Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mjög mikill áhugi var hjá félags- mönnum Búseta á að tryggja sér íbúðir í nýbyggingum við Keilu- granda í Vesturbæ Reykjavíkur, en þær verða tilbúnar til afhendingar á næsta ári. Í boði voru 78 íbúðir af ýmsum stærðum. Opnað var fyrir umsóknir 16. október og umsóknarfresti lauk 30. október. Alls bárust 662 umsóknir í fyrstu úthlutun. Hver umsækjandi getur sótt um fleiri en eina íbúð og forgangsraðað. Samkvæmt upplýsingum Ágústu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Búseta, er staðan sú að 65 af 78 íbúðum eru seldar. Því eru enn lausir til umsóknar 13 búseturéttir, sem eru auglýstir undir formerkj- unum fyrstur kemur fyrstur fær. Fólk getur því gengið í félagið í dag, sótt um einhverjar af þessum 13 íbúðum og gengið frá samningi. Um er að ræða stúdíó, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúð- ir. Yfir 80% íbúða seldust strax Bjarni Þór Þórólfsson, fram- kvæmdastjóri Búseta, segir að þrátt fyrir að nú sé heldur rólegra á fast- eignamarkaðnum á höfuðborgar- svæðinu hafi sala á Keilugranda gengið vel og það verði að teljast gott að yfir 80% íbúðanna hafi selst á einni viku. Hann bendir á að stað- setningin í Vesturbænum sé einstök og hvergi hafi verið slegið af kröf- um hvað gæði íbúðanna varðar. Hluti íbúðanna 78 á reitnum eru svokallaðar stúdíóíbúðir, sem ekki síst eru ætlaðar þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Búsetu- réttur í þeim íbúðum kostar undir fimm milljónum króna og mánaðar- legt búsetugjald er frá 110 þúsund krónum. Í boði er fjármögnunarleið, í sam- starfi við viðskiptabanka Búseta, sem gerir fólki kleift að flytja í nýja íbúð fyrir 2,3 milljónir króna. Þá er miðað við 50% fjármögnun búsetu- réttar á 4,6 milljónir króna. „Verk- efnið var m.a. hugsað sem hag- kvæmur og aðgengilegur kostur fyrir ungt fólk til að eignast sitt fyrsta heimili með viðráðanlegum hætti í vönduðum húsum,“ segir Bjarni Þór. Aldursdreifing kaupenda að íbúð- unum við Keilugranda er nokkuð jöfn en athygli vekur að af þeim hópi eru 22 á aldrinum 20-25 ára. Að sögn Ágústu eru í dag rúm- lega 5.100 félagsmenn í Búseta. Rúmlega 1.000 af þeim eru búsetu- réttarhafar. Hluti af félagsmönnum er börn og ungmenni yngri en 18 ára sem búa að því síðar að eiga lágt félagsnúmer. Aðrir vilja vera í félaginu upp á seinna tíma ef fjöl- skylduaðstæður breytast og/eða vilja binda minna fjármagn í eign þegar þeir eru komnir á efri ár. Bjarni Þór segir að talsverður fjöldi ungs fólks, jafnvel fyrir tilstilli foreldra, gerist félagsmenn í Bú- seta. Félagsmenn geta keypt bú- seturétt þegar þeir eru orðnir lög- ráða, 18 ára að aldri. „Þegar íbúðir, eins og þessar á Keilugranda, koma í sölu eru margir ánægðir að hafa verið félagsmenn lengi og þar með haldið sínu númeri og borgað hóf- legt árgjald, 5.500 krónur fyrir full- orðna og hálft gjald fyrir börn. Að geta eignast sitt fyrsta heimili með þessum hætti er nokkuð sem marg- ir kunna að meta,“ segir Bjarni. Allar áætlanir stóðust Hann segir að Búseti hafi kapp- kostað að sýna varfærni í öllum undirbúningi og áætlunargerð varð- andi Keilugrandaverkefnið. Verkið standist áætlanir varðandi tíma- ramma og fjárhæðir. Fram kemur á heimasíðu Búseta að um sé að ræða húsnæðis- samvinnufélag að norrænni fyr- irmynd sem bjóði upp á um 1.100 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Kaup á búseturétti sé valkostur fyrir þá sem vilja mun meira öryggi og festu en einkennir leigumark- aðinn en vilja ekki endilega kaupa fasteign. Búseturétthafi þurfi ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi utan- húss og öðru sem fylgir því að eiga og reka fasteign. Einungis búseturétthafi getur ákveðið að selja búseturéttinn. Ef hann ákveður að selja er búsetu- rétturinn uppreiknaður á grundvelli vísitölu neysluverðs. Íbúðir við Keilugranda ruku út  Búseti seldi 65 af 78 íbúðum fyrstu vikuna sem þær voru í sölu  Hluti íbúðanna stúdíóíbúðir sem m.a. voru ætlaðar fyrstu kaupendum  Gerir fólki kleift að flytja í nýja íbúð fyrir 2,3 milljónir króna Nýbyggingar Búseta Unnið er á fullu við húsin, sem eiga að verða tilbúin næsta sumar. Í baksýn má sjá Melana og íþróttasvæði KR við Frostaskjól. Við Keilugranda stóð áður vöruskemma fyrir saltfisk, sem rifin var árið 2017. Tölvumynd/A2F arkitektar Keilugrandi Framhlið stærstu byggingarinnar. Gott útsýni er yfir Flóann. Ágústa Guðmundsdóttir Bjarni Þór Þórólfsson Ljósmynd/Búseti Fjögur tilboð bárust í smíði nýrrar brúar yfir Kvíá í Öræfum, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vik- unni. Þegar fyrst var auglýst eftir tilboðum í verkið í júní í sumar barst ekkert tilboð. Því auglýsti Vega- gerðin verkið á nýjan leik. Spennt ehf. Reykjavík bauð best eða rúmar 360 milljónir. Var það að- eins yfir áætluðum verktakakostn- aði, sem var 340,7 milljónir. Þing- vangur ehf., Reykjavík átti næst- lægsta tilboðið, 369,5 milljónir. Tilboð frá Ístaki hf. og Eykt ehf. voru talsvert hærri. Hin nýja brú á hringvegi verður 32 metra löng í einu hafi. Hún mun leysa af hólmi eldri einbreiða brú, sem tekin var í notkun 1974. Land- stöplar nýrrar brúar verða steyptir, grundaðir á boruðum stálstaurum innfylltum með steypu. Yfirbygging brúar samanstendur af lokuðum stálbitum með steyptu gólfi. Vega- tengingar verða 400 metrar, beggja vegna við brúna. Enn eru margar einbreiðar brýr á hringveginum, með tilheyrandi slysahættu. Átak hefur verið gert til að fækka þessum brúm. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Einbreið Átak hefur verið gert undanfarin ár til að fækka þessum brúm. Fjögur tilboð í smíði brúar yfir Kvíá DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.