Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán.–Fim. 09–18
Föstudaga 09–17
Laugardaga 11–15
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hrunamannahreppur er eina sveit-
arfélagið sem lýsir sig jákvætt til at-
hugunar á sameiningu sveitarfélag-
anna í Árnessýslu sem bæjarráð
Árborgar vill beita sér fyrir. Sveit-
arstjórnir fimm sveitarfélaga hafa
ekki áhuga á slíkri vinnu. Árborg og
Hrunamannahreppur liggja ekki
saman og heldur ekki Hveragerði
sem ekki hefur svarað og er því
nokkuð ljóst að ekkert verður af um-
ræddri athugun.
Íbúum í sveitarfélögunum í Árnes-
sýslu hefur fjölgað mjög á undan-
förnum árum. Þar búa nú tæplega 18
þúsund manns og er rúmlega helm-
ingur í Sveitarfélaginu Árborg. Sam-
einað sveitarfélag yrði 6. stærsta
sveitarfélag landsins, töluvert fjöl-
mennara en Garðabær, og miðað við
þróunina yrði ekki langt í að það
næði Reykjanesbæ og Akureyri.
Yrði öflugra sveitarfélag
Sveitarfélögin eiga með sér sam-
starf á ýmsum sviðum, ýmist öll eða
hluti þeirra. Í bréfi bæjarstjórans í
Árborg þar sem lagt er til að samein-
ing verði könnuð er bent á að sam-
einað sveitarfélag kunni að vera bet-
ur í stakk búið til þess að takast á við
stór verkefni í skipulagi og framþró-
un og sífellt stærri og viðameiri
verkefni sveitarfélaga.
Eggert Valur Guðmundsson, for-
maður bæjarráðs Árborgar, lagði til-
löguna fram. „Það er að halla að því
að kjörtímabilið verði hálfnað og
komið er fram frumvarp á Alþingi
um breytingar á íbúafjölda sveitarfé-
laga. Þetta tvennt ýtti á að við lögð-
um til að þetta yrði kannað. Svo er
komið nýtt fólk í sveitarstjórnirnar
og við töldum rétt að láta á þetta
reyna,“ segir Eggert.
Eggert Valur segir ekki komin
svör frá sveitarstjórnunum en málið
verið tekið fyrir að nýju þegar þau
liggja fyrir. Sveitarstjórn Hruna-
mannahrepps bókaði að hún væri til í
að taka þátt í viðræðum og skoða
möguleika sameiningar. Bæjarstjórn
Ölfuss lýsir sig ekki reiðubúna til
sameiningar, að svo stöddu. Í bók-
uninni kemur fram pirringur í garð
bæjarfulltrúa Árborgar en þeir hafa
ekki viljað samþykkja að Héraðs-
skjalasafni Árnessýslu yrði fundin
ný aðstaða í Þorlákshöfn. Fjögur
sveitarfélög, Grímsnes- og Grafn-
ingshreppur, Bláskógabyggð,
Skeiða- og Gnúpverjahreppur og
Flóahreppur, telja ekki tímabært að
hefja viðræður eða segja að ekki sé
forsenda til slíks nema öll taki þátt.
Bæjarstjórn Hveragerðis fundar í
dag og verður erindi Árborgar þá
væntanlega á dagskrá.
„Það eru ákveðin vonbrigði ef
menn vilja ekki taka umræðuna,
hvað svo sem hefði komið út úr
henni,“ segir Eggert Valur
Áður reynt á sameiningu
Öll sveitarfélögin í Árnessýslu létu
vinna skýrslu um kosti og galla sam-
einingar á árunum 2016 og 2017 en
ekki reyndist áhugi á að halda áfram
með málið. Áður hafa ýmsar tilraun-
ir verið gerðar en ekkert orðið úr. Í
sameiningarátaki á árinu 2010 lögðu
stjórnvöld til að Árnessýsla samein-
aðist eða yrði tvö sveitarfélög þar
sem Ölfus og Hveragerði yrðu eitt en
hin sameinuðust Árborg. Fjórum ár-
um síðar var gerð skoðanakönnun í
Hveragerði sem leiddi í ljós að fólk
hafði mestan áhuga á að sameinast
Ölfusi. Sú ást var ekki endurgoldin.
Vilja ekki sameina Árnessýslu
Fimm hreppar hryggbrjóta Árborg
Hrunamannahreppur til í viðræður Íbúar í Árnessýslu
Heimild:
hagstofa.is
Hrunamannahreppur
Íbúar: 786
Sveitar félagið Ölfus
Íbúar: 2.153
Skeiða- og
Gnúpverjahreppur
Íbúar: 626
17.959
búa í Árnessýslu
Vilja ræða sameiningar:
Já Nei Óafgreitt
Sveitarfélagið Árborg
Íbúar: 9.485
Bláskógabyggð
Íbúar: 1.121
Hveragerði
Íbúar: 2.628
Grímsnes- og
Grafningshreppur
Íbúar: 493
Flóahreppur
Íbúar: 667
„Það er alltaf áhugi á þessum
skræðum og á þessum netuppboðum
fáum við oft nýja kúnna,“ segir Ari
Gísli Bragason bóksali.
Nú stendur yf-
ir veglegt bóka-
uppboð á vefnum
Uppboð.is. Það er
afrakstur sam-
starfs verslunar-
innar Bókarinnar
og Foldar upp-
boðshúss. Á upp-
boðinu, sem lýk-
ur á sunnudag, er
að finna um 150
bækur sem Ari Gísli hefur valið sér-
staklega. Hægt er að skoða gripina í
Gallerí Fold meðan á uppboðinu
stendur.
Ari segir í samtali við Morg-
unblaðið að eftirtektarverðasti grip-
urinn sé sennilegast fyrsta útgáfa
Sturlunga sögu frá 1809, bæði bind-
in, en þau hafa verið bundin inn í fal-
legt roðskinnsband. Verðmat er 150
þúsund krónur. „Ég á von á því að
það verði einhver sláttur í kringum
hana,“ segir Ari en um hádegisbil í
gær höfðu nokkur boð þegar borist,
það hæsta upp á 120 þúsund krónur.
Fyrsta útgáfa Njálu verður einnig
boðin upp sem og ýmsar gamlar út-
gáfur af íslenskum biblíum. Má þar
nefna Reykjavíkurbiblíuna frá 1869
og svokallaða Weisshús-biblíu sem
er með þeim elstu sem komu út á ís-
lensku og prentuð í Kaupmanna-
höfn árið 1747.
Ari segir að á uppboðinu sé að
finna mikið af fallegum og fágætum
ljóðabókum, til að mynda eftir Einar
Benediktsson, Dag Sigurðarson og
Stein Steinarr. Ljóðabók eftir Hann-
es Hafstein, sem var hans fyrsta
bók, er einnig boðin upp í vönduðu
skinnbandi. hdm@mbl.is
Sturlungasaga
á 150.000 krónur
Veglegt bókauppboð hafið á vefnum
Sturlunga saga Búist er við því að
bitist verði um þetta eintak.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vaktstöð siglinga í stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar fær nú upplýsingar
úr sjálfvirku auðkenningarkerfi
skipa, AIS-kerfinu, úr gervihnöttum
Evrópusambandsins beint inn á
vöktunarskjái. Með þessu móti fást
upplýsingar um skip á öllu leitar- og
björgunarsvæði Íslands og allri
efnahagslögsögunni og einnig ná-
kvæmari upplýsingar en áður um
báta á skuggasvæðum við landið.
Sjálfvirk tilkynningarskylda skipa
hefur verið rekin hér í allmörg ár,
síðustu árin með AIS-kerfinu sem er
alþjóðlegt auð-
kenningarkerfi
skipa. Kerfið
byggist á land-
stöðvum sem
Neyðarlínan rek-
ur. Ásgrímur L.
Ásgrímsson,
framkvæmda-
stjóri aðgerða hjá
Landhelgisgæsl-
unni, segir að öll-
um íslenskum skipum sé skylt að
vera með slíka móttakara og senda
og einnig séu mörg erlend skip sem
hingað koma með þannig búnað. Ís-
lenska kerfið er með þeim takmörk-
unum að það nær almennt ekki nema
út í 35-40 sjómílur.
Landhelgisgæslun hefur fengið
aðgang að alþjóðlega AIS-kerfinu í
gegn um Siglinga- og öryggisstofnun
Evrópu sem er stofnun á vegum
Evrópusambandsins. Fyrst hafði
stjórnstöð Gæslunnar netaðgang að
þessum upplýsingum sem hægt var
að grípa til ef þörf var á en nú koma
upplýsingarnar inn á vöktunarskjái
vaktstöðvarinnar ásamt upplýs-
ingum úr íslenska kerfinu og öðrum
þeim skipaupplýsingum sem nýtast.
Ásgrímur segir að verið sé að reyna
að stilla tækin þannig að fram komi
aðeins þær upplýsingar sem þörf er
á. „Núna dekkar þetta allt íslenska
leitar- og björgunarsvæðið,“ segir
Ásgrímur. Svæðið nær suður af
Hvarfi, upp með austurströnd
Grænlands, norður fyrir Jan Mayen,
að 0-lengdarbaugnum, suður fyrir
Færeyjar og þaðan aftur í átt að
Hvarfi.
Færri óþarfa útköll
Ekki hefur reynt á kerfið í alvar-
legum sjóslysum. „Allar upplýsingar
eru af hinu góða. Gervihnattakerfið
hjálpar okkur að finna báta sem við
missum af á skuggasvæðum í land-
kerfinu. Við þurfum þá ekki að kalla
út björgunarbáta Landsbjargar eða
þyrlu, eins og okkur er skylt, þegar
við náum ekki í bátana. Þessum út-
köllum hefur því snarfækkað.“
Norðmenn hafa unnið mikið þró-
unarstarf í sjálfvirku auðkenning-
arkerfi, bæði hvað varðar tækni og
rekstur, í samvinnu við einkafyrir-
tæki og Evrópsku geimferðastofn-
unina sem Norðmenn eiga aðild að.
Það nýtist öðrum þegar fram í sækir.
Yfirlit um allt
leitarsvæðið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leiðangri lokið Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sinna ýmsum verk-
efnum. Hér er léttabátur að snúa aftur úr eftirlitsleiðangri að varðskipi.
Upplýsingar úr gervihnöttum hjálpa
Ásgrímur L.
Ásgrímsson
Ari Gísli
Bragason