Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Framkvæmdir við nýja fjölorku- stöð N1 við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar en stefnt er að því að nýja stöðin verði opnuð öðrum hvorum megin við áramót. Nýja stöðin verður sjálfsafgreiðslustöð þar sem boðið verður upp á bensín, dísil og raf- hleðslu. Hinrik Örn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri N1, segir fjölorku- stöðina marka tímamót hér á landi. Í fyrsta sinn rísi stöð þar sem rafhleðslur verði fleiri en dæl- ur undir bensín og dísel, eða átta fyrir raðhleðslu og fjórar fyrir eldsneyti. Stöðin muni t.d. gefa viðskiptavinum Krónunnar og Elko færi á að hlaða bílinn á með- an þeir versla. „Þjónusta olíufé- laga hefur verið að þróast í þessa átt og við viljum vera leiðandi í þeirri vegferð, þetta er ákveðin þróun til framtíðar litið. Í upphafi árs fjárfesti Festi, móðurfélag N1, í Íslenskri orkumiðlun, sem undir- strikar á hvaða vegferð við erum,“ segir Hinrik. Hann segir að með nýju stöðinni nái félagið að þjónusta á ný íbúa í Kópavogi og nágrenni, en N1 þurfti að selja tvær stöðvar frá sér í bæjarfélaginu að kröfu Sam- keppniseftirlitsins þegar farið var í sameiningu N1 og Festi, sem rak Krónuna og Elko. Hinrik segir nýju fjölorkustöðina við Lindir vera eina birtingarmynd samrun- ans en fram undan séu frekari að- gerðir sem miði að því að nota sameiginlegan styrk fyrirtækjanna undir nafni Festis. Fyrirhugað er að loka stöð N1 á Ægisíðu og standa viðræður yfir við Reykjavíkurborg um lóð á Fiskislóð í staðinn. Hinrik segir engan tímaramma eða ákvörðun liggja fyrir um Ægisíðu eða Fiski- slóð. Einnig er fjölorkustöð fyrirhug- uð hjá N1 við Norðurhellu í Hafn- arfirði, þar sem koma á ný Krónu- verslun. Morgunblaðið/Hari Kópavogur Framkvæmdir eru hafnar við verslunarkjarnann Lindir í Kópa- vogi vegna fjölorkustöðvar N1. Stöðin verður opnuð á næstu mánuðum. Rafhleðslur fleiri en bens- índælur á nýrri stöð N1  Ný fjölorkustöð N1 rís við Krónuna í Lindum í Kópavogi Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Glímufélagið Ármann hefur skrifað borgaryfirvöldum bréf með ósk um viðræður um íþróttastarf og skipu- lag íþróttamannvirkja í Vogabyggð við Elliðaárvog. Í bréfi Jóns Þórs Ólasonar, fram- kvæmdastjóra Ármanns, segir að nýtt íþróttasvæði muni myndast með nýrri íbúðabyggð í Vogabyggð. Þar sé gert ráð fyrir skólum, leik- skólum og íþróttamannvirkjum sem tilheyra nýrri byggð. Ármann telji að hægt verði að leysa aðstöðumál félagsins að nokkru leyti með að- gangi að íþróttamannvirkjum í Vogabyggð. „Það liggur beinast við að Ármann sæki í Vogabyggðina því Víkingur er nýtekinn við Framsvæðinu og stækkar þar með sitt svæði mikið og eykur einnig við mannvirkin hjá sér. Þróttur er á lokametrunum að fá nýtt og stórt íþróttamannvirki í Laugardalnum og hefur ekki sýnt áhuga á að færa svæði sitt, sam- anber umræðuna um Framsvæðið,“ segir Jón Þór í bréfinu. Hjá Ármanni eru aðallega stund- aðar einstaklingsgreinar, segir Jón, og telur að félagið geti boðið upp á fleiri möguleika fyrir börn og ung- linga í íþróttastarfi á svæðinu. Handknattleik og knattspyrnu geti iðkendur sótt í Víking eða Þrótt. Þá mætti leysa brýnt aðstöðuleysi körfuknattleiksdeildar Ármanns með því að nýta íþróttasal nýs húss í Vogabyggð fyrir körfuknattleiks- æfingar. „Þar sem undirbúningur skóla- og íþróttamannvirkja er hafinn þá ósk- um við eftir skjótum svörum við er- indi okkar,“ segir Jón að lokum. Glímufélagið Ármann var stofnað 15. desember árið 1888 og er með aðstöðu í Laugardalnum, á sama svæði og Þróttur. Á heimasíðu félagins kemur fram að innan félagsins séu stundaðar 10 íþróttagreinar, fimleikar, frjálsar íþróttir, júdó, körfuknattleikur, lyft- ingar, kraftlyftingar, rafíþróttir, sund, skíði og taekwondo. Ármenningar vilja í Vogabyggð  Bjóða íþróttastarf í nýja hverfinu Teikning/hönnun/Karin Sander Vogabyggð Pálmatré í glerhólkum eiga að verða einkenni hverfisins. LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500 Range Rover Sport HSE PHEV Verð frá: 13.690.000 kr. Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum og umhverfisvænum kosti. Verið velkomin í reynsluakstur! RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ Í RANGE ROVER www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 5 8 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.