Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Fram hefur komið í umfjöllunMorgunblaðsins að undan- förnu að opinberir aðilar hafa átt mikil viðskipti við ráðgjafarfyr- irtækið Attentus utan við ramma- samninga Ríkis- kaupa.    Ráðuneyti hafaverið drjúg í þessu efni, meðal annars umhverfis- ráðuneytið, sem hefur keypt þjónustu af fyrir- tækinu fyrir 16,3 milljónir króna sl. ár.    Í skýringu ráðuneytisins á þess-um miklu viðskiptum segir: „Hér er m.a. um að ræða aðstoð við ráðningar í störf innan ráðu- neytisins, eftirfylgni jafnlaunastað- als, markþjálfun, stjórnendaþjálf- un, starfsmannasamtöl, launa- og kjaramál og vinnu við ýmsar greiningar og stefnumótun á sviði mannauðsmála.“    Nú stendur yfir umræða umfjárlög og þá koma líka fram upplýsingar um gegndarlausan út- gjaldavöxt.    Getur verið að lítið ráðuneytigæti komist af án þess að láta skattgreiðendur greiða utan- aðkomandi ráðgjöfum milljónir fyrir „markþjálfun og stjórnenda- þjálfun,“ svo dæmi séu tekin?    Er ekki hugsanlegt, meðal ann-ars með hliðsjón af þessu svari umhverfisráðuneytisins, að spara megi í ríkisrekstrinum?    Eða er alveg óhjákvæmilegt aðfá ráðgjafa til að vinna „við ýmsar greiningar og stefnumótun á sviði mannauðsmála,“ jafnvel hjá smæstu ríkisstofnunum? Er ekkert svigrúm til sparnaðar? STAKSTEINAR Líklegt er að ökumaður fólksbifreiðar, sem ekið var í veg fyrir vörubifreið á Kjalarnesi í janúar í fyrra með þeim afleiðingum að ökumaður bifreiðarinnar lést af sárum sínum, hafi annaðhvort sofnað eða misst athygli við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa skv. skýrslu sem birt hefur verið. Áreksturinn átti sér stað um hálftíu að morgni til við bæinn Hvamm. Var fólksbifreiðinni ekið áleiðis til Reykjavíkur og var bílstjórinn, sem var karl- maður á fertugsaldri, einn í bifreiðinni. Skyndilega ók hann bifreiðinni á rangan vegarhelming beint í veg fyrir vörubifreið sem kom á móti. Þrátt fyrir viðbrögð ökumanns vörubifreiðarinnar til að reyna að forðast árekstur lenti fólksbifreiðin á framhorni vörubifreiðarinnar og varð mikil aflögun á öku- mannsrými bifreiðarinnar. Fram kemur í skýrslunni að þótt myrkur hafi verið og hiti við frostmark hafi yfirborð vegar verið þurrt og lítill vindur. Þá hafi ökumaður bifreiðar- innar verið undir áhrifum lyfja í skömmtum sem ráðlagðir eru í lækningaskyni og hann tók að stað- aldri, en þau hafi sennilega haft slævandi áhrif. Skv. fylgiseðli lyfjanna skal ekki aka bifreið meðan lyfin eru tekin. Brýnt að aðgreina akstursáttir Nefndin segir í ábendingum sínum vegna slyss- ins að umferð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi sé mikil, að meðaltali 10 þúsund bifreiðar á sólarhring. Telur hún brýnt að aðgreina akstursáttir á vegum þar sem umferð sé svo mikil til að fyrirbyggja fram- anákeyrslur. Talinn hafa sofnað eða misst athygli  Rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir skýrslu um banaslys á Kjalarnesi Greint verður frá fyrstu niður- stöðum rannsóknarinnar Blóð- skimun til bjargar á opinni ráð- stefnu um mergæxli á morgun. Sigurður Yngvi Kristinsson, læknir og pró- fessor, mun segja frá niðurstöð- unum og fjalla um sjúkdóminn, eðli hans og helstu þætti í meðferð hans og nýjungar í lyfja- meðferð. Ráðstefnan hefst á hótel Hilton Nordica við Suð- urlandsbraut 2 klukkan 9 og er öll- um opin. Að henni standa Alþjóða- samtök um mergæxli (International Myeloma Foundation (IMF)) í sam- vinnu við Perluvini – Félag um mer- gæxli, Háskóla Íslands og Landspít- alann. Þetta er í fjórða skiptið sem slík ráðstefna er haldin hér á fjórum árum. Hjónin dr. Susie og dr. Brian Durie, stofnendur IMF, taka þátt í ráðstefnunni. IMF hefur stutt Blóð- skimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum, með myndarlegum fjárframlögum. Búið er að rannsaka 65 þúsund sýni af þeim rúmu 80 þús- undum sem tóku þátt. „Þetta var ótrúlega góð þátttaka,“ sagði Kjartan Gunnarsson hjá Perluvinum um rannsóknina. Hann taldi að hún væri einstök á heims- vísu og mundi auka við þekkingu á sjúkdómnum. Á ráðstefnunni verður fjallað um mergæxli, frá ýmsum hliðum. Dr. Brian Durie segir frá helstu nýj- ungum í meðferð og lyfjum sem eru væntanleg á markað. Hjúkrunar- fræðingarnir Sveinlaug Atladóttir og Elva Bredahl Brynjarsdóttir, fjalla um aukaverkanir af meðferð við mergæxli og Sigrún Þorsteins- dóttir læknir talar um beina- sjúkdóma hjá sjúklingum með mergæxli. Hún lauk doktorsritgerð um efnið fyrir skömmu. Þá mun Brynja Hauksdóttir segja frá þróun- ar- og gæðavinnu á Landspítalanum sem miðar að því að bæta hag krabbameinssjúklinga og aðstand- enda. Andri Steinþór Björnsson, prófessor í sálfræði, talar um hvern- ig fólk tekst á við áföll eins og það að greinast með krabbamein. Árelía Eydís Guðmundsdóttir lýk- ur ráðstefnunni með hressandi loka- orðum. Ráðstefnustjóri er Guðrún Agnarsdóttir læknir. gudni@mbl.is Fyrstu niðurstöður rannsóknar kynntar  Opin ráðstefna um mergæxli á morgun Sigurður Yngvi Kristinsson Beiðni um opinbera úttekt Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar semAlþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðs fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga. Spurt er hvort það geti talist eðlilegt að ákveðnir aðilar sem hafa gríðarlega hagsmuna að gæta komi að undirbúningi og gerð breytinga á lögum um fiskeldi sem fela í sér fjárhagslegan ávinning fyrir viðkomandi. Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að nefndin tæki málið til rannsóknar og eftir atvikum skipaði óháðan rannsóknaraðila. Undirritaður hefur sent fjölmarga tölvupósta til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis án þess að þeim erindum hafi verið svarað efnislega. Valdimar Ingi Gunnarsson, Sjávarútvegsþjónustan ehf. valdimar@sjavarutvegur.is Gögn á slóðinni: https://lagareldi.is/fljotandi-ad-feigdarosi/ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.