Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 LANCÔME KYNNING MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS 20% afsláttur af LANCÔME vörum GLÆSILEGUR KAUPAUKI ÞEGAR ÞÚ KAUPIR LANCÔME VÖRUR FYRIR 9.500 EÐA MEIRA. KYNNUM RÉNERGIE MULTI-LIFT ULTRA NÝJA KREMIÐ SEM GEFUR ÁRANGUR SEM ÞÚ BÆÐI SÉRÐ OG FINNUR. Kremið inniheldur m.a. Linseed extract sem eykur þéttleika húðarinnar, dregur úr hrukkum, vinnur gegn dökkum blettum og ójöfnum litatón. Húðin verður þéttari, fyllri, mýkri, minna ber á hrukkum og það er sem útlínur andlitsins hafi verið endurmótaðar. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 PROVENANTI-AGINGTRIPLE EFFICACY, WITH PRO-LIFTING LINSEED NÝTT RÉNERGIEMULTI-LIFT ULTRA ÞÉTTIR OG LYFTIR – HNITMIÐAÐ GEGN HRUKKUM – JAFNAR HÚÐLIT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eigum við ekki frekar að segja að við höfum ekki áttað okkur á því hvað þarf góðan undirbúning og hvað þarf að horfa víða. Við höfum verið of upptekin af atburðinum sem slíkum, það er að segja hvað gerist ef eða þegar kviknar í, í stað þess að hugsa um það sem þurfi að gera til að vera fær um að takast á við afleiðing- arnar,“ segir K. Hulda Guð- mundsdóttir á Fitjum í Skorra- dal, spurð að því hvort Íslendingar hafi sofið á verðinum varðandi aukna hættu á gróðureldum hér á landi. Hulda og Trausti Jónsson, veður- fræðingur og fyrrverandi sviðsstjóri á Veðurstofu Íslands, hafa tekið saman minnisblað um gróðurelda og innviði og sent umhverfisráðherra ásamt ósk um að skipaður verði starfshópur sem fái það verkefni að „skilgreina gróðurelda sem náttúru- vá og móta tillögur um skuldbind- ingu innviða samfélagsins gagnvart henni“. Þau hafa einnig kynnt málið fyrir oddvita Skorradalshrepps og sveitarstjóra Borgarbyggðar. „Við vonumst til þess að sveitarfélögin sem reka saman slökkvilið leggist á árarnar með okkur og ítreki málið við ráðherra,“ segir Hulda. Vandamálið stendur Huldu nærri. Hún býr innst í Skorradal, á jörð- inni Fitjum sem hún á ásamt bróður sínum. Þar er mikill skógur og sum- arhúsabyggð. Þau systkinin hafa lengi haft áhyggjur af gróðureldum og hugað að því hvað hægt sé að gera til að draga úr hættunni og minnka útbreiðslu elda og meðal annars átt mörg samtöl við Trausta um málið. „Það er á ábyrgð hvers einstaklings í samfélaginu að átta sig á því hvað hægt er að gera og vekja athygli á vandanum,“ segir Hulda þegar hún er spurð hvað hafi orðið til þess að þau Trausti gengu í málið. Óviðunandi og vaxandi hætta Í minnisblaði Huldu og Trausta kemur fram að gróðureldar eru vax- andi vandamál hérlendis, það svo að til ógna má telja. Nefnt er að hlýn- andi veðurfar bætir gróðurskilyrði. Búfjárbeit og önnur nýting gróðurs minnkar svo sina og annar lág- gróður eykst. Fjárfestingar í frí- stundabyggðum vaxa, viðvera í hús- unum eykst og gróður þar margfaldast. Þá er nefnt að stjórn- völd leggi stóraukna áherslu á ný- skógrækt sem úrræði í loftslags- málum. „Heildaráhætta sú sem gróður- eldar skapa í samfélaginu er óvið- unandi og vaxandi en tæki til að tak- ast á við hana og draga úr eru fyrir hendi. Þess er vart að vænta að nokkur þessara aðila taki það upp að eigin frumkvæði að sinna gróð- ureldavandanum og sjá til þess að hægt sé að horfa á listann að ofan með ánægjuaugum – rétt eins og við gerum nú varðandi snjóflóðamál og fleiri náttúruógnir. Til þess þarf samfélagslegt átak allra,“ skrifa þau. Í þessu ljósi telja þau Hulda og Trausti að sterklega megi gera ráð fyrir að gróðureldar muni valda tjóni, þó svo að heildarhættumat hafi ekki farið fram hér á landi, með tilliti til gróðureldaógnar. Í erindinu til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra er vitnað til skýrslna um áhrif lofts- lagsbreytinga sem stjórnvöld hafa látið gera, síðast 2018. Þar komi fram að gróður- og skógareldar séu vaxandi náttúruvá. Þau segja að samfélagsskuldbindingar gagnvart vánni séu hins vegar algerlega í lausu lofti og þekking á henni tak- mörkuð. Ljóst sé að mannslíf séu í húfi og efnislegt tjón gæti orðið verulegt í einstökum atburðum og numið hundruðum til þúsunda millj- óna. Núverandi tryggingakerfi sé ekki í stakk búið til að takast á við vandann. Þau benda á að hlutverk Náttúruhamfaratryggingar Íslands sé ekki skilgreint í þessu efni. Sama megi segja um hlutverk samfélags- sjóða sem takast á við náttúru- hamfarir og afleiðingar þeirra. Sveitarfélög og landeigendur eigi fárra eða engra fjárhagslegra varn- arkosta völ. Þá sé æskilegt umfang mótvægisaðgerða á hættusvæðum fullkomlega óljóst. Áhættuviðmið séu engin og skipulagsferlar liggi ekki fyrir. Eyða þarf óvissunni „Mikilvægt er að framangreind álitamál séu tekin föstum tökum, skilgreind og leitað lausna,“ segir enn fremur í rökstuðningi fyrir því að óskað er eftir skipan starfshóps til þess að skilgreina gróðurelda sem náttúruvá og móta tillögur um skuldbindingu innviða samfélagsins gagnvart henni. Þörf sé á sameigin- legri niðurstöðu sem myndi eyða þeirri gríðarlegu fjárhags- og ör- yggisóvissu sem ríkir gagnvart gróður- og skógareldum í dag. Morgunblaðið/RAX Mýraeldar Barist við sinubruna á Mýrum árið 2006. Þar urðu mestu gróðureldar sem vitað er um hér á landi. Gróðureldar verði skilgreind náttúruvá  Hvatt til þess að gerðar verði ráð- stafanir til að takast á við afleiðingar K. Hulda Guðmundsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ísland er með eitt hæsta hlutfall bíl- þjófnaða á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu samkvæmt nýjustu tölum sem Hagstofa Evrópusam- bandsins, Eurostat, hefur birt. Nýjustu tölur Eurostat eru með- altal áranna 2015-2017 og sýna þær fækkun frá meðaltali áranna 2008- 2010. Þegar rýnt er betur í tölurnar frá ári til árs síðasta áratug kemur þó í ljós að met var slegið í bílþjófn- uðum árið 2009 og skekkir það sam- anburðinn nokkuð. Raunin er því sú að fjöldi bílþjófnaða hefur rokkað til og frá hér á landi. Met var slegið ár- ið 2009 þegar þeir voru 546 en fæst- ir voru þeir árið 2013, 239 talsins. Árið 2017 voru þeir 466. Lögregluyfirvöld í Evrópu skráðu hjá sér ríflega 697 þúsund bílþjófnaði ár hvert að meðaltali frá 2015-2017. Það er 29% fækkun bíl- þjófnaða frá tímabilinu 2008-2010 þegar þeir voru ríflega 983 þúsund á ári. Hæsta hlutfall bílþjófnaða var í Lúxemborg en þar á eftir koma Grikkland, Ítalía, Svíþjóð, Frakk- land og Tékkland. Danir skera sig úr meðal Evrópuþjóða en þar í landi eru aðeins skráðir fjórir bílþjófnaðir á hverja hundrað þúsund íbúa. En hver er ástæða þess að hlut- fall bílþjófnaða reynist svo hátt hér á landi? Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er óþarft að óttast að þjófagengi ræni hér bílum og flytji þá úr landi. Ásgeir Þór Ás- geirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Morgunblaðið að þó að þess séu eflaust dæmi sé ekki mikið um að bílar hverfi hér á landi. „Í flestum tilfellum er um nytjastuld á eldri bílum að ræða. Þetta eru oft slitnir bílar og slitnir svissar. Svo er enn algengt að fólk sé að skilja bíl- ana eftir í gangi fyrir utan búðir og leikskóla. Stundum eru þar menn á ferð sem vantar bíl og við finnum bíl- ana síðar. Við höfum engar vísbend- ingar um að bílar séu fluttir úr landi og bútaðir niður eða slíkt.“ Ísland ofarlega á lista yfir hlutfall bílþjófnaða í Evrópu  138 bílþjófnaðir ár hvert á hverja 100 þúsund íbúa Bílaþjófnaðir í Evrópu 2015-2017 Fjöldi skráðra þjófnaða á hverja 100.000 íbúa, meðaltal áranna 2015-2017 Lúxemborg Grikkland Ítalía Svíþjóð Frakkland Tékkland Engl. og Wales Holland Ísland Belgía Finnland Kýpur Írland Portúgal Austurríki Skotland Noregur Norður-Írland Sviss Spánn Þýskaland Malta Lettland Búlgaría Litháen Pólland Slóvenía Ungverjaland Slóvakía Eistland Króatía Liechtenstein Rúmenía Danmörk 328 269 257 256 247 238 167 146 138 132 123 114 114 109 103 95 89 84 76 69 69 61 60 45 39 37 34 32 31 31 20 16 15 4 H ei m ild : E ur os ta t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.