Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 BORÐAPANTANIR 483 4700 | www.hverrestaurant.is OPIÐ 11:30–22:00 ALLA DAGA HVER RESTAURANT Fullkominn fyrir þig, frábær fyrir hópinn. Góður matur og notalegt andrúmsloft. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hanna S. Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, segir samstarf við Attentus mannauð og ráðgjöf hafa skilað miklum árangri. Ráðgjöf Att- entus nýtist við endurskipulagningu og við gerð nýrrar stefnumótunar. Fjallað hefur verið um Vinnueftir- litið í fjölmiðlum síðustu daga en til- efnið er m.a. að ráðgjafi Attentus hætti störfum hjá eftirlitinu. Ástæðan var sögð meintur dónaskapur í garð starfsmanna eftirlitsins. Ekki fékkst upplýst hvaða ráðgjafi hætti eða hvaða ráðgjafi tók við af honum. Þá óskaði Hanna eftir spurn- ingum skriflega. Ráðinn til starfa í febrúar 2019 Að sögn Hönnu gerði Vinnueftir- litið samning um ráðgjöf og leigu á mannauðsstjóra í febrúar 2019. Samningurinn feli í sér að fyrirtækið leggi til mann- auðsstjóra sem veiti þjónustu og ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Vegna þessarar þjón- ustu greiði Vinnueftirlitið 428.670 kr. á mánuði. Jafnframt hafi verið unnið að úttekt og greiningu á stöðu mann- auðsmála, þ.á m. úrvinnslu og kynn- ingu. Vinnueftirlitið hafi greitt 841.500 kr. fyrir þá vinnu sem lauk í mars sl. Hanna bendir á að tölur séu án virðisaukaskatts sem stofnunin fái endurgreiddan frá Fjársýslunni. Setja fram aðgerðir „Ábyrgðarsvið mannauðsstjóra til leigu er ráðgjöf við stefnumótun í mannauðsmálum og framfylgd hennar ásamt ráðgjöf við ýmis mál er tengjast mannauðsmálum. Ráðgjöf mannauðsstjórans hefur verið mjög gagnleg og árangursrík fyrir innra starf Vinnueftirlitsins en ráðgjöfin hefur snúið að því að skoða mannauðsmál stofnunarinnar, greina stöðuna og setja fram aðgerðir,“ segir Hanna Sigríður. „Sem dæmi um verkefni sem mannauðsstjórinn hefur annast er skipulag samskiptavinnustofu með öllum starfsmönnum og gerð áætlun- ar í mannauðsmálum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur mannauðsstjórinn komið að undirbúningi jafnlaunavott- unar hjá stofnuninni. Allt eru þetta þættir sem eru hluti af nýrri stefnu- mótun og því að búa Vinnueftirlitið undir að þjóna betur breyttum vinnu- markaði.“ Starfsmaður hjá eftirlitinu, sem ræddi við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar, frétti það hjá trúnaðar- manni starfsmanna að ummæli mannauðsstjórans hefðu vakið reiði. Sá hefði sagt við trúnaðarmann að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að missa starfsmenn. Enginn myndi vilja ráða þá í vinnu. Að sögn Fréttablaðsins snerist samtalið um að margir starfsmenn vinnuvéladeildar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsandann. Ummæli skaði ekki vinnu Spurð um þessi málsatvik setur Hanna málið í samhengi. „Fyrri mannauðsstjórinn, sem starfaði með Vinnueftirlitinu í byrjun, dró sig til baka en það var sameig- inleg ákvörðun hans, Attentus og stjórnenda Vinnueftirlitsins að nýr ráðgjafi tæki við verkefninu í mars sl. Það var gert til að tryggja að ágrein- ingur, m.a. um meint ummæli hans í samtali við starfsmann, truflaði ekki þá faglegu vinnu sem komin var af stað innan Vinnueftirlitsins. Samhliða var málið sett í annan feril hjá stofn- uninni og fengnir utanaðkomandi að- ilar til að annast málið svo tryggja mætti hlutlausa málsmeðferð,“ sagði Hanna í skriflegu svari til blaðsins. Nýtur stuðnings ráðherra Ekki náðist í Ásmund Einar Daða- son, félags- og barnamálaráðherra, vegna málsins í gærkvöldi. Hins vegar lýsti hann í samtali við RÚV stuðningi við Hönnu Sigríði sem hann skipaði í embætti forstjóra eft- irlitsins fyrir síðustu áramót. „Vinnueftirlitið er að ganga í gegn- um ákveðnar breytingar og þegar slíkar breytingar eru í gangi getur það oft haft í för með sér svona hluti,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við RÚV af því tilefni. Starfsmaður hjá eftirlitinu sagði nokkrum hafa verið sagt upp í ár. Þá hefðu nokkrir látið af störfum. Verið væri að breyta skipu- lagi og það mætt mótstöðu hjá sumu starfsfólki. Samkvæmt vef eftirlitsins starfa þar nú um 70 manns. Ummæli til rannsóknar  Vinnueftirlitið felur utanaðkomandi aðila að rannsaka ummæli ráðgjafa  Starfaði hjá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus  Ósætti sagt vera hjá eftirlitinu Viðskipti við Attentus-Mannauð og ráð ehf. Viðskipti ríkisstofnana frá september 2018 til nóvember 2019 Stofnun Upphæð Umhverfis- og auðlinda- ráðuneyti, aðalskrifstofa 16.276.487 Lögreglustjórinn á Suðurn. 3.498.915 Dómstólasýslan 3.036.186 Héraðsdómstólar 3.016.880 Innanríkisráðuneyti 2.773.108 Forsætisráðuneytið 2.308.479 Velferðarráðuneytið 2.154.247 Umhverfisstofnun 2.101.918 Fjármála- og efnahagsráðun. 1.731.231 Lögreglustjórinn á Austurl. 1.235.273 Flensborgarskóli 1.199.003 Stofnun Upphæð Sinfóníuhljómsveit Íslands 1.148.603 Utanríkisráðuneyti 962.999 Einkaleyfastofan 812.538 Háskólinn á Akureyri 808.000 Heilsugæsla höfuðborgarsv. 598.455 Samkeppniseftirlitið 368.280 Menntaskólinn á Tröllaskaga 217.000 Kvennaskólinn í Reykjavík 76.725 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 76.725 Háskóli Íslands 60.778 Þjóðminjasafn Íslands 31.174 Alls 44.493.004 kr. Morgunblaðið/Golli Eftirlit Vinnueftirlitið fylgist með aðbúnaði á byggingarvinnustöðum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir Á vefsíðunni opnirreikn- ingar.is má finna upplýs- ingar um við- skipti ríkis- stofnana við einstaka aðila. Athugun á viðskiptum ríkisstofnana við Attentus-Mannauð og ráð ehf. bendir til að þau hafi numið 44,5 milljónum króna frá því í september 2018. Þar af nema viðskipti við um- hverfis- og auðlindaráðuneytið 16,3 milljónum króna og er það langstærsti viðskiptavinurinn. Næst kemur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem keypti þjón- ustu af Attentus á 3,5 milljónir króna (sjá má á töflu á síðunni). Athygli vekur að dómstóla- sýslan, héraðsdómstólar og inn- anríkisráðuneyti hafa öll keypt þjónustu fyrir um 3 milljónir. Fram kemur í ársreikningi At- tentus 2018 að tilgangur félags- ins sé ráðgjöf, kennsla, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og önnur tengd starfsemi. Hagn- aður af rekstri félagsins nam 39,8 milljónum, eigið fé var 91,3 milljónir og skuldir félagsins voru 37 milljónir. Störfuðu þá 11 starfsmenn í 10,2 stöðugildum og námu launagreiðslur alls 108 milljónum króna. Fyrirtækið seldi þjónustu fyrir 215 milljónir en seldi til samanburðar þjón- ustu fyrir 166 milljónir 2017. Hagnaður jókst úr 9,15 millj- ónum í 39,8 milljónir og lagði stjórnin til að greiddur yrði 40 milljóna króna arður. Fimm félög áttu hvert um sig 20% hlutafjár í Attentus. Stjórnarmenn í félaginu voru Árný Elíasdóttir, Sigríður Þor- geirsdóttir, Guðríður Sigurðar- dóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Ingunn Björk Vilhelmsdóttir. MIKILL VÖXTUR VAR HJÁ ATTENTUS ÁRIÐ 2018 Skiptir við margar stofnanir Samtölum bæjarstjóra og tveggja bæjarfulltrúa á Akureyri við íbúa Grímseyjar um stöðu mála í eyjunni lýkur væntanlega í næstu viku. Ný- verið voru þús- und tonn af afla- heimildum Grímseyinga seld í burtu og er óvissa um framtíð heilsársbúsetu í eyjunni. Nú er þar engin fisk- vinnsla. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, hefur ásamt bæjarfulltrú- unum Höllu Björk Reynisdóttur og Gunnari Gíslasyni rætt stöðuna við Grímseyinga undanfarið. „Við fórum út í Grímsey í síðustu viku og rædd- um einslega við það fólk og þær fjöl- skyldur sem þar eru, en núorðið er fámennt í eynni yfir vetrartímann. Við höfum líka rætt við fólk sem er hér á svæðinu, til dæmis með börn í skóla, en skóli er ekki starfræktur í Grímsey í vetur,“ segir Ásthildur. Hverfisráð Grímseyjar hefur farið þess á leit við Akureyrarbæ að vinnsluskylda verði afnumin við út- deilingu almenna byggðakvótans, en sett yrði á löndunarskylda í Gríms- ey. Ásthildur segir að erindið verði sent sjávarútvegsráðuneytinu til meðferðar í því ferli sem sé samfara umsóknum og úthlutun á byggða- kvóta. Hún segir að byggðakvóti geti spilað stórt hlutverk í atvinnulífi eyjarskeggja. Á heimasíðu bæjarins er haft eftir Ásthildi að áfram verði leitað ráða til að treysta byggðina við heimskauts- baug. Þar kemur einnig fram að bæjarfulltrúarnir Gunnar og Halla Björk eiga bæði sæti í verkefna- stjórn Brothættra byggða, sem er verkefni á vegum Byggðastofnunar. Grímsey er meðal þeirra byggðar- laga sem hafa tekið þátt í því verk- efni. aij@mbl.is Ræða stöðuna við íbúa Grímseyjar  Hverfisráð vill afnám vinnsluskyldu Morgunblaðið/Golli Ásthildur Sturludóttir Grímsey Hallað hefur undan fæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.