Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Framkvæmdir við nýja fjölorku-
stöð N1 við verslunarkjarnann
Lindir í Kópavogi eru hafnar en
stefnt er að því að nýja stöðin
verði opnuð öðrum hvorum megin
við áramót. Nýja stöðin verður
sjálfsafgreiðslustöð þar sem boðið
verður upp á bensín, dísil og raf-
hleðslu.
Hinrik Örn Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri N1, segir fjölorku-
stöðina marka tímamót hér á
landi. Í fyrsta sinn rísi stöð þar
sem rafhleðslur verði fleiri en dæl-
ur undir bensín og dísel, eða átta
fyrir raðhleðslu og fjórar fyrir
eldsneyti. Stöðin muni t.d. gefa
viðskiptavinum Krónunnar og
Elko færi á að hlaða bílinn á með-
an þeir versla. „Þjónusta olíufé-
laga hefur verið að þróast í þessa
átt og við viljum vera leiðandi í
þeirri vegferð, þetta er ákveðin
þróun til framtíðar litið. Í upphafi
árs fjárfesti Festi, móðurfélag N1,
í Íslenskri orkumiðlun, sem undir-
strikar á hvaða vegferð við erum,“
segir Hinrik.
Hann segir að með nýju stöðinni
nái félagið að þjónusta á ný íbúa í
Kópavogi og nágrenni, en N1
þurfti að selja tvær stöðvar frá sér
í bæjarfélaginu að kröfu Sam-
keppniseftirlitsins þegar farið var í
sameiningu N1 og Festi, sem rak
Krónuna og Elko. Hinrik segir
nýju fjölorkustöðina við Lindir
vera eina birtingarmynd samrun-
ans en fram undan séu frekari að-
gerðir sem miði að því að nota
sameiginlegan styrk fyrirtækjanna
undir nafni Festis.
Fyrirhugað er að loka stöð N1 á
Ægisíðu og standa viðræður yfir
við Reykjavíkurborg um lóð á
Fiskislóð í staðinn. Hinrik segir
engan tímaramma eða ákvörðun
liggja fyrir um Ægisíðu eða Fiski-
slóð.
Einnig er fjölorkustöð fyrirhug-
uð hjá N1 við Norðurhellu í Hafn-
arfirði, þar sem koma á ný Krónu-
verslun.
Morgunblaðið/Hari
Kópavogur Framkvæmdir eru hafnar við verslunarkjarnann Lindir í Kópa-
vogi vegna fjölorkustöðvar N1. Stöðin verður opnuð á næstu mánuðum.
Rafhleðslur fleiri en bens-
índælur á nýrri stöð N1
Ný fjölorkustöð N1 rís við Krónuna í Lindum í Kópavogi
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Glímufélagið Ármann hefur skrifað
borgaryfirvöldum bréf með ósk um
viðræður um íþróttastarf og skipu-
lag íþróttamannvirkja í Vogabyggð
við Elliðaárvog.
Í bréfi Jóns Þórs Ólasonar, fram-
kvæmdastjóra Ármanns, segir að
nýtt íþróttasvæði muni myndast
með nýrri íbúðabyggð í Vogabyggð.
Þar sé gert ráð fyrir skólum, leik-
skólum og íþróttamannvirkjum sem
tilheyra nýrri byggð. Ármann telji
að hægt verði að leysa aðstöðumál
félagsins að nokkru leyti með að-
gangi að íþróttamannvirkjum í
Vogabyggð.
„Það liggur beinast við að Ármann
sæki í Vogabyggðina því Víkingur er
nýtekinn við Framsvæðinu og
stækkar þar með sitt svæði mikið og
eykur einnig við mannvirkin hjá sér.
Þróttur er á lokametrunum að fá
nýtt og stórt íþróttamannvirki í
Laugardalnum og hefur ekki sýnt
áhuga á að færa svæði sitt, sam-
anber umræðuna um Framsvæðið,“
segir Jón Þór í bréfinu.
Hjá Ármanni eru aðallega stund-
aðar einstaklingsgreinar, segir Jón,
og telur að félagið geti boðið upp á
fleiri möguleika fyrir börn og ung-
linga í íþróttastarfi á svæðinu.
Handknattleik og knattspyrnu geti
iðkendur sótt í Víking eða Þrótt. Þá
mætti leysa brýnt aðstöðuleysi
körfuknattleiksdeildar Ármanns
með því að nýta íþróttasal nýs húss í
Vogabyggð fyrir körfuknattleiks-
æfingar.
„Þar sem undirbúningur skóla- og
íþróttamannvirkja er hafinn þá ósk-
um við eftir skjótum svörum við er-
indi okkar,“ segir Jón að lokum.
Glímufélagið Ármann var stofnað
15. desember árið 1888 og er með
aðstöðu í Laugardalnum, á sama
svæði og Þróttur.
Á heimasíðu félagins kemur fram
að innan félagsins séu stundaðar 10
íþróttagreinar, fimleikar, frjálsar
íþróttir, júdó, körfuknattleikur, lyft-
ingar, kraftlyftingar, rafíþróttir,
sund, skíði og taekwondo.
Ármenningar
vilja í Vogabyggð
Bjóða íþróttastarf í nýja hverfinu
Teikning/hönnun/Karin Sander
Vogabyggð Pálmatré í glerhólkum
eiga að verða einkenni hverfisins.
LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500
Range Rover Sport HSE PHEV
Verð frá: 13.690.000 kr.
Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll setur ný viðmið. Einstök hönnun,
framúrskarandi aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan sportlega
lúxusjeppa að hagkvæmum og umhverfisvænum kosti.
Verið velkomin í reynsluakstur!
RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ
Í RANGE ROVER
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
5
5
8
9