Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
í Bari þar sem við erum með bæði
litla skrifstofu og svefnherbergi.
Þetta er allt voðalega sérstakt, að
hoppa úr bubblunni sinni, rútínunni,
heimilinu sínu og flytja inn í litla
skonsu með alltof litlu baði, pínulitlu
rúmi og gargandi ítölskum kerl-
ingum allt í kring. Mjög sérstakt og
einstakt tækifæri að fá að sjá eitt-
hvað annað en maður er vanur.“
Heldur áfram í vinnunni
þrátt fyrir flutning
Hlustendur K100 þurfa ekki að
óttast að breyting verði á morg-
unútvarpi stöðvarinnar þar sem Jón
mun senda þáttinn út á hverjum
degi frá Bari. Það hlýtur þó að vera
krefjandi að vinna með tveimur öðr-
um að þætti og vera ekki á sama
stað og þau. „Jú, vissulega er það
áskorun að halda úti fjögurra tíma
útvarpsþætti með tveimur öðrum
einstaklingum í beinni útsendingu, í
4,715 kílómetra fjarlægð. Þó það nú
væri. Ef ekki væri fyrir fagmennsku
vinnufélaganna og reynslu væri
þetta ekki hægt. Allt þarf að ganga
smurt upp, líkt og maður væri á
staðnum þannig að vinir okkar sem
hlusta á hverjum degi heyri engan
mun. Þeir vilja stöðugleika og sína
skemmtun á hverjum degi, hvar
sem við erum stödd í heiminum,“
segir Jón og bætir við að þau hjón
muni hafa í nægu að snúast á meðan
þau dvelja úti. „Sem betur fer höf-
um við hjónin líka mörgum verk-
efnum að sinna og við höldum þeim
áfram hér úti. María vinnur fyrir
Eddu útgáfu og hún sinni verk-
efnum sínum nánast með sama
hætti og væri hún heima og sama er
með mig.“
Jón segir að tæknilega sé það
ekki svo flókið að senda út heilan út-
varpsþátt frá Ítalíu á 21. öldinni.
„Ég er svo heppinn að eiga lítið út-
varpsstúdíó sem samanstendur af
nokkrum flóknum og dýrum tækj-
um sem gerir mér kleift að vera í
morgunþættinum Ísland vaknar á
hverjum morgni milli 6 og 10, líkt og
ég væri heima á Íslandi með krökk-
unum í stúdíóinu í Hádegismóum.
Að vera á Ítalíu breytir í sjálfu sér
litlu. Við erum saman í hljóði og
mynd á meðan þátturinn er í loftinu
og síðan erum við í símanum allan
daginn að undirbúa næsta dag. Það
er allt hægt orðið með netinu og
þetta er bara eitt af því,“ segir Jón
sem er þakklátur fyrir tímamismun-
inn. „Klukkan á Ítalíu er núna
tveimur tímum á undan, þannig að
ég byrja kl. 8 hér í stað kl. 6 á Ís-
landi. Það munar ansi miklu!“
Mælir með að fólk
láti drauminn rætast
Spurður hvort Jón mæli með því
að taka sig svona upp og flytjast af
landi brott segist hann gera það.
„Ekki spurning. Þetta er einfaldara
en það hljómar. Það þarf eiginlega
að láta bara slag standa og kýla á
það. Maður á alltaf að láta drauma
sína rætast með einhverjum hætti,
en forsendurnar þurfa að vera rétt-
ar og þá láta tækifærin á sér kræla.
Það eykur víðsýnina að fá tækifæri
til að búa erlendis, þó ekki sé nema í
stuttan tíma, og átta sig á að það er
líka fólk annars staðar í heiminum,
með ólíka sýn á lífið, með aðrar
þarfir og annað sjónarhorn. Ísland
er frábært og maður yfirgefur það
aldrei,“ segir Jón. En ætli hann
komi einhvern tímann aftur heim?
„Thja. það veit maður ekki, a.m.k.
ekki núna. Veðráttan hentar mér
betur, þó að það sé gaman að horfa
stundum í storminn. Það fer svo
auðvitað eftir því hvað verður. Verk-
efnin sem maður er að vinna í verða
að segja svolítið til um það hvert
framhaldið verður. En ég er hér
núna með konunni minni og okkur
líður vel í 27 stiga hita og sól. Verð-
lagið fær mann til að brosa í kamp-
inn þegar maður fer út í búð hér því
munurinn er slíkur að maður hrekk-
ur í kút, því venjuleg helgarinnkaup
eru ca 20 til 25% af því sem kostar
að lifa á Íslandi. Maður getur alveg
vanist því,“ segir Jón hamingju-
samur með Maríu sinni á Ítalíu.
„Það er einfaldlega búið að vera
gamall draumur hjá okkur hjónum
að færa okkur um set og dvelja yfir
vetrarmánuðina á bjartari og heitari
stað, þegar mesti kuldinn og dimm-
an er á Íslandi,“ segir Jón þegar
hann er spurður um ástæður þess
að þau hjónin ákváðu að flytja út.
„Nú voru aðstæður þannig að við
gátum látið á þetta reyna og við
slógum til. Það tók nokkra daga að
venja sig við annað umhverfi og
kannski það aðallega að maður er
ekki kominn til að vera í fríi, heldur
er maður á fullu í vinnu. Maður er
bara á öðrum stað að sinna verkefn-
unum og vinnunni. En sólin og hit-
inn kemur undirmeðvitundinni til að
halda að um frí sé að ræða.“
Í sólinni á Suður-Ítalíu
Þau Jón og María fluttust til
borgarinnar Bari sem er við Adría-
hafið á Suður-Ítalíu. Þetta er nú
ekki alveg sá staður sem Íslend-
ingum dettur fyrst í hug þegar
minnst er á landið. „Það var María
konan mín sem fann þennan stað.
Það hafði komið til greina að vera á
Spáni, en við erum bæði mikið fyrir
Ítalíu og því var það á endanum val-
ið okkar. Bari er á Suður-Ítalíu, eig-
inlega eins sunnanlega og hægt er
að fara og mestar líkur á góðu og
jöfnu veðri yfir vetrarmánuðina. Við
fórum bara að gúggla þessa borg og
svæðið hér í kring og úr varð að við
pökkuðum niður og flugum hingað
út.“
Það er mikið mál að skipuleggja
svona flutning og maður þarf að
vera viðbúinn því að aðlagast
breyttu umhverfi. Google er besti
vinurinn þegar kemur að því að
skipuleggja svona flutninga, segir
Jón. „Þetta er búið að taka marga
mánuði og því meira sem maður
gúgglar og skoðar því betur áttar
maður sig á hlutunum. Hvaða hverfi
eru góð og hver ekki. Hvernig íbúð
maður vill og hvernig ekki og eftir
miklar pælingar enduðum við á að
leigja okkur aðstöðu í gamla bænum
Jón Axel fluttist til Ítalíu í haust
Jón Axel Ólafsson er flestum kunnur fyrir störf sín á sviði fjölmiðla. Hann hefur sl. ár stýrt morgunþætti K100, Ísland vaknar, ásamt þeim
Ásgeiri Páli og Kristínu Sif. En nú hefur Jón heldur betur skipt um umhverfi því hann fluttist til Ítalíu í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni
Maríu B. Johnson. Hlustendur K100 þurfa samt ekki að óttast breytingar því hann ætlar að senda morgunþáttinn út frá Ítalíu á hverjum degi.
Hamingjusöm í sólinni Jón
Axel og María í Bari á Ítalíu.
Bari Umhverfið á Ítalíu er
annað en við eigum að venjast.
Tæknin Stúdíóið
hans Jóns á Ítalíu.
Ekkert mál að
senda út heilan út-
varpsþátt þaðan.
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.