Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Áætlað er að borgarsjóður skili 2,5
milljarða króna afgangi árið 2020, en
jákvæð niðurstaða samstæðu er
áætluð um 13 milljarðar króna eftir
fjármagnsliði. Er þetta meðal þess
sem fram kemur í frumvarpi að fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr-
ir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020
til 2024 sem leit dagsins ljós á fundi
borgarstjórnar í gær.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
lætur hafa eftir sér í tilkynningu að
samdráttur í efnahagslífi kalli á
trausta fjármálastjórn.
„Að undanförnu hefur verið sam-
dráttur í efnahagslífinu. Það krefst
þess að við séum enn betur á varð-
bergi gagnvart efnahagsumhverf-
inu. Við mætum samdrætti með
traustri fjármálastjórn, hóflegri
hagræðingarkröfu og metnaðarfullri
fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og
borgarfyrirtækja,“ er haft eftir Degi
í tilkynningu frá borginni.
Ekki í anda þess sem boðað var
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
sjálfstæðismanna í borginni, segir
meirihlutann aftur á móti vera að
skuldsetja Reykjavíkurborg öll árin.
„Það er verið að skuldsetja borg-
ina allt kjörtímabilið og öll hlutföll
eru til hækkunar skulda. Það er
þvert á það sem stendur í meirihluta-
sáttmálanum, þ.e. að borga eigi nið-
ur skuldir,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið og heldur áfram:
„Sé horft til þeirrar áætlunar sem
gerð var fyrir kosningar má sjá að
nú er gert ráð fyrir að samstæða
borgarinnar skuldi 64 milljörðum
meira í lok kjörtímabilsins en sagt
var fyrir kosningar. Það er hreint út
sagt sláandi tala enda eru 64 millj-
arðar nálægt því að vera nýr Land-
spítali. Slíkt er ekki hægt að kalla
frávik heldur er um að ræða stór-
kostlegan mun á því sem sagt var við
kjósendur fyrir kosningar og því
sem í stefnir að óbreyttu.“
Spurður út í þá 2,5 milljarða króna
sem borgin segir verða afgang árið
2020 segir Eyþór það ekki duga til.
„Þessi afgangur mun einfaldlega
ekki duga fyrir þær fjárfestingar
sem eru í gangi, það vantar minnst
milljarð á mánuði til að standa undir
því sem borgin er að fjárfesta.“
Tími til að selja eignir borgar
Þá segir Eyþór löngu tímabært að
Reykjavíkurborg selji eignir og fari
úr samkeppnisrekstri. „Með því er
ég að vísa til Gagnaveitu Reykja-
víkur og Malbikunarstöðvarinnar
Höfða, sem á að flytja og setja um
leið einn milljarð króna í þann flutn-
ing,“ segir hann en til stendur að
flytja malbikunarstöðina nær Esj-
unni.
„Af hverju er Reykjavíkurborg að
reka malbikunarstöð og af hverju vill
borgin henda einum milljarði í að
flytja hana á annan stað,“ spyr Ey-
þór og heldur áfram: „Það er löngu
kominn tími til að hagræða og selja
eignir sem ekki eru hluti af rekstri
Reykjavíkurborgar.“
Þá segir einnig í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg að verið sé að fjár-
magna uppbyggingu íþróttamann-
virkja og að fjármögnun borgarlínu
sé tryggð. „Laugavegur verður
gerður að varanlegri göngugötu og
Hlemmtorg verður endurgert á
næstu árum. Ný jarð- og gasgerðar-
stöð tekur til starfa og söfnun líf-
ræns úrgangs frá heimilum verður
innleidd í áföngum,“ segir Dagur.
Borgin gerir ráð fyrir afgangi 2020
Áætlað er að Reykjavíkurborg skili 2,5 milljarða króna afgangi árið 2020 Var kynnt á fundi borgar-
stjórnar Verið er að skuldsetja borgina öll árin, segir oddviti Sjálfstæðisflokksins Vill selja eignir
Í gjaldskrártillögum fyrir árið
2020 er meðal annars gert ráð
fyrir hækkun á gjaldi bílastæða
í borgarlandinu. Munu öll
svæði hækka að svæði 3
undanskildu.
Þannig er gert ráð fyrir að
gjaldsvæði 1 verði 400 kr./klst.
í stað 370 kr./klst., gjaldsvæði
2 verði 200 kr./klst. í stað 190
kr./klst. og gjaldsvæði 4 verði
200 kr./klst. í stað 190 kr./
klst. Gjaldsvæði 3 verður skv.
þessu 100 kr./klst. í stað 190
kr./klst. fyrir fyrstu tvær klst.
og 55 kr./klst. eftir það.
Bílastæðin
hækka
GJALDSKRÁRTILLAGA
Morgunblaðið/Eggert
Pólitík Tekist var á um tekjur og skuldir Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í gær.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Útför Sigurðar Steinars Ketilssonar, fyrrverandi skip-
herra hjá Landhelgisgæslunni, fór fram í gær frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði. Sr. Einar Eyjólfsson jarð-
söng.
Samstarfsmenn hins látna stóðu heiðursvörð og báru
kistuna. Í röðinni til vinstri eru, fremst, Halldór B. Nel-
lett, Páll Geirdal, Hafsteinn Heiðarsson og Haukur
Grímsson. Í röðinni fjær fremst Einar Valsson skip-
herra, Sigurður Ásgrímsson, Jón Árni Árnason og
Sævar Már Magnússon.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Sigurðar Steinars Ketilssonar
Sjálfstæðisflokkurinn getur verið
stoltur af framlagi sínu í jafn-
réttismálum að mati þeirra Þór-
dísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfa-
dóttur og Áslaugar Örnu Sigur-
björnsdóttur, ráðherra flokksins,
en rætt er ítarlega við þær í Auði,
sérstöku sérblaði sem Lands-
samband sjálfstæðiskvenna gefur
út í tilefni af 90 ára afmæli Sjálf-
stæðisflokksins.
Segir Áslaug Arna m.a. að á
meðan aðrir flokkar hafi talað um
jafnrétti hafi Sjálfstæðisflokkurinn
sýnt það í verki, meðal annars
með því að veita nú síðast ungum
konum brautargengi í stjórn-
málum. Þá hafi flokkurinn einnig
beitt sér fyrir veigamiklum málum
sem hafi jafnað hlutverk kynjanna
og um leið veitt öllum tækifæri til
þess að láta til sín taka.
Í inngangsorðum Erlu Tryggva-
dóttur, ritstjóra blaðsins, kemur
fram að heiti þess sé vísun til
þeirra kvenna sem unnið hafa
óeigingjarnt starf fyrir flokkinn
bak við tjöldin, en konur hafi alla
tíð verið hjartslátturinn í starfi
hans. Heitið Auður sé því hugsað
til þess að heiðra þær konur og þá
ekki síst sjálfstæðiskonuna Auði
Auðuns, sem fyrst kvenna gegndi
embætti borgarstjóra og varð síð-
ar fyrsta konan til að gegna ráð-
herraembætti.
Auk þeirra Áslaugar og Þór-
dísar eru einnig fróðleg viðtöl við
aðrar konur, sem tekið hafa virk-
an þátt í starfi Sjálfstæðisflokks-
ins, og má meðal annars nefna að
Halla Sigrún Mathiesen, nýkjör-
inn formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna, ræddi við Sal-
ome Þorkelsdóttur, sem varð fyrst
kvenna forseti Alþingis, en 70 ára
aldursmunur er á þeim Höllu og
Salome.
Eins og fyrr sagði er Erla
Tryggvadóttir ritstjóri blaðsins og
Vala Pálsdóttir, formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna,
ábyrgðarmaður þess. sgs@mbl.is
Hjartslátturinn í starfi flokksins