Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Námskeið sem gefa réttindi
um gjörvalla Evrópu
Öll ökuréttindi - Öll vinnuvélaréttindi
Klettagörðum 11 (ET-húsinu) - 104 Reykjavík - Símar 588 4500, 822 4502 - www.meiraprof.is - rektorinn@gmail.com
Skjót leið
til starfsmenntunar
Skapaðu þér þitt eigið góðæri
www.meiraprof.is
Áhorfendur tóku til fótanna þegar
loftbelgur lagðist saman og féll log-
andi til jarðar í árlegri loftbelgja-
keppni í borginni Taunggyi í Búrma.
Engum varð meint af í þetta sinn en
algengt er að slys verði á fólki í
keppninni, jafnvel banaslys. Hún er
haldin í tengslum við ljósahátíðina
Tazaungdaing sem markar lok regn-
tímabilsins í Búrma. Keppnin stend-
ur í tíu daga og keppnislið koma alls
um 200 heimatilbúnum loftbelgjum á
loft. Í hverjum loftbelgjanna eru
hundruð kerta eða flugelda og af-
leiðingarnar geta verið alvarlegar ef
eitthvað fer úrskeiðis. Dómarar gefa
keppnisliðunum stig fyrir fegurð
belgjanna, hópvinnu, hæð sem belg-
irnir ná og tímalengd loftbelgja-
flugsins, að sögn Thein Zaw, sem
hefur verið í dómnefnd keppninnar í
þrettán ár. Tugir þúsunda manna
hvaðanæva af landinu fylgjast með
keppninni.
AFP
Tvísýn keppni Keppendur koma belg á loft á ljósahátíðinni.
Ljósahátíð Konur dansa á hátíðinni Tazaungdaing sem var sett í borginni Taunggyi í Búrma í fyrrakvöld.
Loftbelgirnir eiga
það til að fuðra upp
Að minnsta kosti níu bandarískir
ríkisborgarar, þrjár konur og sex
börn, biðu bana í árás sem byssu-
menn gerðu úr launsátri í norður-
hluta Mexíkó, á svæði þar sem eitur-
lyfjasmyglhópar hafa barist um
yfirráð. Embættismenn í Mexíkó
sögðu að sex börn til viðbótar hefðu
særst í árásinni og einnar stúlku
væri saknað.
Fórnarlömbin eru í svonefndri
LeBaron-fjölskyldu, fjölmennri ætt
úr röðum mormóna sem klauf sig út
úr mormónakirkjunni í Bandaríkj-
unum og flutti búferlum til Mexíkó
fyrir nokkrum áratugum. Árásin var
gerð á sveitavegi í mexíkóska ríkinu
Sonora þegar fólkið var í þremur bíl-
um á leið á flugvöll í ríkinu Chihua-
hua. Lík nokkurra fórnarlambanna
fundust síðar í einum bílanna, sem
hafði gereyðilagst í eldi, og hermt er
að önnur hafi verið skotin til bana
þegar þau reyndu að flýja.
Tveir eiturlyfjasmyglhópar hafa
barist um yfirráð yfir svæðinu þar
sem árásin var gerð og sagði örygg-
ismálaráðherra Mexíkó að byssu-
mennirnir kynnu að hafa ráðist á
fólkið fyrir mistök, haldið að það til-
heyrði öðrum glæpahópanna. Le-
Baron-fjölskyldan hefur þó áður orð-
ið fyrir árásum glæpamanna á
svæðinu. Einum meðlima fjölskyld-
unnar, Erick LeBaron, var rænt árið
2009 og ræningjar hans kröfðust
lausnargjalds en hún neitaði að
greiða það, þar sem hún taldi að
glæpamennirnir myndu ræna fleira
fólki ef orðið yrði við kröfunni.
Maðurinn var seinna látinn laus án
þess að lausnargjald væri greitt en
nokkrum mánuðum síðar var bróðir
hans, Benjamin, barinn til bana.
Mágur Benjamins var einnig
myrtur. Meðlimir fjölskyldunnar
hafa mótmælt ofbeldi glæpahópanna
og hvatt íbúa Mexíkó til að berjast
gegn glæpastarfseminni.
Hafnar stríði
Bandaríska alríkislögreglan FBI
bauðst til að aðstoða yfirvöld í
Mexíkó við rannsókn málsins.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
bauðst til að hjálpa stjórnvöldum í
Mexíkó að „heyja stríð“ gegn
glæpahópunum. Hann hrósaði for-
seta Mexíkó, Andrés Manuel López
Obrador, fyrir að leggja áherslu á
baráttuna gegn eiturlyfjasmygli en
sagði að smyglhringirnir væru orðn-
ir svo öflugir að stundum væri nauð-
synlegt að beita þá hervaldi. „Nú er
tímabært að Mexíkó, með hjálp
Bandaríkjanna, heyi STRÍÐ gegn
smyglhringunum og þurrki þá af
yfirborði jarðar,“ sagði Trump á
Twitter.
López Obrador kvaðst ætla að
hringja í Trump og þiggja „hvers
konar nauðsynlegt samstarf“ í bar-
áttunni gegn glæpahópunum. Hann
kvaðst hins vegar vera andvígur því
að hefja nýtt stríð og sagði það vera
það versta sem gæti gerst. „Stríð
hefur svipaða merkingu og flónska.“
Þrjár konur og
sex börn myrt
Trump hvetur stjórnvöld í Mexíkó
til að heyja stríð gegn smyglhringum
300 km
SONORA
CHIHUAHUA
MEXÍKÓ-
BORG
MEXÍKÓ
BANDARÍKIN
GVA.
KYRRAHAF
Mannskæð
árás á bandaríska
ríkisborgara