Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Söfnun raddsýna hófst hér á landi í gær og gefst almenningi kostur á að leggja rödd sína af mörkum til að tryggja að hægt verði að nota íslensku í samskiptum við tölvur og tæki. Opnaður verður vefurinn samromur.is þar sem raddsýnum á íslensku verður safn- að. Söfnunin er unnin í samstarfi Almannaróms, Deloitte og nem- enda í tölvunarfræði við HÍ og HR. Vigdís Finnbogadóttir, fv. for- seti Íslands, gaf fyrsta raddsýnið við athöfn í gær. Safna röddum til að bjarga íslenskunni Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Almannarómur Guðni Th. Jóhannesson forseti og Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, eru verndarar Almannaróms sem stendur að söfnun raddsýna. Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerk- inga í samræmi við tækninýj- ungar í umferð. Var samþykkt að gerð yrði heildarúttekt á umferðar- merkingum með tilliti til tækninýj- unga í samgöngum og sífellt fjöl- breyttari samgöngumáta í samræmi við ný umferðarlög, sem taka munu gildi um næstu áramót. Sérstaklega verði farið yfir um- ferðarmerkingar á vegum, s.s. yfir- borðsmerkingar gatna og aksturs- stefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum. Þá verði enn fremur horft til skilta fyrir hraðamerkingar, gangbrauta- merkingar og varúðarmerkingar. „Við stöndum frammi fyrir bylt- ingu í samgöngumálum,“ sagði Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar, en hún fór fyrir tillögu sjálfstæð- ismanna. „Samgöngubyltingin er ekki bara á næstu grösum. Hún er hafin og áhrifa hennar er farið að gæta, hér á landi sem annars staðar. Hún mun augljóslega hafa síaukin áhrif á samfélag okkar, á allra næstu árum. Orkuskipti ökutækja er þegar hafin, hefur verið að aukast og mun aukast sífellt hraðar á næstu árum. Við erum þegar farin að sjá dæmi um ýmiss konar fisfarartæki hér í borginni sem bruna um göturnar, á gangstéttum og á göngu- og hjóla- stígum,“ sagði Marta m.a. í ræðunni. Borgin verði leiðandi í merkingum Marta Guðjónsdóttir  Tillaga minnihlut- ans var samþykkt Alþjóðleg fjögurra daga bjórhátíð hefst á veitingastaðnum Brew- Dog við Hverfisgötu í dag. Um er að ræða hátíð sem haldin er á öll- um BrewDog-börum í heiminum þar sem boðið er upp á afrakstur samstarfs handverksbrugghúsa við starfsfólk BrewDog. Í ár hafa 78 brugghús í 16 löndum skapað ferska samstarfs- bjóra fyrir #CollabFest2019 og mun BrewDog Reykjavík bjóða upp á 19 af þeim um helgina. BrewDog Reykjavík leitaði í ár til Ægis brugghúss og bruggaður var hindberja- og jarðarberja- súrbjór sem fékk nafnið „Who Let The Jam Out?“ Enginn að- gangseyrir er á hátíðina en greitt er fyrir bjórana. Bjórhátíð á Hverfisgötu 20.okt. kl. 16 Komdu á Sígilda sunnudaga og upplifðu fjölbreytt úrval kammertónlistar í allan vetur. harpa.is/sigildir Kammer- músík- klúbburinn SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Fylgdu okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR ÍTALSKAR HÁGÆÐA ULLARKÁPUR Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Fallegar peysur - 0.- .- 7.900. 8.90 6.990 Str: M-XXXL 6.990.- Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Str. 38-58 Ný sending af flottum buxum Til sölu Austurlenskur veitingastaður Austurlenskur veitingastaður í Mosfellsbæ er til sölu. verðtilboð óskast. Miklir möguleikar á velgengni fyrir duglegan aðila þar sem að íbúum í Mosfellsbæ hefur fjölgað mikið síðustu ár og er fjöldinn kominn upp í um það bil 20.000 manns. Nánari upplýsingar: dunadb@gmail.com Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.