Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 Morgunblaðið/Eggert Með heiminn í höndum sér Hvar er ég staddur og hvert skal halda? Þess gæti þessi maður sem sat á greiðasölustað í miðborginni í gær hafa spurt sig. Lífið er leit að nýjum og spennandi áfangastöðum, en á þeirri vegferð er líka mikilvægt að hafa á góðum upplýsingum að byggja. Séu þær til stað- ar má segja að fólk hafi heiminn í höndum sér. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Girnilegar kræsingar voru bornar á borð í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) í gærkvöld. Allur maturinn var maukaður og hentaði fólki sem á bágt með að kyngja. Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, var á meðal veislugesta, sem komu víða að. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, og Guðlaug Gísla- dóttir næringarfræðingur óskuðu eftir samstarfi við MK um að halda veislu fyrir fólk með kyngingar- vanda. Tilgangurinn var að búa til maukaðan veislumat sem liti vel út og bragðaðist vel. Slíkur matur get- ur verið gómsætur, næringarríkur og girnilegur. Nemendur í matar- tækna- og matreiðsludeild MK þróuðu réttina og nemendur fram- reiðsludeildar undirbjuggu veisluna og reiddu kræsingarnar fram. „Þetta er brautryðjandastarf hjá MK,“ sagði Guðlaug. „Þetta er venjulegur matur sem er maukaður og mótaður þannig að hann líti út eins og venjulegt fæði.“ Guðlaug segi að mauka þurfi mat fyrir fólk með kyngingarvanda. Oft líti hann ekki vel út og sé ekki bein- línis lystaukandi. Afleiðingin af því getur orðið vannæring og fleiri vandamál hjá þeim sem eiga bágt með að kyngja. Hún er í leyfi frá störfum á Landspítalanum og leggur stund á framhaldsnám í næringar- fræði. Matreiðsla og framreiðsla maukaðs matar er hluti af meistara- verkefni hennar. „Markmiðið er að gefa út fræðslu- bækling og uppskriftir þar sem farið verður yfir það skref fyrir skref hvernig á að matbúa þetta fæði. Einnig hvar fást matarform sem þarf að nota og vélar til að gera þetta,“ sagði Guðlaug. Stefnt að því að halda námskeið Guðjón segir að stefnt sé að því að bjóða upp á námskeið fyrir einstak- linga og fagfólk um að matbúa girni- legan maukaðan mat. Hann segir að erfiðleikar við að kyngja geti háð ákveðnum hópum eins og öldruðum, fólki með MND og fleiri sjúkdóma. Nú sé verið að þróa leið til að útbúa orkuríkan og girnilegan mat sem fólk getur notið. Guðjón segir til dæmis að hægt sé að mauka rúg- brauð og móta það og skreyta með maukaðri síld og maukuðu eggi sem lítur út eins og venjuleg sneið með sama áleggi. Veisla með maukuðum mat í MK Morgunblaðið/Eggert Kvöldveisla Forseti Íslands heilsar gestum í MK í gærkvöldi.  Stefnt er að því að halda námskeið og gefa út uppskriftir og leiðbeiningar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Öllum reglum var fylgt þegar lög- reglumenn fluttu þungaða albanska konu frá Íslandi út til Evrópu í fyrrinótt. Þetta sagði Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlend- ingastofnunar í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi. Skv. vottorði læknis á Landspítla var konan ekki ferðafær, en starfs- fólk Útlendingastofnunar taldi að flug yrði henni erfitt. Með það var haldið af stað. Í gær kom svo álit frá Landlækni sem telur vottorðið hafa sagt að hætta skyldi við brott- vísun. „Þegar við lásum þetta vott- orð í morgun fannst okkur það ein- faldlega benda á að það væri erfitt að fara í langt flug,“ segir Þorsteinn í RÚV. Starfsfólk Útlendingastofn- unar hafi ekki séð þá túlkun í vott- orðinu að konan væri ekki ferðafær. Því þurfi samtöl við heilbrigðisyfir- völd og fleiri um hvernig eigi að sinna hælisleitendum sem best. Hart var deilt á Alþingi í gær á þá ráðstöfun að fara með konuna utan „Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneisa,“ sagði Jón Steinar Valdimarsson, á Alþingi í gær. „Við viljum öll fara varlega, sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður,“ sagði Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms- málaráðherra við mbl.is í gær- kvöldi. Við því er þetta að bæta að bisk- up Íslands hefur óskað eftir fundi með ráðherra vegna máls albönsku konunnar. „Það er mannréttinda- brot og gengur þvert á skilyrðis- lausa kærleiksskyldu kristinna manna.“ Ólík sýn á læknisvottorðið  Brottvísun albanskrar barnshafandi konu gagnrýnd víða  Aðfarirnar sagðar hneisa  Öllum reglum fylgt segir UTL Morgunblaðið/Hari Yfirvald Hús Útlendingastofnunar. PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.