Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 m. POWERSTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu M18 FCS66 Alvöru hjólsög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 man að það fór þytur um þá þegar Friðrik Þór birtist. Hann var þegar orðinn goðsagnakenndur. „Nú byrj- ar fjörið!“ hafa þau hugsað.“ Friðrik segir að fyrsta minning sín af Einari sé af honum og Halldóri Guðmundssyni, rithöfundi og útgef- anda með meiru, í strætó á leið 2, Grandi Vogar. „Það voru svo furðu- legar raddir sem bárust aftan úr vagninum. Halldór Guðmundsson hálf skrækur og röddin í Einari eins VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við eigum það sameiginlegt að við munum allan andskotann – sér- staklega það sem skiptir ekki máli,“ segir Einar Kárason rithöfundur um samstarf sitt við kvikmyndagerð- armanninn Friðrik Þór Friðriksson. Einar hefur ritað ævisögu Friðriks, Með sigg á sálinni, sem kemur út á næstu dögum. Liggur í sófa og segir sögur Þeir félagar taka á móti mér á skrifstofu Friðriks í Kvikmynda- skóla Íslands en þar hefur hann gegnt starfi rektors síðustu tvö ár. Þegar búið er að taka til kaffi og ræða helstu tíðindi, Samherjamálið og metfjölda á æfingu Lunch United deginum áður, er hægt að snúa sér að tilefni heimsóknarinnar. „Það hafa margir kollegar talað um að það þurfi að skrifa sögu Frikka. Þar á meðal Thor Vilhjálms- son sem sagði að það þyrfti að setja þessar ótrúlegu sögur almennilega niður á blað. Þessi hugmynd hefur því verið á lofti í 15-20 ár en ég seldi Frikka þetta fyrir rúmum tveimur árum. Við vorum langt komnir með bókina í fyrra en það náðist ekki að klára hana,“ segir Einar þegar þeir eru spurðir um tilurð ævisögunnar. Hvernig er svona bók unnin? Hvernig gengur að samræma vinnu- lag tveggja manna sem hafa áratuga reynslu af sköpun og skrifum? Þeir segja að vinnan hafi farið fram í törn- um. „Þetta er eins og þegar við skrif- um kvikmyndahandrit. Ég ligg uppi í sófa og segi sögur og hann er á rit- vélinni,“ segir Friðrik og hlær við. „Já, hann rifjar upp og ég skrifa niður með kúlupenna og glósubók. Megnið er fyrstu persónu frásögn Friðriks og ég reyni að halda and- anum og tungutaki hans – sem marg- ir þekkja og hafa gaman af – en svo eru þarna líka fyrstu persónu frá- sagnir frá mér,“ segir Einar. Hafa þekkst í hálfa öld Ekki er nema von að Einar tjái sig sjálfur í fyrstu persónu og sé þannig hluti af sögunni. Þeir Friðrik hafa fylgst lengi að. „Við höfum þekkst í hálfa öld. Ég var kominn í Mennta- skólann við Tjörnina á undan Frikka, jafnvel þó að hann sé ári eldri. Hann vann við að setja upp legsteina áður en hann kom. Í skólanum voru marg- ir krakkar úr Vogahverfinu og ég og hún er. Á þessum tíma voru Prúðuleikararnir í sjónvarpinu og manni datt helst í hug að þeir væru þarna aftast í vagninum,“ segir Frið- rik. Síðar voru þeir báðir „viðloðandi“ bókmenntafræðina í Háskólanum eins og þeir kalla það. „Það var mikil akademía að vera þar,“ segir Friðrik og saman rifja þeir upp að hafa notið leiðsagnar manna á borð við Sigfús Daðason, Kristján Árnason og Árna Bergmann. Einar bjó í Kaupmannahöfn á ár- unum 1979 til 1983 og þangað kom Friðrik Þór árið 1982 þegar hann var að leggja lokahönd á kvikmyndina Rokk í Reykjavík. „Hann var með sýningu á mynd- inni þarna og ég varð alveg uppnum- inn. Við ákváðum í þessari heimsókn að við myndum vinna saman, að við myndum gera Skytturnar og Djöfla- eyjuna. Það tók reyndar smá tíma því Skytturnar eru frumsýndar 1987 og Djöflaeyjan 1996.“ Fegurðin í smáatriðunum Í bókinni eru sagðar sögur frá kvikmyndum og verkefnum Friðriks Þórs í gegnum tíðina en einnig eru þar kaflar frá barnæsku. Friðrik seg- ist ekki hafa verið í vandræðum með að rifja upp atburði úr lífi sínu. „Ég man allt fallegt. Fegurðin liggur í hversdagslegum smáatriðum,“ segir hann og jánkar því að það sjónarmið eigi vel við kvikmyndagerðina. Auk helstu atburða á ævi hans er bókin uppfull af sögum af ótrúlegum viðburðum og ævintýrum sem Frið- rik hefur ratað í. Þar á meðal er fræg saga af því þegar hann átti bókað flug með annarri flugvélinni sem flogið var á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Og svo sagan þegar passanum hans var stolið á Ítalíu. Síðar þegar hann var í Brasilíu bank- aði sérsveit upp á á hótelinu hans þar sem hættulegur glæpamaður ferðað- ist um á passanum hans. Allt of lítið af fylliríum Þeir félagar eru spurðir að því hvort bók sem þessi eigi nokkurt er- indi á markaðinn í dag. Miðaldra karlar eru ekki beint í tísku um þess- ar mundir. „Það getur verið að við séum í eldri „tradition“. Það er í það minnsta öruggt mál að það er ansi karllægt sjónarhorn í bókinni,“ seg- ir Einar. „Það var nú sagt þegar Þórbergur skrifaði um Árna prófast að þar væri lygnasti maður landsins að tala við þann trúgjarnasta. Stundum gæti maður fengið á til- finninguna að við séum í þeirri „tradition“. Það verður ekki þvegið af okkur. Því má hins vegar ekki gleyma að hluti af húmor Frikka og karakter gæti virst sem sjálfhælni – hann er alltaf langbestur – og það getur verið að einhverjir skilji þetta ekki.“ Augljóst er að þeir hafa notið samvista hvor við annan við skrifin. Var ekkert freistandi að slá þessum vinnutörnum upp í fyllirí? „Við gerð- um nú allt of lítið af því!“ segir Ein- ar. „Ég held að það hafi komið tvisv- ar fyrir eftir síðdegisfundi á Kaffivagninum. Þá náðu sögurnar fyrst flugi. Ég lagði þær sem betur fer á minnið.“ Skoraði fallegasta markið Einar segir að hann sé ánægður með að Friðrik hafi ekki haldið dag- bók um ævina. Að lesa ævisögur fólks sem haldið hefur dagbók sé ekki skemmtilegt. „Það fólk gerir engan greinarmun á því hvað er merkilegt og hvað ekki. Minnið og gleymskan er skapandi kraftur. Allt sem er ekki vert að muna fýkur út í buskann en hitt verður að stórum ævintýrum. Og að vinna með Frikka … þar var ekki verið að stikla á smáatriðum.“ Sjálfur segir Friðrik að það sé hverjum manni hollt að rifja upp ævi sína. Þetta hafi verið ágætis tíma- punktur fyrir sig, 65 ára gamlan. Hann kveðst hafa uppgötvað hvað hann væri orðinn gamall þegar hann tók þátt í einskonar stjörnuleik fyrr- verandi knattspyrnumanna og -kvenna í tengslum við HM í Rúss- landi í fyrra. Þá var hann spurður að því hvað fótboltinn væri fyrir sér. „Ég veit það ekki en ég hef spilað hann í 60 ár,“ sagði Friðrik. Hann man annars ekki mikið eftir þessum leik. „En ég skoraði fallegasta markið!“ Morgunblaðið/Eggert Sögumenn Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason hafa þekkst í hálfa öld og ýmislegt brallað saman. Nú kemur út ævisaga Friðriks sem Einar skráði. Frikki er alltaf langbestur  Einar Kárason hefur ritað ævisögu Friðriks Þór Friðrikssonar  Hafa þekkst í hálfa öld  Bókin full af sögum af ótrúlegum ævintýrum  Hverjum manni hollt að rifja upp sögu sína, segir Friðrik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.