Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný drög að rammaskipulagi fyrir hafnarsvæðið í Hafnarfirði voru kynnt á opnum íbúafundi í fyrra- kvöld. Það var fjórða kynningin á skipulaginu og hafa aðilar mánuð til að gera athugasemdir. Að sögn Kristínar Maríu Thor- oddsen, formanns hafnarstjórnar og bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, verður skipulagið svo endanlega samþykkt. Í kjölfarið verði hægt að sækja um breytingu á deiliskipu- lagi og hefja framkvæmdir. Með skipulaginu takist að þétta byggð, glæða svæðið nýju lífi og stækka miðbæjarsvæðið. Efnt var til hugmyndasamkeppni um endurnýjun hafnarsvæðisins fyrir ári. Rammaskipulagið var unnið á grundvelli vinningstillagna hollensku arkitektastofunnar Jvantspijker og sænsku arkitekta- stofanna Kjellgren Kaminsky Architecture og Mareld Land- skapsarkitekter. Það hefur verið í vinnslu og eru lokadrög sýnd hér. Nánar tiltekið er um að ræða Flensborgar- og Óseyrarsvæðið. Upphaflega stóð til að gera nýtt deiliskipulag fyrir Flensborgar- höfn. Skipulagssvæðið var síðan út- víkkað inn á land Óseyrar, vestan við Flensborgarhöfn, og að Suð- urbakka. Skemmtiferðaskipið á myndinni hér fyrir ofan er við Suðurbakka. Við hlið þess má sjá nýjar höfuðstöðvar Hafró. Skipulagssvæðið er þríþætt. Í fyrsta lagi hafnarsvæði með bland- aða starfsemi. Heimilt verður að byggja allt að 49 þúsund fermetra af blönduðu húsnæði. Í öðru lagi slippsvæðið en þar eiga Hafnartorg og gamla Íshúsið að mynda hjarta samfélagsins. Íbúðir verða á efri hæðum og heimilt að byggja allt að 32 þúsund fermetra af íbúðum og atvinnuhúsnæði. Miðað er við 100- 150 íbúðir. Í þriðja lagi íbúðar- svæði með 5-600 íbúðum á 3-5 hæð- um. Heimilt verður að byggja allt að 62 þús. fermetra. Alls eru þetta 84.500 fermetrar á þremur reitum og eru þá meðtaldar núverandi byggingar. Kristín segir slippsvæðið munu ná lengra til vesturs. Smábáta- höfnin verði stækkuð með nýjum hafnargarði. Með því flytjist Sigl- ingaklúbburinn Þytur þangað. Við Drafnarslippinn verði landfylling. Þar hefur verið teiknuð bygging sem ætlunin er að verði kennileiti. Til skoðunar er að hafa þar heita potta og baðaðstöðu. Ákváðu að útvíkka svæðið „Við erum að teygja okkur nær miðbænum. Fyrst var þetta svæði ekki undir í skipulaginu en síðan var ákveðið að útvíkka svæðið til að skapa betri tengingu við gamla miðbæinn,“ segir Kristín María. Á blandaða reitnum kemur til greina að hafa hótel. Starfsemin þarf ekki að vera hafnsækin. Orri Steinarsson, arkitekt hjá Jvantspijker, segir uppbygginguna tengja gamla bæinn við höfnina. „Metnaður okkar og sýn er að tengja miðbæinn og höfnina betur saman. Strandgatan hefur skilið sundur samfélagið á hæðinni og hafnarlífið. Með því að gera fallega tengingu fyrir fótgangandi og hjól- andi, og aðkomu fyrir bíla í vistgöt- um, erum við að tvinna þetta betur saman með nýjum og gömlum hús- um. Íshúsið fær vægi sem hjarta samfélagsins en við það verður gert Hafnartorg sem verður þungamiðja slippsvæðisins,“ segir Orri og tekur fram að ekki verði miklar landfyllingar. Mikilvægt sé að nota Íshúsið sem kvarða fyrir lágreista byggð. Byggðin verði mest þrjár hæðir, íbúðir á efri hæðum en þjónusta á jarðhæð. Hvert þessara þriggja svæða muni hafa sín einkenni. Á öllum reitum verði sjónlínur tryggðar til að tengja Strand- götuna við hafnarsvæðið. Leitast sé við að nýta svæðið mjög vel. Uppbygging Gert er ráð fyrir 500-600 íbúðum á íbúðareitnum efst til vinstri á myndinni. Nýtt hafnarsvæði Horft norður eftir fyrirhuguðu Hafnartorgi. Kennileitið er vinstra megin. Kynna drög að nýju hafnarsvæði  Hafnarfjarðarbær kynnir áformaða endurnýjun og uppbyggingu á Flensborgar- og Óseyrarsvæði Teikningar/Jvantspijker/Kjellgren Kaminsky Architecture/Mareld Landskapsarkitekter Horft yfir svæðið Smábátahöfnin verður stækkuð, slippsvæði byggt upp og byggðar íbúðir og atvinnuhúsnæði. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Einstök minning Barna- og fjölskyldu myndatökur Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÍTÖLSK HÖNNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.