Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 ✝ Svava Guðjóns-dóttir fæddist á Hesti í Önund- arfirði 19. maí 1934. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 20. októ- ber 2019. Foreldrar hennar voru Guð- jón Gísli Guðjóns- son, bóndi á Hesti í Önundarfirði, f. 28.10. 1897, d. 29.3. 1980, og Guðbjörg Sveinfríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22.8. 1901, d. 25.3. 1980. Systk- ini Svövu eru Þorvarður, f. 28.1. 1929, d. 24.1. 2011. Sigurborg Hervör, f. 27.1. 1931. María Guðrún, f. 19.3. 1932. Helga Jóna, f. 27.4. 1933. Ingólfur Haf- steinn, f. 16.7. 1935, d. 25.7. 1987. Sveinbjörn Guðjón, f. 14.6. 1940, d 20.7. 2007. Alls voru systkinin 13 en sex dóu í æsku. Börn Svövu eru Gunnar Pétur Héð- insson, f. 28.3. 1961, maki Ingibjörg Kristín Valgeirs- dóttir. Börn þeirra eru Svavar Már, Kristín Brynja og Guðmundur Ingi. Hallgrímur Ingimar Jóns- son, f. 20.3. 1973, maki Marta Sólveig Björnsdóttir. Börn þeirra eru Snærún Ynja, Heið- björt Ótta og Styrmir Jarl. Útförin fer fram frá Laugar- neskirkju í dag, 6. nóvember 2019, klukkan 13. Elsku mamma. Ekki átti ég von á því þegar við Inga lentum í Keflavík, nýkomin úr smáfríi, að seinna sama dag færum við í okk- ar síðasta bíltúr og það upp á bráðamóttöku. Fáeinum dögum seinna var orðið ljóst í hvað stefndi og þú kvaddir þennan heim 20. október. Ekki veit ég hvort þig grunaði að styttast færi í jarðvistinni þegar þú baðst mig að fylgja þér að leiði foreldra þinna fáeinum vikum áður svo þú gætir séð lagfæringuna sem þú hafðir látið gera á leiði þeirra, en svona varstu bara, þú vildir hafa þetta í lagi. Þegar við fjölskyldan fórum að skima eftir myndum í safni okkar af þér komu upp margar minningar, m.a. ferð sem þú fórst með okkur til Kanarí sem þú hafðir mjög gaman af, einkum þegar við tókum í spil á kvöldin. Minnist ég þá einnig þegar tekið var í spil með bræðrunum á Eiðs- stöðum og veru okkar þar og jafn- vel fengið sér smá með. Þú hafðir gaman af að ferðast og fórst í siglingu á skemmti- ferðaskipi á sjöunda áratugnum, m.a. til Bretlands, Hollands og Noregs, sem ekki var algengt á þeim tíma. Einnig fórstu með Helgu syst- ur þinni til Ameríku og svo með okkur til Lanzarote. Þegar ég var á leiðinni vestur á Patró viku eftir að þú kvaddir leið mér eitthvað undarlega, eitthvað svo tómur, og ég áttaði mig á því að ég var farinn að sakna þín mik- ið og í framtíðinni yrði ekki um það að ræða að koma við á Dal- brautinni í kræsingar og spjall. Við vorum kannski ekkert mik- ið að tala um hvað við elskuðum hvert annað en væntumþykja þín í garð foreldra, systkina og fjöl- skyldna þeirra fór ekkert á milli mála, svo ég tali nú ekki um ást þína á okkur bræðrum og fjöl- skyldum okkar. Svo var það Önundarfjörður- inn, æskuslóðirnar á Hesti, þú elskaðir þann stað og það var okk- ur sérstök ánægja að geta eytt með þér fáeinum dögum á ári þar síðustu árin. Það er svo margt sem ber að þakka og virða, þú varst svo góð fyrirmynd í svo mörgu, m.a. varstu búin að gera mig sjálf- bjarga í heimilisstörfum löngu fyrir tvítugt en þar varstu á heimavelli, þrifin, vandvirk og svo endalaust greiðasöm. Þú talaðir um það á sínum tíma að það yrði ekki sagt mikið yfir þér eða á eftir, en ég stóðst ekki mátið og ætla að vona, sé líf eftir þetta líf, að þú hvílir nú í faðmi ástvina og unnusta sem þú misstir aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul. Ætla að lokum að kveðja þig með þessum orðum sem mér finnst eiga vel við: Þegar einhver sem þú elskar verður að minningu, þá verður minningin að dýrmætum fjár- sjóði. Þinn sonur, Gunnar Pétur. Fallin er frá ástkær systir og mágkona, Svava Guðjónsdóttir, fædd á Hesti í Önundarfirði. Systkinin frá Hesti voru alls 13 en sjö þeirra komust á legg. Systkinahópurinn: Þorvarður, Hervör, María Guðrún, Helga Jóna, Svava, Ingólfur Hafsteinn og Sveinbjörn Guðjón voru ein- staklega dugleg og lífsglöð. For- eldrarnir Guðjón Gísli og Guð- björg Sveinfríður, jafnan kölluð Fríða, voru samhent um að koma barnahópnum sínum upp oft við erfiðar aðstæður. Sorgin yfir barnahópnum sem féll frá fljótt eftir fæðingu hafði áhrif á þau öll. Vegna heyrnarleysis fór Her- vör um sjö ára aldur til Reykja- víkur í Málleysingjaskólann, síð- ar nefndur Heyrnleysingjaskól- inn. Nokkrum árum síðar fylgdi Hafsteinn bróðir þeirra, sem líka var heyrnarlaus. Hervör og Haf- steinn voru afar náin og voru flesta vetur saman í skóla í Reykjavík. Aðstæður leyfðu ekki alltaf að systkinin kæmust heim öll sum- ur. Þegar þau komust heim að Hesti voru mikil fagnaðarlæti. Það var kært með þeim systkin- um öllum og Hervör minnist Svövu sem sérstaklega glaðlegr- ar ungrar stúlku sem var henni afar góð. Þær systur unnu inni á meðan bræðurnir unnu úti með föður sínum. Fríða skipti þeim upp við þrif, sauma, bakstur, matseld, þvotta og fleira. Þvotturinn var klappaður á steini og skolaður við brúna yfir Korpuá. Þaðan gengu þær systur klyfjaðar með þungan blautan þvottinn heim í hús. Öll systkinin tóku þátt í hey- skap, rökuðu túnin en Hervör og Hafsteinn komu ekki að slætti. Fríða vildi vernda börnin sín tvö heyrnarlausu, sem heyrðu ekki í vélunum, svo ekki yrðu slys. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og mikla vinnu sveif ætíð andi gleði yfir Hestsfólkinu. Guðjón bóndi var afar léttur í lund. Hann klippti hár barnanna af mikilli kúnst og vini þeirra hjóna á næstu bæjum. Húsfreyjan Fríða var afar fróð, las mikið þegar færi gafst og uppfræddi börnin sín. Svava nam tvo vetur við Héraðsskólann á Núpi. Systurn- ar María og Svava fluttu til Reykjavíkur veturinn 1956 vegna náms við Hússtjórnarskólann í Reykjavík fram í júní 1957. Á sama tíma bregða þau Fríða og Guðjón búi og flytja til Reykja- víkur. Þau bjuggu fyrst hjá okkur hjónum í Heiðargerði áður en þau keyptu íbúð á Laugarnesvegi. Á þessum tíma voru mikil sam- skipti við Svövu sem var tíður gestur. Þær systur fóru í versl- unarferðir saman, að skoða kjóla og nutu samverunnar. Svava var annáluð matreiðslu- kona, gerði listilega skreyttar snittur og hún var gjarna fyrst til að bjóða fram aðstoð sína. Þá nýtti hún vel handavinnu og allt sem hún lærði í Hússtjórnar- skólanum. Svava var gæfusöm í einkalífi. Drengirnir hennar, Gunnar Pét- ur og Hallgrímur, voru hennar líf og yndi. Líf hennar snerist að miklu leyti í kringum fólkið hennar, tengdadætur og barna- börn. Synir hennar fengu gott uppeldi, eru fádæma duglegir og reglusamir í lífi og leik. Svava starfaði m.a. hjá Prentsmiðjunni Odda en lengst af í mötuneytinu hjá Júpíter og Mars. Haustið 2019 lék Svava á als oddi á níræðisafmæli Guð- mundar. Nú er komið að lokum og við kveðjum Svövu frá Hesti, hnípin og þakklát fyrir hennar góðu tilveru. Hervör systir og Guðmundur mágur. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast Svövu frænku minnar sem var uppáhaldsföður- systir mín að öðrum ólöstuðum. Saga okkar hefst árið sem ég fæddist, þegar mamma og pabbi keyptu íbúð á Laugarnesvegi 108, 3. t.v. Afi og amma keyptu 3. t.h. og bjuggu þar með Svövu og ungum syni hennar Gunnari Pétri og Mæju systir og Hadda frænda. Svenni bróðir pabba og Hadda keyptu svo 2. t.h. Þrátt fyrir að foreldrar okkar ynnu mikið vorum við aldrei án úrræða ef eitthvað bjátaði á, því við gátum leitað víða og stutt var niður í frystihús þar sem Svava frænka rak mötuneytið með dugnaði og beðið hjá henni eftir að það kæmi matur eða kaffitími og hitt ömmu. Ég skottaðist oft með skrám- ur og skúffelsi til Svövu og þó Svava væri kannski ekki allra sló hjarta hennar hlýtt undir hrjúfu yfirborðinu. Mötuneytið í Júpíter og Mars var hjarta hússins og þar stjórn- aði hún, óumdeilt. Bragi verkstjóri og Siggi skrifari, sem var manngerð stimpilklukka, komu oft við og fengu sér kaffi og til að reifa dægurmál dagsins. Svava lá ekki á skoðunum sín- um og fannst þeim þær greini- lega oft skondnar, því þeir hlógu stórkarlalega, en þá hristi Svava höfuðið og rak þá í burtu með nokkrum vel völdum orðum. Þá hlógu þeir enn hærra og skoltarnir á Sigga skrifara skullu saman með háum hvelli. Þegar ég fékk mína fyrstu al- vöru sumarvinnu fjórtán ára var ég svo stálheppin að fá að vinna með Svövu í mötuneytinu og við áttum frábært sumar saman. Á þessum tíma var aldurs- munurinn á okkur meiri en seinna varð, en þrátt fyrir það skildi ég að lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá henni og þráði hún að eignast sitt eigið heimili fyrir sig og Gunnar Pétur. Í þá daga var lánaaðgengi tak- markað og því á brattann að sækja fyrir verkafólk með slík markmið. Svava lét það ekki á sig fá og bókstaflega þrælaði myrkr- anna á milli. Seinna kynntist hún svo seinni barnsföður sínum og eignaðist Halla Inga og eigið heimili. Þrátt fyrir skilnað þeirra hjóna nokkrum árum seinna hélt Svava ótrauð áfram að vinna fyrir sér og sínum, í tveimur vinnum og kvartaði aldrei. Árin liðu og leiðir okkar lágu ekki oft saman eins og gengur en þegar við hittumst var þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið, áreynslulaust. Ég hóf störf hjá Sparisjóði vél- stjóra árið 1987, en Svava var meðal viðskiptavina þar. Hún kom iðulega að spjalla við mig þegar hún átti erindi í bankann og tókst með okkur vinátta. Henni sárnaði ógurlega að ég skyldi þurfa að vinna tvær vinnur eins og hún til að sjá syni mínum farborða og hafði á orði að lítið hefði breyst á Íslandi með kjör einstæðra mæðra þó að menn „kjöftuðu hver upp í annan“ á þingi um uppgrip þess hóps sem þó væri sívælandi. Við fórum afar minnisstæða ferð saman í bíl vestur í Önund- arfjörð hér um árið. Bílstjórinn í þeirri ferð, Arnar, sagði að við hefðum ekki þagað í eina mínútu alla leiðina sem tók 5-6 klst. með stoppi á Hólmavík, þögðum ekki þar heldur, nema þá rétt til að efla andann. Ég tel mig hafa verið heppna að hafa átt þessa sómakonu að og sem eins og segir í ljóðinu kynti ofninn sinn og vann verk sín í hljóði og ætlaðist aldrei til þess að henni væri vorkennt eða hjálpað. Hún eignaðist tvo mannkosta- syni sem voru henni allt og eru til vitnis um hennar gildi. Nú er horfin á braut stórbrotin frænka og ég kveð hana með ást og virðingu í hjarta. Rannveig Svanhvít (Svana). Svava Guðjónsdóttir Það er mikill sjónarsviptir að þér elsku vinur og sár söknuður að missa þig. Það er eins og búið sé að bora inn í mann holu, slíkur er tómleikinn sem maður finnur fyrir; holu sem hefur sí- fellt verið að fyllast og tæmast af tárum síðustu daga. Það er ákaflega verðmætt að hafa eignast þig að vini og ekki margir sem maður hittir á lífs- leiðinni sem geta auðgað líf manns eins og þú gerðir, með mannkostum, gleði og góðri nærveru. Þú varst afar næmur á fólk og kringumstæður, hafð- ir sannan áhuga á öðru fólki og vildir að öllum gengi sem best. Það er eins og skynjun manns fari öll úr skorðum þegar vinur manns er allt í einu farinn, maður á svo erfitt með að ná utan um það. Á milli þess sem Lárus Dagur Pálsson ✝ Lárus DagurPálsson fædd- ist 6. september 1973. Hann lést 19. október 2019. Útför hans fór fram 2. nóvember 2019. bylgjur sorgar skella á manni sé ég þig fyrir mér og orðin hjörtur í skógi, örn á flugi. Þú varst afar hjartahreinn, tær maður og heiðar- legur og bjóst yfir mikilli fegurð. Svo varstu einstaklega fyndinn og skemmtilegur. Einn fyrsti brandarinn sem þú sagðir mér var af storki sem kemur inn á bar. Þetta var frá- bær og sérstakur brandari sem þú sagðir með þeirri glettni í svipnum sem ég mun aldrei gleyma. Húmorinn lá í algjör- um súrrealisma og djúpu innsæi í mannlegar aðstæður sem þú sannarlega bjóst yfir. Ég mun ávallt geyma þennan stork og allar aðrar góðar minningar um þig í hjarta mér, með innilegu þakklæti fyrir að hafa kynnst þér elsku vinur. Við Magga sendum Önnu Sif, Páli Ísaki, Ingimari Albert, Kolfinnu Kötlu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þorvaldur Kristjánsson. Það var eitthvað í fari Valla sem gerði það að verkum að manni leið alltaf vel í návist hans; hann var svo hlýr, glettinn, skemmtilegur, einlægur og einfaldlega fallegur. Það gat oft liðið langt á milli samveru- stunda en alltaf átti hann samt í manni hverja taug og hvert bein. Það er með þakklæti og hlýju í bland við djúpa hryggð sem við kveðjum einstakan vin. Öll eigum við fjölskyldan okkar fallegu minningar um hann og höfum við ósjaldan, á glaðri stundu, vísað í einhver af hans glæsilegu spak- mælum og munum halda því áfram um ókomna tíð. Við getum ekki átt sanna kveðjustund án þess að minnast á örlæti hans, þolinmæði og alúð um árabil, við Fjólu ömmu sem líkt og flest okk- ar átti erfitt með að sjá sólina fyr- ir honum. Hann var svo dásam- Valdimar Bjarnason ✝ ValdimarBjarnason fæddist 26. október 1966 . Hann lést 21. október 2019. Útför hans fór fram 2. nóvember 2019. legur maður og við söknum hans öll. Elsku Valli, hafðu þakkir okkar fyrir allt og hvíldu í friði og ró – við munum þig alltaf. Elsku Bogga okkar, Bjarni Már, Bryndís Ósk, Maggi Þór og fjöl- skyldan öll, hugur okkar er hjá ykkur og við leitum leiða til að senda ykkur styrk og huggun. Ekkert getur vegið upp á móti á sorginni betur en ljúfar minning- ar um þá sem farnir eru og af þeim erum við öll rík. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Bogga og öll stórfjöl- skyldan. Okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykk- ur. Elísabet María (Beta Maja) og fjölskylda. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR G. ÓSKARSSON, Smáragrund, Skagafirði, lést föstudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 8. nóvember klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Eyrún Ósk Þorvaldsdóttir Rúnar Páll Björnsson Edda Björk Þorvaldsdóttir Finnur Jón Nikulásson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ODDUR ÞÓRARINN RAGNARSSON frá Seyðisfirði, lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar sunnudaginn 3. nóvember. Útför fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 9. nóvember klukkan 12. Ingi Þór Oddsson Hildur Hilmarsdóttir Imsland Vikar Freyr Oddsson Unnur Agnes Holm Össur Ægir Oddsson Hlynur Vestmar Oddsson Sidonia Beldean barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÚN STURLUDÓTTIR frá Súgandafirði, lést á Hrafnistu hinn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 11.00. Inga Lára Þórhallsdóttir Elvar Bæringsson Sóley Halla Þórhallsdóttir Kristján Pálsson Auður Þórhallsdóttir Siggeir Siggeirsson Steinunn Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðurbróðir minn, SIGURÐUR BJARNASON frá Óseyri, Stöðvarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð, Seyðisfirði, þriðjudaginn 29. október. Útförin verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju föstudaginn 8. nóvember klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna S. Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.