Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Qupperneq 13
okkur spennandi og tókum við þennan karakter frá honum og prjónuðum utan á hann fjölskyldu og samfélag. Við unnum þetta í rólegheitum í þónokkurn tíma. Við Gagga eignuðumst hvor sína dótturina á þessum tíma líka og héldum þessu áfram eins og við gátum. Svo kom Jóhanna Friðrika inn í dæmið og saman erum við skemmtilega ólíkar en líður vel að vinna sam- an og bætum hver aðra upp. Við tengdum mjög mikið við mömmuna og sáum fljótt að þar væri eitthvað sem við þyrftum að skoða nánar. Og hún tók svolítið yfir,“ segir Silja en myndin er um móðurina Rannveigu, konu sem upplifað hefur kulnun í bæði starfi og einkalífinu. Rannveig er á tímamótum í lífi sínu og á í erfiðu sambandi við dóttur sína Agnesi. „Okkur fannst svo áhugavert að hugsa: hvar er fimmtug kona í dag? Hvernig áskorunum stendur hún frammi fyrir í frekar karllægum heimi með kvenlegar skyldur og flókna ábyrgð? Okkur fannst hennar hversdagsdrama hljóta að vera eitthvað djúsí og við skoðuðum það nánar. Og sú varð raunin.“ Af hverju finnst þér þetta spennandi æviskeið hjá konu? „Ég veit það ekki. Hún er á krossgötum. Hún er mjög íslensk kona með margar skyldur. Ekki bara í vinnunni heldur líka í einkalífinu. Mamma hennar er öldruð og Rannveig ber þá ábyrgð ein og dóttirin er að þroskast og henni finnst það flókið og á erfitt með að finna hvar og hvernig hún á að sleppa tökunum á uppeldinu og leyfa dóttur sinni að reyna sig. Hún er líka sjálf að eldast og finnst það flókið og vill ekki gangast við því. Þannig að það er allt um það bil að fara að breytast og það er spennandi að skoða hvernig hún tekst á við það,“ segir hún og segir Rannveigu alveg geta verið þessa dæmigerðu íslensku miðaldra konu. „Mér finnst líka gaman að þegar við köfum ofan í þennan aldur þá sjáum við að það er auðvitað alveg jafn mikið djús og drama þar og annars staðar. Hennar drama er ekki endilega að finna út hver hún er. Hún er komin með ágæta hugmynd um það en spurningin er hvað hún ætlar að gera í því og er það næsta skref,“ segir Silja. „Svo kemur inn í líf þeirra nágranni sem kveikir eitthvað í þeim öllum,“ segir Silja og upplýsir ekki meir um myndina til að skemma ekki fyrir, en augljóslega hristir nágranninn upp í tilverunni. Vissi ekki að hlutverkið væri stórt Í aðalhlutverkum myndarinnar eru Katla Margrét Þorgeirs- dóttir sem leikur mömmuna og Donna Cruz sem leikur dótt- urina. Í helstu aukahlutverkum eru þeir Björn Hlynur Har- aldsson, Þorsteinn Bachmann, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, oft kallaður Króli. Silja segir Kötlu Margréti snemma hafa komið til greina í hlutverkið. „Hún kom inn sem rosalega sterkur kandídat í skrif- in, sérstaklega eftir að við fórum að sjá í hvað stefndi. Hún var í hausnum á okkur. Á seinni stigum skrifanna var gaman að skrifa með hana í huga; þá settum við andlit á persónuna. Hún fór auð- vitað í prufu og var æðisleg þar og ég var rosalega fegin, því án hennar væri þetta allt önnur mynd. Ég hef unnið mikið með henni áður og hef góða reynslu af því. Katla hefur gríðarlegt næmi sem leikkona og á svo auðvelt með að búa til tengingar og sjá samhengi og greina samskipti. Hún setur hag og þarfir sög- unnar í forgrunn og það finnst mér æðislegur eiginleiki. Svo er hún líka sjúklega fyndin og skemmtileg í samstarfi.“ Donna Cruz er ekki lærð leikkona og segir Silja það vissu- lega hafa verið áhættu að ráða hana í stórt hlutverk, en hún vildi fá unga konu af erlendum uppruna í hlutverkið. Silja segir Donnu hafa staðið sig frábærlega. „Hún var ótrú- lega glöð og ánægð að fá hlutverkið en henni datt ekki í hug að þetta væri svona stórt. Hún er nýbúin að segja mér að henni hafi aldrei dottið í hug að hlutverk Agnesar væri eitt aðal- hlutverkanna, því hún hafi sjálf aldrei séð manneskju af er- lendum uppruna í íslenskri bíómynd og því hefur hún engar forsendur til þess að ætla að það gæti verið þannig. Þannig að það kom henni verulega á óvart að lesa handritið og já, hún ældi líka af stressi eftir prufuna,“ segir Silja. „Hún er æðisleg, það er svo mikill töggur í henni. Hún ætlaði sér að gera þetta vel og gerði það. Hún er náttúrutalent og lagði á sig mikla vinnu og nálgaðist þetta fallega,“ segir Silja og segir það skipta miklu máli fyrir söguna að dóttirin sé ættleidd. „Okkur fannst spennandi að skoða mæðgnasamband út frá mæðgum sem eru ekki blóðskyldar. Líka af því að við Íslend- ingar erum rosalega uppteknir af skyldleika; hver er líkur hverjum og hvernig, það er nánast þráhyggja hjá okkur. Mér fannst gaman að rugla aðeins í því. En okkur fannst líka mik- ilvægt að vinna út frá því að vandi fjölskyldunnar, móður, föður og dóttur er samskiptavandi sem er ekki hægt að afsaka með genum eða samsetningu. Þau hafa bara með árunum misst hæfileikann til að tala og búa saman; það hefur gerst yfir lang- an tíma og er held ég mjög algengt.“ Langar biðraðir fyrir sjálfu Asíubúar fengu að berja myndina augum á undan Íslendingum en hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíð í Busan í Suður- Kóreu fyrir skemmstu. „Þetta er stærsta kvikmyndahátíðin í Asíu og það var magn- að að sýna hana í fyrsta sinn með áhorfendum svona rosalega langt í burtu frá heimili sínu. Ég var með mikla innri vænt- ingastjórnun þegar ég gekk inn í salinn en það var magnað að finna að þau tengdu,“ segir hún því hún hafi gert myndina með íslenska áhorfendur í huga. „Henni var mjög vel tekið og mér leið eins og áhorfendur hefðu í alvöru náð henni. Það voru umræður á eftir og við hitt- um heilmargar mægður sem komu saman að heilsa upp á okk- ur. Svo voru þarna líka miðaldra kóreskir menn sem sögðu myndina hafa hreyft við sér, og mér þótti vænt um það.“ Silja segir fólk hafa staðið í röðum til þess að fá eiginhand- aráritanir, sérstaklega frá Donnu og Kötlu. „Svo voru teknar svona átta hundruð „selfies“. Mjög sætt.“ Þegar viðtalið var tekið voru tveir dagar í frumsýningu hér á landi og ekki laust við smá fiðring í maga Silju. „Ég er meira spennt en stressuð. Ég er ánægð með myndina og við erum báðar tilbúnar. Hún má sýna sig og er tilbúin.“ Mæðgnasambönd er þema Dagarnir fram að frumsýningu eru annasamir og Silja segir ótrúlega marga þræði sem þarf að halda utan um. „Ég er á fullu allan daginn en skil ekki í hvað dagurinn fer. Ég hef ekki eirð í mér til að setjast niður og skrifa núna því hausinn er á milljón. Við erum mjög fáar en mjög öflugar konur sem standa að þessari mynd þannig að við gerum margar mjög margt,“ segir Silja. Að frumsýningu lokinni ætlar Silja að fylgja myndinni eftir út í heim á kvikmyndahátíðir. „Eftir það er næsta mál á dagskrá að finna eirð í sér til að fara að vinna að næsta verkefni. Ég er að fara að undirbúa leik- ritið okkar Ilmar í Þjóðleikhúsinu, Kópavogskróníku, en það verður frumsýnt um miðjan mars. Ilmur leikur aðalhlutverkið og ég leikstýri og saman gerum við leikgerðina upp úr bók Kamillu Einarsdóttur, skáldsögu sem kom út fyrir síðustu jól. Hún er geggjuð þessi bók og í henni er ansi flottur og hrár tónn. Þetta er eins konar ávarp frá móður til dóttur, næstum því sjálfsævisögulegs eðlis. Hún er að játa syndir sínar fyrir dóttur sinni; játa það sem flestar aðrar mæður myndu fela og fæstar mæður hafa lent í, hvað þá sagt frá. Hennar svörtustu leyndarmál eru sögð upphátt. Þetta er ljúfsárt stingandi drama og hræðilega bersögult,“ segir Silja sem segir verkið líka brjálæðislega fyndið á köflum. Er mæðgnasamband þema hjá þér? „Já, það er þema hjá mér,“ segir hún og hlær. Það er fleira á döfinni hjá Silju og greinilegt að hún er með mörg járn í eldinum. „Ég er með handrit að bíómynd í startholunum sem ég er að vinna með annarri konu, Snjólaugu Lúðvíksdóttur. Við erum að skoða hina íslensku mósaíkfjölskyldu; nútímakokteilinn af mínum börnum, þínum börnum og okkar börnum og öllu sem því fylgir.“ Þú ert að vinna mikið með samskipti í lífi venjulegra Íslend- inga. Er nógur efniviður þar? „Jáhá. Það kveikir mikið í mér. Ég tengi sterkt við það sjálf og svo hef ég svo mikinn áhuga á breyskleikum okkar og brest- um. Og þeir skína mikið í gegn í samstuði við okkar nánustu. En brestirnir og breyskleikarnir eru auðvitað erfiðastir í manni sjálfum og gaman að skoða hvernig eða hvort maður tekst á við þá. Það er eilífðarverkefni og því mikill og spenn- andi efniviður sem snertir okkur flest.“ „Ég er mjög þakklát fyrir að vera kona í þessum bransa því mér finnst ég hafa einhvern ofurkraft; eins konar þriðja auga,“ segir leikstjórinn og handritshöf- undurinn Silja Hauksdóttir. Morgunblaðið/Ásdís Donna Cruz og Katla Margrét Þorgeirsdóttir fara með aðal- hlutverkin í myndinni Agnes Joy. Hér eru þær á kvik- myndahátíð í Suður-Kóreu ásamt Silju Hauksdóttur. Ljósmynd/Gagga Jónsdóttir ’Okkur fannst spennandi að skoða mæðgnasamband út frá mæðgum sem eruekki blóðskyldar. Líka af því að við Íslendingar erum rosalega uppteknir afskyldleika; hver er líkur hverjum og hvernig, það er nánast þráhyggja hjá okkur. 20.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.