Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 38
Áratuga þrætur um lagningu vegar um Teigsskóg
1976 ■ Láglendisleiðin, B, fyrst
kynnt til sögunnar í skýrslu
Vegagerðarinnar.
1995 ■ Gert ráð fyrir B-leið í stað-
festu svæðisskipulagi.
2005 ■ Gerð grein fyrir nokkrum
kostum í umhverfi smat Vega-
gerðarinnar.
2006 ■ Gert ráð fyrir B-leið í
staðfestu aðalskipulagi Reyk-
hólahrepps.
■ Skipulagsstofnun leggst
gegn B-leið vegna umtalsverðra
umhverfi sáhrifa.
2007 ■ Umhverfi sráðherra snýr við
úrskurði Skipulagsstofnunar,
heimlar B-leið.
■ Landeigendur og náttúru-
verndarsamtök höfða mál til
ógildingar úrskurðar.
2009 ■ Hæstiréttur rekur úrskurð
ráðherra til baka vegna galla.
2011 ■ Ögmundur Jónasson
samgönguráðherra telur B-leið
óraunhæfa. Leggur til lagfær-
ingar á vegi yfi r hálsana og að
stefnt verði að jarðgöngum.
■ Vegagerðin undirbýr nýtt
leiðaval með jarðgöng sem
fyrsta kost.
■ Sveitarfélögin á Vestfjörðum
ítreka kröfur um láglendisleið.
■ Þorri fundarmanna á
fjölmennum fundir Ögmundar á
Patreksfi rði lýsir skoðunum sín-
um með því að ganga af fundi.
2013 ■ Sveitarfélögin vilja halda leið
B opinni við nýtt umhverfi smat.
Djú
pif
jör
ðu
r
Þor
ska
-
fjör
ður
Þo
rs
ka
fjö
rð
ur
B
erufjörður
Skálanes-
fjall
Teigssk
ógur
Hja
llah
áls
Reykjanes
Reykhólar
Gufudalssveit
Grónes-
-hyrna
Leið Þ-H um Teigsskóg
Leið D2
Núverandi vegur
Leið A3/R um Reykjanes
eftir núverandi Reykhóla-
sveitarvegi og þverun við
utanverðan Þorskafjörð
Heimild: Morgunblaðið
2017 ■ Endurskoðað umhverfi smat
gerir ráð fyrir nýrri veglínu um
Teigsskóg, Þ-H-leið.
■ Skipulagsstofnun leggst gegn
leiðinni en hefur ekki lengur
úrskurðarvald.
2018 ■ Hreppsnefnd Reyk-
hólahrepps ákveður að setja
Þ-H á aðalskipulag.
■ Hreppsnefnd hikar og ákveð-
ur að þiggja boð um óháða
valkostagreiningu.
■ Multiconsult leggur til nýja
leið, Reykhólaleið, á brú utar-
lega í Þorskafi rði.
2018 ■ Vegagerðin fer yfi r nýjar hug-
myndir en telur Teigsskógarleið
alltaf betri.
■ R-leið talin vænlegust í
valkostagreiningu sem Viaplan
gerði fyrir Reykhólahrepp.
2019 ■ Meirihluti hreppsnefndar-
manna tekur af skarið og
ákveður að Þ-H leið fari á
aðalskipulag.
■ Sveitarstjórn ákveður aðal-
skipulag með þ-H og sendir til
staðfestingar.
■ Áformað að gefa út fram-
kvæmdaleyfi .
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Vestfjarðavegur
um Gufudalssveit
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er við því að búast að deilum um
lagningu Vestfjarðavegar um Gufu-
dalssveit og Þorskafjörð linni þótt nú
hafi hreppsnefnd samþykkt að-
alskipulag sem gerir ráð fyrir nýrri
veglínu í gegnum Teigsskóg.
Skipulagsstofnun hefur mánuð
til að staðfesta skipulagið en hefur
gefið góð orð um að reyna að hraða
ferlinu. Fyrst þá getur Vegagerðin
sótt um framkvæmdaleyfi og Reyk-
hólahreppur gefið slíkt leyfi út. Það
er kæranlegt til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála. Land-
eigendur í og við Teigsskóg hafa alla
tíð barist gegn því að fá veginn þarna
í gegn og ekki léð máls á samningum
um að láta land undir hann. Því má
líklegt telja að framkvæmdaleyfið
verði kært sem og eignarnám lands-
ins ef til þess kemur og jafnvel að
málið fari fyrir dómstóla eins og gerð-
ist fyrir rúmum áratug þegar svipuð
áform Vegagerðarinnar voru stöðvuð.
Nauðsyn samgöngubóta
Það er vilji þingmanna kjördæm-
isins, flestra sveitarstjórnarmanna á
Vestfjörðum, fjárveitingavaldsins,
samgönguráðherra og Vegagerð-
arinnar að nýr vegur um Gufudals-
sveit og Þorskafjörð, svo kölluð Þ-H-
leið um Teigsskóg, verði loks að veru-
leika eftir þras í áratugi. Ein helsta
ástæðan er sú að þetta er langódýrari
kosturinn. Fjárveitingarnar bíða.
Þingmenn hafa flutt frumvörp
um beina heimild til Vegagerðarinnar
um að leggja veg samkvæmt leið
Þ-H. Ekki er vitað hvað gerist ef ríkið
tapar málinu á nýjan leik en það verð-
ur allavega að teljast sérstætt ef Al-
þingi treystir sér til að fara inn í málið
á því stigi.
Meirihluti hreppsnefndar Reyk-
hólahrepps var með ítarlegan rök-
stuðning fyrir því að velja Þ-H-
leiðina. Þar er lögð áhersla á nauðsyn
samgöngubóta og umferðaröryggi en
jafnframt að reynt hafi verið að draga
svo sem kostur er úr neikvæðum
áhrifum framkvæmdar á umhverfið.
Búast má við áfram-
haldandi kærumálum
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er freist-andi aðskrifa um
brexit á þessu
augnabliki en
ekki síður að láta
það vera.
Óneitanlega er umræðuefnið
stórmerkilegt og hefur marg-
ar hliðar og er þrungið
spennu eins og frægustu
framhaldsmyndir og sjón-
varpsseríur. En óneitanlega
hefur brexit aðra hlið og hef-
ur slegið þreytu í ýmsa og
jafnvel ofnæmi sem í verstu
tilvikum flokkast undir
hættulegt bráðaofnæmi, sem
heltekið hefur fjölskyldur og
vini svo margir sitja sárir eft-
ir. Og svo er hitt sem snertir
skríbenta og spámenn um
stjórnmálaþróun. Margur
hefur farið illa frá því að spá
um framtíð málsins. Og það
hendir jafnt þá sem hafa vað-
ið fyrir neðan sig, eru bæði
með belti og axlabönd og slá
svo marga fyrirvara að þeir
gætu eins látið vera að spá og
hina sem látið hafa vaða og
það oftar en ótal sinnum.
Þegar Boris Johnson tók
við embætti forsætisráðherra
staðhæfði hann að það væru
að mati hans sjálfs meiri lík-
ur á að málinu lyki með
samningi eftir þrjá mánuði
en án hans. En hann bætti
því við að ef lakari kosturinn
yrði ofan á, þá yrði að sjálf-
sögðu farið beina leið úr ESB
án samnings eins og þjóðin
sjálf hefði þegar tekið
ákvörðun um. Fjölmargir
tóku þessum orðum nýja for-
sætisráðherrans fálega og
sögðu gjarnan að þau væru
dæmigerð fyrir trúðslætin
sem væri megineinkenni
hans sem stjórnmálamanns.
Það hefði ekkert breyst við
komu hans í Downingstræti.
Tölurnar í þingsalnum hefðu
ekki breyst nema þá í þá átt
að þingflokkur hans hefði
skroppið saman. Búrókrat-
arnir í Brussel hefðu marg-
ítrekað að enginn samningur
væri hugsanlegur annar en
sá sem Theresa May hefði
þegar fengið felldan í þinginu
þrisvar sinnum. Þess utan
hefði stjórnarandstaðan, í
samkrulli við svikahrappa úr
Íhaldsflokknum, náð að slá
kalda þá litlu samningsstöðu
sem forsætisráðherrann
hefði haft með „Benn-
lögunum“ sem skylduðu for-
sætisráðherrann til að senda
beiðni um enn einn frest svo
lengi sem horfði í að farið
yrði úr ESB „án samnings“
og þar með var búið að gera
það fullkomna aukaatriði að
upphafi og endi alls varðandi
útgöngu. Boris
sagðist brattur
frekar kjósa að
geispa golunni úti
í skurði en verða
við þeirri óláns-
kröfu.
Nú er réttur hálfur mán-
uður þar til 31. október 2019
rennur upp. Þriðja dagsetn-
ing útgöngu úr ESB og sú
seinasta að mati Boris John-
son, enda sé allt þá þrennt sé.
Og nú sýnist að þrátt fyrir
allt sé kominn á samningur
um útgöngu og að ólíklegt sé
að þingið muni treysta sér til
að hafna honum eins og öllum
samningum hingað til enda
talið víst að mikill meirihluti
þjóðarinnar tæki því ekki
þegjandi.
Boris forsætisráðherra
hélt í gær á fund með „22
nefndinni“ svokölluðu, sem
er heitið á eins konar þing-
flokki Íhaldsflokksins án ráð-
herranna. Það er hinn fjöl-
menni hópur aftaribekkinga
(the backbenchers) sem hef-
ur með tíð og tíma breyst í
þýðingarmikið valdatæki í
flokknum. Til funda þess
hóps má einatt rekja ákvarð-
anir um það hvort leiðtogi
flokksins lifi af lengur eða
skemur sem slíkur þegar
mótvindurinn næðir um
hann.
Nokkrir úr hópi þeirra
þingmanna Íhaldsflokksins
sem kosnir voru til þings árið
1922 hófu að hittast, gjarnan
yfir snæðingi og með árunum
hefur hópurinn stækkað í það
sem áður var lýst og að auki
fengið formbundið hlutverk,
þegar kjósa skal nýjan leið-
toga flokksins.
Forsætisráðherrann dvaldi
aðeins í tæpar 10 mínútur á
hinum fjölmenna fundi og
ræddi þar málið sem er efst á
baugi í rúmar 5 mínútur. Það
gefur augaleið að hann fór
ekki yfir málið efnislega, en
setti það í samhengi, bæði
hæð, bratta og sögu. Hann
líkti brexit-þrautagöngunni
við að klífa tind Everest-
fjallsins og nú væru Bretar
staddir í seinustu sporum
Edmunds Hillarys á leið á
fjallið mikla.
Þær fréttir bárust af fund-
inum að fagnaðarlæti að
hefðbundnum hætti hefðu
brotist út og leiðtoganum
verið fagnað með barsmíðum
á borð með háværasta hætti.
Það hefur gert forsætis-
ráðherranum gott og glatt
hann en muna verður að hann
hefur enn ekki sýnt á öll sín
spil. Svo enn verður að árétta
að spyrja verður að leiks-
lokum.
Enn ein framlenging
yrði sem eitur í
beinum bresks
þjóðarlíkama}
Enn ein ögurstund
S
málánafyrirtækin hafa verið gagn-
rýnd frá upphafi, bæði vegna kostn-
aðar við lántöku og vegna markaðs-
setningar lánanna sem er mjög
ágeng og beinist markvisst að
ákveðnum hópi samfélagsins. Stjórnvöld hafa
verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki neyt-
endavernd og að krefjast þess ekki að fyrir-
tækin séu leyfisskyld og þurfi að uppfylla
ákveðin skilyrði um rekstur og upplýsingagjöf.
Mikil umræða hefur verið bæði hérlendis og í
nágrannalöndum okkar um skaðsemi þessara
lána. Neytendasamtökin, Neytendastofa og
Umboðsmaður skuldara hafa lýst yfir miklum
áhyggjum af uppgangi smálánafyrirtækja hér á
landi enda er um að ræða lán á okurvöxtum sem
markaðssett eru sérstaklega fyrir ungt fólk sem
höllum fæti stendur og þá sem hafa lítið á milli
handanna. Lántakendur lenda oftar en ekki í greiðslu-
vanda og vítahring sem viðskipti við smálánafyrirtæki
leiða þá í. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni
skuldara er ljóst að smálán eru að verða algengari og sí-
fellt stærri hluti af vanda fólks sem leitar til embættisins.
Lög um smálán
Smálánin falla undir lög um neytendalán og hefur Neyt-
endastofa ítrekað þurft að grípa inn í vegna starfshátta
smálánafyrirtækjanna á grundvelli þeirra laga og beitt
fyrir sig stjórnvaldssektum. Þær ráðstafanir hafa ekki
borið árangur. Svo virðist sem smálánafyrirtæki leitist við
að fara fram hjá ákvæðum laga um neytendalán.
Engin sérlög gilda um reksturinn sjálfan,
ekki þarf að sækja um starfsleyfi eða uppfylla
tilteknar skipulagskröfur. Þessu þarf að
breyta en stjórnvöld virðast ekki átta sig á
vandanum og leggja fram frumvarp um
hvernig greiða á lánin en segja ekkert um
rekstrarumhverfi þeirra, eftirlit eða for-
sendur fyrir leyfi til rekstrar.
Það er löngu tímabært að koma böndum á
starfsemi smálánafyrirtækja með því að setja
sérlög um starfsemina þar sem settur er skýr
rammi og tryggt að aðeins þeir aðilar geti
fengið starfsleyfi sem uppfylla tiltekin skil-
yrði, s.s. veita upplýsingar um eigendur
smálánafyrirtækja, stjórnir, viðskipta- og
rekstraráætlanir og allar aðrar viðeigandi
upplýsingar sem fjármálaeftirlit ákveður.
Einnig um lánveitingar, greiðslugetu lántak-
enda, móttöku og afgreiðslu umsókna. Ótækt er að smálán
séu veitt að næturlagi og um helgar með nánast engum
biðtíma eða könnun á stöðu lántakenda.
Á öllu þessu er tekið með frumvarpi sem er eitt af for-
gangsmálum Samfylkingarinnar á yfirstandandi þingi og
ég er fyrsti flutningsmaður að. Málið er nú í umsagnarferli
en umsagnarfrestur rennur út föstudaginn 18. október.
Umsagnir eiga að berast til efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis. Slóðin á frumvarpið er: www.althingi.is/altext/
pdf/150/s/0014.pdf
Oddný G.
Harðardóttir
Pistill
Smálánin og ábyrgð stjórnvalda
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
oddnyh@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen