Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 60

Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019  Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Levski Sofia, var í gær útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í búlg- örsku knattspyrnunni. Hólmar lék mjög vel með liði Levski, nýbyrjaður að spila á ný eftir tíu mánaða fjarveru vegna slitins krossbands, og var efstur í stigagjöf mánaðarins en það eru leik- mannasamtökin í Búlgaríu sem standa að viðurkenningunni.  Knattspyrnumennirnir Bjarki Steinn Bjarkason úr ÍA og Helgi Guð- jónsson úr Víkingi í Reykjavík, sem eru 19 og 20 ára gamlir, eru komnir til æf- inga hjá Start í Noregi. Helgi hefur til þessa leikið með Fram og skoraði 15 mörk fyrir liðið í 1. deildinni í sumar en Bjarki skoraði 3 mörk í 20 leikjum með ÍA í úrvalsdeildinni. Þjálfari Start er Jó- hannes Harðarson frá Akranesi og hann segir á heimasíðu félagsins að þetta sé liður í að byggja upp sambönd milli félagsins og íslenskra félaga. „Það er áhugaverður markaður á Ís- landi sem við ættum að fylgjast betur með,“ segir Jóhannes.  Edda Garðars- dóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, hefur verið ráðin aðstoð- arþjálfari Þróttar í Reykjavík sem verður nýliði í úr- valsdeildinni á næsta ári. Nik Ant- hony Chamberlain hefur verið að- alþjálfari Þróttar frá júlí 2016. Edda þjálfaði KR 2016 og 2017 en hefur verið í fríi frá fótboltanum undanfarin tvö ár.  David de Gea, spænski landsliðs- markvörðurinn í knattspyrnu, getur ekki varið mark Manchester United gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. De Gea tognaði í nára í leik Spánverja og Svía í fyrrakvöld. Þegar lá fyrir að franski miðjumað- urinn Paul Pogba yrði ekki með United í leiknum vegna meiðsla.  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Val- dís Þóra Jónsdóttir eiga afar litla möguleika á að komast í gegnum ann- að stig úrtökumótanna fyrir LPGA- mótaröðina í golfi. Þær léku þriðja hringinn í Venice á Flórída í gær og þegar þær luku honum var Ólafía í 133. sæti á samtals sex höggum yfir pari en Valdís er í 157. sæti á samtals níu höggum yfir pari. Þrjátíu efstu komast áfram eftir lokahringinn í dag og þær sem eru í 30. sætinu eru á fjórum höggum undir pari, tíu höggum á und- an Ólafíu.  Valsmenn tilkynntu í gær að Ída Marín Hermannsdóttir, leikmaður Fylkis og U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu, væri komin í þeirra raðir og hefði samið til tveggja ára. Ída er 17 ára gömul en hefur leikið í rúm þrjú ár með meist- araflokki Fylkis. Hún skoraði 7 mörk í 18 leikjum liðsins í úr- valsdeildinni í ár og á samtals að baki 41 leik með Ár- bæjarliðinu í tveimur efstu deildunum. Þá hefur Ída leik- ið 22 leiki með yngri lands- liðum Íslands og skorað í þeim 8 mörk. Eitt ogannað „Já, það gerði það. En að sama skapi þá sýnum við honum fullan skilning og berum fulla virðingu fyr- ir hans ákvörðun. Hann hefur sínar ástæður fyrir því og við vitum að þetta hefur ekkert að gera með til- finningar hans gagnvart Gróttu, leikmönnunum eða okkur sem höf- um starfað með honum. Það er bara eins og það er. Við þökkum honum fyrir frábært starf og ég býst við því að hann muni standa sig vel alls staðar þar sem hann kemur. Nú horfum við fram á veginn og hvort sem þetta kom okkur á óvart eða ekki þá þýddi ekki að dvelja við það. Strax sama dag og hann tilkynnti okkur sína ákvörðun fórum við að vinna í málinu en fram að því höfð- um við ekkert litið í kringum okk- ur.“ Skýr sýn varðar veginn Langflestir leikmanna Gróttu eru óskrifað blað þegar kemur að efstu deild. Birgir ætlar ekki að sækja leikmann héðan og þaðan eins og í Football Manager-tölvuleiknum. „Ég er bara lögfræðingur í miðbæ Reykjavíkur. Ég á ekkert erindi í að fara í einhvern fótboltaleik. Við höf- um hins vegar ákveðna stefnu og ákveðna ímynd sem við höfum byggt upp. Við erum með visst erfðaefni í félaginu sem unnið hefur verið að um margra ára skeið. Stór hópur hefur komið að því að móta þá stefnu á síðustu árum, bæði fólk- ið í kringum félagið og þjálfararnir sem hér hafa starfað. Það hjálpar náttúrlega fólki eins og okkur í stjórninni að átta okkur á því hvaða leið við eigum að fara. Við erum bara sjálfboðaliðar í frjálsum fé- lagasamtökum en ekki fagfólk í greininni. Það munar því miklu fyrir okkur að stefnan sé skýr. Þá er auð- veldara að rata. Hún segir okkur að við eigum ekki að eyða umfram það sem við getum aflað. Hún segir okk- ur að leita í okkar eigin raðir og reyna að byggja á ungum og upp- öldum leikmönnum. Að laða til fé- lagsins unga leikmenn sem ekki hafa fengið verðskulduð tækifæri annars staðar, sem bæta okkur sem lið. Við reynum svo að vera sniðug í því að hjálpa leikmönnum að blómstra hjá okkur. Við höfum reynt að búa til umgjörð sem felur ekki í sér jafn miklar skuldbind- ingar og hjá stóru félögunum. Mik- ilvægur partur af því er að vera með þjálfara sem geta gert leikmennina betri og ég tel að þessi ráðning okk- ar sýni metnað okkar í þeim efnum. Nýja þjálfarateymið hefur skilning á þessari stefnu og vill vinna eftir henni. Þá getum við afhent verk- efnið til þeirra. Við vitum hins vegar að við þurfum að breikka hópinn. Við vorum til dæmis með lánsmenn sem farnir eru til síns heima en bróðurpartur þeirra sem spiluðu með okkur í fyrra er þó á samningi. Við munum áreiðanlega styrkja rað- irnar en eftir sömu hugmynda- fræði.“ Aðstaðan til skoðunar Þegar lið ná þeim árangri að leika í efstu og næstefstu deild þá þarf að uppfylla ýmsar kröfur í leyfiskerfi KSÍ. Á Birgi má heyra að Grótta þarf ekki að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir vegna þessa en ein- hverjar þó. „Við stóðumst alla vega leyfis- kerfið í Inkasso-deildinni án undan- þágu. Við þurfum aðeins að stækka við okkur á svæðinu og skoða áhorf- endaaðstöðuna. Við erum bjartsýn á að við getum byggt hana upp og höf- um ekki stórar áhyggjur. Ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum ár- um að félög af sambærilegri stærð- argráðu hafa komist upp í efstu deild og staðist kröfurnar sem eru gerðar. Ég held að við séum ekkert öðruvísi. Félagið er komið af stað í þessa vinnu af fullum krafti,“ sagði Birgir Tjörvi Pétursson ennfremur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Seltjarnarnes Gróttumenn komu án efa mest á óvart allra á nýliðnu keppnistímabili í fótboltanum og þeir spila í úr- valsdeildinni á komandi ári. Fram að því höfðu þeir aldrei komist ofar en í 10. sæti 1. deildar. Hent í þeytivinduna  Viðburðaríkar vikur hjá Seltirningum  Ekki verður eytt umfram það sem aflað er  Orðspor Ágústs kom honum efst á óskalistann hjá Gróttu GRÓTTA Kristján Jónsson kris@mbl.is Starf formanns knattspyrnudeildar Gróttu varð skyndilega býsna um- svifamikið síðsumars þegar karlalið- ið tók upp á því að vinna sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins og þvert á allar spár. Ári áð- ur hafði liðið farið upp úr c-deildinni með stigi meira en næsta lið, Vestri. Síðustu vikurnar hafa verið við- burðaríkar hjá Seltirningum og ekki fækkaði snúningunum hjá formanninum, Birgi Tjörva Pét- urssyni, þegar þjálfarinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, kaus að róa á önnur mið ef hægt er að nota orða- lag úr sjávarútvegi fyrir þá miklu útgerðarbæi Seltjarnarnes og Kópa- vog. „Okkur var hent í þeytivinduna. Við erum komin upp í efstu deild og vorum þjálfaralaus í framhaldinu. Mér finnst mesta furða að okkur hafi tekist að lenda standandi,“ sagði Birgir og brosti þegar Morg- unblaðið tók hann tali. Á þriðjudag- inn var gengið frá þriggja ára samn- ingi við Ágúst Gylfason og Guðmund Steinarsson um að stýra liðinu og er Birgir afar ánægður með þá niðurstöðu. Spurður um hvort Ágúst hafi verið efstur á óska- listanum svarar Birgir því játandi. „Já hann var sá fyrsti sem við hringdum í eftir að við lentum í þeirri stöðu að vera þjálfaralaus. Liðu svo nokkrir dagar þar til við náðum að hittast. Með lið í efstu deild, og án þjálfara, þá þurftum við aðeins að hugsa um tækifærið sem í því fælist. Við þurftum að greina stöðuna og finna út hvað væri mikil- vægast fyrir hópinn á þessum tíma- punkti. Þar stóð svolítið upp úr að reynsla og sjálfstraust væru mik- ilvægir þættir vegna þess að liðið er ungt. Þetta þjálfarateymi geislar af hvoru tveggja. Við vorum ekki síst spennt fyrir Ágústi vegna þess hversu gott orð fer af honum. Hann hefur verið mjög farsæll og okkur fannst strax að það gæti ekki verið annað en góð ákvörðun að leita til hans.“ Sýna ákvörðuninni skilning Kom það forráðamönnum Gróttu á óvart að Óskar Hrafn skyldi vilja færa sig um set á þessum tíma- punkti? Birgir Tjörvi Pétursson uði, eins og raunin er með Aron Ein- ar sem sleit liðband í ökkla í byrjun mánaðarins og gekkst undir aðgerð í kjölfarið. Heimir sagði við mbl.is í gær að hann yrði væntanlega frá keppni til áramóta. Aron hafði farið vel af stað, spilað alla fimm leikina og skorað tvö mörk, en Al-Arabi er í öðru sæti með 13 stig úr fimm leikjum og á leik til góða á toppliðið Al-Duhail sem er með 14 stig. Sjötta landið á ferlinum Katar er sjötta land Birkis á ferl- inum en hann hefur leikið með Vik- ing og Bodö/Glimt í Noregi, Stand- Birkir Bjarnason mun leysa lands- liðsfyrirliðann Aron Einar Gunn- arsson af hólmi næstu tvo til þrjá mánuðina hjá Al-Arabi í Katar og verður þar með annar íslenski knatt- spyrnumaðurinn til að spila í kat- örsku 1. deildinni – Stjörnudeildinni eins og hún er kölluð þar í landi. Birkir gerði í gær þriggja mánaða samning við Al-Arabi, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, en þar sem Birkir var samninglaus getur hann strax byrjað að leika með liðinu. Samkvæmt reglum í Katar mátti Al-Arabi fá nýjan erlendan leik- mann, ef hann væri samningslaus, ef annar væri úr leik í minnst tvo mán- ard Liege í Belgíu, Pescara og Sampdoria á Ítalíu, Basel í Sviss og Aston Villa á Englandi. Með þessum liðum hefur Birkir spilað 309 deilda- leiki og skorað 55 mörk. Hann lék sinn 82. landsleik gegn Andorra á mánudagskvöldið en hann er nú sjö- undi leikjahæsti landsliðsmaður Ís- lands frá upphafi og sá níundi markahæsti með 12 mörk. Líklegt er að Heimir Hallgríms- son tefli Birki fram strax á sunnu- daginn þegar Al-Arabi fær Al- Gharafa í heimsókn í deildinni. Liðið á eftir að spila fimm deildaleiki og fjóra leiki í deildabikarnum fram að jólum. vs@mbl.is Ljósmynd/Al-Arabi 67 Birkir Bjarnason fékk treyjuna við undirskrift hjá Al-Arabi í gær. Í stað Arons til áramóta  Birkir í toppbaráttu með Heimi og Al-Arabi í Katar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.