Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
60 ára Arnór ólst upp í
Hvassaleiti í Reykjavík
og býr í Þingholtsstræti.
Hann er gigtarlæknir og
vinnur hjá Þraut, mið-
stöð fyrir vefjagigt, þar
sem hann er einn
þriggja eigenda. Hann
vinnur einnig á gigtardeild Landspítalans.
Maki: Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, f.
1960, stjórnarformaður Hannesarholts.
Börn: Hrafnhildur Arnórsdóttir, f. 1983,
Víkingur Heiðar Arnórsson, f. 1985, Mar-
inella Arnórsdóttir, f. 1992, og Jón Ágúst
Arnórsson, f. 1994.
Foreldrar: Víkingur Heiðar Arnórsson, f.
1924, d. 2007, yfirlæknir og prófessor við
HÍ, og Stefanía Gísladóttir, f. 1926, d.
2004, húsmóðir.
Arnór
Víkingsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eitthvað sem byrjaði sem áleitin
hugmynd yfirtekur allt í einu allan tíma
þinn. Í vikunni ferð þú á óvænt stefnumót.
20. apríl - 20. maí
Naut Dagurinn í dag er kjörinn til þess að
gera við allt sem er bilað á heimilinu.
Veltu við hverjum steini í heimilisbókhald-
inu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dagurinn í dag er frábær fyrir
skapandi verkefni og afþreyingu með
smáfólkinu. Þú ert eitthvað utan við þig
þessa dagana.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú mátt búast við einhverju
spennandi í lífi þínu í dag. Verið getur að
þú þurfir að ræða við fagaðila vegna gam-
alla tilfinninga.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekki láta hvetja þig til þess að kaupa
einhvern óþarfa í dag. Kynntu þér
strauma og stefnur í menntamálum og
taktu svo ákvörðun.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er oft betra að geyma hlutina
hjá sér um stund heldur en að deila þeim
strax með öðrum. Hlutirnir reddast alltaf
á elleftu stundu hjá þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinnan göfgar manninn en það er
fleira sem gefur lífinu gildi. Vertu góð/ur
við sjálfa/n þig – dæmdu þig mildilega.
Þú þarft ekki að vera best/ur í öllu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft ekki á neinum láta-
látum að halda til að vekja athygli ann-
arra. Óttastu að ferðast ein/n? Það er
auðveldara en þú heldur. Prófaðu bara.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er tækifærið til þess að
setjast niður og skipuleggja líf sitt. Þú er
leið/ur á að vera alltaf í sama farinu.
Breyttu til.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vinsældir þínar eru meiri en
nokkru sinni fyrr. Ef þú spyrð þá færðu
svör, fyrr ekki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vinur þinn mun ekki bregðast
eins við og þú býst við af honum. Stuttar
ferðir út í náttúruna hlaða þig orku.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú kannt að þurfa að bregða þér af
bæ með litlum fyrirvara. Gakktu á undan
með góðu fordæmi og gefðu þeim sem
ekki virðast eiga það skilið annað tæki-
færi.
H
annes Stephensen
Friðriksson fæddist á
Bíldudal 6. nóvember
1939. Þar hefur hann
alið manninn alla ára-
tugi síðan að því undanskildu er
hann brá sér í Borgarfjörð hér um
árið. Erindið suður var að stunda
nám við Héraðsskólann í Reykholti.
Að námi loknu flutti hann aftur í dal-
inn sinn fagra og þar er hann enn.
Hannes byrjaði snemma að starfa
sem verslunarmaður við Verslun
Jóns S. Bjarnasonar á Bíldudal og
vann sig fljótlega upp í verslunar-
stjórastarfið sem hann gegndi allt
þar til verslunin hætti, 1986. Það má
bókstaflega segja að hann hafi þá
fært sig yfir lækinn, því einmitt hin-
um megin við Jónsbúðarlækinn, svo-
nefnda, var hótelið og veitingastað-
urinn Vegamót. Þau hjónin Hannes
og Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir
festu kaup á Vegamótum árið 1986
og ráku staðinn með miklum mynd-
arbrag allt til ársins 2013. Hannes
er enn í dag umboðsmaður fyrir
Skeljung á Bíldudal, sér um af-
greiðslu fyrir félagið og rekur eigin
verslun hvar fást leikföng, bækur og
gjafavara margskonar.
Þótt tími verslunarmannsins geti
oft verið æði langur þá hefur Hann-
es ávallt haft nokkra aukatíma í
sólarhringnum. Hann, eins og aðrir
Bílddælingar, er vel meðvitaður um
að lífið er ekki bara saltfiskur. Hefur
hann unnið að ýmsum félagsmálum í
gegnum tíðina, má þar nefna Lions,
meðan það hugsjónafélag starfaði á
Bíldudal, og störf fyrir íþróttahreyf-
inguna og kirkjuna. Hannes sat
einnig í hreppsnefnd Bíldudals-
hrepps um tíma og hefur starfað í
ýmsum nefndum í gegnum árin jafnt
fyrir Bíldudal sem og Vesturbyggð.
Hæst ber þó störf hans með Leik-
félaginu Baldri á Bíldudal en hann
var einn af stofnendum félagsins ár-
ið 1965. Hafði hann áður leikið í
nokkrum leiksýningum á Bíldudal
og eftir að eiginlegt leikfélag var
stofnað var hann í höfuðrullum í
langflestum sýningum félagsins
næstu áratugina auk þess að gegna
formennsku í fjölda ára. Hannes
hefur einkum verið í gamanhlut-
verkum, fór m.a. á kostum sem
Ketill skrækur í Skugga-Sveini, en
gaman er að geta þess að í hlutverki
Skugga var Örn Gíslason, frændi og
stórvinur Hannesar. Leikarinn
Hannes gat þó einnig túlkað alvar-
legri hlutverk svo eftir væri tekið,
m.a. í Mýs og menn og Tobacco
Road. Aðeins eru nokkur ár síðan
hann steig á svið síðast með leik-
félaginu, lék þá bakaradrenginn í
Dýrunum í Hálsaskógi og fór á kost-
um sem oft áður og skömmu síðar í
leikverkinu Rommí.
Eiginkona Hannesar, Þórunn
Helga, hefur staðið þétt við bakið á
sínum manni bæði í leik og starfi.
Saman hafa þau haldið fallegt og
gestkvæmt heimili í Birkihlíð á
Bíldudal. Hannes var kjörinn heið-
ursborgari Vesturbyggðar árið 2018
og er síður en svo sestur í helgan
stein. Hann er í dag formaður
sóknarnefndar Bíldudalssóknar,
syngur með kirkjukórnum og lætur
Hannes Stephensen Friðriksson, kaupmaður á Bíldudal – 80 ára
Fjölskyldan Hannes, Þórunn Helga og börn í brúðkaupi Birnu sem var haldið 7.9. 2013.
Síður en svo sestur í helgan stein
Leiksýning Úr verkinu Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo
sem leikfélagið sýndi árið 1969. Hannes er í tunnunni.
Hjónin Þórunn Helga og Hannes.
50 ára Karl er Súðvík-
ingur og hefur búið í
Súðavík alla tíð. Hann er
með skipstjórnarrétt-
indi og er með eigin út-
gerð, sem heitir Akravík
ehf. Hann situr í hrepps-
nefnd Súðavíkurhrepps.
Maki: Guðrún Guðný Elíasdóttir Long, f.
1967, heimavinnandi.
Börn: Anna Elísa Karlsdóttir, f. 1992, Kjart-
an Geir Karlsson, f. 1994, Mekkín Silfá
Karlsdóttir, f. 1998, og stjúpdóttir er Ragn-
hildur Björgvinsdóttir, f. 1986. Barnabarn
er Hervar Jarl, sonur Önnu Elísu.
Foreldrar: Kjartan Geir Karlsson, f. 1934,
d. 2017, skipstjóri, og Salbjörg Olga Þor-
bergsdóttir, f. 1933, d. 2017, póststarfs-
maður.
Karl Guðmundur
Kjartansson
Til hamingju með daginn
Hafnarfjörður
Elísabet Emma
fæddist 25. janúar
2019. Hún vó 3.672
g og var 52 cm löng.
Foreldrar hennar
eru Hrafnhildur
Heiða Jónsdóttir og
Jóhann Daniel
Thorleifsson.
Nýr borgari