Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 26

Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 26
ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Rússinn Alex Ovechkin lék sinn 1.100. leik í NHL-deildinni í íshokkí aðfaranótt mánudags. Vitaskuld er merkilegt eitt og sér að ná því að leika 1.100 deildarleiki í sterkustu deild í heimi í sinni íþrótt. Tvennt annað gerir þennan áfanga þó enn athyglisverðari. Ann- ars vegar sú staðreynd að Ovechkin er einungis 34 ára gamall en hann fæddist 17. september 1985 í sjálfri höfuðborginni Moskvu. Ovechkin hefur verið í deildinni í fimmtán ár en hann var valinn fyrstur í nýliða- valinu árið 2004 af Washington Capitals eftir að hafa sýnt hvað í honum bjó með Dinamo Moskvu. Hann hefur því sloppið við alvarleg meiðsli að mestu til að geta náð slík- um leikjafjölda en enginn annar þeirra sem komu inn í deildina 2004 hefur náð þessu. Tæknilega góður og áberandi Ovechkin hefur um árabil verið ein stærsta stjarna íþróttarinnar enda tæknilega góður og áberandi sóknarmaður. Hefur hann skorað 669 mörk í deildinni og lagt upp 561 til viðbótar. Ovechkin gefur lítið eft- ir og í sextán fyrstu leikjum sínum á þessu keppnistímabili hefur hann skorað 11 mörk og gefið 8 stoðsend- ingar. Washington sigraði Calgary Flames 4:2 í tímamótaleik Ovechkin og hefur unnið fjóra leiki í röð. Hins vegar er sú staðreynd at- hyglisverð að Ovechkin hefur leikið 1.100 deildaleiki fyrir sama félagið eða Washington Capitals sem valdi hann á sínum tíma. Á tímum þegar hópíþróttamenn halda sjaldnast tryggð við sín lið hefur Ovechkin gert það. Ekki hefur hann heldur þurft að kvarta yfir kaupi og kjör- um en hins vegar beið hann lengi eftir því að fá að handfjatla Stanley- bikarinn stóra og glæsilega sem veittur er fyrir sigur í NHL- deildinni. Washington tókst ætl- unarverkið árið 2018 og hafði Ovechkin því verið í tæp fjórtán ár hjá félaginu þegar bikarinn fór til höfuðstaðarins. Þrívegis heimsmeistari Áður hafði Ovechkin náð því að verða heimsmeistari með Rússlandi og raunar hefur hann þrívegis af- rekað það. Hann státar hins vegar ekki af ólympíuverðlaunum en Rússarnir ætluðu að bæta úr því þegar þeir léku á heimavelli í Sochi 2014 en það gekk ekki eftir þegar Finnar slógu þá út í 8-liða úrslitum 3:1. Ovechkin á langt í land með að ná leikjametinu í NHL en það á Gordie Howe sem lék 1.767 leiki á 26 keppnistímabilum. Markametið á Wayne Gretzky sem skoraði 894 mörk með fjórum liðum í deildinni á 21 keppnistímabili. 1.100 deildarleikir fyrir sama liðið  Alex Ovechkin er á sextánda tíma- bili sínu hjá Washington Capitals AFP Traustur Alex Ovechkin hefur spilað 1.100 leiki með sama liði. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 Fimm íslenskir kylfingar hefja leik á morgun á öðru og næstsíðasta stigi fyrir Evrópumótaröðina í golfi en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Krist- jánsson, Andri Þór Björnsson, Rún- ar Arnórsson og Bjarki Pétursson. Aldrei áður hafa svo margir ís- lenskir kylfingar komist inn á 2. stig úrtökumótsins. Spilað verður á fjórum völlum á Spáni. 75 kylfingar spila á hverjum velli og komast um 20 áfram á lokaúrtökumótið sem haldið verður 15.-20. þessa mán- aðar. Metfjöldi á 2. stig úrtökumótanna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í eldlínunni Haraldur Franklín Magnús hefur keppni á morgun. Í fyrsta skipti í tæp tuttugu og sex ár er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson ekki á meðal fimmtíu efstu á heimslistanum í golfi. Þar hafði hann átt sæti í 1.353 vikur en listinn er gefinn út vikulega. Mick- elson féll niður í 51. sæti á mánudag en frá því listanum var komið á koppinn árið 1986 hafði enginn ver- ið jafn lengi á meðal fimmtíu efstu án þess að missa úr viku. Mickelson er 49 ára gamall og var því 23 ára þegar hann var fyrst á meðal fimm- tíu efstu. Þá var Brooks Koepka 3 ára en hann er nú í 1. sæti. Gerðist síðast í nóvember 1993 AFP 49 ára Phil Mickelson virðist vera að gefa lítillega eftir á vellinum. Þegar flest liðin hafa leikið átta leiki er San Francisco 49ers eina liðið sem unnið hefur alla leiki sína í NFL-deildinni í amerískum fót- bolta á tímabilinu. Meistararnir í New England Pat- riots töpuðu í fyrsta skipti á tíma- bilinu aðfaranótt mánudags þegar liðið fór til Baltimore. New Eng- land hafði sem sagt unnið fyrstu sjö leikina en Baltimore Ravens vann mjög sannfærandi 37:20. Baltimore gengur einnig vel og hefur liðið unnið sex leiki af fyrstu átta. Leik- stjórnandinn ungi, Lamar Jackson, gerði New England erfitt fyrir en vörn meistaranna er þekkt fyrir að vera mjög sterk. Jackson er 22 ára og var valinn númer 32 í nýliðaval- inu í fyrra, og fjórir leikstjórn- endur voru valdir á undan, en hefur verið fljótur að sanna sig. Gamla stórveldið San Francisco 49ers hefur náð sér á strik eftir mögur ár. Í það minnsta lofar byrj- unin góðu en fyrir tímabilið var ekki búist við því að liðið yrði eitt þeirra allra sterkustu. San Fran- cisco vann síðast árið 1995 og hefur ekki farið í úrslitaleikinn síðan þá. Fleiri lið sem eru öflug í upphafi tímabils eru New Orleans Saints sem unnið hefur sjö af fyrstu átta, þá hafa Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið sjö af fyrstu níu leikjum sínum. LA Rams sem fór í úrslit á síðasta tímabili hefur unnið fimm leiki. AFP Sigursæll Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, gengur af velli í Baltimore þar sem hann mátti sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu. San Francisco 49ers eina ósigraða liðið Skagastrákarnir í 2. flokki mæta enska liðinu Derby County í 2. um- ferð unglingadeildar UEFA í knatt- spyrnu á glæsilegu gervigrasi Vík- ings í Fossvogi í kvöld en liðin eigast svo við á Pride Park á Englandi eftir þrjár vikur. Skagamenn urðu fyrsta íslenska liðið til að komast í gegnum fyrstu umferðina eftir að hafa slegið út eistneska liðið Levadia Tallinn með stæl en ÍA vann rimmu liðanna samtals 16:1. „Þetta er bara virkilega spenn- andi verkefni sem við erum að fara í og verður gaman fyrir strákana og um leið mikil reynsla,“ sagði Sig- urður Jónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Morgunblaðið. Derby vann hvítrússneska liðið FC Minsk í fyrstu umferðinni sam- anlagt 9:2. Breytum engu í okkar leik „Við vitum að Derby er með mjög gott unglingastarf og akademíu og er í fremsta flokki á þessu sviði á Englandi. Það er mikill styrkleiki í þeirra liði og margir flottir leikmenn sem spila með því. Við gerum okkur því alveg grein fyrir því að þetta verður krefjandi verkefni. Við telj- um okkur mæta vel undirbúna í þennan leik. Leikirnir á móti Le- vadia Tallinn voru léttari en við reiknuðum með en þessir leikir á móti Derby verða allt annar hand- leggur. Við höfum reynt að einbeita okkur að okkar leik og ég veit að strákarnir ætla að selja sig dýrt. Við viljum vera í þeirri stöðu áður en að síðari leikn- um kemur að eiga möguleika á að komast áfram og því er mikilvægt að ná góðum úrslitum í Víkinni. Við ætlum ekki að breyta neinu í okkar leik. Hann hefur hentað okkur vel og sú hugmyndafræði sem við höfum verið með. Svo sjáum við til hverju þetta skilar okkar,“ sagði Sigurður. Flautað verður til leiks í Víkinni klukkan 19 í kvöld. gummih@mbl.is Heldur Evrópu- ævintýri ÍA áfram?  Mætir Derby í Víkinni í kvöld Ljósmynd/ÍA Spennandi Sigurður Jónsson, þjálf- ari 2. flokks ÍA í knattspyrnu.  Hollenska frjálsíþróttakonan Madiea Ghafoor hefur verið dæmd í átta og hálfs árs fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl. Ghafoor, sem er 27 ára, var stöðvuð á leið sinni frá Hollandi til Þýskalands og reyndist vera með 50 kg af e-pillum og 2 kg af metamfeta- míni í skottinu á bílnum sínum, auk 1,6 milljóna króna í reiðufé. Söluvirði efnanna er talið nema jafnvirði 320 milljóna króna. Ghafoor, sem var í sveit Hollands í 4x400 metra boð- hlaupi á síðustu Ólympíuleikum, í Ríó árið 2016, hélt fram sakleysi sínu í dómsal. Sagðist hún hafa haldið að hún væri að flytja lyf yfir landamærin. Frjálsíþróttasamband Hollands harm- ar málið og fordæmir hegðun Ghafo- or. Málinu hefur verið vísað til lyfjaeft- irlits til að kanna hvort reglur um ólöglega lyfjanotkun frjálsíþróttafólks hafi verið brotnar.  Emil Alengård, fyrrverandi lands- liðsmaður Íslands í íshokkí, er orð- inn aðstoðarþjálf- ari sænska úrvalsdeildar- félagsins AIK eftir að hafa áður stýrt U18-liði félagsins. AIK hefur átt afar erfitt uppdráttar á leiktíðinni og aðeins unnið fjóra leiki af 16, þar af þrjá í venjulegum leik- tíma. Þess vegna var ákveðið að breyta til hjá félaginu og hættir And- ers Gozzi sem aðstoðarþjálfari til að einbeita sér alfarið að hlutverki sínu sem íþróttastjóri AIK. Jussi Salo verður áfram aðalþjálfari liðsins en nú með Emil sér til halds og trausts. Emil lék með A-landsliði og yngri lands- liðum Íslands um langt árabil áður en skautarnir fóru upp í hillu og er sjálf- sagt besti leikmaður í sögu landsliðs- ins.  Knattspyrnumaðurinn efnilegi Orri Steinn Óskarsson verður leikmaður danska stórveldisins FC Köbenhavn frá og með næsta sumri. FCK greinir frá þessu á heimasíðu sinni og segir að Orri Steinn hafi skrifað undir samning sem taki gildi næsta sumar og að hann muni þá fara í U17-lið fé- lagsins. Orri Steinn er aðeins 15 ára gamall en á að baki 9 leiki fyrir yngstu landslið Íslands. Hann kom við sögu í 14 leikjum með meistaraflokki Gróttu í sumar, þar af 12 leikjum í 1. deildinni þar sem hann skoraði eitt mark, en hjá Gróttu lék hann undir stjórn föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar.  Jose Maria Gutierrez, betur þekkt- ur sem Guti, hefur verið ráðinn þjálf- ari spænska B-deildarliðsins Almería. Guti lék með spænska stórliðinu Real Madrid í 15 ár og varð fimm sinnum spænskur meistari með því. Hann yfirgaf Real Madrid árið 2010 og gekk í raðir Besiktas sem hann lék með í eitt ár áður en hann lagði skóna á hilluna. Hann var unglingaþjálfari hjá Real Madrid frá árinu 2013-18 og aðstoðar- þjálfari hjá Besiktas á síðustu leiktíð. Almería er í öðru sæti í spænsku B-deildinni. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.