Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
✝ Auður Guð-vinsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1. ágúst 1940.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu í Keflavík
4. október 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þóra Guðný Jó-
hannesdóttir
(1906-1960) frá
Finnmörk í V-
Hún. og Guðvin Gunnlaugsson
(1912-2001) frá Háleggs-
stöðum í Skagafirði. Seinni
eiginkona Guðvins var Irene
Gook (1909-2011).
Auður ólst upp í foreldra-
húsum á Svalbarðseyri ásamt
bræðrum sínum Baldri (1942)
og Sæmundi (1945-2005). Á
unglingsárum hennar fluttist
fjölskyldan til Akureyrar. Hún
tók gagnfræðapróf frá Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 1957.
Ári síðar varð hún ófrísk og í
hönd fóru mörg ár þar sem
hún sinnti börnum og búi.
Fyrri eiginmaður Auðar var
Hörður Jörundsson (1931).
Börn þeirra eru: 1) Þóra, f.
20.4. 1959, gift Ólafi Jóhanns-
syni. Börn þeirra a) Jóhann,
sambýliskona Auður Alberts-
dóttir og sonur þeirra Ólafur;
b) Auður, sambýlismaður Sölvi
Thoroddsen og nýfæddur son-
ur þeirra er ónefndur.
Gunnar Bjarki Gunnlaugsson
og dóttir þeirra Agnes Inga;
b) Arthúr Kristinn. Börn með
Birni Sigurði Sigurvaldasyni
c) Björn Gabríel; d) Brynhild-
ur Írena Sunna.
Fjölskyldan bjó í Vana-
byggð 1, Akureyri. Þegar
börnin uxu úr grasi fór Auður
að vinna á Dvalarheimilinu
Hlíð.
Síðari eiginmaður Auðar
var Birgir Sveinsson (1938-
2017). Þau bjuggu fyrst í
Keflavík, þá lengi í Garði, svo
í Innri-Njarðvík og síðustu ár-
in á Njarðarvöllum 6 í
Ytri-Njarðvík.
Börn Birgis eru a) Kristín,
börn hennar og Sigurjóns
Guðfinnssonar eru Sævar Örn,
Hafþór Ægir og Helga Dagný;
b) Óskar, börn hans og Kol-
finnu Njálsdóttur eru Aldís,
Birgir Þór, Árni Björn og Ey-
þór Trausti; c) Hilmar, dætur
hans og Ingibjargar Ástu Unn-
arsdóttur eru Nanna Bryndís
og Íris Birgitta, sonur hans og
Pálmfríðar Gylfadóttur er
Hilmar Daði; d) Þórir Smári,
synir hans og Báru Skúladótt-
ur eru Skúli Már og Elmar
Þór.
Auði var umhugað um af-
komendur sína og barnabörn
Birgis voru líka hennar
ömmubörn.
Auður var lengi forstöðu-
kona á Hjúkrunarheimilinu
Hlévangi. Hún var virkur fé-
lagi í Kvenfélaginu Gefn í
Garði fram undir það síðasta.
Útförin fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 17. október
2019, kl. 13.
2) Gígja, f. 25.3.
1962, í sambúð
með Liv A. Stavr-
an. Dætur með
fyrrv. eiginmanni,
Guðmundi Árna
Davíðssyni, a)
Margrét Hrefna,
sambýlismaður
Kent Inge Bjerk-
nes; b) Petra
Guðný, sambýlis-
maður Henrik
Monrad.
3) Halla Huld, f. 25.10.
1963, gift Helga Jónssyni.
Börn þeirra a) Hörður, sam-
býliskona Hugrún Haralds-
dóttir og sonur þeirra Sebastí-
an, áður átti Hörður soninn
Hannes; b) Hafþór, eiginkona
Sædís Eva Gunnarsdóttir og
synir þeirra Helgi Freyr og
Óliver Máni, áður átti Sædís
soninn Róbert Darra; c) Halla
María.
4) Hugrún Dögg, f. 10.10.
1966, gift Sigurbirni Krist-
jánssyni, sonur þeirra Jör-
undur Guðni, unnusta María
Hafþórsdóttir. Eldri sonur
Sigurbjörns er Jónas Freyr,
dóttir hans Hanna María.
5) Jörundur Guðni, f. 13.3.
1970, eiginmaður Hreinn Hall-
dórsson.
6) Anna Heiða, f. 10.10.
1972, börn með Svani Arthúrs-
syni a) Auður, sambýlismaður
Elsku hjartans mamma okk-
ar. Við erum óendanlega þakk-
lát fyrir þig og lífið með þér. Þú
varst einstök kona, hjartahlý,
trygg og góð. Líf þitt snerist um
okkur systkinin, þú varst til
okkar vegna. Að vori fæddir þú
þrjú okkar og hin þrjú þegar
komið var haust. Sjálf fæddist
þú um hásumar og kunnir betur
að meta sól og blíðu en myrkur
og kulda. En óháð árstíðum og
veðri var þvotturinn nýþveginn
og straujaður, ilminn lagði úr
eldhúsinu af nýbökuðu rúg-
brauði, lambalæri í ofninum,
rabarbarasultunni og volgu
pönnukökunum svo fátt eitt sé
nefnt. Þér féll aldrei verk úr
hendi, þú varst harðdugleg,
ósérhlífin og drífandi. Pabbi var
sjaldan langt undan, búinn að
mála, þvo gólfin, bóna og gera
hreint.
Þú treystir okkur og kenndir
okkur að gæta hvert annars,
vera góð og sönn, hugsa vel um
afa og ömmu í Vanabyggð 9 og
ömmu Engilráð eftir að Jörund-
ur afi lést. Hjá þér var huggun
að fá, hlustun og styrk. Þú
kunnir líka svo vel að samgleðj-
ast okkur öllum og hrósa fyrir
velgengni í prófum, mikilvæga
áfanga og sigra.
Þú hafðir gott vald á íslenskri
tungu, varst skýrmælt og komst
vel að orði, hafðir frásagnargáfu
og varst oft hnyttin í tilsvörum
og afdráttarlaus. Þú gafst okkur
einnig hlutdeild í sjálfri þér
þegar þú saumaðir út. Þú hafðir
næmt auga fyrir litum og þeir
færðu þér gleði og birtu.
Þú varst svo gefandi og falleg
þegar þú sinntir börnum, eink-
um þegar þú hittir barnabörn
og barnabarnabörn þín og Birg-
is. Þau voru öll þín og sólar-
geislarnir í lífi þínu.
Elsku mamma, hafðu innilega
þökk fyrir að hvetja okkur til að
leggja rækt við gáfur okkar og
afla okkur menntunar en ekki
síður fyrir að uppörva og stappa
í okkur stálinu að gefast ekki
upp þegar á móti blæs. Hvatn-
ing þín er okkur styrkur til að
halda vegferðinni áfram og hlúa
að sjálfum okkur svo við getum
gefið af okkur og annast okkar
nánustu. Það vildir þú. Hlýja
höndin þín leiddi okkur og leið-
beindi og faðmur þinn stóð okk-
ur alltaf opinn. Þú lifir áfram í
hjörtum okkar. Vertu góðum
Guði falin, friður hans þig
geymi.
Elskandi móðir, okkur reyndist þú
frá upphafsstund.
Staðföst sem bjarg var ást þín, traust
og trú
þín trygga lund.
Gott er að eiga góða móður að
í gleði’ og sorg, hvað jafnast á við
það?
(Höf. ókunnur)
Þóra, Gígja, Halla, Hugrún,
Guðni og Anna Heiða.
Við gistum hjá tengdamóður
minni í þrjá daga eftir heim-
komu frá Svíþjóð, kvöddum svo,
keyrðum norður, og ekki hvarfl-
aði að okkur á miðvikudegi að
hún væri öll tveimur dögum síð-
ar.
Auður Guðvinsdóttir var
kraftmikil kona þótt lítið bæri á
henni. Hún lifði sínu lífi, stelpa
á Svalbarðseyri, kennaradóttir.
Hún var ein af þessum heima-
vinnandi eiginkonum, sex barna
móðir, alltaf á vaktinni. Ég
kynntist henni tvítugur strákur,
skotinn í dóttur hennar og
Harðar Jörundssonar, en nán-
ast daginn sem ég kom í Vana-
byggð 1 í fyrsta skipti skildu
þau hjón og hún flutti suður á
Reykjanes. Ekki leist þeim vel á
nýja tengdasoninn.
Allt um það kynntist ég þeim
báðum vel, enda hélst vinátta
alla tíð. Hvorugt þeirra er fólk
margra orða, en Auður gat ver-
ið ákveðin og föst fyrir þrátt
fyrir hæglæti. Hún giftist Birgi
Sveinssyni og bjuggu þau í
Garðinum og Keflavík. Eftir
erfið veikindi Birgis lét Auður
mikið á sjá og er núna dáin.
Við Halla vorum dugleg að
heimsækja Auði á útnárann,
eins og ég kallaði staðinn henn-
ar, svona til að koma henni í
gott skap. Auður var líka dug-
leg að heimsækja okkur norður
og börnin okkar þrjú tóku miklu
ástfóstri við ömmu sína. Halla
María náði að heimsækja hana
þremur dögum fyrir andlátið og
var það mikið lán og gaman að
sjá þær saman.
Alla tíð skynjaði ég hvað Auði
var annt um fólkið sitt. Hún
spurði frétta og vildi vita allt og
hún skrifaði minningargreinar
um þá sem henni þótti vænt um,
t.a.m. yngsta bróður sinn, Sæ-
mund, sem dó í maí 2005. Ég er
viss um að óvæntur dauði hans
hefur haft miklu meiri tilfinn-
ingaleg áhrif á hana en við gerð-
um okkur grein fyrir. Auður
kynntist sorginni ung þegar
Þóra Guðný móðir hennar féll
frá í apríl 1960, rétt rúmlega
fimmtug. Ég reyndi oft að
impra á því við Auði, en gekk
illa. Eftir stóð Guðvin kennari
einn á hrjúfum akri lífsins með
þrjá unglinga, Auði 19 ára,
Baldur 17 og Sæmund rétt
fermdan. Lífið varð ekki samt
eftir það, en fljótlega giftist
Guðvin Irene Gook, þeirri stór-
kostlegu konu, sem gekk börn-
um Þóru og Guðvins í móður-
stað og reyndist þeim vel og
gerðist amma allra þeirra
barnabarna. Ég naut þess heið-
urs að kynnast Irene Gook og
tel mig betri mann eftir það.
Ég á eftir að sakna Auðar,
mjúka brossins, mjúka faðm-
sins, mjúku varanna, yfirleitt
hlýju elskunnar sem hún bar
með sér alla daga.
Nú er engin Auður sem við
heimsækjum til Keflavíkur.
Systkinin hafa misst móður og
barnabörnin ömmu. Ég kveð
tengdamóður mína og þakka
henni fyrir farinn veg og allt
það sem hún gerði fyrir okkur.
Helgi Jónsson.
Í dag kveð ég kærleiksríka
tengdamömmu mína, Auði Guð-
vinsdóttur. Kynni okkar hófust
þegar ég og sonur hennar, Jör-
undur Guðni Harðarson, byrj-
uðum samband okkar. Allt frá
fyrsta degi tók hún mér opnum
örmum.
Ég á margar góðar minning-
ar um þessa einstöku konu, sem
kalla fram hlýjar hugsanir. Auð-
ur var róleg að eðlisfari og hafði
góða nærveru. Ég naut þess
ávallt að stjana við hana því hún
átti afar auðvelt með að láta
þakklæti sitt í ljós.
Um síðustu jól og áramót
dvaldi Auður hjá okkur á Ak-
ureyri. Á morgnana áttum við
okkar gæðastundir. Þá útbjó ég
hafragraut sem við borðuðum
saman. Síðan fengum við okkur
kaffi, sátum sitt í hvorum stóln-
um, hún réð krossgátu og ég las
dagblöðin. Við gátum bæði setið
saman og spjallað eða setið
saman í þögn. Þetta var síðasta
heimsóknin hennar til Akureyr-
ar.
Í þrjátíu ár sýndi Auður mér
ætíð hlýju og ástúð. Ég vil
þakka henni kærlega fyrir sam-
fylgdina og stuðninginn sem
hún sýndi sambandi okkar
Guðna frá upphafi. Ég veit að
hún taldi að einkasonurinn hefði
valið rétta makann. Það er mér
sannur heiður að standa undir
því áliti tengdamömmu minnar
um ókomin ár.
Hvíl í friði, elsku góðhjartaða
Auður mín. Þú varst og ert elsk-
uð af börnum þínum, ömmu-
börnum og langömmubörnum.
Ég sendi þeim öllum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hreinn Halldórsson.
Elsku amma mín. Ég minnist
þín með hlýjum hug. Mig hefði
ekki órað fyrir að þetta yrði síð-
asta skiptið sem ég sæi þig,
þegar ég kom í heimsókn síðast.
Það er mér ómetanlegt að hafa
getað átt svo dýrmæta stund
með þér áður en þú fórst og það
verður mér ávallt minnisstætt.
Þrátt fyrir að við byggjum
ekki á sama stað vorum við
samt svo nánar. Þú varst svo
klár á tæknina miðað við aldur
og ég gleymi því ekki að ég kall-
aði þig ömmu iPad í nokkur ár
eftir að þú fékkst hann. Ég gat
alltaf gantast eitthvað í þér þeg-
ar við komum saman og mér
leið vel með þér.
Við áttum ótalmargar yndis-
legar stundir saman fyrir sunn-
an hjá þér, fyrst í Garðinum,
svo í Stekkjargötunni og á
Njarðarvöllum. Það var líka
alltaf svo dásamlegt þegar þú
komst norður til okkar. Þú
kunnir vel við þig á báðum stöð-
um. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, sem munu lifa áfram sem
minningar í mínu hjarta.
Þú varst mér innilega kær,
elsku amma mín, svo hlý, góð og
hugulsöm. Takk fyrir að taka
mér eins og ég er og vera stolt
af mér alltaf. Ég mun sakna
þess að geta hringt í þig og
spjallað, spurt frétta og heyrt
skemmtilegu sögurnar þínar,
sem voru ótalmargar.
Ég verð ævinlega þakklát
fyrir að hafa átt þig, svona ynd-
islega og góða konu, sem ömmu!
Amma, hún er mamma hennar
mömmu,
og mamma er það besta sem ég á.
Gaman væri að gleðja hana ömmu,
og gleðibros á vörum hennar sjá.
(Höf. ók.)
Ég elska þig ætíð.
Takk fyrir allt.
Þín
Halla María Helgadóttir.
Sunnudaginn 15. september
síðastliðinn heimsóttum við
hjónin Auði systur mína á heim-
ili hennar í Reykjanesbæ. Við
vissum að hún hafði átt við van-
heilsu að stríða um skeið en það
kom okkur þó á óvart hversu
mjög var af henni dregið. Hún
var þó ágætlega málhress og við
áttum þarna góða stund með
henni sem við erum mjög þakk-
lát fyrir. Þótt hún væri orðin
lasburða komu endalokin fyrr
en við áttum von á, en allt hefur
sinn tíma og svo er einnig um
vist okkar á þessari jörð.
Fyrstu minningar mínar um
Auði eru frá því að við áttum
heima á Svalbarðseyri þar sem
faðir okkar starfaði sem kenn-
ari. Skólinn starfaði í tveimur
deildum, yngri og eldri deild, en
þar sem kennarinn var bara
einn var fyrirkomulagið með
þeim hætti að hvor deild fékk
kennslu annan hvorn dag en átti
frí hinn daginn. Þetta þótti okk-
ur krökkunum aldeilis afbragð,
að þurfa bara að mæta í skólann
annan hvern dag, en hinn dag-
inn gátum við nýtt að vild til
leikja eða annars þess sem hug-
urinn stóð til. Þetta voru dýr-
legir tímar. Auður var elst okk-
ar systkina og taldi sig því bera
nokkra ábyrgð á okkur bræðr-
um sem henni þótti á stundum
þurfa nokkurt aðhald. Reyndi
hún því að hafa á okkur nokkra
stjórn þegar henni þótti þess
þörf. Þetta gekk nokkuð vel
með Sæmund yngri bróður okk-
ar en síður með mig, sem lét
víst fremur illa að stjórn sem
leiddi stundum til árekstra milli
okkar Auðar. Allt var þetta þó
gert af góðum hug af hennar
hálfu og með velferð okkar að
leiðarljósi. Þarna var tónninn
sleginn í áhuga hennar og um-
hyggju fyrir velferð okkar
bræðra, áhuga sem átti eftir að
endast henni út lífið. Þetta kom
skýrt í ljós við ótímabært fráfall
móður okkar. Þá var hún mjög
vakandi yfir velferð okkar og ég
get þakkað það áminningar-
ræðu hennar yfir mér að ég náði
að halda nokkuð beinni braut
þegar stefnan virtist orðin
nokkuð reikul. Fyrir það verð
ég henni ævinlega þakklátur
þótt mér hafi nú líklega láðst að
koma því þakklæti á framfæri á
þeim tíma.
Auk áhuga hennar á velferð
fjölskyldu sinnar og annarra
ættmenna hafði Auður mikinn
og einlægan áhuga á fólki al-
mennt, var mannblendin og átti
marga vini og kunningja um
land allt. Vinum sínum sýndi
hún mikla ræktarsemi og var
dugleg að heimsækja þá og hafa
við þá samband.
Við kveðjum góða systur og
mágkonu og þökkum samfylgd-
ina.
Að leiðarlokum viljum við
fjölskyldan senda börnum henn-
ar og öðrum ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Auðar.
Baldur og Valgerður.
Auður
Guðvinsdóttir
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa KirkjugarðannaSálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, stjúpföður, tengdaföður og afa,
HELGA ARNLAUGSSONAR
skipasmiðs,
Ársölum 1, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
HERU –sérhæfðrar líknarþjónustu og líknardeildar
Landspítalans fyrir alúð og góða umönnun í veikindum hans.
Erna R.H. Hannesdóttir
Hilda E. Hilmarsdóttir Ólafur Þórðarson
Kristinn Helgason Maneerat Anutai
Arnlaugur Helgason Anna Birgitta Bóasdóttir
Guðrún Helgadóttir Ómar Garðarsson
Elsa Kristín Helgadóttir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Finnbjörg Skaftadóttir
Jóhann Örn Skaftason Anna Helgadóttir
Halldóra Skaftadóttir Bjarni Ingvarsson
Íris Hv. Skaftadóttir Halldór Geirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall
KATRÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Seli í Skaftafelli.
Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun til
stafsfólks Grundar.
Kjartan Ragnarsson Sigríður Margrét Guðmundsd.
Guðmundur Örn Ragnarsson Jónína Lára Einarsdóttir
Hörður Ragnarsson Jónína Sigurlaug Marteinsd.
Inga Sigríður Ragnarsdóttir Stefan Klar
barnabörn og langömmubörn