Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
ríkjunum en einnig sætt grimmi-
legu harðræði. Þeir hófu formlega
baráttu fyrir sjálfsforræði 1946 er
Mustafa Barzani stofnaði Lýðræð-
isflokk Kúrdistans. Það gekk lítt og
kallaði hann flokksmenn til vopna
ári 1961.
Seint á áttunda áratugnum hófu
írösk stjórnvöld að senda arabíska
landnema inn á svæði þar sem
Kúrdar voru í meirihluta, ekki síst
nágrenni olíuborgarinnar. Samtímis
voru Kúrdar fluttir nauðungar-
flutningum til annarra svæða. Hert
var á þessum aðgerðum á níunda
áratugnum meðan á stríði Írana og
Íraka stóð, en þar studdu Kúrdar
málstað Írana. Saddam Hussein
Íraksforseti reiddist Kúrdum og
hóf hefndaraðgerðir gegn þeim árið
1988. Helsta ódæðið í þeim hernaði
var er um 5.000 óbreyttir íbúar
borgarinnar Halabja féllu í eitur-
efnaárás hersveita Saddams.
Stofnuðu Kúrdistan
Eftir ósigur Íraka í Flóabardag-
anum 1991 tóku fjandmennirnir,
sonur Barzanis, Massoud, og Jalal
Talabani, leiðtogi Þjóðernisflokks
Kúrdistans, saman höndum og
gerðu uppreisn gegn yfirvöldum í
Bagdad. Hana barði her landsins
harkalega niður og leiddi það til
þess að flugbann var sett á norður-
hluta landsins svo Kúrdar gætu
notið sjálfstjórnar þar. Samþykktu
KDP og PUK að deila völdum en
upp úr sauð á milli flokkanna og
fjögurra ára stríð braust út á milli
þeirra 1994. Þeir störfuðu síðan
hlið við hlið með fjölþjóðahernum í
innrásinni 2003 sem leiddi til falls
Saddams og deildu að nýju völdum
í héraðsstjórn Kúrdistans (KRG)
sem sett var á laggirnar tveimur
árum seinna til að fara með stjórn
mála í héruðunum Dohuk, Irbil og
Sulaimaniya.
Massoud Barzani var útnefndur
forseti héraðsstjórnarinnar og Jalal
Talabani varð fyrsti forseti Íraks
sem ekki er arabi. Í september
2007 var haldið þjóðaratkvæði um
sjálfstæði bæði á Kúrdistansvæðinu
og hinu umdeilda svæði sem náðist
úr höndum hersveita Peshmerga
2014 en þar er m.a. að finna Kir-
kuk. Ríkisstjórn Íraks lagðist gegn
kosningunum og lýsti þær ógildar.
Rúmlega 90% hinna 3,3 milljóna
kjósenda greiddu sjálfstæði og að-
skilnaði frá Írak atkvæði. Héraðs-
stjórnin sagðist þar með komin
með umboð til að hefja samninga-
viðræður við stjórnina í Bagdad en
þáverandi forsætisráðherra Íraks,
Haider al-Abadi, krafðist ógildingar
kosninganna.
Mánuði seinna endurheimtu her-
sveitir hliðhollar yfirvöldum í Bag-
dad svæðin þar sem Kúrdar fóru
með yfirráð. Vonir þeirra um
sjálfsforræði guldu við það afhroð
auk þess sem það var þeim veru-
legt áfall að missa Kirkuk og þar
með miklar olíutekjur úr höndum
sér. Eftir að áhættuspil Barzanis
hafði öfug áhrif við þau sem ætlast
var til lét hann af völdum forseta
svæðisins. Vegna deilna milli flokk-
anna var forsetastóllinn auður fram
í júní 2019 er frændi hans Nech-
irvan tók við af honum.
Brothætt sjálfstjórn
Sveitir sem Kúrdar fara fyrir
ráða um þriðjungi lands í Sýrlandi
og má segja að sjálfstjórn þeirra sé
í besta falli brothætt á olíuríku
svæði í norðausturhluta landsins.
Það var gegn þessum stöðvum sem
tyrkneski herinn hóf hernað í síð-
ustu viku.
Kúrdar hafa lengi liðið fyrir að
vera settir til hliðar í Sýrlandi og
sætt þar kúgunum af hálfu Baath-
flokksins sem þar hefur ráðið í ára-
tugi. Ákall þeirra um menningarleg
og pólitísk réttindi hefur engan
hljómgrunn fengið. Flestir eru
Kúrdar súnnítar en hópar þeirra
hafa aðra trú eða jafnvel enga.
Þegar borgarastyrjöldin braust
út í Sýrlandi 2011 tóku flestir
Kúrdar enga afstöðu með deilu-
aðilum. Til að byrja með rétti
Bashar al-Assad Kúrdum sátta-
hönd og veitti um 300.000 þeirra
ríkisborgararétt, sem verið hafði
meginkrafa Kúrda í hálfa öld. Þeir
höfðu verið sviptir þjóðarrétti sín-
um í framhaldi af umdeildu mann-
tali árið 1962. Árið 2012 dró sýr-
lenski stjórnarherinn sig til baka
frá svæðum í norður- og austur-
hluta landsins þar sem Kúrdar
voru í meirihluta. Með þessu opn-
aðist leið fyrir Kúrda til að styrkja
stöðu sína þar. Hafa þeir komið á
fót sjálfstjórn á mörgum svæðum
og freistað þess að halda bæði upp-
reisnaröflum og stjórnarhermönn-
um burtu frá þeim.
Sambandssvæði
Árið 2013 lýsti Lýðræðis-
sambandið (PYD), pólitískur arm-
ur hinna öflugu alþýðuvarnasveita
(YPG), yfir stofnun eins konar
sjálfstjórnarhéraðs í norðurhluta
Sýrlands. Þremur árum seinna,
2016, stofnuðu kúrdísk yfirvöld
þar sambandssvæði sem náði til
þriggja kantóna: Afrin í Aleppo-
héraði, Jazira og Efrat, sem náði
einnig yfir hluta héraðanna Aleppo
og Raqa.
Virtist með þessu vera lýst yfir
fullri sjálfstjórn. Með því fengu
Kúrdar helstu hersveitir sýr-
lenskra stjórnarandstæðinga og
Tyrki upp á móti sér, en þeir síð-
astnefndu líta á YPG sem hryðju-
verkasveitir. Í árslok 2016 sömdu
Kúrdar svonefndan „samfélags-
sáttmála“; nokkurs konar stjórn-
arskrá fyrir yfirráðasvæði sitt. Ári
seinna kusu þeir sér svo bæjar- og
sveitarstjórnir.
Bardagasveitir Kúrda hafa farið
fyrir mörgum aðgerðum gegn
vígamönnum Ríkis íslams í Sýr-
landi. Nutu þeir við þær stuðnings
orrustu- og sprengjuflugvéla
fjölþjóðasveita undir forystu
Bandaríkjamanna. Eftir fjögurra
mánaða hörð átök stökktu Kúrdar
IS-liðum á brott frá Kobane við
tyrknesku landamærin í ársbyrjun
2015.
Regnhlífarsamtök kúrdískra
sveita og arabasveita á svæðinu,
Lýðræðissveitir Sýrlands (SDF),
voru stofnaðar í október 2015.
Hafa þær verið í fararbroddi í bar-
áttunni gegn því að íslamskir öfga-
menn stofni kalífadæmi. Í október
2017 tókst þeim að hrekja IS-
sveitirnar frá Raqa, helsta vígi
sínu í Sýrlandi. Í mars sl. stökktu
sveitir SDF svo IS-sveitunum út
úr síðasta vígi sínu, þorpinu
Baghouz.
Innri flokkadrættir
Ógerningur er að segja til um
framtíð Kúrda. Þeir hafa reynt, en
tekist misjafnlega vel, að notfæra
sér ringulreiðina eftir stríðið í
Sýrlandi.
Vonir þeirra um sérstakt ríki
eða sjálfstjórnarsvæði eru ekkert
meiri. Kúrdar hafa aldrei búið
undir einni miðstýrðri ríkisstjórn
vegna sundurlyndis og flokka- og
ættbálkadrátta.
Náin tengsl eru milli sumra
hópa en aðrir eiga í illdeilum
vegna óvinsæls bandalags við rík-
isstjórnir landanna þar sem
Kúrdasvæðin er að finna.
Af þeim sökum braust út stríð
milli tveggja helstu fylkinga
Kúrda í Írak, Lýðræðisflokks
Kúrdistans (KDP) og Þjóðern-
isbandalags Kúrdistans (PUK).
Átökin sem stóðu yfir á árunum
1994 til 1998 kostuðu á fjórða þús-
und manns lífið.