Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. Tónmál hjartans nefnast tónleikar Barbörukórsins sem fram fara í kvöld kl. 20 í Hafnarborg í Hafnar- firði. Á þeim mun kórinn flytja ný kórverk eftir Auði Guðjohnsen og verða öll frumflutt að einu undan- skildu sem var frumflutt í vor á tón- leikum kórsins. „Um er að ræða tímamóta- viðburð þar sem sjaldgæft er að svo mörg ný kórverk séu frumflutt á einu bretti eftir núlifandi tónskáld. Efnisskráin er afar fjölbreytt, allt frá trúarlegum verkum til róman- tíkur og dægurlaga. Um er að ræða bæði frumsamin lög og texta eftir Auði og útsetningar á þekktum lög- um. Öll verkin eru samin og útsett fyrir blandaðan kór til söngs án undirleiks. Þá eru tvö verkanna upprunnin úr nýútkominni söngbók Auðar fyrir börn, Tónlistin er þín, en nú sérstaklega útsett fyrir Bar- börukórinn. Tónmálið er aðgengi- legt og spennandi og ætti því að höfða til breiðs hóps tónlistar- unnenda,“ segir í tilkynningu. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og verða miðar seldir við innganginn. Um Auði segir í tilkynningu að hún hafi lokið burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2001, framhaldsnámi í söng frá Royal Conservatoire of Scotland í Glasgow árið 2003, LRSM- söngkennaraprófi frá Söngskól- anum í Reykjavík 2005 og M.Ed. í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hún er félagi í Barböru- kórnum og einnig Schola cantorum og stofnaði auk þess sönghópinn Elfi fyrir nokkrum árum ásamt starfssystrum sínum. Auður hefur sungið einsöng á fjölmörgum tónleikum bæði hér á landi og erlendis og má nefna ein- söng í níundu sinfóníu Beethovens og Vesper eftir Rakhmaninoff. Barbörukórinn Flytur ný verk eftir Auði Guðjohnsen sem er fimmta frá vinstri. Barbörukórinn frumflytur verk Auðar ingur kíminn. „Ég get upplýst að ég verð með opnunartónleika á Listahátíð í Reykjavík helgina 6. og 7. júní 2020 þegar hátíðin fagnar 50 ára afmæli sínu. Tónleikarnir verða jafn- framt útgáfutónleikar næstu hljómplötu minn- ar hjá Deutsche Grammophon.“ Debussy og Rameau á væntanlegri plötu Talandi um þá plötu þá varstu síðast þegar við ræddum saman ekki reiðubúinn að upplýsa hvaða tónskáld yrðu í brennidepli þar, aðeins að um væri að ræða samtal tveggja tónskálda sem aldir skilja að. Má segja frá því núna? „Já. Þetta eru Debussy og Rameau,“ segir Víkingur og vísar þar til frönsku tónskáldanna Claude Debussy og Jean-Philippe Rameau, en tæp hundrað ár liðu frá dauða Rameau árið 1764 þar til Debussy fæddist árið 1862. „Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið „enfant terrible“ eða óeirðaseggir í tónlistinni. Þannig brutu þeir meðvitað allar reglur og vildu róta upp í viðteknum venjum. Þeir eiga það líka sameiginlegt að mála myndir í tónum og gefa verkum sínum oft mjög fallega titla,“ segir Víkingur og nefnir í því samhengi Sporin í snjónum eftir Debussy og Samtal fuglanna eft- ir Rameau. „Rameau hefur lítið verið spilaður á píanó þrátt fyrir að vera besta barokktón- skáldið til að semja fyrir hljómborð að J.S. Bach einum undanskildum. Höfundaverk Rameau er algjör gullnáma sem ég hlakka til að deila með áheyrendum,“ segir Víkingur og rifjar upp að Rameau hafi verið uppáhalds- tónskáld Debussy, sem seint á ferli sínum samdi verk til heiðurs Rameau, sem verður lokalagið á væntanlegri hljómplötu Víkings. „Mig langaði á plötunni til að varpa nýju ljósi á Debussy og sýna hann sem barokkmann í stað impressjónista. Hann var ótrúlega ná- kvæmur handverksmaður og átti djúpar rætur í franska barokkinu. Þegar ég fer á milli verka þeirra á hljómplötunni og tónleikum munu hlustendur varla vita hvor á hvaða verk. Þó að þeir komi frá sitt hvorum tímanum eru þeir eins og tónlistarlegir bræður sem eiga í sterku samtali,“ segir Víkingur og tekur fram að auk verka Debussy og Rameau muni hann leika Myndir á sýningu eftir Músorgskíj í umritun Vladimirs Horowitz. „Debussy elskaði tónlist Músorgskíj og var samtímamaður hans um tíma, en Músorgskíj dó alltof ungur.“ Í ljósi velgengni Bach-plötu þinnar liggur beint við að spyrja hvort þú sért mikið beðinn að spila Bach á tónleikum þínum? „Í tónlistarbransanum er verið að bóka mann tvö til þrjú ár fram í tímann og flestallir horfa til þess sem er vinsælt í dag. Eftir tvö til þrjú ár verð ég hins vegar kannski kominn á fullt við að spila eitthvað allt annað, þannig að þetta er allnokkur jafnvægislist. Að því sögðu hætti ég aldrei að spila Bach. Ég mun spila hann allt mitt líf,“ segir Víkingur sem við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi spilaði Prelúdíu í h-moll eftir Bach, sem finna má á verðlaunaplötu hans, og Samtal fuglanna eftir Rameau sem verður á næstu plötu hans. Tekur upp fjórðu plötuna vorið 2021 Ertu farinn að leggja drög að næstu hljóm- plötum hjá Deutsche Grammophon og hefur þú alveg frjálsar hendur í efnisvali? „Ég er kominn á þann stað að hafa algjör- lega frjálsar hendur, en það var ekki þannig fyrst. Fyrirtæki reyna eðli málsins samkvæmt ávallt að endurtaka fyrri velgengni, en ég hef engan áhuga á að endurtaka mig. Eftir Philip Glass-plötuna þurfti ég því að berjast fyrir því að fá að gera Bach-plötuna eins og ég vildi hafa hana, en það hafðist. Við erum sem stendur að teikna upp plan fyrir næstu fjórar plötur, enda mikilvægt að hafa almennilegt langtímaplan – sem þarf auðvitað að vera opið fyrir breyt- ingum. Mér finnst skemmtilegt að hafa lang- tímaplan því ég lít á plöturnar mínar sem ser- íu. Þannig mótast næsta plata af fyrri plötunum tveimur sem ég hef gert. Auðvitað er plöturnar ólíkar, en það er samt einhver þráður og framhald sem ég vona að fólk muni skilja og skynja.“ Fyrri plötur þínar hjá Deutsche Grammo- phon voru allar teknar upp í Hörpu. Verður framhald þar á? „Ég fer sennilega í upptökur á fjórðu plöt- unni á vormánuðum 2021, en planið er að hún komi út sama haust. Ég elska að vera í Hörpu og finnst spennandi tilhugsun að halda mínum hljómi, því engar af stóru útgáfunum í klass- íska bransanum eru að taka upp einleikspíanó- plötur í Norðurljósum,“ segir Víkingur og bendir á að flyglar tónlistarhúsa hafi aðeins um tíu ára endingu í fremstu röð. Sem kunn- ugt er valdi Víkingur flygilinn fyrir Hörpu á sínum tíma þegar tónlistarhúsið var vígt fyrir átta árum. „Ég er sannfærður um að Svanhild- ur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, muni endurnýja flygilinn þegar þarf enda er stand- ardinn í Hörpu mjög hár. Gangi það eftir mun ég glaður halda áfram að taka upp í Hörpu.“ „Þetta er óvænt og skemmtilegt“  Víkingur Heiðar Ólafsson valinn listamaður ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramophone Morgunblaðið/Eggert Gleði Víkingur Heiðar Ólafsson spilaði við verð- launaafhendinguna í gær. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er óvænt og skemmtilegt eftir því. Mér þykir mjög vænt um að hljóta þessi verðlaun,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem í London í gærkvöldi tók við verðlaunum sem listamaður ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramo- phone. Meðal fyrri verðlaunahafa í þessum flokki má nefna fiðluleikarann Hilary Hahn og hljómsveitarstjórann Gustavo Dudamel. Í fréttatilkynningu kemur fram að Víkingur hljóti verðlaunin, sem nefnd eru Óskars- verðlaun sígilda tónlistarheimsins, sérstaklega fyrir hljómplötu sína með verkum eftir Johann Sebastian Bach sem út kom hjá Deutsche Grammophon seint á síðasta ári. Í mars hlaut Víkingur Íslensku tónlistar- verðlaunin fyrir sömu hljómplötu og sem tón- listarflytjandi ársins í flokki sígildrar og sam- tímatónlistar. Mánuði síðar hlaut hann tvenn verðlaun tónlistartímaritsins BBC Music Ma- gazine fyrir hljómplötuna og fyrr nýverið hlaut hann þýsku tónlistarverðlaunin Opus Klassik fyrir bestu einleiksupptökuna. „Fyrir flytjendur eru verðlaun Gramophone mikilvægustu verðlaunin í tónlistarheiminum og ljóst að horft er til þeirra,“ segir Víkingur og tekur fram að ótrúlegt sé að hljóta verðlaun Gramophone sama ár og hann hljóti verðlaun BBC Music Magazine. „London er enn, ásamt Berlín, tónlistarhöfuðborg Evrópu ef ekki heimsins. Öflugustu tónlistarfjölmiðlarnir eru hér og Gramophone er virtasta fagtónlistar- tímarit heims í klassískri tónlist,“ segir Vík- ingur og bendir á að hann hafi árum saman lesið Gramophone sér til ánægju og fróðleiks. „Halla [Oddný Magnúsdóttir] konan mín gaf mér áskrift að Gramophone fyrir löngu,“ segir Víkingur sem flaug ásamt eiginkonu sinni og ungum syni til London til að taka við verðlaun- um í gær. „Þetta var fyrsta flugferð sonarins. Þegar ég verð búinn að sinna fjölmiðlum næstu tvo daga ætlum við fjölskyldan að eiga smá frítíma fyrir okkur og heimsækja Oxford þar sem Halla lærði á sínum tíma. Á mánudag held ég svo til Vínarborgar að spila og í fram- haldinu liggur leiðin til Brussel og Berlínar.“ Í ljósi allra þeirra verðlauna sem þú hefur hlotið síðustu mánuði verður væntanlega erfitt að toppa þetta ár? „Ég held að ég muni ekki geta toppað þetta ár hvað varðar verðlaun. Ég verð bara að toppa þetta í gegnum tónlistina,“ segir Vík-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.