Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Góð og öflug vörn fyrir
meltingarveginn
Bio-Kult Candéa inniheldur góðgerla,
hvítlauk og greipkjarnaþykkni.
Öflug blanda sem eflir mótstöðuafl líkamans
● Styrkir meltinguna
● Vinnur á Candida sveppnum
● Kemur jafnvægi á
meltingaflóruna
● Bestu gæði góðgerla
Öll sykurlöngun hefur minnkað
Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða
tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri
að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og
hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins.
Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki.
Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult,
sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer.
Kolbrún
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Leikhópurinn Óskabörn ógæfunnar
frumsýnir verkið Rocky! í Tjarnar-
bíói kvöld og er uppsetningin að
sögn leikstjórans, Vignis Rafns Val-
þórssonar, liður í því að breyta
heiminum.
Vignir vill lítið gefa upp um sögu-
þráð verksins en um er að ræða nýtt
danskt verk eftir Tue Biering sem
hlaut Reumert-sviðslistaverðlaunin.
Að því er fram kemur á dönskum
miðlum þá er Rocky, aðalpersóna
leikritsins, hvítur hægrisinnaður
karlmaður sem er andsnúinn póli-
tískri réttsýni. Hann er þreyttur á
því að litið sé fram hjá honum og
hann sé aðhlátursefni á meðan
minnihlutahópum er hampað. Rocky
vill tækifæri til að fá sjálfsvirðingu
sína aftur og sómasamlegan stað í
samfélaginu.
Verkið er einleikur og fer Sveinn
Ólafur Gunnarsson með hlutverk
Rockys. Þegar verkið var sett á svið
í Danmörku var annar einstaklingur
á sviðinu með leikaranum. Sá sagði
þó ekkert enda dauður úr öllum æð-
um. Þessi einstaklingur, ef ein-
stakling má kalla, var svínshræ.
Vignir segir að svín verði einnig á
sviðinu í Tjarnarbíói.
Rétt saga með rangri persónu
„Þetta fjallar náttúrlega um
Rocky Balboa. Hvernig hann fer frá
því að vera algjör lúser yfir í að vera
heimsmeistarinn. Þetta er sagan
sem við elskum öll, saga um mann-
inn sem byrjar á botninum og með
þrautseigju og vinnu nær að komast
á toppinn. Svo þurfum við að spyrja
hvort við elskum þessa sögu jafn
mikið ef þessi maður er í hinu lið-
inu,“ segir Vignir.
Hann telur verkið eiga brýnt er-
indi við Íslendinga.
„Þetta verk er mjög aðkallandi.
það er löngu kominn tími á það að
við ræðum þessi mál og ræðum þau
eins og þau eru, umbúðalaust. Mikil-
vægast af öllu er að við hlustum á
báðar hliðar.“
Spurður hvers vegna aðkallandi
sé að setja verkið á svið segir Vignir:
„Vegna þess að við verðum að
bregðast við því sem er að gerast í
kringum okkur í heiminum.“
Viðfangsefni sýningarinnar er
metnaðarfullt. „Þetta snýst um ým-
islegt, þetta snýst eiginlega um
framtíð alheimsins. Alla vegar sið-
menningarinnar eins og við þekkjum
hana í dag,“ segir Vignir.
Óskabörn ógæfunnar eru ekki
þekkt fyrir að taka að sér léttmeti.
Leikhópurinn setti upp leiksýn-
inguna Hans Blær í fyrra en sýn-
ingin vakti misjöfn viðbrögð. Ein-
hverjum þótti sýningin særandi en
sama hvað um hana var sagt þá var
hún pólitísk. Áður hafa Óskabörn
ógæfunnar sett upp sýninguna
Bláskjá sem tók á feðraveldinu og
Illsku, rammpólitíska sýningu sem
var tilnefnd til fjölda verðlauna.
Rocky! er einnig rammpólitísk
sýning en hún vakti sterk viðbrögð í
Danmörku. Spurður hvers vegna
leikhópurinn ákveði að taka sér fyrir
hendur umdeildar pólitískar sýning-
ar sem þessar tvær segir Vignir:
„Það gerist ekki neitt ef þú gerir
ekki neitt. Ég lifi í þeirri veiku von
að leikhús geti haft einhver áhrif.
Eins og staðan er í dag er þetta al-
gjörlega áhrifalaus miðill með öllu.
Það er enginn sem labbar heim úr
leikhúsi í dag breyttur maður. Þetta
er eingöngu afþreyingarmiðill; sama
hversu mikið við reynum að segja að
þessi skáldsaga eigi svo mikið við í
dag eða þessi leikgerð upp úr amer-
ískri bíómynd snerti okkur öll þá er
það bara kjaftæði.“
Einhverjir danskir gagnrýnendur
virðast vera sammála Vigni um það
að Rocky! skilji eitthvað eftir sig.
„Þetta er leiklist sem mun fylgja
mér út fyrir salinn,“ sagði gagnrýn-
andi danska leiklistartímaritsins
Den 4. Væg. „Þetta er hugsandi leik-
hús, frumlegt, frelsandi og póli-
tískt,“ sagði gagnrýnandi Politiken.
Vignir segir að hann vilji breyta
heiminum.
„Ef maður er ekki ánægður með
hann eins og hann er verður maður
að gera sitt besta eða alla vega
leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Ég
held að besta leiðin til þess sé að
eiga í samtali, það er það sem heilar
mig mikið við þetta verk; hvernig
það getur auðveldlega opnað augu
okkar fyrir því að líta á andstæðinga
okkar sem eitthvað annað en and-
stæðinga, sem fólk sem er á annarri
skoðun en við um margt og komast
þá frekar að því hvers vegna við er-
um ósammála.“
Vignir segir verkið ríma vel við
það sem Óskabörn ógæfunnar hafa
tekið sér fyrir hendur hingað til.
„Þetta er allt rökrétt framhald af því
sem Óskabörn ógæfunnar hafa verið
að gera og er bara eitt púsluspilið í
stóru heildarmyndinni hjá okkur.“
Morgunblaðið/Eggert
Á hvolfi Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri Rocky!, hangandi fyrir ofan sviðið í Tjarnarbíói. Fyrir aftan má sjá leikarann Svein Ólaf Gunnarsson.
„Snýst um framtíð alheimsins“
Rocky! tekur á erfiðum viðfangsefnum og hvetur til samtals Leikstjórinn lifir í veikri von um
áhrifamátt leikhússins og vonast til þess að sýning um hvítan miðaldra karlmann breyti heiminum