Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði, endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður. Ljósstyrkur: 3200 lumens Drægni: 408 m Lengd: 266,2 mm Þvermál: 28,6 mm Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður) Vatnshelt: IP68 Fenix UC35 V2 Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni. Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis- og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli, yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending. Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til merkjasendinga. FENIX HL60R Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu- endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950 lúmenum og allt að 116 m drægni. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Fenix TK47UE Hægt að hlaða um USB snúru. Hægt að hlaða um USB snúru. „ÉG VIL FÁ ANNAÐ ÁLIT. HANN HEFUR ÍTREKAÐ SETT DAUÐA SINN Á SVIÐ.” „VEISTU VINUR, ÉG ER BARA MEÐ TVÖ PÖR AF HÖNDUM!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga kökukrús á vísum stað. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ÆTLA EKKI AÐ ÞRÍFA ÞETTA! JAMM, MÉR FINNST ÞETTA LÍKA FLOTT HEI, LÚÐI! GLASIÐ ER SKÍTUGT! HEI, EKKI KENNA MÉR UM ÞAÐ! ÞESSI KÚNNI HLÝTUR AÐ VERA MEÐ ÓHREINAR HENDUR! fræðingur. Foreldrar hennar: Hjón- in Björgvin Guðmundsson, f. 15.11. 1932, d. 30.8. 1992, vélstjóri og harð- fiskverkandi á Stokkseyri, og Kristín Jósteinsdóttir, f. 21.12. 1932, hús- móðir, nú búsett í Kópavogi. Börn Magna og Brynju eru 1) Óskar Örn Vilbergsson, f. 5.7. 1983, viðskiptafræðingur og húsasmíða- meistari og starfar sjálfstætt við bókhaldsþjónustu og rekstrar- ráðgjöf. Maki: Elísabet Ómarsdóttir leikskólaliði. Börn: Emilía Rún, f. 2010, Alexander Magni, f. 2015, og Anna Kristín Óskarsdóttir, f. 2016, búsett á Eyrarbakka; 2) Björgvin Vilbergsson, f. 12.1. 1990, verkfræð- ingur og stýrimaður og starfar hjá Marel. Maki: Shelby Morgan sér- kennari, búsett í Hafnarfirði; 3) Kristín Vilbergsdóttir, f. 16.11. 1991, nemi í HÍ, búsett í Hafnarfirði; 4) Ásta Þórunn Vilbergsdóttir, f. 20.1. 2000, nemi í HR, búsett í Hafnar- firði. Systkini Magna eru Lillian V. Óskarsdóttir, f. 14.8. 1952, bús. í Kópavogi; Ragnheiður Óskarsdóttir, f. 1.4. 1955, skrifstofumaður, bús. á Eyrarbakka; Sigríður Óskarsdóttir, f. 8.4. 1957, starfar hjá KPMG, bús. á Eyrarbakka; Eyrún Óskarsdóttir, f. 20.3. 1964, listfræðingur og grunn- skólakennari, bús. í Reykjavík; Edda Óskarsdóttir, f. 27.1. 1967, dr. í sér- kennslufræðum, lektor við HÍ, bús í Reykjavík; Hallgrímur Óskarsson, f. 19.12. 1970, fasteignasali, bús. á Sel- fossi; Barði Páll Óskarsson, f. 3.6. 1970, d. 13.7. 1991. Foreldrar: Hjónin Óskar Magn- ússon, f. 19.3. 1931, fv. skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka; og Ásta Þórunn Vilbergsdóttir, f. 9.7. 1932, d. 9.2. 2016, húsmóðir og verka- kona. Vilbergur Magni Óskarsson Þórunn Gestsdóttir bóndi og húsmóðir á Eyrarbakka Ólafur Ólafsson verkamaður og sjómaður á Eyrarbakka Ragnheiður Guðmunda Ólafsdóttir húsmóðir og verkakona á Eyrarbakka Ásta Þórunn Vilbergsdóttir húsmóðir og verkakona á Eyrarbakka Vilbergur Jóhannsson formaður og útgerðarmaður á Eyrarbakka Sigríður Grímsdóttir húsmóðir á Eyrarbakka og í Rvík Jóhann Vilhjálmur Daníelsson kaupmaður á Eyrarbakka og í Rvík Ingvar Magnússon ráðgjafi og þýðandi í Kópavogi Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskólans Jóhann Vilbergsson skipstjóri og síðar bóndi á Felli í Biskupstungum Ólafur Vilbergsson skipstjóri og stýrimaður á Eyrarbakka Pálína Árnadóttir húsmóðir á Laugabóli Skarphéðinn Elíasson bóndi og sjómaður á Laugabóli í Ögurhreppi Magnús Pétursson um sjónar- maður við íþróttahús HÍ Hallgrímur Þ. Magnús- son læknir Hallgrímur Pétursson stýrimaður á Flateyri, fórst er línuveiðarinn Pétursey var skotinn niður 1941 Petrína Sigrún Skarphéðinsdóttir húsmóðir í Hnífsdal Magnús Pétursson formaður í Hnífsdal Jóhanna Jónsdóttir verkakona í Hnífsdal Pétur Magnússon bóndi og formaður í Hnífsdal Úr frændgarði Vilbergs Magna Óskarssonar Óskar Magnússon skólastjóri á Eyrarbakka Það er alltaf skemmtilegt aðdreypa á Boðnarmiði. Á þriðjudaginn blasti við falleg mynd af einhverju fljúgandi, sem vont var að greina, og þessi staka eftir Magnús Halldórsson fyrir of- an: Vaxandi fer vindagnauð, vetur launráð bruggar. Hinsta fluga haustsins dauð, húmsins dökkna skuggar. Reir frá Drangsnesi ber sig ekki vel sem von er: Fé er þrotið flaskan tóm, flest nú skiptir litlu, þurran vil samt væta góm. – Vitið þið um pyttlu? Guðmundur Arnfinnsson yrkir um „Fjöllyndi“: Jón hélt við Gunnu í Garði, sem gifst hafði Nóa á Barði, hún eignaðist krakka með Kidda frá Bakka og kenndi hann Didda á Skarði. Helgi Jónsson sagðist hafa séð „nýtt starfsheiti á fb áðan“: Ég fengist hef við furðu margt á förnum lífsins vegi En verulega væri smart að vera kvótaþegi. Jón Atli Játvarðarson segir að litadýrð sé „orðin viðvarandi til- breyting á veðurkortum. Það er hún líka í endurvarpi í sjávarlöðr- inu í Reynisfjöru þegar gestir okk- ar útlendir fljóta þar upp“: Upplýsingum að þú býrð, þar aflegð seldrar vöru. Með ferðalanga í litadýrð að leik í Reynisfjöru. Benedikt Jóhannsson yrkir en ekki er þess getið um hvern ort er: Eitthvað hann ætlaði að skreppa því alþingissæti vill hreppa. Hann er uppi á heiðum á atkvæðaveiðum á eldgömlum Landróver-jeppa Á hinn bóginn yrkir Hall- mundur Guðmundsson „Vinaljóð“: Þegar Jónas frá Hjalla hjalar þá högninn í kjöltunni malar. Þó er kengur smá á sem kappana þjá; kerling sem talar og talar. Áður hafði Hallmundur ort „Ástarljóð“: Hjá Sveini og Gunnu var gaman og gjarnan þau héngu saman. Það var geinileg ást en gamanið brást; þegar Gunna fitnað’ að framan. Halldór Blöndal Vísnahorn Af Boðnarmiði og fleira gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.