Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 59
ingar inn á teiginn og skot utan af velli. Á hinn bóginn má velta því fyrir sér hvort Breiðablik geti reynt að halda boltanum oftar en hægara er um að tala en í að komast í þeim efn- um gegn PSG. Hrósa má markverðinum Ástu Guðlaugsdóttur fyrir sína frammi- stöðu en hún komst mjög vel frá erf- iðu verkefni. Ef til vill má segja að Ásta sérhæfi sig í því að spila í Meist- aradeildinni en hún kom inn í liðið þegar Breiðablik sló út Spörtu Prag á dögunum en Sonný Lára Þráins- dóttir varði mark liðsins á Íslands- mótinu. Í liði Breiðabliks eru margir ungir og efnilegir leikmenn. Eitt af því já- kvæða við að mæta andstæðingi af þessari stærðargráðu er að þá sjá þær íslensku hvar þær standa gegn þeim bestu í Evrópu. Fyrir þær sem vilja reyna að komast alla leið í bolt- anum, að spila með stórliði í Evrópu eða komast í byrjunarlið íslenska landsliðsins, þá sjá þær í leik sem þessum að þær þurfa að leggja enn harðar að sér. Til dæmis varðandi líkamlega þáttinn. Leikmenn PSG voru sem dæmi sneggri og líkamlega sterkari en gengur og gerist í deild- inni hér heima. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Dalhús: Fjölnir – KR............................ 19.15 IG-höllin: Þór Þ. – Þór Ak.................... 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Stjarnan . 19.15 Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 19.15 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – Hamar............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Valur .............. 18.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: FH U – Stjarnan U............................... 20.15 Í KVÖLD! Gefum okkur að Frakkland og Tyrkland hafni í tveimur efstu sætunum í riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM karla í knatt- spyrnu eins og flest bendir nú til að verði raunin. Ætli sú staða gæti komið upp að Tyrkjum yrði meinuð þátttaka í lokakeppninni og Ísland tæki sæti Tyrklands í staðinn? Þessar vangaveltur eru vissu- lega langsóttar. En Tyrkir eru í hernaði og við takmarkaðar vin- sældir í alþjóðakerfinu. Slíkt eitt og sér hreyfir þó ekki endilega við íþróttahreyfingunni enda er gjarnan reynt að halda íþróttafólkinu utan við stjórn- málin eins og hægt er. Vafalaust má finna mörg dæmi um að lið hafi keppt í lokakeppni þegar viðkomandi ríki hefur staðið í hernaði. Það sem breytir hins vegar stöðunni er uppátæki landsliðs- mannanna sjálfra. Tyrknesku leikmennirnir hafa í síðustu tveimur leikjum heilsað að her- mannasið. Hafa flestir túlkað það sem einhvers konar kveðju til hermanna Tyrklands og jafn- vel sem stuðningsyfirlýsingu við hernaðinn í Sýrlandi. Þegar svo er komið gæti alþjóðaknatt- spyrnuforystan ef til vill skipt sér af málinu. Þegar Danir urðu Evrópumeist- arar árið 1992 höfðu þeir ekki unnið sig inn í lokakeppnina. Það gerði firnasterkt lið Júgóslavíu en liðið fékk ekki að vera með vegna stríðsrekstursins í fyrrver- andi ríkjum Júgóslavíu. Ísland fékk af sömu ástæðu sæti í handknattleikskeppninni á Ól- ympíuleikunum og lék um verð- laun. Á Ólympíuleikunum 1984 komst Ísland einnig inn bakdyra- megin og hafnaði í 6. sæti. Þá vegna kalda stríðsins milli aust- urs og vesturs. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Knattspyrnukon- an Lára Kristín Pedersen er gengin til liðs við KR-inga sem til- kynntu í gær- kvöld að þeir hefðu samið við hana til tveggja ára. Lára, sem er 25 ára miðjumað- ur, lék með Þór/KA á nýliðnu tíma- bili en spilaði þar á undan með Stjörnunni í fimm ár þar sem hún varð tvisvar Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Áður lék hún með Aftureldingu. Lára hefur skor- að 14 mörk í 153 leikjum í efstu deild og á tvo A-landsleiki að baki en hún lék 32 leiki með yngri lands- liðum Íslands. vs@mbl.is Lára Kristín til KR-inga Lára Kristín Pedersen Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur vann 76:74-sigur á KR í 3. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta á útivelli í gærkvöld í æsispennandi leik. KR komst yfir 34 sekúndum fyrir leikslok, 73:72, en eftir afar spennandi lokamín- útur varð sigurinn Valskvenna. Þrefaldir meistarar Vals eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en KR, sem hafnaði í öðru sæti Ís- landsmótsins á síðustu leiktíð, er með tvo sigra og eitt tap. Keflavík, Haukar og Skallagrímur eru jöfn KR-ingum með fjögur stig hvert. Kiana Johnson skoraði 22 stig fyrir Val og Helena Sverrisdóttir gerði 21 stig. Danielle Rodriguez og Hildur Björg Kjartansdóttir skoruðu 17 stig hvor fyrir KR.  Keflavík átti ekki í vandræð- um með að sigra Breiðablik á heimavelli, 89:56. Staðan í hálfleik var 41:30 og vann Keflavík síðari hálfleikinn með miklum yfirburð- um. Daniela Wallen skoraði 26 stig og tók 14 fráköst hjá Keflavík og Violet Morrow skoraði 26 stig og tók 12 fráköst fyrir Breiðablik. Stórsigur Hauka Haukar unnu gríðarlega sann- færandi sigur á Grindavík á úti- velli, 100:56. Staðan í hálfleik var 43:27 og Haukar héldu áfram að bæta í allt til leiksloka. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og tók 10 fráköst í jöfnu liði Hauka og Sigrún Björg Ólafs- dóttir skoraði 14 stig. Kamilah Jackson skoraði 16 stig fyrir Grindavík.  Skallagrímur gerði góða ferð til Stykkishólms og vann Snæfell á útivelli, 68:54. Skallagrímur lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 41:27. Keira Robinson skoraði 26 stig og tók 9 fráköst fyrir Skallagrím. Chandler Smith skor- aði 15 og tók 15 fráköst fyrir Snæ- fell. Háspennusigur Vals gegn KR  Valur með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir  Fjögur lið á eftir með 4 stig Morgunblaðið/Hari Landsliðskonur Helena Sverrisdóttir úr Val með boltann í leiknum í Vest- urbænum en Hildur Björg Kjartansdóttir úr KR sækir að henni. DHL-höllin, Dominos-deild kvenna, miðvikudag 16. október 2019. Gangur leiksins: 5:7, 8:14, 13:17, 20:23, 24:28, 34:30, 35:34, 40:38, 43:40, 51:40, 56:47, 56:58, 58:64, 60:72, 69:72, 74:76. KR: Danielle Victoria Rodriguez 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst/3 varin skot, Sanja Orazo- vic 16/12 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 7/7 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 7, Perla Jóhanns- dóttir 7, Sóllilja Bjarnadóttir 3. KR – VALUR 74:76 Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn. Valur: Kiana Johnson 22/7 frá- köst, Helena Sverrisdóttir 21/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 5, Guðbjörg Sverr- isdóttir 4, Regina Palusna 2/6 fráköst. Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason. Áhorfendur: 300. Stórstjarna Hin 41 árs gamla Formiga sem lék með Brasilíu á sínu sjöunda heimsmeistaramóti í sumar skoraði eitt marka PSG og hér reynir Hildur Antonsdóttir að verjast henni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.