Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
✝ Arabella Ey-mundsdóttir
var fædd á Seyð-
isfirði 29.12. 1939.
Hún lést á líknar-
deild Landspít-
alans í Kópavogi
27.9. 2019. For-
eldrar hennar
voru Sigurborg
Gunnarsdóttir, f.
9. apríl 1906, d.
22. nóvember
1983, og Eymundur Ingvars-
son, f. 31. maí 1883, d. 9. júní
1959. Börn Sigurborgar og
Eymundar eru Garðar, Hart-
mann, Stella Kristín, og Anna
Erla.
Baldvin Arnar, f. 1979, í sam-
búð með Örnu Maríu Geirs-
dóttur en saman eiga þau son-
inn Huga Geir. Fyrir átti
Baldvin Rebekku Ýri og Ísa-
bellu Lind. Börn Örnu Maríu
frá fyrra hjónabandi eru Vikt-
oría Huld og Jörundur Ingi. 2)
Valdís Rán, f. 1982, maki
hennar er Guðjón Guðjónsson.
Sonur þeirra er Samúel Ingi.
3) Arabella Ýr, f. 1987, maki
Pedro Martins. Sonur þeirra
er Tristan António en fyrir
átti Arabella soninn Theodór
Bjarna.
Þau hjónin Arabella og
Baldvin bjuggu fyrst í Nes-
kaupstað en fluttu þaðan til
Seyðisfjarðar þar sem þau
bjuggu allt fram til 1986 er
þau fluttust búferlum til
Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu alla tíð síðan.
Útför Arabellu fór fram í
kyrrþey 10. október 2019.
Þann 27 febrúar
1960 giftist Ara-
bella Baldvini Þor-
steinssyni frá Nes-
kaupstað.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Jakob Einarsson
frá Miðbæ í Norð-
fjarðahreppi og
Jarðþrúður Ein-
arsdóttir frá
Barðsnesi við
Norðfjörð. Einkadóttir Ara-
bellu og Baldvins er Linda
Sigríður, fædd 25.11. 1960.
Fyrrverandi eiginmaður henn-
ar er Samúel Ingi Þórisson, f.
1958. Börn þeirra eru: 1)
Elsku mamma mín, þú kvadd-
ir mig gefandi mér fullvissuna
um líf að loknu þessu og nýttir
þína síðustu krafta í að segja
mér að pabbi og amma væru
komin til að sækja þig.
Það gaf mér ótrúlega huggun
þar sem ég horfði í augun þín
uns þú friðsamlega gafst upp
anda þinn og fórst á vit nýrra
ævintýra.
Ég fann miða sem ég hafði
skrifað þér fyrir löngu sem
segja mér hversu mikil mömmu-
stelpa ég var og langar að hafa
þau orð hér, en þau eru þessi:
„Mamma mín, ég vildi bara
láta þig vita hversu mikið mér
þykir vænt um þig og það
hvernig persóna þú ert. Alltaf
tilbúin til að hjálpa hvort sem þú
getur eða ekki, yndislegi mat-
urinn þinn ... Ummmm. Hlýjan á
heimilinu og andrúmsloft sem
býður mann alltaf velkominn,
allt þetta er þér að þakka, elsku
mamma mín. Hvernig þú ert við
börnin mín er aðdáunarvert og
mér þykir vænt um það. Haltu
áfram að vera þú og láttu þér
þykja vænt um sjálfa þig líka
eins og þér þykir vænt um okk-
ur, það væri besta gjöfin þín til
mín.“
Síðasta setningin segir
kannski mikið til um hversu lítið
mamma var að gera fyrir sjálfa
sig en hún hugsaði hinsvegar vel
um okkur sem vorum í hennar
kærleikshring. Við þurftum að
senda henni sms ef við fórum út
fyrir bæjarmörkin því að hún
var ekki í rónni fyrr en hún vissi
að allt væri í lagi. Gjafir þurfti
að gefa öllum og eiga í skáp-
unum það sem barnabörnunum
og barnabarnabörnunum þótti
best.
Það voru ófáir aðilar sem
fengu búsetu hjá mömmu og
pabba sem ekkert aumt gátu vit-
að og séð án þess að gera eitt-
hvað í þeim málum og vinir mín-
ir voru ávallt velkomnir í
gistingu.
Minningarnar sem skjótast
upp í kollinn á mér eru margar,
sögustund yfir 78 snúninga plöt-
unum hennar mömmu þykir mér
vænt um að eiga. Tennesie
waltz, Lipstick on your collar,
Frankie og fleiri góð lög var að
finna á hennar gömlu plötum og
Tom Jones, Elvis Presley,
Barbra Streisand, Simon og
Garfunkel ásamt óperum og sin-
fóníum hljómuðu um heimilið á
33 og 45 snúninga hraða.
Mamma gerði besta mat í
heimi og eldaði oft eftir upp-
skriftum úr dönsku blöðunum og
fríkadellurnar hennar reyndi ég
að elda um daginn — en það
vantaði mömmubragðið.
Skyr var alltaf hrært út með
eggi og púðursykri þar sem hún
lærði það sem vinnukona ung að
árum á Ægisíðunni og þannig
finnst mér skyrið alltaf best.
Mamma var vel gefin kona
sem hafði unun af krossgátum
og vísbendingagátum ásamt su-
duko og candy crush sem var
hennar helsta ánægjuefni undir
lokin ef undan er skilinn bóka-
áhugi hennar. Hartmann heitinn
bróðir hennar samdi krossgátur
og sendi henni reglulega bunka
af þeim og voru það henni kær-
komnar sendingar.
Í veikindunum sást best
hvaða eðliskosti mamma hafði til
að bera og þrautseigjan og
æðruleysi það sem hún sýndi í
aðstæðunum var aðdáunarvert
Ég bið góðan Guð að blessa
mömmu og bið hann um að finna
lítið kot í rjóðri þar sem frið-
urinn ríkir – þar sem ég veit að
foreldrum mínum myndi líða
best.
Ég þakka þeim fyrir lífið,
reynsluna og minningarnar sem
þau skilja eftir og hlakka til að
hitta þau að nýju.
Ætíð elskuð, aldrei gleymd.
Linda Baldvinsdóttir.
Elsku amma, hvernig skrifa
ég grein til að kveðja þig?
Þú ert amma, besta vinkona
mín og leyndarmálakistan mín.
Þú ert mér sem móðir, systir,
dómari, friðarstillir og allt þar á
milli. Hvernig kveð ég þig, ör-
yggið mitt?
Elsku kaldhæðna og blíða
amma mín, það eru fáir sem ég
elska eins og þig. Ég bara trúi
varla að þú sért farin, samt veit
ég að þér líður svo mikið betur
þar sem þú ert núna.
Ég sakna strax löngu samtal-
anna okkar sem gátu staðið
klukkustundum saman þar sem
við ræddum allt milli himins og
jarðar.
Ég mun sakna þess að fá
samviskubit yfir því að gleyma
að koma með Samma til þín eftir
baðið hans svo þú gætir kysst á
honum blautan kollinn.
Mest af öllu mun ég þó sakna
þess að hafa þig ekki hérna
heima þar sem við bjuggum
saman og heyra þig „trufla“
mig.
Takk fyrir alla dagana sem ég
fékk með þér, elsku hugrakka
amma mín.
Ég elska þig alltaf.
Þín dótturdóttir,
Valdís.
Elsku amma, ég elskaði þegar
þú áttir alltaf eitthvað til sem ég
elskaði eins og kókómjólk,
engjaþykkni og nammi ofan í
skúffu. Ég elskaði líka þegar við
spiluðum ólsen-ólsen og veiði-
mann og candy crush og alls-
konar. Ég á eftir að sakna að
gista og spila og alls þess
skemmtilega sem við gerðum
saman. Takk fyrir að vera alltaf
til staðar fyrir mig og takk fyrir
að vera þú.
Ég mun alltaf sakna þín.
Þinn
Theodór Bjarni Ásgeirsson.
Elsku besta amma mín.
Það sem þú hefur alltaf verið
stór partur af lífi mínu, hvort
sem það var þegar ég var
þriggja, sjö eða sextán ára. Mér
hefur alltaf og mun allaf þykja
vænt um þig og elska.
Ég man svo vel eftir því þeg-
ar ég var hjá þér liggur við um
hverja einustu helgi að spila. Við
spiluðum alltaf hæ gosa og
lönguvitleysu sama hversu leið-
inlegt þér fannst það og þú eld-
aðir annaðhvort kjöt eða fiski-
bollur því mér fannst þær svo
góðar. Svo voru það alltaf leik-
irnir sem við bjuggum til á
kvöldin þegar ég var að gista
hjá þér, auðvitað sofnaði ég allt-
af þegar ég átti að vera að
hugsa um dýr eða lit eða bara
liggur við hvað sem er. Þú hefur
alltaf verið til staðar fyrir mig
og gert allt til þess að mér liði
vel. Takk fyrir allt, elsku amma.
Þín verður sárt saknað. Ég
elska þig óendanlega mikið!
Ástarkveðjur,
Þín
Ísabella.
Elsku amma mín, með ólýs-
anlegri sorg í hjarta þá þarf ég
að kveðja þig að sinni. Ég veit
ekki hvernig ég á að geta skrif-
að stutta grein um minningar
mínar um þig því þú hefur verið
svo stór partur af lífi mínu alla
tíð. Allt frá því að ég fæddist
höfum við nöfnurnar átt alveg
einstakt samband sem í gegnum
árin hefur einkennst af mikilli
vináttu og trausti.
Ef ég ætti að velja eitthvað
sem ég er þakklátust fyrir, elsku
amma, er það hversu yndisleg
þú varst við mig og börnin mín
en Theodór var svo lánsamur að
fá að kynnast þér eins vel og
hann gerði. Honum fannst alltaf
svo gaman að koma til þín í kósí-
kvöld og tók það jafnvel fram yf-
ir leik með vinum. Ég man þeg-
ar ég sagði þér frá því að ég
væri ófrík að Tristani, þá sagðist
þú sko þurfa að lifa fram í mars
til að ná að hitta hann. Þú gerðir
nú gott betur en það og lifðir
nógu lengi til að hitta hann og
hina tvo sem komu svo árið á
eftir. Það gaf þér svo mikið að fá
að hitta og kynnast þessum kríl-
um og þú talaðir um hversu
mikið þú vonaðist til að fá að
fylgjast með þeim vaxa og dafna
eftir að þú værir búin að kveðja.
Ég vona það svo mikið líka, og
er nokkuð viss um að svo sé,
þeir fá allavega að kynnast þér,
ég lofa þér því.
Elsku amma mín, þú varst
svo miklu meira en bara amma,
þú varst trúnaðarvinkona mín
og klettur í einu og öllu. Þú
tókst alltaf svari mínu og náðir
að alltaf að hughreysta mig.
Daginn sem þú kvaddir, þá var
ég alltaf á leiðinni að hringja í
þig, því það er einmitt það sem
ég var vön að gera, ef mér leið
illa eða eitthvað var að, þá gat
ég alltaf treyst á að þú værir til
staðar.
Elsku amma mín, takk fyrir
að vera mér alltaf svo góð og
veita mér alltaf öruggt skjól.
Takk fyrir að hugga mig í þínum
veikindum þegar ég átti að vera
að hugga þig, takk fyrir að koma
og kveðja mig í draumi og takk
fyrir að elska börnin mín jafn
mikið og þú elskaðir mig.
Þar til við hittumst á ný.
Þín nafna,
Arabella.
Meira: mbl.is/andlat
Minning um fallegan engil.
Skrítin er sú tilfinning að rita
niður minningar um manneskju
sem setti mína hagsmuni framar
sínum eigin af ótrúlegri alúð,
stundum þrjósku en samt af
hreinni ömmuást.
Það að kalla þig ömmu var og
er einn verðskuldaðasti titill sem
þú berð í mínum huga, þvílík
fórnfýsi og kærleikur sem mér
og mínum niðjum var sýndur,
það er varla hægt að koma því
fyrir í einni grein; ræddi við
Moggann og þeir voru ekki á því
að leyfa mér að einoka blaðið.
Þannig að amma mín, ég ætla
því að reyna að koma því fyrir í
sem fæstum en öflugum orðum
sem ég ber í brjósti og langaði
að segja við þig en gerði ekki
því miður eða ekki eins og mig
langaði þegar þú varst á meðal
okkar.
Takk fyrir mig, takk fyrir að
hafa tekið fullan þátt í því að
gera mig að þeim manni sem ég
er í dag.
Án þín og afa hefði líf mitt
verið gætt minni ást og kærleik.
Eitt sem ég mun ávallt muna
og vera þakklátur fyrir er
hversu gott var að koma til
ömmu og afa sem strákur sem
vildi hvergi annars staðar vera.
Þegar kallið þitt kom og
værðin færðist yfir þá loksins
fékkstu að hitta afa aftur.
Ég veit að þegar kallið mitt
kemur þá verðið þið þar til að
taka á móti mér en þó vonandi
ekki alveg strax, hef næg verk-
efni ennþá sem þarf að klára áð-
ur.
Ég veit að þú hafðir áhyggjur
af okkur og að þig langaði að
vera lengur með okkur í ljósi
þess að við systkinin vorum öll
með glæný langömmubörn en
þú kannski gerðir þér ekki grein
fyrir því að þú ert hér með
þeim, bara aðeins á ská, því þú
lifir í okkur ömmubörnunum
þínum.
Amma, ég elska þig og veit að
þú ert á góðum stað með góðu
fólki og ég bið að heilsa þeim öll-
um.
Við sjáumst svo síðar.
Þinn ömmustrákur,
Baldvin (Baddi).
Arabella
Eymundsdóttir
Aðfaranótt 8. október hóf ég
ferð mína til Akureyrar frá
heimili okkar Hafliða í London.
Það var upp á von og óvon og
óvíst hvort ég kæmist á leið-
arenda áður en faðir minn,
Árni, kveddi þennan heim. Það
var kraftaverki líkast að það
tókst.
Kærar minningar hafa
streymt fram – þessi skrif eru
dálítil viðleitni til að þakka fyrir
þær.
Pabbi elskaði sjóinn og virtist
líða best á litlu trillunni sinni,
Óskari, úti á hafi. Ég fór með
honum í eitt sumar á línuveiðar
– frá þeim stundum eru
ógleymanlegar myndir í hugan-
um.
Hann hafði ætíð mikið dálæti
á tónlist og ánægju af söng, en
margir í hans ætt voru söng-
elskir og höfðu góðar söngradd-
ir. Hann söng í Karlakórnum
Geysi á Akureyri og Þrym á
Húsavík.
Pabbi fór í Iðnskólann á Ak-
ureyri. Þar hafði hann ekki
mikinn tíma til náms og svo til
engan til undirbúnings fyrir
lokapróf – hann varð að vinna
fyrir sér og mömmu minni,
Ragnheiði, sem átti von á fyrsta
barni þeirra, Margréti. Þrátt
fyrir tímaskort fyrir námið varð
hann næsthæstur í sínum ár-
gangi og hlaut fyrstu einkunn,
8,7, á meistaraprófi í bifvéla-
virkjun.
Pabbi vann um skeið á B.S.A
á Akureyri en 1958 fluttumst
við til Húsavíkur – þá voru dæt-
urnar orðnar þrjár, Margrét,
Unnur Björg og ég. Sigþrúður
fæddist 1965, reyndar líka á
Akureyri. Á Húsavík vann hann
á Vélaverkstæðinu Fossi.Hann
þótti mjög fær í sínu starfi,
vandvirknin og færnin við að
leysa úr vandamálum var ein-
stök.
Pabbi var ætíð frekar þögull
maður og einstaklega hógvær,
hafði ekki hinn minnsta áhuga á
Árni Hemmert
Sörensson
✝ Árni HemmertSörensson bif-
vélavirkjameistari
fæddist á Húsavík
24. júlí 1929. Hann
lést hinn 8. október
2019 á Akureyri.
Útför hans fer
fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 17.
október 2019,
klukkan 13.30.
að tala um sjálfan
sig. Þögnin var oft
mikil, en mörgum
ber saman um að
aldrei var hún
óþægileg, heldur
frekar indæl að
deila henni með
honum og hrein-
lega oft sálarbæt-
andi. Seint á lífs-
leiðinni byrjaði
hann að smíða hluti
úr við, renndi og skar út ótelj-
andi fagra muni; fjölskylda okk-
ar er lánsöm að eiga marga
þessa dýrgripi.
Hafliði eiginmaður minn bar
til pabba mikla væntumþykju
og virti hann mikils. Synir okk-
ar, Almar Örn, Andri Sören og
Stefán Sölvi, elskuðu og dáðu
afa sinn og nutu þess mikið að
verja með honum góðum stund-
um. Barnabarnabörnin, Lilja
Rachel, Emilia Florence og Kai
Robert, hændust strax að hon-
um, litlu stelpunum þótti óend-
anlega vænt um hann. Kai, sem
sjaldan situr kyrr, sat hjá lang-
afa sæll og rólegur. Litli Kai
Robert er yngstur 40 afkom-
enda pabba og mömmu.
Tengdadætur okkar, Julia og
Tomoe, voru honum kærar,
enda sýndu þær honum mikla
væntumþykju.
Það var mikil blessun og
heiður að fá að sitja hjá föður
mínum þessar fáu stundir sem
eftir voru kvöldið þann 8. októ-
ber. Ég sat hjá honum ásamt
Lillu (Sigrúnu Snædal) sem hef-
ur verið ómetanleg stoð og
styrkur fyrir pabba í langan
tíma.
Blíðlega og fallega svifu síð-
ustu andvörpin á brott, líkt og
haustlaufin í allri sinni litadýrð,
sem féllu þetta fagra haust-
kvöld.
Blessuð sé minning föður
míns. Hans verður ætíð minnst
með ást og virðingu.
Ragnheiður Árnadóttir.
Afi var hinn dæmigerði
sterki, þögli maður. Það hentaði
mér ljómandi vel og ég var hinn
ánægðasti með að sitja þegjandi
hjá honum, stundum lengi, og
um það á ég sumar minna ham-
ingjuríkustu minninga. Þegar
ekkert þarf að segja vegna þess
að maður finnur ást, áhuga og
viðurkenningu manns sem hef-
ur þurft að vinna hörðum hönd-
Fallinn er frá
Valgarður Sigurðs-
son, frábær félagi
okkar í Fimleika-
félagi Hafnarfjarð-
ar. Hann var einlægur FH-ingur
og lét til sín taka á ýmsum sviðum
bæði innan og utan félagsins.
Hann sat fyrst í stjórn hand-
knattleiksdeildarinnar og var síð-
ar formaður deildarinnar árin
1984-88 og sat sem slíkur í að-
alstjórn félagsins.
Árið 1993 var hann síðan kos-
inn í aðalstjórnina og sat þar
nokkur ár. Þá var hann fulltrúi
félagsins í stjórn ÍBH um tíma.
En hann kom víðar við í starfi
fyrir íþróttahreyfinguna því hann
sat í dómstólum bæði HSÍ og ÍSÍ
Valgarður
Sigurðsson
✝ Valgarður Sig-urðsson fædd-
ist 14. maí 1943.
Hann lést 30. sept-
ember 2019. Útför
Valgarðs fór fram
11. október 2019.
og var þar mjög
virtur sem og alls
staðar þar sem hann
kom að verki. Hann
var sæmdur gull-
merki FH á 60 ára
afmæli félagsins.
Valgarður bauð af
sér mjög góðan
þokka hvar sem
hann fór, rólegur og
yfirvegaður hvort
sem hann var við
stjórnarborðið eða á spennandi
leikjum félagsins. Hann var alltaf
mjög hjálpsamur og ráðagóður
þegar til hans var leitað og
reyndist félaginu okkar ákaflega
traustur bakhjarl. Við félagarnir
viljum fyrir hönd okkar og fé-
lagsins okkar þakka Valgarði
samfylgdina með þessum fátæk-
legu orðum. Fjölskyldu hans
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng lifir lengi.
Ingvar Viktorsson,
Bergþór Jónsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SONJA BACKMAN,
Fjölnisvegi 15, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans
5. október, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 18. október klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Styrktarfélagið Ás.
Birgir Ísleifur Gunnarsson
Björg Jóna Birgisdóttir Már Vilhjálmsson
Gunnar Jóhann Birgisson Sveinbjörg Jónsdóttir
Ingunn Mjöll Birgisdóttir Viktor Gunnar Edvardsson
Lilja Dögg Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn