Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 39

Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Háværir Kvennalið Breiðabliks tók á móti stórliði PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í gær. Stuðningsmenn gestanna létu vel í sér heyra og fóru sáttir heim eftir 0-4 sigur. Kristinn Magnússon Á undanförnum misserum hef- ur borið nokkuð á því að lögmenn séu samsamaðir skjólstæðingum sínum og þeim gerðar upp skoð- anir á mönnum eða málefnum þótt þeir komi eingöngu fram fyrir um- bjóðendur sína og gæti hagsmuna þeirra. Slík samsömun er óvið- unandi. Eitt af einkennum réttarríkisins er sá skilyrðislausi réttur borg- aranna að geta borið mál sín undir óháðan og óvilhallan dómstól sbr. einnig 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994. Lögmenn gegna mikilvægu hlutverki í réttarkerfinu en megin- skylda þeirra er að vernda réttarríkið og sjá til þess að borgararnir hafi vitneskju um rétt sinn og aðstoða þá við að fullnusta þann rétt. Sam- kvæmt 18. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 ber lögmönnum í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og neyta allra lög- mætra úrræða til að gæta lögvarinna hags- muna umbjóðenda sinna. Samkvæmt siða- reglum Lögmannafélags Íslands skal lögmaður leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjól- stæðinga sinna. Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoð- ana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kyn- þátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi atriða, er ekki snerta beinlínis málefnið sjálft. Þá ber lögmanni að forðast að samkenna sig skjólstæð- ingi sínum og hefur kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjón- armiðum og hagsmunum sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn. Ef til vill má halda því fram að skiljanlegt sé að almenningur átti sig ekki alltaf á hlutverki og skyld- um lögmanna en það er sýnu verra ef slík vanáttun á sér stað innan dómstólanna. Í nýlegu máli er varðaði forsjársviptingu taldi dóm- urinn að lögmenn foreldra hefðu átt að horfa til heildarhagsmuna barnsins sem um ræddi í málinu og taldi lög- mennina hafa brugðist lagalegum eða siðferði- legum skyldum sínum með því að gæta ýtrustu réttinda umbjóðenda sinna við að verjast kröf- um um forsjársviptingu. Með vísan til þeirra forsendna lækkaði dómurinn þóknun til lög- mannanna. Í Landsrétti var afstaða dómsins um hverjar skyldur lögmanna eru að lögum leiðrétt. Er það vel. Eftir Berglindi Svavarsdóttur » Samkvæmt siðareglum Lögmannafélags Íslands skal lögmaður leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Berglind Svavarsdóttir Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands. Um hlutverk og skyldur lögmanna Fyrr á þessu ári var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert sem end- urspeglast í fjár- málaáætlun. Aukið fjármagn verður sett í viðhald vega, nýfram- kvæmdum verður flýtt og þörf er á að byggja upp tengivegi og bæta þjónustu vegna aukins álags á vegakerfinu. Á næstu sjö árum verður vegafram- kvæmdum, sem kosta um 130 millj- arða króna, flýtt utan höfuðborg- arsvæðisins. Nýlega var skrifað undir samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Sáttmálinn staðfestir sameiginlega sýn og heildarhugsun fyrir fjölbreyttar samgöngur á svæðinu. Markmiðið er að auka lífs- gæði íbúa og leysa aðkallandi um- ferðarvanda á höfuðborgarsvæðinu. Í samgönguáætluninni er bein fjár- mögnun ríkisins stað- fest. Endurskoðuð samgönguáætlun verð- ur lögð fram í nóv- ember og munu drög að henni fyrir 2020- 2034 birtast í samráðs- gátt stjórnvalda í dag. Áætlunin er uppfærsla á þeirri áætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur, með við- bótum sem unnið hefur verið að síðustu mán- uði. Stigin eru stór skref í átt að betri sam- göngum á Íslandi og á flestum svið- um er þetta samgönguáætlun nýrra tíma. Stefnumótun fyrir flug og almenningssamgöngur Samhliða samgönguáætluninni eru í fyrsta sinn kynnt drög að flug- stefnu Íslands annars vegar og stefna í almenningssamgöngum milli byggða hins vegar. Í báðum þessum stefnum birtast áherslur ríkisstjórn- arinnar um að byggja upp almenn- ingssamgöngur um land allt, á landi, sjó og í lofti. Markmiðið er að styrkja samfélagið með því að jafna aðgang að þjónustu, atvinnutæki- færum og lífskjörum, eitthvað sem skiptir þjóðina alla miklu máli. Tilgangur með mótun flugstefnu er að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flug- tengda starfsemi á Íslandi og styður vöxt hennar. Í stefnu um almennings- samgöngur milli byggða er lagt til að flug, ferjur og almenningsvagnar myndi eina sterka heild og boðið verði upp á eitt leiðarkerfi fyrir allt landið. Samvinnuverkefni til að flýta framkvæmdum Í samgönguáætluninni sem nú birtist almenningi er einnig lögð áhersla á að auka samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við að hraða uppbyggingu framkvæmda sem í senn auka umferðaröryggi og eru þjóðhagslega hagkvæmar. Ör- yggi er leiðarljósið við allar ákvarð- anir og markmið allra öryggis- aðgerða að vernda mannslíf. Nýjar framkvæmdir sem bjóða upp á vegstyttingu og val um aðra leið verða kynntar til sögunnar eins og ný brú yfir Ölfusá, jarðgöng um Reynisfjall og láglendisveg um Mýr- dal. Þá er stefnt að því að einstaka framkvæmdir verði fjármagnaðar að hluta með þessum hætti eins og ný brú yfir Hornafjarðarfljót og vegur yfir Öxi. Sérstök jarðgangaáætlun birtist nú í samgönguáætlun. Stærstu tíð- indin eru að stefnt er að því að fram- kvæmdir við Fjarðarheiðargöng geti hafist árið 2022 eða talsvert fyrr en áður hefur verið ráðgert. Gert er ráð fyrir að bein framlög af samgöngu- áætlun og jarðgangaáætlun standi undir helmingi framkvæmdakostn- aðar jarðganga. Stefnt er að gjald- töku af umferð í jarðgöngum og að sú innheimta muni fjármagna rekst- ur og viðhald ganganna, sem og að standa undir því sem upp á vantar í framkvæmdakostnað. Í endurskoðaðri samgönguáætlun eru slegnar upphafsnótur þeirrar næstu. Á það sérstaklega við um málefni barna og ungmenna og að- gerða til að auka jafnrétti í atvinnu- greindum tengdum samgöngum. Vinna við undirbúning þeirrar um- fjöllunar er þegar hafin en ljóst er að aukin þekking á þeim sviðum er bæði réttlætis- og framfaramál. Jafnframt eru góð gögn undirstaða góðra áætlana og mun ferðavenju- könnun sem nú er í gangi gefa gleggri mynd af því hvernig lands- menn fara á milli staða. Ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur drög að endurskoðaðri samgöngu- áætlun á vefnum samradsgatt.is. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Á næstu sjö árum verður vegafram- kvæmdum, sem kosta um 130 milljarða króna, flýtt utan höfuðborgar- svæðisins. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Nýir tímar boðaðir í samgönguáætlun Í dag minnast Sam- tök atvinnulífsins að 20 ár eru liðin frá stofnun þeirra með samruna Vinnuveitenda- sambands Íslands og Vinnumálasambands- ins. Með stofnun sam- takanna var brugðist við breytingum og við- horfum sem kölluðu á endurmat á starfsháttum og skipu- lagi samtaka atvinnurekenda. Verk- efnið var að atvinnulífið öðlaðist öfl- ugan málsvara sem talaði einum rómi varðandi mikilvægustu hagsmunamál þess, ekki aðeins kjaramálin heldur ekki síður skattamál, reglusetningu og önnur mikilvæg málefni varðandi starfsumhverfið. Alþjóðavæðing og áhersla á mark- aðslausnir teygðu anga sína hingað til lands af fullum krafti eftir aðild Ís- lands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið árið 1993. Breyttar samkeppnisaðstæður knúðu sífellt á aukna hagræðingu í rekstri fyrir- tækja. Atvinnulífið þurfti samtímis að aðlagast hraðfara tækniþróun og sí- auknum eftirlits- og gæðakröfum stjórnvalda innanlands og í milliríkja- viðskiptum. Hagsmunasamtök at- vinnurekenda hlutu að semja sig að þessum nýja veruleika. Þegar litið er til baka á síðustu tvo áratugi kemur í ljós mynd af dæma- lausu framfara- og velmegunarskeiði. Þrátt fyrir bankahrun og efnahags- kreppu á miðju tímabilinu hafa helstu mælikvarðar á efnahagslegan árang- ur þróast á mun betri veg en hjá ná- grannaþjóðunum. Síðastliðin 20 ár hefur hagvöxtur á Íslandi verið 3,3% á ári að meðaltali samanborið við 2,0% í OECD- ríkjunum og 1,4-2,4% á öðrum lönd- um á Norðurlöndunum. Verðmætasköpun á íbúa 2018 í bandaríkjadollurum var fjórðungi meiri á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjunum og hærri en í Dan- mörku, Finnandi og Svíþjóð. Ísland var í fimmta sæti meðal OECD-ríkja. Kaupmáttur launa óx um 55% og kaupmáttur lægstu launa um 76% frá 1999-2019. Slík kaupmáttaraukning er fáheyrð og margfalt meiri en með- al annarra OECD-ríkja. Verðbólga hefur verið við markmið Seðlabankans í fimm ár og stýrivextir hans eru í sögulegu lágmarki. Vinnutími styttist að meðaltali um fjórar stundir á viku frá 1999-2019 samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Það gerðist án af- skipta löggjafans eða kjarasamninga. Jöfnuður er meiri á Íslandi og fá- tækt minni en á öðrum löndum á Norðurlöndum samkvæmt mæli- kvörðum sem OECD birtir. Þrálátur viðskiptahalli áratugum saman er að baki og mikill viðskipta- afgangur hefur verið í viðskiptum við útlönd síðustu ár. Ísland er ekki leng- ur skuldsett heldur á nettóeignir í út- löndum. Lífeyriskerfið er sjálfbært og Ís- land betur í stakk búið fyrir hækk- andi meðalaldur en aðrar þjóðir. Staða þjóðarbúsins og lífskjör al- mennings eru með fádæmum góð. Verkefnin framundan markast af því að viðhalda þeirri eftirsóknarverðu stöðu og þar skiptir samkeppnis- hæfni atvinnulífsins öllu máli. Það þarf að lækka skatta, einfalda reglur og taka upp skilvirkara vinnumark- aðslíkan þannig að það verði eft- irsóknarvert og arðbært að reka fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir háan launakostnað. SA í 20 ár Eftir Eyjólf Árna Rafnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson »Kaupmáttur launa jókst um 55% og kaupmáttur lægstu launa um 76% frá 1999-2019. Eyjólfur Árni Rafnsson Eyjólfur Árni er formaður SA og Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.