurður um þessa spennu segist Ólafur telja að líta verði á hana sem tímabundið vandamál, svo mikla gagn- kvæma hagsmuni sem Bandaríkja- menn og Kínverjar hafi af friðsamleg- um samskiptum. Brýn þörf sé fyrir meiri viðræður milli leiðtoga þeirra öfl- ugu ríkja sem mestu ráða í heiminum. Það hafi enda sýnt sig í Vestur-Evrópu hvað það átti ríkan þátt í að tryggja frið að ríkin skuli hafa fléttað saman efnahagslega og viðskiptalega hags- muni sína. Það sama geti vissulega átt við víðar. Augljósir gagnkvæmir hags- munir af friðsamlegum samskiptum hafi orðið til þess að Richard M. Nixon forseti kom á tengslum við Kína um ár- ið og rökin fyrir að viðhalda þeim sem bestum séu enn fyrir hendi. Þvingunarkenn- ingin óraunhæf  Fv. sendiherra bregst við ummælum Sendiherra Ólafur og Jiang Zemin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.