Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Elsku mamma,
nú ert þú loksins
komin á stað þar
sem þú getur hvílt
þig, þér líður vel og enginn að
trufla þig í þínum eigin gjörð-
um. Það er afskaplega skrýtið
að sitja og reyna að skrifa um
þig og minnast þín í fáum orð-
um. Ég er ævinlega þakklátur
fyrir að hafa haft þig sem
mömmu, þú varst ávallt svo
einstaklega ljúf og góð við allt
og alla og tókst öllum með opn-
um örmum hvort sem þú varst
að hitta viðkomandi í fyrsta
skipti eða ekki. Samband þitt
við Ingibjörgu mína var ein-
staklega fallegt og gott og bar
vott um einstaka vináttu sem
ekki er hægt að útskýra, en þú
tókst henni sem þinni frá fyrsta
degi og allt til loka.
Þú varst skynsöm, ráðagóð
og yfirveguð í því sem þú tókst
þér fyrir hendur og lést kappið
aldrei bera fegurðina ofurliði.
Allar minningar mínar frá
æsku bera vott um vellíðan, ást
og umhyggju frá þér sem þú
svo síðar meir deildir með svo
ansi mörgum í gegnum vinnu
þína sem jafnframt var þitt
áhugamál. Þú varst svo ofboðs-
lega stolt af þínu fólki og þegar
barnabörnin fóru að hrannast
inn þá ljómaðir þú sem aldrei
fyrr.
Elsku mamma, það gleður
mig að þú sért komin út úr því
víti sem þú varst föst í en sökn-
uðurinn er meiri og mun verða
um ókomna tíð. Þær minningar
sem þú gafst okkur með nær-
veru þinni og kærleika munu
lifa með okkur öllum um aldur
og ævi og það hjálpar okkur að
vera betri manneskjur.
Kristófer Ingi, Arnór Ingi og
Svava sakna þín þegar óend-
anlega mikið enda varst þú eina
amma þeirra síðustu 13 árin og
ég veit að þau eru þér svo ótrú-
lega þakklát fyrir allt og munu
þau ávallt bera þína minningu í
hjarta sínu, minningu um fal-
lega, ljúfa, skynsama og glað-
lynda ömmu sem gerði allt fyr-
ir þau.
Elsku mamma, takk fyrir allt
saman, ég kveð þig með broti
úr ljóði eftir Bubba Morthens
sem mér finnst eiga vel við á
þessari stundu:
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Þinn
Kristinn (Kiddi).
Eftir langt og erfitt sjúk-
dómsstríð er Nanna Guðrún
Zoëga horfin yfir móðuna
miklu. Hennar er sárt saknað
af öllum sem urðu þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast henni.
Nanna var vinmörg og vinsæl
og hafði til að bera alla þá
helstu mannkosti sem teljast til
gæsku manna.
Nanna Guðrún
Zoëga
✝ Nanna GuðrúnZoëga fæddist
24. september
1951. Hún lést 30.
september 2019.
Útför Nönnu
Guðrúnar fór fram
4. október 2019.
Við æskuvinkon-
ur hennar (Mar-
grét, Ragna og
Vibba) af Skóla-
vörðustígnum eig-
um ótal góðar
minningar af sam-
verustundum með
Nönnu. Ein af
elstu minningunum
er þegar okkur var
öllum boðið í fjög-
urra ára afmæli
hennar. Þar sátum við saman
við stofuborðið sem á var hvít-
ur fallegur dúkur og drukkum
heitt súkkulaði úr sparibollun-
um og meðlætið var rjóma-
terta, randalína og smákökur.
Þetta var löngu fyrir pylsu- og
pítsu-tímann. Leikirnir voru
mest útileikir, mikið sippað og
oft fórum við í snúsnú en það
var vinsælast þegar við vorum
fleiri saman, eltingaleikir, yfir,
kíló, parís, slagbolti og fleiri
leikir, hugmyndaflugið var
endalaust og hreyfiþörfin mikil.
Við lékum okkur mikið í port-
inu hjá Margréti eða bara á
gangstéttinni á Skólavörðu-
stígnum, það myndi víst ekki
viðgangast í dag. Og Skóla-
vörðustígurinn var merkilegur
fyrir margra hluta sakir, m.a.
söfnuðum við tyggjóklessum af
götunni og fórum með þær
heim til einhverrar okkar,
þvoðum þær vel og vandlega
undir rennandi vatni og svo
tuggðum við tyggjóið af bestu
lyst og varð ekki meint af, höf-
um jafnvel rætt um að með
þessu tyggjói höfum við fengið
einhverja bólusetningu. Á háa-
loftinu hjá Nönnu var gamalt
dúkkuhús sem pabbi hennar
hafði smíðað handa Hönnu,
stóru systur Nönnu, þar áttum
við oft yndislegar stundir í
dúkkuleik því húsinu fylgdu til-
heyrandi dúkkur og húsgögn í
öllum herbergjum. Nanna var
sú ljúfasta í hópnum, ef átti að
velja í lið þá leyfði hún alltaf
öðrum að byrja að velja, ef átti
að skipta á milli og einhver bit-
inn var minnstur sagði hún
gjarnan, ég skal fá hann.
Nanna ræddi aldrei um annað
fólk á neikvæðan hátt, hún leit-
aði að því góða í öllum og hélt
því á lofti. „Maður má ekki
blóta,“ sagði Nanna og henni
var það svo í blóð borið að ef
mikið lá við og hún varð að
segja eitthvað ljótt þá sagði
hún „ojsen“ sem komst næst
því að nefna nafn hins illa.
„Hún Nanna er svo fallega inn-
réttuð og svo er hún líka svo
falleg,“ sögðu mæður okkar og
það var svo sannarlega rétt lýs-
ing á henni. Nanna Guðrún
barst aldrei mikið á og tróð sér
hvergi fram til mannvirðinga,
hún gekk þó sinn veg þannig að
eftir henni var tekið.
Nanna hefur verið samofin
lífi okkar allra, hún var límið í
vinkonuhópnum. Þó svo við
veldum okkur mismunandi
starfsvettvang, flyttum út á
land eða erlendis og færum
tímabundið langt hver frá ann-
arri, var vináttustrengurinn
alltaf til staðar og slitnaði aldr-
ei. Umhyggja og hjálpsemi við
aðra var ríkur þáttur í lífi
hennar, hluti af henni sjálfri
drukkinn með móðurmjólkinni.
Nú þegar hún er horfin frá
okkur standa eftir dýrmætar
minningar um góða vinkonu.
Þær eigum við áfram og þökk-
um við fyrir það.
Guð blessi þig, elsku Nanna
Guðrún, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Elsku Lassi, börn og fjöl-
skyldur og aðrir aðstandendur,
við sendum ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Ragna, Margrét
og Sigríður Vilborg.
✝ Halldór Frið-rik Gunnarsson
fæddist 23. júlí
1941 í Reykjavík.
Hann lést í Reykja-
vík 2. október 2019.
Foreldrar Frið-
riks voru Gunnar
Friðriksson, f.
29.11. 1913, d. 14.1.
2005, og Sigrún
Unnur Halldórs-
dóttir, f. 20.9. 1916,
d. 25.4. 1999. Systkini Friðriks
eru: Sæmundur Reimar, f.
21.10. 1936, d. 7.5. 2019, Rúnar,
f. 24.4. 1944, og Jóhanna Guð-
rún, f. 26.8. 1949, d. 6.10. 2018.
Friðik giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Sheenu Gunnars-
son, fædd Manson, hinn 22. júní
1966. Þau eignuðust fjögur börn
og þau eru: Unnur Berglind, f.
4.4. 1968, eiginmaður Björgvin
Schram, synir hennar af fyrra
hjónabandi við Hörð Björnsson
2005 þegar fyrirtækið var selt.
Friðrik og Sheena byggðu hús
fyrir fjölskyldu sína á Seltjarn-
arnesi og Friðrik var alla tíð
virkur í samfélags- og félags-
málum bæjarins. Hann var for-
maður skólanefndar Seltjarn-
arness um árabil, sat í stjórn
Sjálfstæðisfélags Seltirninga og
gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum. Friðrik var einnig í
Freeport-klúbbnum og virkur í
starfi Samhjálpar. Árið 1989
varð Friðrik þess heiðurs að-
njótandi að vera útnefndur
kjörræðismaður Póllands á Ís-
landi.
Friðrik var áhugamaður um
bækur og bókmenntir, bæði las
hann mikið og safnaði bókum en
átti líka þátt í útgáfu margra
bóka. Hann átti fast sæti í
nokkrum kaffihúsahópum þar
sem hann ræddi bækur, heim-
speki og önnur þau mál sem
vert er að ræða. Þá ferðaðist
Friðrik töluvert bæði innan-
lands og utan og var mikið í
Noregi og Póllandi vinnu sinnar
vegna.
Úför Friðriks verður gerð frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 17.
október 2019, klukkan 13.
eru Halldór Frið-
rik, Hákon Örn og
Haukur Ingi. Auð-
ur Ingunn, f. 8.11.
1969, eiginmaður
Ásmar Örn Brynj-
ólfsson, dætur
þeirra eru Guðrún
Lind og Ólöf María.
Guðrún, sambýlis-
maður Guðmundur
Ellert Hauksson,
dóttir hans er Lín-
ey Inga. Gunnar, börn hans eru
Elín, Gauti, Amelía Laufey og
Ásrún Ynja.
Friðrik ólst upp í Vesturbæn-
um, gekk í Melaskóla, Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar og
Menntaskólann í Reykjavík áð-
ur en hann fór í framhaldsnám í
viðskiptafræðum við London
School of Foreign Trade. Hann
vann í Vélasölunni allan sinn
starfsaldur og var fram-
kvæmdastjóri hennar til ársins
Okkur langar með örfáum
orðum að minnast Friðriks afa.
Afa sem var einhvern veginn
alltaf til staðar. Þegar við sett-
umst saman niður til að rifja upp
þá var það tvennt sem algjörlega
stóð upp úr í minningunum en
það voru hvellhettubyssurnar og
Bubbi byggir-vestin.
Afi gaf okkur nefnilega hvell-
hettubyssur! Okkur skilst að
þegar pakkarnir voru opnaðir
hafi orðið algjör þögn og síðan
hafi komið hátt stríðsöskur af
gleði og vantrú. Síðan byrjuðu
skotbardagarnir – þvílík gleði að
eignast byssur með hljóði. Við
vorum alsælir og byssurnar mik-
ið notaðar. Og Bubbi byggir-
vestin voru flott. Við hlóðum á
þau alls kyns verkfærum og dóti,
allir vasar stútfullir og verkfær-
in hangandi utan á okkur. Við
vorum miklir vinnumenn og mik-
ið brasað þegar við vorum í þeim.
Við bræður þökkum Friðriki
afa fyrir allt, allar kaffihúsaferð-
irnar og ferðirnar í Kolaportið.
Halldór Friðrik, Hákon Örn
og Haukur Ingi.
Þegar við eldumst þá eðlilega
lengist tíminn sem við höfum lif-
að og tíminn sem við eigum eftir
hér í heimi styttist. Við færumst
sífellt framar í röðinni þótt eng-
inn viti sinn tíma sem betur fer.
Stundum finnst okkur við vera
búin undir að ættingi eða vinur
sé á förum en samt bregður okk-
ur þegar kallið kemur.
Hann Friðrik vinur minn er
farinn heim til Drottins, það er
alltaf tekið svona til orða í söfn-
uðinum mínum, og mér finnst
það fallegt.
Ég kynntist honum Friðriki
fyrir um aldarfjórðungi, þá var
hann á krossgötum í lífi sínu. Við
náðum vel saman og urðum fljót-
lega trúnaðarvinir.
Ég heimsótti hann oft, settist
á bekkinn fyrir framan skrif-
borðið hans, Sheena færði okkur
kaffi og hann kveikti sér í sígar-
ettu og við spjölluðum.
Það var sérstakur andi í skrif-
stofunni hans, allir veggir þaktir
bókum.
Svo ræddum við um að þessir
hittingar okkar væru ekki nægj-
anlega reglulegir svo við tókum
upp þá venju að hittast í hádeg-
inu á þriðjudögum. Þetta gerð-
um við í mörg ár eða allt þar til
Friðrik lagðist inn á sjúkrahús
og síðar dvalarheimili.
Á þessum fundum okkar var
ýmislegt rætt, margt sem hvergi
annars staðar var rætt og marg-
ar góðar ákvarðanir teknar.
Þá fyrir mörgum árum bauð
hann mér og fjölskyldu minni
vestur á Reykjanes við Ísafjarð-
ardjúp um verslunarmannahelgi.
Þá var siglt á bátnum hans m.a.
til Bolungarvíkur og út í Æðey.
Vorum þar á sama tíma og Mick
Jagger.
Nokkrum árum síðar fórum
við tveir til Ísafjarðar og gistum
í bátnum hans, sigldum um
Djúpið og fórum meðal annars til
Aðalvíkur, sem voru hans átt-
hagar
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum mínum þakka fyrir allar
dýrmætu samverustundirnar
okkar, vináttu og tryggð sem
aldrei bar skugga á
Bið Drottin að blessa minn-
ingu Friðriks og votta eftirlif-
andi eiginkonu og afkomendum
samúð mína.
Þórir Haraldsson.
Friðrik
Gunnarsson
Kær vinur okkar
og nágranni, Haf-
steinn Þorvaldsson hefur kvatt
þetta jarðneska líf 93 ára að
aldri.
Vinátta okkar nær aftur til
ársins 1984 þegar Hafsteinn,
eða Haddi eins og hann var allt-
af kallaður, flutti í næsta hús
við okkur ásamt Hauki heitnum,
tvíburabróður hans. Við hefðum
ekki getað verið heppnari með
nágranna. Þessir ljúfu bræður
voru alltaf með bros á vör og til
í að spjalla við okkur. Það er á
svo margan hátt ómetanlegt að
eiga góða nágranna. Dætrum
okkar fannst notalegt að eiga
þau að, bræðurna og Gróu sem
býr á fyrstu hæðinni. Dæturnar
máttu leika sér í garðinum
þeirra að vild og okkur var allt-
af velkomið að líta inn. Það
sama gilti um köttinn okkar, El-
liða Frey, sem varði garðinn á
Freyjugötu 47 jafn vel og okkar
eigin garð. Þegar þeir bræður
og Gróa fengu sér köttinn
Skúla, leit Elliði á matinn hans
Skúla sem þeirra sameign og
stundum át hann yfir sig og
nennti ekki heim og þá þurftum
við að banka upp á og sækja
hann.
Bræðurnir, Haddi og Hauk-
ur, voru árrisulir og það var
partur af morgunrútínu eldri
dætra okkar að athuga hvort
annar hvor bræðranna myndi
vinka þeim út um gluggann þeg-
ar þær fóru í skólann. Það þótti
þeim systrum afar notalegt.
Yngsta dóttirin misskildi að-
Hafsteinn
Þorvaldsson
✝ Hafsteinn Þor-valdsson fædd-
ist í Reykjavík 12.
febrúar 1926. Hann
lést 3. október
2019.
Útförin fer fram
frá Grensáskirkju í
dag, 17. október
2019, klukkan 13.
eins þegar alltaf
var talað um bræð-
urna og hún hélt
framan af að þeir
væru bræður henn-
ar.
Hún talaði alltaf
um bræðurna sína.
Bræðurnir voru
gríðarlega duglegir
menn og flinkir í
höndunum. Við leit-
uðum iðulega eftir
leiðbeiningum í sambandi við
viðgerðir á húsinu okkar, því
þeir voru hafsjór fróðleiks varð-
andi húsbyggingar og viðhald,
enda höfðu þeir sjálfir byggt tvö
íbúðarhús og sumarbústað.
Gróa, með sína grænu fingur,
hefur svo séð til þess að garð-
urinn þeirra hefur alltaf verið
sérstaklega fallegur.
Síðustu ár höfum við hjónin
starfað við rannsóknir í lífvís-
indum í Bandaríkjunum. Í ferð-
um okkar heim hefur það komið
skemmtilega á óvart hversu vel
Haddi var að sér um verkefnin
okkar og okkur þykir vænt um
áhuga hans. Svo var alltaf
spurt: eruð þið ekki að koma
heim?
Og við vorum alltaf á leiðinni
og erum það enn.
Tvíburabræðurnir voru mjög
samstíga og það voru mikil við-
brigði fyrir Hadda þegar Hauk-
ur bróðir hans lést árið 2007
enda þeir bræður sérstaklega
samrýndir.
Það hefur verið gott til þess
að vita að Gróa hefur hugsað
ákaflega vel um hann. Við viss-
um að Haddi hefði ekki getað
verið i betri höndum. Við mun-
um sakna Hafsteins Þorvalds-
sonar og við þökkum honum
samfylgdina um leið og við
sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Gróu og annarra að-
standenda.
Björg og Orri,
Freyjugötu 49.
Elsku amma.
Tilhugsunin um
að þetta sé hinsta
kveðja frá mér til
þín er erfið. Við fengum 23 ár
saman en ég hefði óskað að þau
hefðu verið fleiri. Ég mun sakna
þess að sjá fallega brosið þitt sem
var alltaf svo skært þegar við
hittumst og ég mun sakna sam-
talanna sem við áttum, bara við
tvær. Það var alltaf svo gott að
tala við þig, elsku amma.
Þegar ég hugsa til baka og
minnist góðu tímanna þá er það
fyrsta sem kemur upp í huga
minn brosið þitt fallega. Það mun
alltaf vera mér minnisstætt hvað
þú hefur verið dugleg að hvetja
okkur systurnar áfram, í hverju
sem er og sýndir okkur alltaf
hvað þú varst áhugasöm um okk-
ur og okkar velgengni. Við skipt-
um þig máli, við gerðum þig
stolta og tilfinningin var og er
gagnkvæm. Ég horfði upp til þín
og þinna afreka og geri enn. Mér
hefur alltaf þótt rosalega vænt
um þig og minningarnar okkar
saman. Mér þótti ekkert
skemmtilegra en að koma til þín
og afa á Arnarhraunið fyrir jólin,
þar sem þú kenndir mér að
skreyta jólatréð eins og þú vildir.
Ég veit það þó að þú leyfðir mér
að breyta út af vananum þegar þú
gafst mér lausan tauminn og við
bjuggum til nýjar hefðir saman.
Manstu eftir öllum stundunum
sem við áttum saman í eldhúsinu
á Arnarhrauninu? Ég man það
svo vel, þú kenndir mér að gera
ömmu sultu, þú kenndir mér að
baka ömmu bollur með strút, þú
kenndir mér að gera rófustöpp-
una þína og þú kenndir mér að
gera eplamaukið svo fátt eitt sé
talið. Þegar ég hugsa til baka, þá
Barbro Þórðarson
✝ Barbro Þórð-arson fæddist
14. júlí 1928. Hún
lést 1. október
2019.
Útför Barbro fór
fram 10. október
2019.
eru þetta minningar
sem mér þykir mjög
vænt um. Þú hefur
kennt mér svo
margt, sumt áttaði
ég mig ekki á hvað
var mér mikilvægur
lærdómur fyrr en
núna, þegar ég
hugsa til baka til
minninganna okkar.
Þú söngst fyrir
mig áður en þú
kvaddir okkur. Ég hef ekki ennþá
áttað mig á því að þú sért ekki
lengur hér, að ég geti ekki komið
til þín í heimsókn og setið með
þér klukkutímunum saman og
spjallað. Ég heyri ennþá þína fal-
legu rödd, sem var svo einstök.
Ég man það þegar ég var ung og
spurði þig spjörunum úr. Þú náð-
ir fljótt tökum á íslenskunni en
eins og ungum börnum er einna
helst lagið þá fannst mér ömmu
íslenskan skrítin, í fyrstu. Ég átti
það til að benda þér á rangar
beygingarmyndir orða og þú
tókst því svo vel. Ég man það
hvað afi hló að þessum samskipt-
um okkar. Núna sakna ég ömmu
íslensku, hún var einstök.
Fólk spyr mig hvernig ég hafi
það, það er fátt um svör. Það er
tómarúm innan í mér sem mun
ekki hverfa á næstunni. Ég brosi
þegar ég hugsa til baka til allra
þessa minninga með þér, elsku
amma. Söknuðurinn er mikill.
Brosið breitt og augun skær,
bið guð þig að geyma,
bestu þakkir, þú varst mér svo kær.
Þér mun ég aldrei gleyma.
(Guðný Sigríður Sigurðardóttir)
Kveðjustundin er komin en ég
veit það þó vel að afi tekur á móti
þér með opnum örmum og ég veit
að við munum hittast aftur á förn-
um slóðum þegar kemur að því.
Þá veit ég að þú munt vaka yfir
okkur þangað til og fylgjast með
okkur dafna, alveg eins og afi hef-
ur gert og ég mun halda áfram að
gera þig stolta. Því lofa ég.
Ég elska þig, amma mín.
Helena Rós Tryggvadóttir.