Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 BANDARÍKIN Kristján Jónsson kris@mbl.is Jón Axel Guðmundsson, lands- liðsmaður í körfuknattleik, er tals- vert í umræðunni vestan hafs nú þegar hans síðasta tímabil í NCAA, bandaríska háskólakörfuboltanum, er að hefjast. Eins og lesendur Morgunblaðsins þekkja leikur Jón með Davidson í Norður-Karólínu- ríki. Liðinu sem Íslandsvinurinn Stephen Curry lék með á sínum há- skólaárum áður en hann fór í NBA. Jón fékk í gær mikla viðurkenn- ingu þegar hann var einn þeirra fimmtíu leikmanna sem líklegastir þykja til að geta hlotið nafnbótina leikmaður ársins í NCAA næsta vor. Um er að ræða hin kunnu Nai- smith-verðlaun sem margir fræg- ustu leikmenn sögunnar hafa fengið í gegnum tíðina fyrir frammistöðu sína í háskólaboltanum. Sérfræðingar velja Um eins konar tilnefningu er að ræða jafnvel þótt tímabilið sé ekki hafið en Bandaríkjamenn kalla þetta „watchlist“. Í febrúar verða þrjátíu leikmenn valdir og þeir geta verið fyrir utan fimmtíu manna listann sem nú er birtur. Í mars verður fækkað niður í tíu og svo fjóra áður en tilkynnt verður hver hlýtur Naismith-bikarinn. Í amer- íska fótboltanum eru sambærileg verðlaun sem heita Heisman Trophy og eru veitt leikmanni árs- ins í NCAA. Eflaust hafa íþrótta- áhugamenn heyrt þeirra getið en til- nefningar til Heisman og Naismith geta haft mikil áhrif á framgang leikmanna í íþróttinni. Ekki er kastað til höndunum þeg- ar ákveðið er að taka fimmtíu leik- menn af mörg þúsund út fyrir sviga áður en fyrsti leikurinn fer fram. Nöfnin fimmtíu eru fundin út af nefnd sem í eru þjálfarar, fjölmiðla- menn og fleiri aðilar sem hafa að- komu að háskólakörfuboltanum. Þeir sem sæti eiga í nefndinni eru staðsettir um gervöll Bandaríkin rétt eins og liðin í NCAA. Tveir frá Davidson Ljóst er að um mikla viðurkenn- ingu er að ræða fyrir Jón Axel en á síðasta tímabili var hann valinn leik- maður ársins í Atlantic 10 deildinni sem Davidson leikur í. Var það mikil kynning fyrir Jón og bættist ofan á þá staðreynd að hann var stigahæst- ur hjá Davidson þegar liðið lék í úr- slitakeppninni gegn sögufrægu liði Kentucky í beinni sjónvarpsútsend- ingu árið 2018. Takist Jóni vel upp í vetur er nokkuð ljóst að hann verð- ur orðinn vel kynntur og kemur til með að eiga ýmsa möguleika í at- vinnumennskunni næsta sumar. Mikla lukku vekur hjá Davidson að tveir leikmenn úr liðinu eru á fimmtíu manna listanum en þar er einnig að finna Kellan Grady en minnst var á hann í umfjöllun um Jón hér í blaðinu síðasta laugardag. Ekkert lið er með fleiri en tvo leik- menn á listanum og því vísbending um að mikils er vænst af Davidson í vetur. Fræg lið eins og Duke, Kan- sas, Kentucky, Michigan State, Flo- rida og Maryland eiga einnig tvo leikmenn en Haukur Helgi Pálsson lék einn vetur með síðastnefnda lið- inu veturinn 2010-2011. Helena var á listanum Sá sem varð fyrir valinu síðasta vor var Zion Williamson sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu fyrir NBA. Fyrstur til að hljóta þessi verðlaun árið 1969 var Kareem Abdul Jabbar sem þá hét Lew Alcindor. Fjöldinn allur af NBA-stjörnum hefur fengið Naismith-verðlaunin í gegnum tíð- ina. Til að nefna einhverja er hægt að tína til Pete Maravich, Larry Bird, Michael Jordan, Patrick Ew- ing, David Robinson, Tim Duncan, Kevin Durant og Anthony Davis. Naismith-verðlaunin í kvenna- flokki voru fyrst veitt árið 1983. Fyrir tímabilin 2009-2010 og 2010- 2011 var Helena Sverrisdóttir á fimmtíu manna lista eins og Jón er nú en hún lék með TCU í Texasríki. Mikil viðurkenning  Jón Axel Guðmundsson á fimmtíu manna lista fyrir Naismith-verðlaunin í NCAA í Bandaríkjunum  Mikil auglýsing fyrir Grindvíkinginn AFP NCAA Jón Axel Guðmundsson er að hefja sitt síðasta tímabil með Davidson. Grindavík fær Íslandsmeistara KR í heimsókn en öll fjögur liðin leika í efstu deild. Í kvennaflokki tekur Njarðvík á móti Keflavík og Snæfell fær bikarmeistara Vals í heimsókn. Valur og Snæfell mætt- ust einmitt í undanúrslitum bikarkeppn- innar á síðustu leiktíð þar sem Valur hafði betur í Laugardalshöll, 83:72. Fjög- ur lið sitja hjá í sextán liða úrslitum í kvennaflokki og koma beint inn í átta liða úrslitin. Það eru Breiðablik, ÍR, Grinda- vík og Skallagrímur. Nánar er fjallað um dráttinn og þær viðureignir sem fram undan eru á mbl.is/korfubolti. bjarnih@mbl.is Það stefnir allt í harða baráttu um Reykjanesbæ í bæði karla- og kvenna- flokki í sextán liða úrslitum bikarkeppn- innar í körfuknattleik, Geysisbikarsins, en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Í karlaflokki dróst Njarðvík gegn B-liði Þórs frá Akureyri eða Keflavík en Þór og Keflavík mætast á Akureyri í 32-liða úr- slitum keppninnar á föstudaginn kemur. Keflavík trónir á toppi úrvalsdeild- arinnar, Dominos-deildarinnar, á meðan Þór B er í fimmta sæti 3. deildarinnar og því verður að teljast ansi líklegt að Kefl- víkingar fari áfram úr viðureigninni. Þá mætast meðal annars Þórsliðin frá Þor- lákshöfn og Akureyri í Þorlákshöfn og Baráttan um Reykjanesbæ Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Atgangur Hart tekist á í leik Keflavíkur og Njarðvíkur. Leikirnir í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu gerast vart stærri en þegar Liverpool og Manchester City leiða saman hesta sína á Anfield í bítlaborg- inni á sunnudaginn. Liverpool er með sex stiga forskot á Englandsmeistarana áður en liðin ganga til leiks en mönnum er enn í fersku minni barátta liðanna um meistara- titilinn á síðustu leiktíð þar sem City hafði betur eftir æsilegan slag. Ég ætla að leyfa mér að segja að ef Liverpool fer með sigur af hólmi á sunnudaginn fær ekkert stöðvað að „Rauði herinn“ landi enska meistaratitlinum í maí á næsta ári og endi þar með eyði- merkurgöngu sína. Næsta vor verða nefnilega 30 ár liðin frá því að Liverpool varð síðast Englandsmeistari, en liðið vann 18. meistaratitil sinn árið 1990 undir stjórn Skotans Kenny Dalglish. Ég spái því að lærisveinar Jürgens Klopp, sem ég hef mikl- ar mætur á, hafi betur og vinni leikinn 2:1. Satt best að segja vona ég að Liverpool hafi betur í meistarabaráttu liðanna. Þetta kann að hljóma ein- kennilega frá stuðningsmanni Manchester United til fjölda ára en af tvennu illu vil ég frekar sjá bikarinn eftirsótta fara til Liver- pool en að hann haldi kyrru fyrir hjá þeim bláklæddu í Manchest- er. Hvað mína menn í United varðar eru þeir í tómu tjóni og þeir gætu hæglega verið komnir á blaðsíðu tvö á stigatöflunni eftir leikinn við Brighton á sunnudaginn. Það kæmi mér alls ekkert á óvart. United-liðið er bara jafnleiðinlegt og VAR! BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Uli Höness, for- seti þýska stór- liðsins Bayern München, segir að félagið ætli að gefa sér tíma til að finna eftir- mann Niko Kovac en Króatinn var rekinn frá störf- um sem þjálfari liðsins á sunnu- daginn. Kovac var við stjórnvölinn hjá Bæjurum í 16 mánuði en 5:1 tap gegn Eintracht Frankfurt á laugar- daginn dró dilk á eftir sér. Kovac var látinn taka pokann sinn og mun Hansi Fick, aðstoðarmaður hans, stýra liðinu til bráðabirgða. Höness segir í viðtali við þýska fjölmiðla að hann reikni með að nýr þjálfari verði kynntur til leiks á næstu þremur vikum. Erik ten Hag, þjálfari Ajax, sem hefur verið einn af kandítötunum í starfið, hefur þegar látið hafa eftir sér að hann muni ekki yfirgefa Ajax á þessu tímabili. Massi- miliano Allegri, fyrrverandi þjálfari Juventus, José Mourinho, sem rekinn var frá Manchester United í desem- ber á síðasta ári og Arsene Wenger, fyrrverandi stjóri Arsenal, hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir arftakar Kovac. Bayern München tekur á móti Olympiakos í Meistara- deildinni í kvöld. Bæjarar ætla að flýta sér hægt Niko Kovac Sanja Orazovic fór mikinn fyrir KR þegar liðið heimsótti Snæfell í úr- valsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Stykkishólmi í sjöttu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri KR, 81:57, en Orazovic skoraði 24 stig í leiknum. Vesturbæingar voru með frum- kvæðið í leiknum allan tímann og leiddu með tólf stigum í hálfleik, 42:30. KR fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar í 10 stig og er nú með jafn mörg stig og Valskonur sem eiga leik til góða á KR. Snæfell er sem fyrr í sjötta sæti deildarinnar með 4 stig. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Hari Öflug Sanja Orazovic var stigahæst í liði KR með 24 stig og átta fráköst. KR jafnaði Val að stigum Fjölnir tyllti sér á toppinn í Hertz- deild karla í íshokkí þegar liðið vann öruggan 4:0-sigur gegn SR í Egilshöll í gær. Staðan eftir fyrsta leikhluta var markalaus en Róbert Pálsson kom Fjölnismönnum yfir um miðjan annan leikhluta. Michal Stoklosa bætti við öðru marki Fjölnis í upp- hafi þriðja leikhluta og Stoklosa var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar þegar hann skoraði þriðja mark leiksins. Jón Helgason skoraði svo fjórða mark leiksins undir restina. Fjölnismenn eru í efsta sæti deild- arinnar með 15 stig en SA, sem er í öðru sætinu með 12 stig, á leik til góða á Fjölni. SR rekur lestina án stiga. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Það var hart tekist á í Skautahöllinni í Egilshöll í gær. Fjölnismenn á toppinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.