Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
UNICEF, styður við 1,8 milljónir
flóttabarna í Tyrklandi. Flest þeirra
eru frá Sýrlandi. Aðstoðin fer oft
fram í samstarfi við önnur hjálp-
arsamtök, þar á meðal ASAM-
hjálparsamtökin. Samtökin eru
stærstu sjálfstætt starfandi mann-
úðarsamtökin í Tyrklandi.
Í borginni Gaziantep er rekin
barna- og fjölskyldumiðstöðin Al
Farah (mín hamingja á arabísku).
Miðstöðin er rekin af ASAM í sam-
starfi við UNICEF í Tyrklandi.
Sezen Yakin sem starfar hjá UNI-
CEF í Gaziantep, segir afar mikil-
vægt að ná til þeirra sem eru í við-
kvæmastri stöðu og eru oft ekki í
þeirri aðstöðu að geta leitað sér
hjálpar. Hún segir að UNICEF sé í
samstarfi um rekstur fimm slíkra
miðstöðva í Tyrklandi; í Adana, Ank-
ara, Izmir og Istanbúl auk Gazian-
tep. Yfir 135 þúsund börn og ung-
menni hafa fengið aðstoð í gegnum
þessar sex miðstöðvar.
Skrifstofa UNICEF í Gazaintep
hefur yfirumsjón með öllu starfi
UNICEF í suðausturhluta landsins,
í fimmtán héruðum. Jafnframt sinn-
ir skrifstofa UNICEF í Gaziantep
starfi samtakanna hinum megin
landamæranna, það er í Sýrlandi.
Sezen segir að ábendingar berist
víða að um börn og ungmenni sem
þurfi að fá aukinn stuðning án þess
að þau hafi óskað eftir honum.
„Við reynum að grípa inn hvenær
sem við getum. Til að mynda er mik-
ilvægt að vera í góðu samstarfi við
samtök kvenna þegar kemur að
fræðslu varðandi kynbundið ofbeldi,
heilbrigðismál, barnahjónabönd og
fleiri málefni sem snerta oft konur
og stúlkur beint. Þrátt fyrir að við
séum með fjölmarga sérfræðinga
starfandi hjá okkur er gott að virkja
þá sem hafa persónulega reynslu.“
UNICEF starfar með fleiri mann-
úðarsamtökum en ASAM og eins
með sveitarstjórnum á svæðinu. Se-
zen segir að eitt mikilvægasta svið
UNICEF sé menntasviðið því að-
gangur að menntun er grundvall-
arréttindi allra barna.
Í Tyrklandi hefur verið lögð
áhersla á samlögun barna sem eru á
flótta og að þau gangi í almenna
skóla. Árið 2016 var þeim áfanga náð
að fleiri sýrlensk börn voru í skóla í
Tyrklandi en ekki. „Eftir að sér-
skólum fyrir sýrlensk börn hefur
verið lokað höfum við fært stuðning
okkar inn í almenna skólastarfið. Til
að mynda fyrir börn sem þurfa á
miklum stuðningi að halda,“ segir
Sezen.
Suheda Kipri hefur starfað hjá
ASAM í eitt og hálft ár og hefur
stýrt Al Farah-miðstöðinni í fjóra
mánuði en áður var hún hjá SADA-
miðstöðinni sem fjallað hefur verið
um í greinum í Morgunblaðinu að
undanförnu. Al Farah-miðstöðin var
sett á laggirnar fyrir fjórum árum
og eru starfsmennirnir 60 talsins.
Þegar börn og fjölskyldur koma í
fyrsta skipti í Al Farah-miðstöðina
fara þau í viðtöl þar sem þarfir
þeirra eru metnar. Í samræmi við
þær fá þau þá aðstoð sem þau þurfa
á að halda. „Eins erum við með
starfsmenn sem fara heim til þeirra
sem eiga erfitt með að komast til
okkar af ýmsum ástæðum.Við
vinnum náið með yfirvöldum og öðr-
um mannúðarsamtökum enda mik-
ilvægt að vinna saman því markmið
okkar er sameiginlegt – að gera líf
fólks betra,“ segir Suheda.
Hún segir að flest þeirra barna
sem komi í Al Farah-miðstöðina séu
sýrlensk en einnig er tekið á móti
börnum frá öðrum löndum. Einhver
tyrknesk börn sæki þangað en þau
eru fá. „Okkar skjólstæðingar eru
börn í afar viðkvæmri stöðu og því
kemur aðeins brotabrot þeirra
barna sem þurfa aðstoð hingað og
flest börn fara í aðrar miðstöðvar á
vegum ASAM hér í Gaziantep.“
150-200 manns á hverjum degi
Á hverjum degi koma um 50 fjöl-
skyldur að meðaltali í Al Farah-
miðstöðina. Þannig að yfirleitt eru
þetta um 120-150 einstaklingar sem
leita þangað á hverjum degi. „Við
vitum af börnum sem aldrei fara í
skóla og búa við ömurlegar að-
stæður hér í Gaziantep. Það getur
verið mjög erfitt að nálgast þau en
starfsfólk okkar er mjög duglegt að
finna þá sem þurfa á aðstoð að halda
og fara heim til þeirra. Sérstök
áhersla er lögð á fötluð börn og val-
deflingu þeirra. Að gera þau færari
um að taka þátt í daglegu lífi en ann-
ars væri,“ segir Suheda.
Nánast allir skjólstæðingar mið-
stöðvarinnar eru í afar viðkvæmri
stöðu og búið sé til teymi um hvert
mál.
Vinna barna er orðin eitt helsta
viðfangsefni félagsráðgjafa auk
barnahjónabanda og þolenda ofbeld-
is, neyslu vímuefna og barna sem
eru utanvelta í skólakerfinu.
Talsverður fjöldi ofbeldismála
kemur til kasta félagsráðgjafanna
hjá Al Farah. Ofbeldi getur átt sér
mörg andlit segja þær og nefna lík-
amlegt, andlegt og kynferðislegt of-
beldi. Starfsfólk Al Farah segir
mjög erfitt að eiga við barna-
hjónabönd og fræðsla sé gríðarlega
mikilvæg, að fræða fólk um skelfi-
legar afleiðingar sem þeim geta
fylgt og áhrif á bernskuna. Þrátt fyr-
ir að það sé refsivert lætur fólk það
ekki stöðva sig. Foreldrarnir vita oft
ekki betur þar sem þeir hafa sjálfir
verið gefnir í hjónaband á barns-
aldri, jafnvel niður í 10 til 11 ára ald-
ur.
Málin sem koma til kasta starfs-
manna Al Farah eru ólík og oft
margslungin. Til að mynda er meðal
skjólstæðinga þeirra stúlka sem var
gift 16 ára gömul í Sýrlandi. Ástæð-
an fyrir því að foreldrar hennar
ákváðu að gefa hana í hjónaband var
að verja hana fyrir hermönnum
stjórnarhersins því stúlkur sem eru
ógiftar eru í miklu meiri hættu á að
verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eða
að vera þvingaðar í nauðung-
arsambönd við hermenn.
Glíma við áfallastreituröskun
Beghan Bilgiy, sálfræðingur í Al
Farah-miðstöðinni, sinnir hópastarfi
þar sem sálgæslu er sinnt meðal
annars í gegnum leik. Börnin sem
hún sinnir eru frá fjögurra ára til 18
ára og þeim skipt í hópa eftir aldri.
Helstu vandamálin sem börnin
glíma við eru áfallastreituröskun og
sum takast á við margþætt áföll.
„Enda erum við að tala um börn sem
eru að koma frá stríðshrjáðu landi.
Mörg hafa misst nákomna í stríðinu
og flest þekkja einhvern sem ekki
lifði af. Börnin gráta mikið og eru
hrædd við óvæntan snöggan hávaða.
Afleiðingarnar oft skelfilegar
Barnahjónabönd og vinnuþrælkun barna eru meðal þeirra verkefna sem starfsfólk fjölskyldu-
miðstöðvarinnar Al Farah þarf að takast á við í starfi sínu með börnum í afar viðkvæmri stöðu
Morgunblaðið/Gúna
Mín hamingja Sezen Yakin hjá UNICEF í Gaziantep og Suheda Kipri sen stýrir Al Farah-miðstöðinni .
Bræðurnir Muhammed Ali 10 ára
og Cuma Ali 13 ára komu til Tyrk-
lands fyrir fimm árum ásamt for-
eldrum sínum og þremur systkin-
um. Systir þeirra er 15 ára og síðan
eiga þeir yngri bræður, 6 og 8 ára.
Fjölskyldan hefur notið þjónustu Al
Farah frá árinu 2016. Þeir segja
stundum erfitt að komast í miðstöð-
ina þar sem þeir búa langt frá. Þeir
vilja ekki biðja foreldra sína um
pening í strætó enda þurfa þau að
velta hverjum eyri fyrir sér. Þeir
eiga báðir marga vini og finnst
gaman í skólanum. „Okkur finnst
heimanámið oft dálítið mikið en við
verðum að leggja hart að okkur því
við viljum standa okkur vel og fá
háar einkunnir. Til þess að geta
haldið áfram námi og farið í
menntaskóla alveg eins og stóra
systir okkar,“ segja þeir. Cuma
finnst skemmtilegast í fótbolta í
skólanum en Muhammed í tónlist-
artímum. Hann spilar á hljóðfæri
og syngur í kór í Al Farah-
miðstöðinni. Auk þess hafa þeir
báðir farið á myndlistarnámskeið.
Cuma spilar á gítar og hefur farið á
námskeið í flugdrekagerð. Hann
dreymir um að verða atvinnumaður
í knattspyrnu og Muhammed lang-
ar að verða kennari þegar þeir eru
orðnir stórir.
Morgunblaðið/Gúna
Bræður Cuma og Muhammed Ali hafa sótt námskeið í Al Farah frá 2016.
Vilja standa sig vel
og leggja hart að sér
Á leið til lífs
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———