Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umræðan áAlþingi Ís-lendinga
um útvíkkun heim-
ilda til fóstureyð-
inga er enn í fersku
minni eins og vont
bragð í munni.
Heilbrigðis-
ráðherrann átti
bágt með sig og lét því sauma
saman fyrir sig nýtt hugtak til
að gera umræðuna þægilegri
fyrir sig og er dapurlegt að
hlýðnir fjölmiðlamenn og ósjálf-
stæðir hlupu eftir ráðherranum
með vondu samviskuna, eins og
væru þeir undirsátar hans.
Nú var gjörðin kölluð „þung-
unarrof“ í stað fóstureyðingar.
Hvernig gat það orðið tilefni til
breytingar á þessari nafngift úr
fóstureyðingu í „þungunarrof“
þegar veitt voru verulega víð-
tækari heimildir til að eyða
fóstrinu þegar það var orðið
eldra og þroskaðra en áður
mátti, eins og glögglega má sjá
af ómmyndum af fóstri á þessum
tveimur lífsstigum sínum. Logi
Einarsson formaður Samfylk-
ingar virtist vera með enn
bögglaðri samvisku á þessari
vegferð svo hann vildi ekki
kannast við að þarna væri yfir-
leitt verið að fjalla um barn í
móðurkviði, sem er hugtakið
sem gilt hefur í allri slíkri um-
ræðu um þúsundir alda.
Hann taldi að með þung-
unarrofinu væri hvorki verið að
eyða fóstri (þótt lög hafi orðað
það svo þar til í ár) og því síður
barni. Þetta sem var tekið eða
eytt var „frumuklasi“.
En þegar sami formaður þarf
að glenna sig opin-
berlega í hlutverki
góðmennis vegna
brottvísunar fólks
frá Albaníu horfir
málið allt öðruvísi
við. Þá gengur kon-
an sem á í hlut ekki
með frumuklasa
eins og Samfylking
kallar barn í móðurkviði, þegar
rætt er um víðtækari heimildir
til að eyða því. Þá er það hagur
barns sem er í hættu.
Og Helga Vala Helgadóttir
lætur sig ekki vanta í umræðuna
núna og segir þá: „Það er alveg
klárt að það var hvorki gætt að
hagsmunum hins ófædda
barns …“ og bætti því við að sér
þætti blasa við að þetta væri
„ómannúðleg framkoma“.
Kannski væri ráð fyrir þá sem
með þessu tali fylgjast núna að
slá því upp hvernig þetta sama
fólk talaði í umræðunni um
„þungunarrofið“ sitt. Þá kom
barn í hinni hefðbundnu merk-
ingu lítt við sögu. Þó eru þau tal-
in í hundruðum sem mæta slík-
um örlögum á hverju ári. Það sjá
því allir sem eitthvað sjá að ekk-
ert blasir betur við í allri þessari
umræðu en hræsnin og tvöfeldn-
in.
Og ekki má það gleymast í
þessu samhengi að forsætisráð-
herra landsins, Katrín Jakobs-
dóttir, vildi að sín skoðun lægi
glöggt fyrir í þungunarrofsmál-
inu. Þar væri alls ekki nógu
langt gengið! Hún vildi að heim-
ildin til eyðingar lífs sem kvikn-
að hafði fyrir níu mánuðum yrði
látin gilda allt til fæðingar-
stundarinnar.
Það kemur ekki á
óvart að svo stutt
skuli vera í tvöfeldni
og hræsni þegar
„góða fólkið“
hneykslast}
Hvað blasir við?
Almenn hneyksl-an og sorg
ríkja nú í Banda-
ríkjunum og í
Mexíkó eftir að
minnsta kosti níu
Bandaríkjamenn voru myrtir á
hrottafenginn hátt í norður-
hluta Mexíkós. Fórnarlömbin
tilheyra samfélagi mormóna
sem settist að í Mexíkó á 19.
öld eftir að hafa mátt þola of-
sóknir í Bandaríkjunum gagn-
vart ýmsum siðvenjum sínum,
en heimkynni þeirra eru nú
innan þess hluta Mexíkós sem
glæpagengi sem stunda vímu-
efnasmygl hafa gert að vígvelli
sínum.
Margvísleg ódæði, sem sum
eru ólýsanleg á prenti, hafa
verið framin í þeim átökum, en
árásin nú hefur engu að síður
gengið fram af mörgum. Er það
ekki síst vegna þess að sex af
fórnarlömbunum níu sem vitað
er um voru á barnsaldri. Þá er
ekki fullkomlega ljóst hvers
vegna mormónarnir voru nú
gerðir að fórnarlömbum í mis-
kunnarlausu stríði
eiturlyfjagengj-
anna.
Víst er, að árásin
muni kalla fram
viðbrögð af hálfu
stjórnvalda í bæði Mexíkó og
Bandaríkjunum. Andres Manu-
el Lopez Obrador, forseti
Mexíkós, hefur þegar lýst yfir
vilja sínum til samstarfs við
Donald Trump Bandaríkja-
forseta og Trump hefur for-
dæmt ódæðið og kallað eftir að
hervaldi verði beitt gegn
glæpagengjunum sem þarna
áttu í hlut. Hann hefur ekki
sparað stóru orðin og í þessu
tilviki eiga þau mjög vel við.
Enn er á huldu hvers eðlis
slíkt samstarf gæti orðið og
óvíst hverju það gæti skilað.
En vonast má til þess að ríkin
tvö geti náð saman um leiðir til
þess að koma í veg fyrir, að
fleiri saklausir borgarar verði
fyrir barðinu á harðsvíruðum
glæpamönnum sem víla ekki
fyrir sér að myrða börn í leit
sinni að illa fengnu fé.
Fíkniefnastríðið í
Mexíkó sýnir sitt
ljóta andlit}
Tími til að spyrna við fótum
Á
mánudag var sérstök umræða á
Alþingi um geðheilbrigðismál
ungs fólks, einkum þess hóps sem
jafnframt geðröskunum hefur
glímt við fíknivanda. Umræðan
vakti enga athygli fjölmiðla svo merkilegt sem
það nú virðist. Það ánægjulega er að sam-
hljómur var í máli nær allra sem til máls tóku
um að við svo búið mætti ekki standa. Undan-
farin misseri hafa borist fréttir af ótímabærum
andlátum ungs fólks sem hefur átt við geðræn-
an og/eða fíknivanda að stríða. Þannig hefur
fjöldi ungs fólks í blóma lífsins látið líf sitt bæði
vegna ofskammta og fyrir eigin hendi þegar öll
sund hafa lokast. Meðal annars hefur einstak-
lingum sem mæta í bráðaþjónustu Geðsviðs
verið úthýst jafnvel þótt þeir glími við sjálfs-
morðshugsanir. Þetta ástand er með öllu óþol-
andi og bregðast verður við með margvíslegum hætti til að
reyna að hamla þessari óheillaþróun. Fyrst af öllu þarf að
bregðast við þeim bráðavanda sem nú ríkir með því að nú
þegar verði gerð stjórnsýsluúttekt á geðsviði Landspítala
Háskólasjúkrahúss. Að henni lokinni verði allir ferlar yfir-
farnir og endurskoðaðir. Ljóst er að veita þarf meiri fjár-
munum til geðsviðsins; bæði er húsnæði ófullnægjandi og
starfsfólk sviðsins er of fámennt og sinnir störfum sínum
við erfiðar aðstæður. Til lengri tíma litið verður að grípa
til margvíslegra ráðstafana og þar þurfa margir að hafa
aðkomu. Brýnt er að auka sálfræðiþjónustu í grunn- og
framhaldsskólum, svo og að efla þjálfun í lífs-
leikni. Auka þarf þátttöku ungs fólks í íþrótta-
og tómstundastarfi. Að framansögðu er ljóst
að sameiginlegt átak margra þarf til. Alþingi,
ríkisstjórn, sveitarstjórnir, skólayfirvöld, heil-
brigðisstarfsfólk og frjáls félagasamtök, svo
einhverjir séu nefndir, þurfa að taka höndum
saman um öfluga forvörn og hugarfarsbreyt-
ingu svo hægt sé að koma í veg fyrir að næstu
árgangar verði jafn illa varðir fyrir ógninni.
Þegar hefur verið brugðist við vanda vegna
lyfseðilsskyldra lyfja með því að breyta verk-
lagi og er það vel. En um leið hefur ekki verið
brugðist nægilega við þeim vanda sem skapast
þegar snögglega er dregið úr ávísunum lyfja.
Hér þarf að taka á strax. Auk þess þarf að
stórefla tollgæslu og lögreglu í baráttu þeirra
við það flóð fíkniefna sem að steðjar, bæði inn-
fluttra og heimafenginna. Eftir viku verður 2. umræða
fjárlaga á dagskrá. Þar mun Miðflokkurinn færa fram til-
lögur sem geta orðið til að bæta það ófremdarástand sem
nú ríkir. Ef marka má samstöðuna í þingsal í fyrradag
verður þeim tillögum væntanlega vel tekið. Ljóst er að við
eigum ekki og við megum ekki standa hjá aðgerðarlaus og
horfa upp á unga fólkið okkar sem erfa á landið verða geð-
og fíknisjúkdómum að bráð.
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
Geð- og fíknisjúkdómar ungs fólks
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki varð af nauðungarupp-boði á húseignum og jörð-inni Eiðum á Fljótsdals-héraði í gær.
Landsbankinn var gerðarbeiðandi og
afturkallaði nauðungarsöluna. Upp-
boðs var krafist vegna tæplega 186
milljóna króna skuldar Heimilis-
kaupa ehf. (áður Eiðar ehf.) við bank-
ann. Eignin var keypt á sínum tíma í
þeim tilgangi að endurreisa menn-
ingar- og menntasetur á Eiðum en
ekki hefur orðið af því.
Málið á sér langan aðdraganda
eða allt frá árinu 2000. Þá ákvað
meirihluti bæjarstjórnar Austur-
Héraðs (forveri Fljótsdalshéraðs) að
staðfesta ekki samning um sölu Eiða-
staðar til Eignarhaldsfélagsins
Bakka, félags Arnar Kjærnested
byggingarverktaka. Hans tilboð var
talið best fyrir samfélagið af þeim til-
boðum sem bárust. Eftir að samið
var við Örn og áður en samningurinn
var staðfestur á boðuðum aukafundi
bæjarstjórnar barst boð frá Sigur-
jóni Sighvatssyni kvikmyndafram-
leiðanda og Sigurði Gísla Pálmasyni
athafnamanni sem talið var rétt að
kanna betur.
Þegar kom að því að taka loka-
ákvörðun í málinu taldi starfshópur
sem vann að málinu fyrir bæjarstjórn
að tveir kostir væru í stöðunni.
Annars vegar að staðfesta kaup-
samning við Bakka og hins vegar að
hafna öllum tilboðum, undirbúa málið
betur og auglýsa ákveðnar eignir aft-
ur. Hvorugur kosturinn var valinn.
Öllum tilboðum var hafnað og ákveð-
ið að staðfesta ekki kaupsamning við
Bakka. Það gerði meirihluti bæjar-
stjórnar með vísan til nýrra upplýs-
inga og vísað til þess að fyrir lægi
mikill áhugi aðila sem hefðu „öflug
menningartengsl á alþjóðlegan mæli-
kvarða“ og vildu byggja upp „alþjóð-
legt menningarsetur“ á Eiðum. Var
þetta samþykkt með sex atkvæðum
meirihlutans gegn þremur atkvæð-
um sjálfstæðismanna.
Stefndu að endurreisn
Eftir að gengið var frá kaupum
á Eiðastað af ríkinu var samið við
Sigurjón og Sigurð Gísla, fyrir hönd
óstofnaðs hlutafélags, um kaup á öll-
um eignum Alþýðuskólans og hluta
af jörðinni fyrir 33 milljónir kr.
Kaupréttur þeirra að frekari landar-
eignum var háður fjárfestingum
þeirra í uppbyggingunni.
Í frétt Morgunblaðsins af undir-
skriftinni sem fram fór í byrjun ágúst
2001 kom fram að kaupendurnir
stefndu að endurreisn mennta- og
menningarseturs á Eiðum. Sigurjón
sagði að ýmsar hugmyndir væru uppi
en tók fram að stefnumörkun og
undirbúningur tæki um það bil ár.
Eigendurnir kostuðu ýmsu til í
upphafi til að halda við eignum og
kanna möguleika á varanlegri starf-
semi. Margar hugmyndir voru at-
hugaðar en rétta hugmyndin virðist
ekki hafa fundist. Gaumgæfilega var
farið yfir málið á árinu 2005 og þá
ákvað bæjarstjórn að rifta ekki
samningum og ákvað að treysta á
nýja framtíðarsýn eigendanna. Á
þessum tíma og síðar kom fram að
margir íbúar sveitarfélagsins voru
óánægðir með að markmiðin skyldu
ekki nást.
Kaupendurnir lentu í vanskilum
með kaupverðið en gerðu það að fullu
upp á árinu 2012. Björn Ingimarsson,
bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir
að fólk hafi ekki verið sátt við þróun
mála en sveitarfélagið geti ekkert
gert. Hann tekur þó fram að eig-
endur Eiða hafi verið jákvæðir gagn-
vart félögum og ýmsir menningar-
viðburðir hafi farið fram á Eiðum.
Hluti eignanna er notaður fyrir
ferðaþjónustu.
Ekki varð af áform-
um um uppbyggingu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Frá Eiðum Lítil notkun er í húsum fyrrverandi Alþýðuskólans á Eiðum.
Þar er þó gisting og einstaka viðburðir hjá menningarfélögum á Héraði.
Alþýðuskólinn á Eiðum starfaði
á árunum 1918 til 1998, síðustu
þrjú árin undir hatti Mennta-
skólans á Egilsstöðum. Áður var
starfræktur bændaskóli þar. Um
fimmtán þúsund nemendur
sóttu skólann og kennarar og
aðrir starfsmenn skiptu hundr-
uðum. Eiðar voru einnig mikil-
vægar í atvinnu- og byggðalegu
tilliti. Það varð því högg fyrir
byggðina þegar skólinn lagðist
af vegna dræmrar aðsóknar.
Sveitarfélagið og ríkið reyndu
að finna mannvirkjunum nýtt
hlutverk. Austur-Hérað tók
eignirnar á leigu og keypti þær
síðar í þeim tilgangi að stuðla
að því að þar yrði byggt upp.
Söluferli með hlykkjum, sem
lýst er hér til hliðar, endaði með
því að stærstur hluti eigna Eiða-
stóls var seldur Sigurjóni Sig-
hvatssyni og Sigurði Gísla
Pálmasyni sem áformuðu
endurreisn staðarins sem
mennta- og menningarseturs.
Skólahald
í rúma öld
EIÐAR