Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 32

Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 17. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.27 125.87 125.57 Sterlingspund 158.69 159.47 159.08 Kanadadalur 94.64 95.2 94.92 Dönsk króna 18.461 18.569 18.515 Norsk króna 13.68 13.76 13.72 Sænsk króna 12.722 12.796 12.759 Svissn. franki 125.57 126.27 125.92 Japanskt jen 1.157 1.1638 1.1604 SDR 171.64 172.66 172.15 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.6168 Hrávöruverð Gull 1494.75 ($/únsa) Ál 1704.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.3 ($/fatið) Brent ● Afli íslenskra fiskiskipa í sept- ember var 109 þúsund tonn, sem er 1% meiri afli en í september í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstof- unnar. Botnfiskafli nam rúmum 36 þúsund tonnum og jókst um 2% en þar af var þorsksaflinn 21,4 þúsund tonn. Uppsjávarafli var rúmlega 69 þús- und tonn og er á pari við septem- bermánuð í fyrra. Samsetning uppsjáv- araflans var þó önnur þar sem mikil auking var á síldarafla en á móti kemur mikill samdráttur í makrílafla. 18 þús- und tonn veiddust af makríl í sept- ember en 50 þúsund tonn af síld veidd- ust í sama mánuði. Flatfiskafli nam 1.800 tonnum og dróst saman um 4% í samanburði við septembermánuð í fyrra. Skel- og krabbadýraafli nam tæplega 2 þúsund tonnum og jókst um 35%. Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá október 2018 til september 2019 nam tæpum 1.092 þúsund tonnum sem er 13% minni afli en á sama tímabili árið áður. Metinn á föstu verðlagi var afli í september 9,7% minni en í september árið 2018. Heildarafli á 12 mánaða tímabili 13% minni Fiskur Afli í sept- ember jókst um 1%. STUTT hefur fókusinn aðeins breyst en okkur hefur tekist að halda mjög háum standard sérstaklega í al- mennum efnahagsgreiningum ann- ars vegar og hins vegar í greining- um á ákveðnum atvinnugreinum.“ Björn segir Íslandsbanka áfram gera þjóðhags-, verðbólgu- og stýri- vaxtaspár, „en við erum ekki hér í greiningunni að greina verðbréfa- markaði – sem við höfum ekki gert í um tvö ár“. Greining sem hvatagreiðsla Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) geta ein- stakar verðbréfagreiningar fallið undir skilgreiningu um hvata- greiðslur í frumvarpi til nýrra laga um markaði með fjármálagerninga, sem innleiðir MiFID II tilskipun ESB. Eftir gildistöku laganna verð- ur skylt að greiðsla komi fyrir greiningar ef þær fela í sér hvata- greiðslu. Þarna er þó ekki um að ræða útgáfu greininga í formi opin- berrar fjárfestingarráðgjafar sem fellur undir regluverk Evrópusam- bandsins um markaðssvik, en bönk- um verður áfram heimilt að birta slíkar greiningar endurgjaldslaust. Í frumvarpinu eru hvatagreiðslur skilgreindar sem þóknun, umboðs- laun eða ófjárhagslegur ávinningur. „Hvatagreiðslur eru greiðslur sem verðbréfafyrirtæki ýmist greiða eða móttaka. Í þeim tilvikum þegar hvatagreiðsla er í formi grein- inga, þá getur verðbréfafyrirtæki aðeins móttekið slíkar greiningar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, s.s. greiða fyrir þær eftir ákveðnum reglum. Þá ber einnig að gæta að upplýsingagjöf um fyrirkomulag greiðslnanna til viðskiptavina. Því er það rétt að greiða þurfi fyrir fram- angreindar greiningar með tilkomu MiFID II,“ segir í svari FME. Ekki gott fyrir markaðinn „Ég held að greiningar séu jafn mikilvægar fyrir markaðinn og fjár- festingaákvarðanir og þær hafa allt- af verið það. Þess vegna er þetta ákveðið áhyggjuefni og fjárfestar verða að finna einhverja leið ef greiningum fækkar meira en verið hefur og ég held að að mörgu leyti sé þetta ekki góð þróun fyrir mark- aðinn,“ segir Ólafur Ásgeirsson, eig- andi IFS ráðgjafar ehf. Spurður hvort þetta muni leiða til þess að aukning verði í keyptum greiningum svarar Ólafur: „Það er klárlega ein leið að gera það. En hvað verður nákvæmlega er erfitt að segja núna. Ég held að grein- ingar séu jafn mikilvægar og áður og þær munu vera til staðar í ein- hverri mynd. Það er bara spurning með hvaða hætti þetta verður boð- ið.“ Björn Berg tekur í sama streng: „Að mínu mati er alltaf slæmt þegar einhver dettur út sem er að skapa svona vinnu. Við þurfum að hafa fagfólk í því að vega og meta mark- aði. Það er söknuður að aðilum sem gera það. […] Þá fækkar þeim sem eru að taka þátt í almennri umræðu um markaði sem er auðvitað ekkert framfaraskref fyrir markaðinn.“ EES-gerðir hamla starfi greiningardeilda bankanna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samdráttur Verulega hefur dregið úr umsvifum greiningardeilda bank- anna vegna hertra reglna um greiningarstarfsemi þeirra.  Verðbréfagreiningar geta fallið undir skilgreiningu laga um hvatagreiðslur BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Talsverð breyting hefur orðið á greiningardeildum bankanna undanfarin misseri. Við endurskipu- lagningu reksturs Arion banka var greiningardeild bankans lögð niður í síðasta mánuði og eru um tvö ár frá því að Íslandsbanki gerði talsverðar breytingar á greiningarstarfsemi bankans. Breytingarnar má í mikl- um mæli rekja til MiFID II tilskip- unar Evrópusambandsins sem stendur til að innleiða hér á landi, en hún setur strangari skilyrði fyrir verðbréfagreiningar. Verður fjár- málafyrirtækjum m.a. með tilskip- uninni gert að krefjast greiðslu fyrir ákveðnar tegundir greininga. „Þessi breyting snýr fyrst og fremst að væntanlegri innleiðingu MiFID II hér á landi. Við innleið- inguna verður fjármálafyrirtækjum óheimilt að dreifa greiningum án þess að taka fyrir það sérstakt gjald af fjárfestum. Þessi væntanlega breyting leiðir til þessarar áherslu- breytingar. Starfsfólk greiningar- deildar hefur tekið við nýjum störf- um á ýmsum sviðum bankans þar sem sérþekking þess og reynsla mun nýtast vel,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður sam- skiptasviðs Arion. Björn Berg Gunnarsson, deildar- stjóri greiningar og fræðslu Íslands- banka, segir reglugerðirnar ekki hafa mikil áhrif á starfsemi grein- inga bankans, enda starfrækir bankinn ekki verðbréfagreiningar. „Það var farið í skipulagsbreytingar fyrir nokkru þar sem greiningar- deildin var minnkuð til muna og þá Ægir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Hopps, sem leigir stöðvalaus rafmagnshlaupahjól í Reykjavík, segir viðtökurnar fyrstu þrjár vik- urnar hafa verið langt framar von- um. „Við höfum í raun verið að lenda í því jákvæða vandamáli að hjólin eru öll batteríslaus á kvöldin,“ segir Ægir en fyrirtækið er með 60 hlaupahjól til taks fyrir borgarbúa. „Við sáum að fyrstu vikuna var búið að fara rúmlega 10 hringi um Ísland á 60 hjólum. Við höfum þurft að sækja nánast öll hjólin á hverjum degi vegna þessarar miklu eft- irspurnar, svo hægt sé að nýta þau næsta dag,“ segir Ægir. Fyrirtækinu er umhugað um um- hverfisvænar samgöngur en Hopp er með teymi sem fer um á raf- magnssendibíl sem sér um að koma hjólunum í hleðslu á kvöldin, sem síðan dreifir þeim á ný um borgina. „Við erum með ákveðna staði sem við köllum hreiður sem við setjum þau á. Við setjum hjólin á mismun- andi staði eftir því hvort það er virk- ur dagur eða helgi. Þarfirnar eru því aðeins mismunandi en við getum, út frá notkun í appinu, séð hvar þörfin er mest og stillt upp hreiðrum á við- eigandi stöðum og þannig leyft not- endum okkar að stjórna hvar hjólin eru,“ segir Ægir. Veturinn leggst vel í Ægi. „Við stefnum á að hafa op- ið í vetur en við gætum öryggissjón- armiða og ef það er ekki öruggt að vera á hjólinu munum við loka app- inu tímabundið og taka hjólin mögu- lega af götunni.“ peturh@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hlaupahjól Ægir Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Hopps. Tíu hringir um Ísland á einni viku  Viðtökur við hlaupahjólaleigu framar vonum TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.