Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fær Umferðarmiðstöðin í Vatnsmýri
að standa áfram eða verður hún rifin
til að rýma fyrir nýjum byggingum?
Þetta er ákvörðun sem þarf að taka
áður en efnt verður til alþjóðlegrar
samkeppni um nýtt skipulag á um-
ferðarmiðstöðvarreit.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
nýverið hefur borgarráð samþykkt
tillögu borgarstjóra þess efnis að efnt
verði til slíkrar samkeppni. Mark-
miðið er að þarna rísi ný alhliða sam-
göngumiðstöð fyrir Reykjavík, höf-
uðborgarsvæðið og landið allt og þétt
blönduð byggð.
Umferðarmiðstöðvarreitur (U-
reitur) afmarkast af Hringbraut í
suðri, Gömlu-Hringbraut í norðri,
Njarðargötu í vestri og Nauthólsvegi/
Barónsstíg í austri. Deiliskipulags-
svæðið er 68 þúsund fermetrar að
stærð.
Bensínstöð N1 víki
Innan reitsins eru tvö mannvirki
sem taka þarf ákvörðun um, annars
vegar Umferðarmiðstöðin og hins
vegar bensínstöð N1, sem stendur við
Hringbraut 12. Lóðaleigusamningur
um Hringbraut 12 rann út 31. desem-
ber 2016. Í samningi er gert ráð fyrir
að hann megi framlengja til 1. janúar
2022. Borgin gerir ekki ráð fyrir að
hann verði framlengdur umfram það.
Í skýrslu starfshóps um þróun
reitsins sem kom út í september síð-
astliðnum er fjallað um ástand og
framtíð Umferðarmiðstöðvarinnar
(BSÍ). Bygging hennar hófst árið
1959 og var hún tekin í notkun í nóv-
ember 1965. Gunnar Hansson teikn-
aði húsið.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að í
desember 2012 fór fram einfalt mat á
núverandi ástandi BSÍ með sjónmati
á burðarvirki og gluggum hússins
ásamt plönum umhverfis húsið og í
framhaldinu var unnið mat á kostnaði
við endurbyggingu á núverandi húsi.
Við skoðun árið 2012 var ástand
byggingarinnar orðið mjög bágborið
vegna takmarkaðs viðhalds í áratugi.
Í lok árs 2017 var þetta ástandsmat
og mat á kostnaði uppfært og gefið út
minnisblað. Annars vegar var metinn
kostnaður með tilliti til endurbygg-
ingar og hins vegar nauðsynlegra
lagfæringa ttil að geta notað húsið í
3-5 ár þar til ákvörðun verður tekin
um framhaldsskipulag svæðisins.
Í minnisblaðinu segir: „Í gegnum
tíðina hefur bygging Umferðar-
miðstöðvar örugglega ekki alltaf ver-
ið vel og að öllu leyti vatnsheld og því
má gera ráð fyrir að […] myglu sé að
finna í húsinu, jafnvel víða.“
Meginniðurstaða ástandskönnunar
núverandi bygginga var eftirfarandi:
Kostnaður við að laga og end-
urbyggja húsið í sem næst upp-
runalegri mynd er metinn um 550
milljónir króna, ef reiknað er með að
burðarvirki hússins verði notað
áfram. Byggingarkostnaður nýs sam-
bærilegs húss er gróflega metinn um
700 mkr. Kostnaður við að rífa núver-
andi byggingu er ekki innifalinn, en
er metinn um 50 mkr.
Leggst gegn niðurrifi
Í umsögn Minjastofnunar frá árinu
2014 segir að stofnunin telji bygg-
inguna hafa ótvírætt varðveislugildi
og muni leggjast gegn því að hún
verði rifin, komi slík tillaga fram.
Umferðarmiðstöðin sé gott dæmi um
framsækna byggingarlist 6. áratug-
arins og hafi menningarsögulegt gildi
sem opinber bygging sem lengi hefur
þjónað sem ein helsta samgöngu-
miðstöð Reykjavíkur. Hins vegar
mæli ekkert á móti því að byggingin
verði endurnýjuð og stækkuð.
Í fyrri vinnu við undirbúning sam-
keppni um U-reit var ákveðið að
halda því opnu í samkeppninni hvort
BSÍ stæði eða viki.
Niðurstaða starfshópsins nú er að
það sé óheppilegt og geri bæði þátt-
takendum og dómnefnd erfitt fyrir,
þ.a. æskilegt er að afstaða liggi fyrir í
keppnislýsingu. Því verður að taka
ákvörðun af eða á.
Þarf Umferðarmiðstöðin að víkja?
Taka þarf ákvörðun áður en efnt er til samkeppni Endurbygging gæti kostað hálfan milljarð
Morgunblaðið/Eggert
Umferðarmiðstöðin Hefur verið helsta miðstöð rútubílastarfsemi í landinu allt frá því hún tók til starfa árið 1965.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Bílalúgan Margir eiga minningar frá viðskiptum við veitingastaðinn á BSÍ,
sem opinn var allan sólarhringinn. Bakki með sviðum var afar vinsæll.
Sprinter, Vito, Citan.
Sendibílar fyrir öll verkefni.
Sendibílarnir frá Mercedes-Benz henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Eigum úrval
sendibíla sem eru tilbúnir til afhendingar. Komdu í heimsókn í sýningarsalinn á Krókhálsi 11 og
kynntu þér möguleikana.
Fáðu tilboð í sendibíl frá Mercedes-Benz. Við tökum vel á móti þér.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi