Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Side 2
Við hverju megum við búast á sunnudaginn?
Það má búast við sígildum íslenskum sönglögum frá ýmsum tímum sem all-
ir ættu að geta sungið með. Krakkar eru velkomnir og verður
þetta skemmtilegur samsöngur.
Ertu með einhver ráð til þess að fá fólk til að
losa sig við feimni og vera með?
Fólk kemur nú þarna til þess að syngja saman. Fólk þarf ekki að vera feimið, það er
ekkert til sem heitir að syngja illa. Við bara syngjum! Það er manninum eðlilegt að
syngja. Hluti af því að eiga gott samfélag er að syngja saman. Maðurinn söng við alla
sína vinnu og iðju fram að iðnbyltingu og þá allt í einu var okkur sagt að halda kjafti og
vinna í verksmiðjum og skrifstofum. Við þurfum að endurheimta þá mennsku að syngja.
Hvernig gengur að stýra svona hópsöng?
Maður reynir bara að vanda sig og hafa gaman. Þetta snýst miklu meira um að skemmta
sér en nokkuð annað. Yfirleitt reynir maður að hafa lögin á auðveldu tónbili fyrir alla.
Af hverju er mikilvægt að halda þessum menningararfi lifandi?
Menningararfurinn og þjóðmenningin okkar lifir bara í okkur og í okkar ástundun. Og ef
okkur á annað borð þykir þjóðmenningin mikilvæg og mikilvægt að vernda hana þá
verndum við hana ekki með því að loka á aðra menningu – heldur að rækta okkar eigin og
stunda hana. Maður stundar hana með því að syngja lögin og segja sögurnar.
Hvað er fram undan?
Það er bara alls konar fram undan; Airwaves, tónleikar í Grindavík, Reykjavík og út um all-
ar trissur, maður lifandi!
Svo verður jólastemmari með Ragnheiði Gröndal og Kristjönu Stefáns, Eitthvað fallegt, og
bara almenn hamingja og gleði. Ég sé allavega ekki fram á að ég taki mér nokkra pásu
næsta árið eða tvö.
SVAVAR KNÚTUR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Þurfum að endur-
heimta sönginn
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019
Svavar Knútur stendur fyrir viðburðinum Syngjum saman með Svavari Knúti í Hannesarholti
í dag, 20. október, klukkan 14. Börn fá frítt inn en miðasala er hafin á tix.is fyrir fullorðna.
Sumarið 1985 var opnað glænýtt hótel í Hafnarstræti á Akureyri, Hótel Stef-anía. Það ágæta hótel tók sig alvarlega og var því að sjálfsögðu ráðinn pik-koló að hirðinni. Fjórtán ára gömul útgáfa af undirrituðum. Mér þótti þetta
virðulegt starfsheiti en þar sem Akureyringar eru upp til hópa kaldhæðið fólk sáu
sumir ástæðu til að snúa út úr því. Þannig kölluðu iðnaðarmennirnir, sem unnu í
byggingunni við hliðina, mig til dæmis aldrei annað en „Lóa“ og ein stúlkan í mót-
tökunni notaði orðið „gigoló“ allt sumarið. Sem er auðvitað allt önnur gerð manna.
En alltént. Verkefnin voru fjölbreytt. Ég var meðal annars látinn ryksuga
stigaganginn, sækja póstinn, fara út með ruslið og bera töskurnar fyrir gesti. Eft-
irminnilegasta verkefnið fólst á hinn bóginn í því að vekja einn gesta hótelsins á
morgni hverjum – söngvara að sunnan,
Herbert Guðmundsson að nafni. Hann
vann að einhverju verkefni á Akureyri
þetta sumar og dvaldist á Hóteli Stefaníu
á meðan. Og þurfti auðvitað að vakna.
Gjörningurinn fór alltaf fram á slag-
inu ellefu, sem er fáránlega rokkaður
tími, og lýsti sér þannig að ég bankaði
á hurðina á herbergi Herberts þangað
til ég heyrði uml að innan. Bauð þá
kurteislega góðan dag, eins og uppeldi
mitt gerði ráð fyrir. Aftur heyrðist uml.
Og yfirgaf ég þá svæðið.
Svona gekk þetta í nokkra daga
þangað til hótelstjórinn kom brúna-
þungur að máli við mig. „Hvað er
þetta drengur, bað ég þig ekki um að vekja Herbert Guðmundsson?“ Jú, það
hélt ég nú. „En hann segir að enginn hafi komið!“
Rann þá upp fyrir mér ljós: Herbert hlyti að hafa sofnað aftur. Ég hafði gert
þau byrjandamistök að líta á tvöfalt umlið sem lífsmark. Hótelstjórinn horfði í
augun á mér og keypti þessi rök. „Þú verður þá bara að banka fastar og vera
viss um að hann sé kominn á fætur þegar þú ferð!“
Og það gerði ég upp frá því; hamaðist á hurðinni eins og ég væri Dýri í
Prúðuleikurunum og vék ekki af vettvangi fyrr en ég heyrði fótatak Herberts
handan við hurðina. Og meira traustvekjandi hljóð en uml.
Og viti menn, Herbert kvartaði ekki aftur.
Næst varð ég var við kappann um haustið þegar hann sendi frá sér breiðskíf-
una Dawn of the Human Revolution. Ég velti því stundum fyrir mér hvort erki-
smellurinn á skífunni hafi verið saminn um þessi samskipti okkar félaga á Hót-
eli Stefaníu – Can’t Walk Away.
Á fætur, Herbert!
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Og það gerði ég upp fráþví. Hamaðist á hurð-inni eins og ég væri Dýri íPrúðuleikurunum og vék
ekki af vettvangi fyrr en ég
heyrði fótatak Herberts
handan við hurðina.
Hulda Ósk Jónsdóttir
Brooklyn Nine-Nine á Netflix.
SPURNING
DAGSINS
Á hvað ert
þú að horfa
þessa dag-
ana?
Jósep Hallsson
Ég horfi nánast ekkert á sjónvarp.
Aðallega fréttir, veður og Nágranna.
Rakel Ósk Sigurðardóttir
Grey’s Anatomy.
Magnús Sigurðsson
Ég horfi á fréttir og einstaka þætti.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
borgarleikhus.is
****
S.J. Fréttablaðið
Þessi sprenghlægilegi ogvinsæli
gamanleikurhefur aldrei verið
fyndnari. Tryggðuþérmiða á
borgarleikhus.is
TR
YG
GÐ
U
ÞÉ
RM
IÐA
!
>
Morgunblaðið/Hari