Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 18

Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 ✝ Stefán ÓlafurGíslason fædd- ist í Galtavík í Skil- mannahreppi, Borgarfjarðarsýslu 9. júní 1927. Hann lést 23. október 2019. Foreldrar hans voru Guðborg Ingi- mundardóttir frá Staðarhóli í Saurbæ Dalasýslu, húsmóð- ir, f. 20.desember 1896, d. 21. ágúst 1931, og Gísli Jónsson frá Galtavík, bóndi, f. 3. mars 1895, d. 27. nóvember 1929. Systkini Stefáns eru: Jón Ólafsson Gíslason, f. 1921, Bene- dikt Ástvaldur Gíslason, f. 1922, Inga Gísladóttir, f. 1923, Geir Ragnar Gíslason, f. 1925, Gísley Sesselja Gísladóttir, f. 1929. Þau eru öll látin. Stefán ólst upp hjá föður- systur sinni Sigurdís Jónsdóttur, f. 1885, og eiginmanni hennar Ingiberg Þorkelssyni, f. 1883. Uppeldissystkini Stefáns frá tveggja ára aldri eru: Þorkell Ingibergsson, f. 1908, Sigríður Sigurbjörg Ingibergsdóttir, f. 1911, Jóna Svanfríður Ingi- bergsdóttir, f. 1914, Matthías Hlíðdal Ingibergsson, f. 1918, Sigurjón Magnús Ingibergsson, f. 1923. Þau eru öll látin. son. Karen, f. 1990, gift Margeiri Stefánssyni, f. 1986, og eiga þau tvö börn. Hlín, f. 1997, maki Þór- arinn Leví Traustason, f. 1997. Stefán nam flugnám og loft- siglingafræði hjá Pan American Navigation Service 1947 og Am- erican Overseas Airlines Inc. 1948. Hann hóf störf sem flug- leiðsögumaður og flugmaður hjá Loftleiðum að námi loknu árið 1948. Hann lauk flugstjóra- prófi árið 1960 og flaug allan sinn starfsferil hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum eða þar til hann lét af störfum 1987. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sat í stjórn FÍA, samn- inganefnd FÍA og starfsráði FÍA um árabil. Stefán stofnaði fyrstu bíla- leiguna á Íslandi, Bílaleiguna Falur hf. 1960 og var stjórnar- formaður frá upphafi. Hann keypti Skógerðina hf. 1963 sem staðsett var á Rauðarárstíg 31. Stefán og Smári Karlsson flug- stjóri gerðu út bátinn Nóa RE-10, og buðu þeir upp á sjó- stangaveiði og Viðeyjarferðir um tíma. Ungur vann Stefán við tré- smíðar með fóstra sínum og hélt þeirri iðju nánast alla ævi með fluginu. Eftir Stefán liggja margar byggingar bæði íbúðar- og skrifstofuhúsnæði. Hann sat í stjórn Húsfélagsins á Sléttuvegi 11-13 frá 2002 til 2019. Útför Stefáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 6. nóvember 2019, og hefst athöfn- in klukkan 13. Þann 28. október 1949 giftist Stefán Önnu Maríu El- ísabetu ( Elsu ) Þór- arinsdóttur, f. 10.6. 1927, þau voru því gift í rétt tæp 70 ár. Foreldrar Elsu eru: Rósa Lárusdóttir, f. 1904, og Þórarinn Árnason, f. 1898. Börn Stefáns og Elsu eru: 1) Þórar- inn Örn, f. 14.2. 1950, fv. banka- starfmaður, giftur Piyu Damal- ee, f. 1972. Börn þeirra eru Árni, f. 1993, Stefán f. 1999, og Sonja, f. 2002. 2) Gísli, f. 10.1. 1952, dagsskrárstjóri, giftur Huldu Arndísi Jóhannesdóttur, f. 1959. Börn þeirra eru Guðrún, f. 1980, gift Dennis Erixon, f. 1982, og Elísabe,t f. 1984. 3) Rósa, fv. skrifststm., f. 31.7. 1953 gift Ósk- ari Sveinbirni Jóhannessyni, f. 1954. Börn þeirra eru Elsa, f. 1976, gift Birgi Jónssyni, f. 1970, eiga þau tvö börn. Eva Sigrún, f. 1981, maki Einar Kristjánsson, f. 1980, þau eiga þrjár dætur. Stef- án Örn, f. 1987, maki Erna Arn- ardóttir, f. 1989. 4) Erna við- skiptafræðingur, f. 30.3. 1962, gift Axel Skúlasyni, f. 1960. Dæt- ur þeirra eru Anna María, f. 1988, gift Atla Steini Valgarðs- syni, f. 1988, og eiga þau einn Elsku pabbi minn er látinn. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna hans. Ég sem hélt að hann yrði eilífur. Nú þegar ég sit og læt hugann reika koma tvö orð fyrst upp í hugann; pabbi og þakklæti. Ég á honum svo margt að þakka og fjölskyldan öll. Ég er pabbastelpa, ég var heppin að eiga hann og svona lengi. Hann var kletturinn minn, harðduglegur, ráðagóður, hjálp- samur og svo mætti lengi telja. Pabbi var mér meira en faðir, hann var einnig minn besti vinur og ráðgjafi. Ef ég þurfti ráð eða hjálp leitaði ég alltaf til pabba og hann leysti málin. Ég minnist þess þegar elsta dóttir mín veiktist hastarlega þá nýfædd. Ég hringdi ekki í 112 heldur hringdi ég í pabba en hann hringdi auðvitað strax í 112. Hann var þó mættur til mín á undan sjúkrabílnum, enda keyrði hann alltaf á flughraða. Pabbi missti foreldra sína barnungur og ólst því upp hjá föðurfjölskyldu sinni. Hann fæddist ekki með silfurskeið í munni, hann þurfti að hafa fyrir lífinu. Hann fór til Kaliforníu rétt innan við tvítugt til að læra loftsiglingafræði og flug. Hann hafði unnið myrkranna á milli til að safna nægu fé svo hann gæti farið út. Hann kom heim með skírteinið í vasanum og fékk fljótlega vinnu hjá Loftleiðum. Hann sagði oft frá því þegar Al- freð Elíasson hringdi í hann og bað hann að koma með sem sigl- ingafræðingur í ferð út og ná í varahluti í flugvél. Hann hafði eiginlega engan tíma til að ákveða sig því hann varð að koma strax út á völl. Á bakaleið- inni heim til Íslands sagði pabbi að um leið og Alfreð sá Vest- mannaeyjar hafi hann sagt: „Stebbi, þú ert ráðinn.“ Í þá daga voru það ekki tölvurnar sem reiknuðu út staðarákvarð- anir heldur siglingafræðingar. Þá var reiknað út frá stjörnum og tunglum með því að rýna út um kýraugað í flugstjórnarklef- anum. Pabbi flaug í 40 ár en segja má að það hafi verið auka- vinnan því hann var alltaf að byggja hús og reka fyrirtæki meðfram fluginu. Pabbi og mamma byggðu sér sælureit vestur í Dölum. Þar var pabbi í essinu sínu, alltaf úti við að vinna. Byggði hús og ræktaði landið. Hann bjó til tjörn og ræktaði þar silung en hann veiddi aldrei í tjörninni, það gerðum við hin. Hann bjó líka til púttvöll af mikilli natni. Um ára- bil voru þau með hesta en pabbi fór ekkert mikið á hestbak held- ur hafði meira gaman af því að heyja fyrir hestana. Þegar einu verkefninu var lokið fann hann alltaf upp á nýju til að hafa nóg fyrir stafni og búa í haginn fyrir okkur hin. Pabbi sat aldrei auðum hönd- um, ekki einu sinni þegar hann sat í stólnum sínum og virtist sofandi, nei þá var hann að hugsa. Plana „ahead“ eins og hann sagði stundum. Hann vildi hafa gott skipulag á hlutunum og alltaf fá að vita hvað væri fram undan og á dagskránni næstu daga, helst hjá allri fjöl- skyldunni. Pabbi og mamma bjuggu síð- ustu tuttugu árin á Sléttuveg- inum. Þar undu þau hag sínum vel og naut pabbi þess að geta áfram notað verksvit sitt og krafta til að leggja húsfélaginu lið. Á veturna dvöldu þau á Flór- ída þar sem þau eignuðust marga og trygga vini. Guð blessi minningu pabba. Þín Erna. Við vitum að það kemur alltaf að kveðjustund en þó er maður eflaust aldrei tilbúinn þegar stundin rennur upp. Þín kveðju- stund afi minn verður mér ávallt eftirminnileg sem sorgleg en fal- leg í senn þar sem þú lagðir upp í þína hinstu ferð í faðmi fjöl- skyldunnar. Ég þekki ekki lífið án ykkar ömmu og það mun taka tíma að venjast því að þú sért farinn. Þú ert þó eflaust alltaf nærri þegar við heimsækjum ömmu enda hafið þið alltaf verið óaðskiljanleg í mínum huga. Minningarnar um þig afi minn eru margar og góðar. Ég hef alltaf verið stolt að segja frá því að þú sért afi minn enda muna allir sem þekktu þig eftir þér sem ákaflega flottum og góðum manni og flugstjóra. Það var alltaf skemmtilegt að heyra sög- ur af því sem þú upplifðir í kringum flugið og það var eitt af því sem þú virtist aldrei gleyma. Þú flaugst mikið til Ameríku og eftir að þú hættir að fljúga fórstu með okkur fjölskylduna í fimm skipti til Flórída yfir jól og áramót í mánuð í senn þar sem við heimsóttum alla skemmti- garðana og flest var leyfilegt. Þetta voru þvílík forréttindi sem maður lifir enn á mörgum árum seinna. Síðar keyptir þú svo íbúðirnar í Dunedin en þangað elskum við öll enn að fara. Ég á góðar minningar um þig á Flór- ída þar sem þú til dæmis hjálp- aðir mér að velja föt þegar ég var 12 ára og fann ekki neitt á mig sjálf og þú tókst eitt sinn að þér að lita á mér hárið með góð- um árangri. Það var fátt sem þú gast ekki enda vildirðu alltaf hafa nóg fyrir stafni. Þau orð sem lýsa þér einna best eru hvað þú varst skipulagður, hug- myndaríkur og framtakssamur. Þú taldir ekki eftir þér að byggja nokkur hús, fórst úr flug- stjórafötunum og beint í vinnu- gallann, og ég man eftir að hafa hjálpað þér sex ára á Rauðarár- stígnum við að tína nagla þar sem þú varst þá að byggja. Þá byggðirðu Sogaveginn þar sem þið amma bjugguð lengi og ég bý núna ásamt minni fjölskyldu og Össi og fjölskylda á efri hæð- inni. Það var alltaf gaman að segja frá því þegar ég var yngri að það væri sundlaug í kjallaran- um hjá ömmu og afa og þar var seinna settur púttvöllur. Það var alltaf svo margt ævintýralegt og skemmtilegt í kringum ykkur ömmu. Ég man eftir þér að hlusta á helst allar fréttir og veðurfréttir, þér að kenna Stefáni Erni að skríða, þér að draga okkur á vél- sleða upp brekkuna fyrir vestan þegar við höfðum rennt okkur niður hana á gúmmíbát, þér að baka lummur úr hafragrautnum, að þú stressaðir þig aldrei á síð- ustu dagsetningu á mat, þegar þú tókst puttaling upp í bílinn, þegar ég fékk að keyra dráttar- vélina með þér og þegar þú keyptir heilan kassa af happa- þrennum sem við skófum af án mikils árangurs. Síðast en ekki síst gerðirðu góðverk sem gleymast aldrei en sýna hvaða mann þú hafðir að geyma. Karen Rósa sagðist hafa litið upp til himins á leikskólanum og séð þar engil sem hafi annaðhvort verið þú eða Helena Ósk. Von- andi voruð þið þar saman. Takk fyrir allt elsku afi minn. Þín er sárt saknað en þú lifir svo sann- arlega í hjörtum okkar. Og ekki hafa áhyggjur af ömmu, við pössum hana fyrir þig. Eva Sigrún. Elsku afi. Þú varst einstakur maður, úr- ræðagóður og vildir allt fyrir aðra gera. Minningar mínar um þig ylja mér um ókomna tíð. Þú varst fyrirmynd mín í svo mörgu og ég var heppin hvað ég fékk að eyða miklum tíma með þér og ömmu. Ég fékk svo oft að koma með þér og ömmu vestur í Dali og í þeim ferðum dekruðuð þið aldeilis við mig. Þú spilaðir að sjálfsögðu ABBA og Tammy Wynette alla leiðina. Þú elskaðir hitann og á Flór- ída fannst þér gott að vera. Þú varst mikill fjölskyldumaður og eru ógleymanlegar ferðirnar sem þú bauðst allri fjölskyldunni þinni til Flórída til að vera sam- an. Þessar ferðir voru frábærar og á ég margar góðar minningar frá þeim. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á flugi. Þú varst hættur að fljúga þegar ég fæddist en hvattir mig áfram í mínu flugnámi. Þér fannst gam- an að koma niður á völl þegar ég var í flugtímum og fylgjast með eða þegar þú varst með kíkinn úti á svölum á Sléttuveginum og horfðir á mig í snertilendingum. Við eyddum miklum tíma saman þar sem þú sagðir mér skemmti- legar sögur frá flugárunum þín- um og gafst mér góð ráð. Ég hef alltaf litið mikið upp til þín og það var mikil gæfa að eignast dreng sem var skírður Stefán í höfuðið á þér og föð- urafa sínum. Ég veit að þú munt vaka yfir honum og vernda okkur öll. Ég kveð þig með sökn- uði en þakklæti efst í huga fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga þig sem afa. Þín afastelpa, Karen Axelsdóttir. Elsku besti afi. Mikið erum við þakklátar fyrir þig og allar dýrmætu samverustundirnar sem við áttum. Það var alltaf svo gott og gaman að koma í heim- sókn til ykkar ömmu og spjalla um lífið og tilveruna. Þú hefur kennt okkur svo ótal margt í gegnum tíðina. Allar sögurnar sem þú sagðir okkur úr fluginu um ólíka menningar- heima kveiktu hjá okkur ævin- týraþrá og hugrekki til að skoða heiminn. Sögurnar um æsku þína kenndu okkur þakklæti. Þú varst alltaf svo hugmyndaríkur og það var aðdáunarvert að fylgjast með þér koma öllum þínum hugmyndum í fram- kvæmd með dugnaði. Þú varst mikill fjölskyldumaður og vildir allt fyrir þitt fólk gera. Þú hafðir einlægan áhuga á hvað við vor- um að gera í lífinu og alltaf tilbú- inn að veita góðar ráðleggingar eða aðstoð. Samband ykkar ömmu var einstaklega fallegt, saman voruð þið eitt. Þið stóðuð alltaf þétt við bakið hvort á öðru. Það var ómetanlegt að eiga þig sem afa. Við munum halda minn- ingu þinni lifandi um ókomna tíð með skemmtilegu sögunum þínum. Takk fyrir allt elsku besti afi, þín verður sárt saknað. Þínar afastelpur, Hlín og Anna María Axelsdætur. „Engum var eins skemmtilegt að vinna með og Stebba Gísla,“ sagði pabbi oft þegar tekið var til hendinni heima og honum þótti að betur mætti ganga. Þetta var hvatning til okkar sem unnum að verki, að gleðjast við vinnuna. Sem strákur ólst ég upp við mikil samskipti við ætt- ingja mína og Stefán Gíslason, giftur Elsu frænku, var svo sannarlega hluti af þeim glaða hópi sem tilheyrði fjölskyldunni. Hann var líka fæddur sama dag og pabbi, 9. júní 1927, og nokkur tilviljun verður það að kallast að Elsa lífsförunautur hans fæddist daginn eftir, í sama rúmi og pabbi á Stóra-Hrauni á Snæ- fellsnesi, en pabbi og Elsa voru systkinabörn. Því var það að Stebbi sagði, þegar þau Elsa héldu upp á 90 ára afmæli sín fyrir rúmum tveimur árum og ég nefndi að pabbi hefði víst gjarn- an viljað vera þar: „Já, hann stakk af.“ En pabbi var þá látinn um níu mánuðum fyrr. Það er ekki ofsögum sagt að Stefán var maður mikillar vinnu og afkasta. Hann var meðal frumkvöðla í íslenskri flugsögu sem flugstjóri hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum/Icelandair í nokkra áratugi, stofnandi bíla- leigunnar Fals og stóð fyrir far- þegasiglingum á Sundunum. Það var eftirminnilegt þegar ég fékk hann til að heimsækja okkur hjá Samgöngustofu fyrir nokkrum misserum því fljótt söfnuðust að honum reynsluboltar í fluginu og hlustað var á frábærar sögur hans frá gamalli tíð. Þegar Stefán var flugstjóri sá hann hve mikil þörf var fyrir er- lenda ferðamenn að geta leigt sér bíl hér á landi. Hann dreif því í því í hjáverkum að stofna bílaleiguna Fal og voru það ófáir ættingjar og tengdir aðilar sem fengu að starfa hjá honum þar. Ég er einn þeirra sem voru svo lánsamir að fá vinnu hjá bílaleig- unni Fal en það var með nokkuð sérstökum hætti sem það bar að því ég var nánast rekinn áður en ég byrjaði! Hlynur bróðir hafði unnið í bílaleigunni sem sumar- starfsmaður en var búinn að ráða sig í vinnu úti á landi þegar ég var á menntaskólaárunum. Hugsaði ég því gott til glóðar- innar og hringdi í Stebba. „Nei,“ sagði Stefán, „ég vil Hlyn.“ Ég útskýrði fyrir honum að bróðir minn væri búinn að ráða sig annað. „Mér er alveg sama, ég vil Hlyn.“ Eftir japl, jaml og fuð- ur endaði samtalið með að Stebbi sagði: „Jæja þá, talaðu við Össa, hann ræður þessu.“ Ég var svo heppinn að Össi tók mig og fékk ég því að starfa hjá Fal sem sumarstarfsmaður og í afleysingum megnið af menntaskólaárum mínum. Það samfélag og vinnuandi sem Stef- án hafði skapað þar og Össi son- ur hans síðan viðhaldið var ein- stakt og mér mjög dýrmætt. Þakka ég það ætíð. Með Stefáni er genginn mað- ur af gamla skólanum, sem gladdist ætíð yfir vel unnu dags- verki, hafði áhuga á framförum og áföngum í lífi ættingja og vina og hafði ætíð fallegt bros og blik í auga. Við mamma og systkini mín sendum Elsu og allri fjölskyldu Stefáns innilegar samúðar- kveðjur. Þórólfur Árnason. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Stef- án, kær tengdafaðir minn, eða Stebbi Gísla eins og hann var oft kallaður, hefur kvatt þennan heim. Minningarnar flæða fram og af mörgu er að taka. Lífs- hlaup hans var í senn ævintýra- legt og stórbrotið. Mín fyrstu kynni af Stefáni og Elsu voru í Hátúninu þegar við Rósa hófum búskap í kjallaran- um hjá þeim. Mætti mér þar alltaf góðvild og hjálpsemi. Man ég eftir Stefáni klæddum í úní- formið á leið í eða úr flugi og var aðalrútan New York / Lúx. Minnisstæð er ferðin með hon- um til Lúxemborgar 1976. Sat ég frammi í hjá Stefáni og í snarbrjálaðu veðri tókst lending loks í þriðju tilraun. Á heimleið með viðkomu í Glasgow fór bremsuvökvi af aðalkerfinu og þurfti að notast við varahemla og var því mikill viðbúnaður við lendingu. Stefán sagði mér síðar að hann hefði haft illan bifur á þessari ferð. Eftir að starfsferlinum lauk ferðuðust Stefán og Elsa mikið um landið með Húsbílafélaginu en fram að því höfðu þau mest farið vestur í Dali eða til út- landa. Verst fannst mér að Stef- án náði aldrei að fara í Þórs- mörk, þann fallega stað, en hann sagðist hafa flogið þar yfir 100 sinnum og sagði ég á móti að hann hefði misst af öllum fugla- söngnum og tók hann undir það. Gerði í Sælingsdal var paradís þeirra Stefáns og Elsu. Þar eyddi fjölskyldan minnisstæðum tíma allan ársins hring. Þar var heyskapur á sumrin og endalaus tilfallandi vinna að hætti Stef- áns. Alltaf var spilað og jafnvel fram á nótt með Elsu. Stefán sá um veitingarnar, vodka og sprite í sterkara lagi. Minnisstæðar eru allar Flór- ídaferðirnar með fjölskyldunni 1991-2000 þar sem við vorum farin að gera okkur heimakomin á Alden, St. Pete Beach. Seinna fórum við Rósa í áraraðir á haustin með Stefáni og Elsu til Dunedin þar sem þau áttu at- hvarf. Stefán var mikill matmaður og var alltaf að vesenast í eld- húsinu og jafnvel þvælast fyrir Elsu. Hann var eflaust með þeim fyrstu hér á landi til að matreiða kalkún sem hann flutti með sér frá Ameríku og varð okkur ómissandi yfir jólin og ekki má gleyma dressingunni. Skemmtilegt er að segja frá því að Stefán var hjá sama rak- aranum á Njálsgötunni í tæpa hálfa öld. Í eitt skiptið settist Stefán í stólinn og var strax far- ið að ræða hitamálin. Þegar heim var komið tók Elsa eftir því að Stefán var bara klipptur öðrum megin. Það var föstudag- ur svo hann komst ekki fyrr en Stefán Ólafur Gíslason Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.