Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 32
Ein fjölmennasta hljómsveit lands-
ins, Skólahljómsveit Kópavogs,
stendur fyrir tónleikum í Háskóla-
bíói í dag kl. 19.30. Um 200 börn og
unglingar flytja þar tónlist sem á
einn eða annan hátt er tengd
Barnasáttmálanum og Heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna.
Stjórnendur eru Össur Geirsson og
Jóhann Björn Ævarsson. Miðasala
er í Háskólabíói frá kl. 16 í dag.
Ein fjölmennasta
hljómsveit landsins
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Evrópumeistarar Liverpool tylltu
sér á toppinn í E-riðli Meistara-
deildar Evrópu í knattspyrnu í gær
með sigri gegn Genk á Anfield. Á
sama tíma gerðu Napoli og Salz-
burg jafntefli á Ítalíu í hinum leik E-
riðils. Liverpool dugar því jafntefli í
næstu umferð gegn Salzburg í
Austurríki til þess að tryggja sig
áfram í útsláttarkeppnina.
Evrópumeistararnir í
þægilegri stöðu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Jón Axel Guðmundsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, fékk í gær
mikla viðurkenningu þegar hann
varð einn þeirra fimmtíu leikmanna
sem líklegastir þykja til að geta
hlotið nafnbótina leikmaður ársins
í NCAA, bandaríska háskólakörfu-
boltanum, næsta vor. Um er að
ræða hin
kunnu Nai-
smith--
verðlaun sem
margir fræg-
ustu leikmenn
sögunnar hafa
fengið í gegn-
um tíðina fyrir
frammistöðu sína
í háskólabolt-
anum.
»25
Mikil viðurkenning
til Jóns Axels
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta er í raun algerlega sjálfstætt
verk en það eru þrjár persónur sem
voru í fyrri söngleiknum sem vildu
endilega fá að vera með í þessum
líka,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir,
höfundur Gestagangs, nýs söngleiks
sem Leikfélagið Hugleikur frum-
sýnir á laugardag. Gestagangur ger-
ist á árum seinni heimsstyrjaldar-
innar í Reykjavík og er sjálfstætt
framhald af söngleiknum Stund milli
stríða, sem Þórunn skrifaði einnig
fyrir Hugleik fyrir fimm árum.
„Þegar ég var að skrifa Stund milli
stríða fannst mér mjög áhugavert við
þetta endurlit næstum 90 ár aftur í
tímann að sjá hversu margt kallaðist
á við tímann okkar í dag. Mannleg
náttúra er söm við sig. Þetta voru
merkilegir tímar í sögu íslensku
þjóðarinnar, margt breyttist og
margt gerðist,“ segir Þórunn, sem
notar nokkrar nafngreindar persón-
ur sem fyrirmyndir. „Ég fer mjög
frjálslega með það sem þessar per-
sónur gerðu og ég skálda liðugt í eyð-
urnar. Tíðarandinn var mjög merki-
legur og ég reyni að kalla fram þessa
ólgu. Við vorum í sjálfstæðisbaráttu
og þarna kom nýtt ríki til sögunnar
sem hafði ekkert skipt sér af okkur
fram að því. Ég kem líka inn á margt
sem tengist „ástandinu“, bæði hvern-
ig var farið með konur og hvernig var
litið á þær, en ekki síður hvernig kon-
urnar sjálfar upplifðu þetta. Sam-
dráttur milli íslenskra stúlkna og er-
lendra hermanna var meðhöndlaður
sem glæpsamleg hegðun. Á þessum
tíma ríkti undarleg togstreita; það
var dyggð að deyða manneskju í orr-
ustu á vígvellinum en á sama tíma
voru konur fyrirlitnar og jafnvel
hnepptar í fangelsi fyrir að búa til
nýtt líf, verða barnshafandi eftir er-
lenda hermenn.“
Í Gestagangi skiptast á gaman og
alvara og Þórunn samdi bæði texta
og tónlist, en hún er menntuð tón-
listarkona og tónlistarkennari.
„Mér lætur best að túlka í tónlist
mestu gleðina og dýpstu sorgina, því
tónlistin getur kallað fram svo miklar
tilfinningar,“ segir Þórunn, sem er
alsæl með að Leikfélagið Hugleikur
fái að sýna söngleikinn í Smiðjunni,
gamla nemendaleikhúsinu í Sölvhóls-
götu.
„Undanfarin ár hefur verið erfitt
fyrir áhugaleikfélög að finna góða
staði til að sýna á. Til dæmis er erfitt
að komast að í Tjarnarbíói af því að
gróskan hjá sjálfstæðu leikhópunum
er svo mikil, sem er auðvitað mjög já-
kvætt. Það fer vel um okkur í Smiðj-
unni og þar er pláss fyrir þessa
mannmörgu sýningu, en 30 manns
taka þátt í henni, bæði leikarar og
hljóðfæraleikarar sem eru meira og
minna alltaf inni á sviðinu.“
Dyggð að deyða en
glæpur að skapa nýtt líf
Ljósmynd/Jón Örn Bergsson
Gaman og alvara Stúlkurnar dansa og syngja kátar í stríðsárakjólum.
Nýr söngleikur, Gestagangur, frumsýndur á laugardag
Heimsstyrjöldin síðari er hafin og
þegar Bretar hernema landið finna
ráðamenn leiðir til að maka krók-
inn og breskir hermenn reyna að
vingast við heimamenn, ekki síst
stúlkurnar. Nýr fangavörður hefur
tekið við Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg og það kemur í
hans hlut að hýsa óheppnar stúlk-
ur, bæði þær sem komast í kast við
ástandslögin og aðrar sem eiga
einfaldlega ekki í önnur hús að
venda. Njósnir og gagnnjósnir eru
stundaðar og lögreglan reynir að
hafa stjórn á bæjarlífinu. Sýningar
eru í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13.
Frumsýning verður næstkomandi
laugardag, 9. nóvember, kl. 20.
Miðasala er á Hugleikur.is.
Hermenn vingast við heimafólk
SÖNGLEIKURINN GESTAGANGUR
Ljósmynd/Jón Örn Bergsson
Sigurður H. Pálsson og Erna Björk Hall-
bera Einarsdóttir í hlutverkum sínum.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
VERTU
VAKANDI
Í FYRSTA
SKIPTI
Á ÆVINNI
Við höfum opnað glæsilega nýja
verslun Hästens að Faxafeni 5.
Komdu til okkar og prófaðu
einstök gæði Hästens rúmanna.
Starfsfólk okkar er tilbúið að
aðstoða þig og veita frekari
upplýsingar.
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja
virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin
eru framleidd með einstöku samspili handverks og
hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í
gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi
handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir
því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í
Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.