Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 41

Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Kæru fullorðnu Ís- lendingar. Árið er 1760, iðn- byltingin er að hefjast í London. Fólk byrjar að nota vélar í staðinn fyrir handafl. Vélar eru knúnar af kolum og öðrum mengandi efnum. En enginn vissi afleiðingarnar. Förum þá fram til nútímans, hver er staðan í dag, árið 2019? Staðan er ekki góð. En það versta er að mörgum hinna fullorðnu er eiginlega bara alveg sama! Við sáum það síðast í fréttum nýlega að orkumálaráðherra Bandaríkjanna vill fara að grafa eftir jarðgasi á norðurslóðum. Þótt áframhaldandi nýting jarðefnaeldsneytis myndi auka losun gróðurhúsalofttegunda helling, á sama tíma og vís- indamenn segja að eina von okkar felist í að draga úr losun og stefna að kolefnishlutleysi. Þegar maður horfir á fréttir og hlustar á stjórnmálamenn og eigendur stór- fyrirtækja, þá spyr maður: Lærum við aldrei neitt? Þú gætir kannski hugsað núna: En við gerum helling, til dæmis eru markmiðin með Parísarsamkomu- laginu góð. En. Við erum hvergi ná- lægt því að uppfylla þau að óbreyttu. Sú þjóð sem mengar einna mest, Bandaríkin, hætti við og sagði sig frá Parísarsamkomu- laginu (takk Trump). Kína og Ind- land eru eins og „villta austrið“ í losun mengandi efna og þegar við skoðum okkar eigið land, Ísland, er- um við að mörgu leyti algjörir umhverf- issóðar í alþjóðlegum samanburði. Til dæmis hvað við urðum mikið af sorpi. Engan tíma má missa Vísindamenn segja að við höfum aðeins 13 ár til að bregðast rót- tækt við, annars gröf- um við okkar eigin gröf. Viljum við það? Hamfarahlýnun er yfirvofandi, sá ferill er reyndar lengra kominn nú þegar en afneitunarsinnar viðurkenna og af því að sumir hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi getur verið ansi erfitt að átta sig á réttu og röngu í umhverfismálum. Viljum við mann- kynið taka sénsinn á að vísindin hafi rangt fyrir sér og enda í okkar eigin gröf? Ég segi mannkynið, því jörðin mun lifa mennina af og hrista af sér mengunaróværuna með tíð og tíma – en við, börn þeirra kynslóða sem menguðu og menguðu, við sitjum uppi með ógreiddan reikning og mjög brothætta framtíð. Þetta reddast ekki neitt! Ég heiti Starkaður, ég er 11 ára gamall og bý í brothættum heimi. Ég vil að mín kynslóð fái eitthvað annað en ógreidda umhverfisreikn- inga beint framan í trýnið á okkur. Ég vil að við aukum umhverfis- verndarkröfur í átt að sjálfbærni, ég vil hvetja krakka sem og full- orðna til að minnka plast- og bensín/dísilnotkun til dæmis. End- urnýta meira og nota hlutina okkar betur. Mér finnst að allt einnota plast ætti að vera algjörlega bannað (nema undir mjög sérstökum kring- umstæðum). Við viljum nota vélar áfram til að létta okkur lífið eins og í upphafi iðnbyltingarinnar en það sem þarf að breytast er að orka vél- anna verði umhverfisvæn í stað þess að stúta okkur öllum um síðir. Höfin eru að súrna, lífríkið hopar á hverj- um degi, jöklarnir bráðna, lönd munu sökkva, veðrabreytingar verða æ hömlulausari og valda meiri og meiri skaða en á sama tíma standa fullorðnir og segja: Þetta er ekki mitt mál, þetta reddast! Umhverfismál eru réttlætismál Allir eiga rétt á góðri og heil- næmri framtíð. Við viljum ekki framtíðina sem fullorðið fólk hefur að óbreyttu upp á að bjóða. Ég held að ég tali fyrir alla jafnaldra mína þegar ég óska eftir réttlæti okkur til handa. Þetta reddast nefnilega ekki af sjálfu sér. Ekki nema með róttæk- um breytingum. Þær byrja innra með okkur og við krakkarnir þurf- um rödd til að orð okkar heyrist. Heimurinn okkar er að brotna Eftir Starkað Björnsson Starkaður Björnsson » Þegar maður horfir á fréttir og hlustar á stjórnmálamenn og eigendur stórfyrirtækja spyr maður: Lærum við aldrei neitt? Höfundur er 11 ára nemandi við Brekkuskóla á Akureyri. bjornsson007@gmail.com an; hvinnskan, hefur verið lengi iðk- uð? Ítarleg er „fræðimennska“ um að betra sé að brjóta á allri þjóðinni, en á einum manni, þ.e. að það gæti ver- ið þolandi að erlent vald níddist á ís- lenska ríkinu; og þá landsmönnum öllum, en ekki á mér eða þér, sem þetta lest! Hér tel ég mig þekkja affluttar, fagrar hugsjónir mestu andans manna genginna kynslóða, sem koma vildu í veg fyrir að ríkisvald bryti mannréttindi. Í einræð- isríkjum er fólki vörn í stjórnarskrá, sem bannar fangelsun í meira en sól- arhring, án dóms, svo dæmi sé tekið. Lýðveldisstjórnarskráin er að stofni til, til okkar komin árið 1874. Uppruna hennar er að leita til átjándu aldar í stjórnarskrá Banda- ríkjanna og til frönsku stjórnarbylt- ingarinnar. Að baki er frelsisbarátta sem kostaði blóð, svita og tár. Fer vald þjóðríkja þverrandi, vegna auðssöfnunar og valds ör- fárra? Sé svo er ástæða til að taka þjóðríkið í gjörgæslu. Í basli Skúla við að komast framhjá stjórnarskránni, þvælist Björg Thorarensen lagaprófessor fyrir. Björg hefur skrifað fræði- greinar þar sem hún bendir á að „stjórnskipulegar forsendur fyrir samþykkt EES-samningsins árið 1992 [séu] brostnar.“ (Skúli s. 30) Hindrunina fjarlægir Skúli, svo: „Að mínu mati er slík niðurstaða um stöðu íslenska ríkisins gagnvart EES-samningnum fjarstæðu- kennd.“ (S. 31) Þá er komið að beiðni stjórnar- ráðsins til Skúla, um samanburð á framsali á stjórn orkumála og fram- sali á fjármálaeftirliti. Niðurstaða hans vekur undrun. Sá sem hér skrifar hefur vissulega hvorki skoð- að þau lög og reglur, sem giltu á Ís- landi og í Evrópu í orkumálum, né í fjármálaeftirliti. Hér er um eðlisólík mál að ræða og ekki flókið að mynda sér vitræna skoðun. Annars vegar er framsal á ráðstöfunarrétti á auðlind og hins vegar framsal á fjármálaeftirliti til evrópskrar stofnunar. Fjármálaeftirlit snýst um að skikka fólk til að fara að lögum. Ís- lenskt ríkisvald og ESB hafa þar sömu hagsmuni. Regluverk um fjár- mál á Íslandi og í ESB hefur senni- lega lengi verið svipað. Vegna milli- landaviðskipta er nauðsyn að eftirlit sé yfir landamæri. Til að hindra glæpi eins og eiturlyfjasölu og pen- ingaþvætti þarf eftirlit. Því fer fjarri að Íslendingar, með gnægð endurnýjanlegra orkulinda, eigi sameiginlega hagsmuni með orkusnauðri Evrópu. Aldrei verður nógsamlega hamrað á að sá sem hef- ur ráðstöfunarrétt er í raun eigandi. Nærtækt er að leiða hugann að veð- setningu Íslandsmiða. Úrskurður Skúla Magnússonar dómara, um að framsal á ráðstöf- unarrétti raforku sé sambærilegt við framsal á fjármálaeftirliti, er víta- verður. ur lagasnáps » Framsal á stjórn orkumála og þá orkulinda Íslands er metið ámóta eða minna fullveldisafsal en fram- sal á fjármálaeftirliti. Höfundur er félagi í Vinstri grænum. linekra@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.