Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nokkrar tafir hafa orðið á endurbótum við Óðins- götu, Óðinstorg og Týsgötu í Reykjavík, sem stað- ið hafa yfir í sumar. Helsta ástæðan er sú að forn- leifar komu í ljós við framkvæmdirnar. Verklok áttu að verða nú í nóvember en nú er stefnt að því að verkinu ljúki endanlega fyrir jól. Borgin hefur komið upplýsingum um fram- vindu verksins skilmerkilega til íbúa og atvinnurekenda á svæðinu. „Nokkuð var um fornleifar á svæðinu, í báðum götum. Í að- stæðum sem þessum ber okkur að fylgja lögum um menningar- minjar og nutum aðstoðar Minjastofnunar og verktaka. Þetta var hins vegar tímafrekt og kostaði umtalsverðar tafir á framkvæmdum í tvígang,“ segir Guðrún Birna Sigmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, á heimasíðu borgarinnar. Guðrún segir í samtali að meðal annars hafi ver- ið um að ræða hleðslu, rúmlega eins metra breiða og líklega 10 til 15 metra langa og voru hellur efst í miðri hleðslunni. Stefán Ólafsson forleifafræð- ingur, sem hafði eftirlit með framkvæmdum, gerir ráð fyrir að hún sé frá 19. eða byrjun 20. aldar. Hafa samráð við Minjastofnun „Hvað þetta hefur verið er ekki gott að segja. Okkur datt í hug að þetta gæti verið gata eða kerruvegur, sem notaður hefur verið til að flytja grjót úr Þingholtinu í byggingu Alþingishússins, en vitað er að grjótið var numið og tilhöggvið á þessum slóðum. Búið er að sækja um formlegt leyfi til þess að fjarlægja fornleifarnar. Okkur ber í málum sem þessum að fara eftir 21. grein laga um menningarminjar, en Minjastofnun Íslands veitir leyfið,“ segir Guðrún Birna. Hún segir ennfremur að klöppin undir götunum hafi ekki ekki alltaf verið í samræmi við hæðar- setningar lagna og þurfti að fleyga meira en hönn- un gerði ráð fyrir. Í einhverjum tilvikum voru gerðar breytingar á teikningum þar sem það þótti vænlegra en það ónæði sem fleygun fylgir, en það leiðir til biðtíma. Loks bendir Guðrún Birna á að breytingar á götunni geri ráð fyrir svokölluðum blágrænum of- anvatnslausnum sem er nýjung og jákvætt fram- tak í umhverfismálum. Þetta séu nýjungar og þróun taki alltaf einhvern tíma. Blágrænar ofan- vatnslausnir, stundum nefndar sjálfbærar, fela í sér að nýta ofanvatn, regn og snjó á umhverfis- vænan og staðbundinn hátt. Mörgum verkþáttum er þegar lokið á svæðinu, bæði malbikun og hellulögn. Á það við um götur í nágrenni Óðinstorgs og er umferð gangandi nú orðin eðlileg. Eftir er að malbika og helluleggja Óðinsgötu, frá Óðinstorgi og Freyjugötu. Það verður gert síð- ar í þessum mánuði. Hellulögn Óðinstorgs á að ljúka 20. desember samkvæmt áætlun. Það verður því væntanlega ekki haldinn jólamarkaður á torg- inu eins og vonir stóðu til. Alþingishúsið var reist 1880 til 1881 Alþingishúsið stendur við Austurvöll. Það var reist á árunum 1880-1881. Tvær viðbyggingar hafa verið reistar við húsið, Kringlan 1908 og Skálinn 2002. Fram kemur á heimasíðu Alþingis að um 100 Íslendingar hafi fengið vinnu við smíðina. Grjótið í Alþingishúsið var aðallega tekið úr Þingholtunum þar sem nú er Óðinsgata. Var það klofið með járn- eða stálfleygum eða sprengt með púðri. Grjótið var síðan flutt í vinnuskúr og höggvið til og ýmist ekið á vögnum eða dregið á sleðum að Alþingis- hússgrunninum. Fornleifar fresta verklokum  Við endurbætur á Óðinstorgi kom í ljós hleðsla, rúmlega eins metra breið og 10 til 15 m löng  Mögulega kerruvegur fyrir grjót sem notað var í Alþingishúsið Morgunblaðið/Árni Sæberg Óðinsgata Hitaleiðslur hafa verið lagðar undir götuna og stefnt er að því að malbika á næstu dögum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg Fornleifarnar Hlaðinn stígur sem kom í ljós við endurbætur á Óðinsgötu og nágrenni nú í sumar. Guðrún Birna Sigmarsdóttir 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Að opna og loka, aldrei verið þægilegra! Glue snjalllás fyrir heimili ermjög auðveldur í uppsetningu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég hef aldrei séð eða heyrt af sam- setningi sem þessum og þykir mér það í raun jaðra við helgispjöll að vega svo illa að skáldinu okkar góða,“ segir Hrafn Jökulsson rithöf- undur í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til eintaks af hvítbláni sem Einar Benediktsson skáld hafði lagt til árið 1897 að yrði gerður að þjóðfána Íslands, sem nú er til sölu á erlendri uppboðssíðu. Ólíkt öðrum fánum skartar þessi stórum hakakrossi sem saumaður hefur verið á miðju hans. Í sölulýs- ingu kemur fram að fáninn tengist hreyfingu þjóðernissinna á Íslandi en hreyfing þessi var stofnuð 1933 að þýskri fyrirmynd. Hún leið undir lok nokkru áður en bandamenn lögðu hersveitir Þjóðverja í Evrópu. Hrafn kynnti sér heim íslenskra þjóðernissinna ásamt bróður sínum er þeir unnu að bókinni Íslenskir nasistar. Hann segir þá bræður ekki hafa fundið neinar heimildir um að nasistar hafi flaggað hvítbláni með ásaumuðum hakakrossi. „Þeir héldu úti sérstöku fánaliði, sem notaðist við hefðbundna nas- istafána líkt og sjá mátti í Þýska- landi á þessum tíma, og álpuðust um allan bæ. Af þessu eru til margar myndir, þó ekki í lit, en við hefðum tekið eftir því ef þeir hefðu notað fána Einars hvítbláin á þennan hátt,“ segir hann. Fáninn sagður „ansi dýr“ Magni Magnússon safnari segist ekkert vita um sögu umrædds fána. Hann segir fánann þó ansi dýran, en hann er á uppboðssíðunni metinn á 2.000 til 5.000 bandaríkjadali. Ekk- ert tilboð hafði í gær borist. „Ef menn hafa mikinn áhuga á einhverri vöru og eru óðir safnarar, þá borga þeir bara og svelta sig á móti. Þetta er samt ansi dýrt þykir mér,“ segir Magni. Hvítbláinn gamli með hakakrossi  Afskræming sögð jaðra við helgispjöll Hakakross Ekkert er gefið upp um uppruna fánans á uppboðssíðunni. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) eru á þveröfugri skoðun við ÁTVR um frumvarp þriggja þing- manna um staðsetningu áfengis- verslana. SVÞ vilja að gengið verði enn lengra í frumvarpinu en gert er og að sveitarfélögum verði gert mögulegt að hafa bein áhrif á stað- setningu vínbúða. Eins og fram hef- ur komið gagnrýnir ÁTVR ákvæði frumvarpsins um að ÁTVR skuli sækja um leyfi til rekstrar vínbúðar til sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta sé m.a. aftur- hvarf til pólitískra afskipta og gam- alla tíma. Í nýrri umsögn SVÞ segir aftur á móti að veruleikinn sé sá að sveitar- stjórnum sé tryggt vald til þess að skipuleggja byggð með þeim hætti sem hvað best hentar með tilliti til þeirra markmiða sem stefnt er að í þróun byggðar. Í því tilliti hafi sveitarfélög t.d. skipulagt hverfi með þeim hætti að íbúar þeirra þurfi ekki að fara um langan veg til að nálgast verslun og þjónustu. ,,Reynsla SVÞ er sú að staðsetn- ing vínbúða ÁTVR getur skipt veru- legu máli við þróun verslunar- og þjónustukjarna,“ segir SVÞ. Á með- an ÁTVR fari með einkarétt á sölu áfengis í smásöluverslunum hafi við- skiptavinir ÁTVR ekki um neina kosti að velja. Hagkvæm staðsetn- ing vínbúða geti skipt sköpum bæði fyrir sveitarfélög og fyrirtæki í verslun og þjónustu. Morgunblaðið/Heiddi Vínbúð Lagt er til að haft sé samráð við sveitarstjórn um staðsetningu. Geti haft bein áhrif á staðsetningu  SVÞ og ÁTVR á öndverðum meiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.