Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 www.gilbert.is Vínland Gmt VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ JS WATCH CO. REYKJAVIK „NÆST ÞEGAR EINHVER TALAR NIÐUR TIL ÞÍN SKALTU TELJA UPP AÐ TÍU ÁÐUR EN ÞÚ BREGST VIÐ. EÐA UPP AÐ FIMM EF ÞAÐ ER OF ERFITT.” „BÍDDU HÉRNA Á MEÐAN ÉG BIND HUNDINN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bjóða nýjan liðsmann velkominn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BORÐIÐ HOLLAN MAT, GOTT FÓLK! OG FORÐIST SNAKK SNAKKIÐ ER MITT ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA POTTA- OG PÖNNUSALINN ENN AFTUR! ÉG SKAL FARA TIL DYRA! ÉG ER ÓNÆMUR FYRIR SÖLURÖKUM! stöðum í Biskupstungum. For- eldrar hennar voru hjónin Jónas Ólafsson bóndi á Kjóastöðum, f. 5.12. 1912, d. 20.12. 1997, og Sigríð- ur Gústafsdóttir húsfreyja á Kjóa- stöðum, f. 29.2. 1920, d. 27.11. 2011. Þórey á 15 systkini. Þórir og Þórey giftust árið 1966 og settust að í Haukadal og stunduðu þar garð- yrkju, ráku flutningafyrirtæki, gistiheimili og sinntu skólaakstri í áratugi. Börn Þóris og Þóreyjar eru 1) Sigrún María, f. 11.6. 1966, búsett á Spáni; 2) Jónas Sigþór, f. 16.3. 1970, búsettur í Haukadal, börn hans eru Marey, f. 8.10. 1993, gift Birgi Blöndahl Arngrímssyni, f. 28.9. 1992 og eiga þau eina dóttur, Brynju, f. 30.4. 2019, og Sölvi Freyr, f. 8.11. 2001; 3) Ágústa, f. 15.8. 1973, búsett í Haukadal, gift Einari Tryggvasyni, f. 12.3. 1965, synir þeirra eru Ólafur Aron, f. 22.3. 1993, og Karl Jóhann, f. 16.6. 2001, fyrir átti Ágústa Atla Þór Svavarsson, f. 21.7. 1989, unnusta hans er Guðrún Gísladóttir, f. 23.1. 1991. Systkini Þóris voru Bjarni, f. 8.5. 1933, d. 13.4. 1936; Bjarni, f. 26.4. 1935, d. 2.5. 2018, harmonikkuleik- ari og tónskáld; Katrín, f. 20.2. 1937, d. 7.12. 1938, Greipur, f. 17.5. 1938, d. 19.9. 1990, landgræðslu- vörður og garðyrkjubóndi, og Már, f. 28.4. 1945, d. 3.5. 2017, hótel- stjóri á Hótel Geysi og íþrótta- kennari. Foreldrar Þóris voru hjónin Sig- urður Greipsson, f. 22.8. 1897, d.19.7. 1985, skólastjóri Íþrótta- skólans í Haukadal, bóndi og glímukappi og Sigrún Bjarnadóttir, f. 7.11. 1903, d. 10.8. 1979, hús- freyja í Haukadal. Þórir Sigurðsson Hildur Arnfi nnsdóttir ljósmóðir á Litla-Fljóti í Biskupstungum, síðar vinnukona í Rvík Eiríkur Eiríksson bóndi og hreppstjóri í Miklaholti í Biskupstungum María Eiríksdóttir ljósmóðir og húsfreyja á Bóli og í Hveragerði Sigrún Bjarnadóttir húsfreyja og skólastjórafrú í Haukadal Bjarni Guðmundsson bóndi í Tjarnarkoti, síðar Bóli og síðast í Hveragerði María Jónsdóttir húsfreyja á Bóli Guðmundur Bjarnason bóndi á Bóli í Biskupstungum Már Sigurðsson hótelstjóri á Hótel Geysi og íþróttakennari Mábil Másdóttir hótelstjóri á Hótel Geysi Sigurður Másson framkvæmdastjóri Hótels Geysis Bjarni Sigurðsson harmonikkuleikari og tónskáld Eiríkur Bjarnason hótelstjóri í Hveragerði, tónskáld og harmonikkuleikari Greipur Sigurðsson land græðslu- vörður og garðyrkju- bóndi Hrönn Greipsdóttir framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar Sigurður Greipsson dr. í líffræði í Atlanta Jóhann Jónsdóttir húsfreyja á Stóra-Fljóti Guðmundur Jónsson bóndi á Stóra-Fljóti í Biskupstungum Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja í Haukadal Greipur Sigurðsson bóndi í Haukadal í Biskupstungum Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja á Spóastöðum, í Haukadal og á Laug í Biskupstungum Sigurður Pálsson bóndi og hreppstjóri á Spóastöðum, og síðar í Haukadal og síðast á Laug Úr frændgarði Þóris Sigurðssonar Sigurður Greipsson skólastjóri Íþróttaskólans í Haukadal, bóndi og glímukappi Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum þar sem hann rorraði fram og til baka innan um túrist- ana á Skólavörðustígnum og spurði tíðinda. Hann leit upp sein- lega með höfuðið í sinni vana- stellingu afturábak og eilítið til vinstri og tautaði: Af kerlingu fátt ég frétti svo ég fór upp á Holtið, ljótt smetti hafði hundspottið þar, – með hringað skott var á hlaupum á eftir ketti. Og snerist á hæli. Hallmundur Kristinsson yrkir: Allt sem er gott og göfugt gæti þó snúið öfugt. Ég lít myrkrið bjart en ljósið er svart og léttasta skeiðið er höfugt. Auðvitað kallar þessi limra fram í hugann stöku sem Böðvar Guð- mundsson orti þegar við vorum samverkamenn í Hvalnum á 7. áratugnum og ég hef áður rifjað upp hér í Vísnahorni: Myrkrið svart ég þrái þig þegar hjartað grætur ekki er margt sem angrar mig eins og bjartar nætur. Hér er Böðvar vitaskuld að leika sér að stöku Þorsteins Erlingssonar, sem flestir Íslend- ingar kunnu til skamms tíma og er úr því undurfallega ljóði „Lág- nætti“: Ekki er margt sem foldar frið fegur skarta lætur eða hjartað unir við eins og bjartar nætur. Á Boðnarmiði horfir Sigurbjörg Elimarsdóttir til himins: Austurfjöllin yfir fer undan skuggar flýja fullur máni fetar hér furðu lendur skýja. Ármann Þorgrímsson gefur ráð og segir „gott til fylgisaukningar“: Met ef setja í málæði mest það eykur hróður aðhyllist menn einræði er sá kostur góður. Einar Steinn Valgarðsson yrkir „veðurvísu“, sem er tileinkuð Vé- steini bróður (Vésteinn Valgarðs- son) og með skírskotun í Laxness: Veður þetta er viðurstyggð vindhviðurnar næða Hamar, maí og sól og sigð síðar þróttinn glæða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hundur eltir kött á Skólavörðuholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.