Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eyjan Kýpur er meðal ríkja sem Ísland hefur
gert tvísköttunarsamning við. Samningurinn
var gerður í Stokkhólmi 13. nóvember 2014 og
öðlaðist gildi 22. desember sama ár.
Fram kemur í samningi ríkjanna að mark-
miðið sé að komast hjá tvísköttun og koma í
veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur.
Kýpur gekk í Evrópusambandið árið 2004
og tók upp evru árið 2008, skömmu fyrir al-
þjóðlegu fjármálakreppuna. Með því hafa
fyrirtæki á Kýpur aðgang að ríkjum ESB og
EES-svæðisins, ásamt því sem eyjan hefur
gert tvísköttunarsamninga við ríki utan ESB.
Með því að skrá félög sín á Kýpur hafa ís-
lensk fyrirtæki þannig mögulega aðgang að
þriðja ríki í gegnum tvísköttunarsamninginn.
Alþjóðleg fjármálastarfsemi skapar umtals-
verðan hluta af þjóðartekjum Kýpverja.
Rússar eru umsvifamiklir í fjármálalífinu en
íslensk félög hafa líka haslað sér þar völl.
Starfsemi íslenskra félaga á Kýpur hefur
einmitt verið til umræðu vegna umsvifa Sam-
herja í Namibíu og víðar um heiminn. Fram
kom í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV í
fyrradag, að tíu félög í eigu Samherja væru
skráð á Kýpur og ríkið gegndi stóru hlutverki í
útgerð Samherja í Namibíu.
Bjóða lægra skatta
Eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar skip-
ar Kýpur sér í flokk með þeim ríkjum sem
bjóða íslenskum félögum hvað best kjör í
gegnum tvísköttunarsamning við Ísland.
Öll eru þessi ríki alþjóðlegar fjármála-
miðstöðvar með lága skatta og er Bretland,
nánar tiltekið Lundúnir, þar efst á blaði.
Bretar hafa átt mikinn þátt í að móta alþjóð-
legar reglur í fjármálum. Kýpur varð hluti af
breska samveldinu árið 1961.
Sérfræðingur í skattamálum sagði lága
skatta á Kýpur gera landið eftirsóknarvert
fyrir skráningu félaga. Áður en Ísland gerði
tvísköttunarsamning við Kýpur hafi íslensk fé-
lög með alþjóðlega starfsemi gjarnan getað
skipulagt reksturinn þannig að hann færi í
gegnum Holland eða önnur lönd með
tvísköttunarsamning við Kýpur. Ísland hafi
verið með tvísköttunarsamning við Holland
sem hafi haft slíkan samning við Kýpur.
Fyrirtækjaskattar teljast vera lágir en þeir
eru 12,5%. Hvorki er skattur á arð né vexti.
Skattasérfræðingurinn tók skýringardæmi.
„Ef íslenskt félag greiðir út arð til félags í
landi sem er ekki með tvísköttunarsamning við
Ísland þarf að félagið að halda eftir 22% skatti
af arði sem er skattskyldur á Íslandi. Tvískött-
unarsamningum er ætlað að koma í veg fyrir
að sömu tekjur séu skattlagðar í tveimur lönd-
um. Ef íslenskt félag er til dæmis að greiða
móðurfélagi sínu í Hollandi arð heldur það
ekki eftir neinni staðgreiðslu. Þá er engin
skattlagning á Íslandi. Það sama á við í hina
áttina. Ef félag á Kýpur greiðir út arð til Ís-
lands er Kýpur heimilt að halda eftir 5-10%
staðgreiðslu,“ sagði sérfræðingurinn.
Hafi íslenskt fyrirtæki fjármögnunar-
hlutann skráðan á Kýpur skattleggur Kýpur
hvorki vaxtatekjur félagsins né vexti sem eru
greiddir út úr Kýpur. Að því leyti þykir hent-
ugt að hafa fjármögnunina í gegnum Kýpur.
Sérfræðingurinn lagði á það áherslu að
skoða þyrfti skattaumgjörðina á Kýpur út frá
hagsmunum hvers félags. Þá geti samspil tví-
sköttunarsamninga haft sitt að segja.
Geta boðið margvíslega þjónustu
„Það skiptir máli hvort settur sé upp fjár-
mögnunarstrúktúr eða sölufélög á Kýpur. Á
Kýpur eru starfandi sérfræðingar í fyrir-
tækja- og skattaráðgjöf. Vegna tvískött-
unarsamnings Kýpur við mörg lönd getur
landið boðið íslenskum félögum upp á margvís-
anlega strúktúr sem hentar alþjóðlegri starf-
semi. Ísland er t.d. ekki með tvísköttunar-
samning við Singapúr. Ef félag ætlaði í
viðskipti í Singapúr myndi borga sig að fara í
gegnum land sem væri með tvísköttunarsamn-
ing við Singapúr,“ sagði sérfræðingurinn.
Hann rifjaði jafnframt upp að kveðið væri á
um reglur um svonefnda milliverðlagningu í
57. grein tekjuskattslaganna á Íslandi.
Með milliverðlagningu er horft til verðlagn-
ingar á vörum og þjónustu milli félaga innan
sömu keðju sem starfar í mörgum löndum.
„Reglurnar eru misjafnar og í sumum ríkj-
um eru ekki slíkar reglur. Ísland var með veikt
regluverk í milliverðlagningu þar til fyrir
nokkrum árum. Þangað til var það ekki með
neitt almennilegt regluverk. Við erum enn
með veikt eftirlit með þessu og litla fram-
kvæmd. Ísland er ekki barnanna best í þessu,“
sagði sérfræðingurinn um eftirlitsþáttinn.
Ekki náðist í Bryndísi Kristjánsdóttur
skattrannsóknarstjóra vegna málsins.
Tekið skal fram að samanburður á skatta-
umhverfinu á Íslandi og Kýpur er flókinn.
Til dæmis eru margir frádráttarbærir liðir í
kýpverska regluverkinu og eru sérreglur á
Kýpur um afskriftir brynvarinna ökutækja og
af snekkjum.
Lágir skattar laða erlend
félög til eyjarinnar Kýpur
Fyrirtæki greiða engan skatt af vaxtatekjum og tekjuskattur er lágur
Ísland og tvísköttunarsamningar
Dæmi um lágskattaríki í Evrópu Kýpur og Ísland
Samanburður á sköttumSkattur á arðgreiðslur
Skattur á
vaxtagreiðslur
Eignarhalds-
fyrirtæki*
Einstaklingar
og fyrirtæki
Bretland 5% 15% 0%
Holland 0% 15% 0%
Írland 5% 15% 0%
Kýpur 5% 10% 0%
Lúxemborg 5% 15% 0%
Malta 5% 15% 0%
Kýpur: Ýmsir frádráttarbærir liðir koma til greina. Til dæmis er
tap frádráttarbært frá tekjuskatti næstu fi mm árin.
Ísland: Á Íslandi nær skatturinn m.a. til skráðra hlutafélaga og
einkahlutafélaga.
*Til þess að fyrirtæki fái notið þessa skatthlutfalls þarf viðtakandi
arðgreiðslu að eiga lágmarks eignarhlut í fyrirtækinu. 10%
eignarhlutur nægir á Kýpur.
KÝPUR ÍSLAND
Tekjuskattur á fyrirtæki
12,5% 20%
Skattur á vaxtagreiðslur
0% 20%
Íbúafjöldi
1.200.000 362.000
Verg landsframleiðsla, ma.kr.
4.500 2.800
Nikósía
Tyrkneski
hluti
Gríski hluti
KÝPUR
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum
www.hekla.is/volkswagensalur
Volkswagen T-Cross
Volkswagen T-Cross er eyðslugrannur, afar sprækur og sérstaklega skemmtilegur. Hann er hægt að fá í þrenns konar útfærslum,
beinskiptan og sjálfskiptan og sneisafullan af aðstoðarkerfum ásamt því að hann kemur einkar vel út búinn.
Fullkominn frá
öllum sjónarhornum
Verð frá
2.990.000,-
Íslandsbanki kveðst ekki geta tjáð sig um
það hvort meint brot Samherja, vegna
starfsemi félagsins í Namibíu, hafi áhrif á
viðskiptasamband útgerðarfélagsins og
bankans, að því er fram kemur í skriflegu
svari við fyrirspurn blaðamanns. En Sam-
herji hefur verið umfangsmikill við-
skiptavinur bankans um árabil. „Við
getum ekki tjáð okkur um málefni ein-
stakra viðskiptavina,“ segir í svarinu.
Bankinn hefur lýst því yfir á eigin vef-
síðu að hann hafi „einsett sér og vill vera
hreyfiafl til góðra verka“ og að unnið sé
að því að starfsemi bankans leiði til „um-
bóta sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.
Þá segir einnig á vef bankans að stefna Ís-
landsbanka sé í takt við eigendastefnu
ríkisins sem gerir kröfu um leitast skuli
við að „vera í forystu á sviði góðra stjórn-
arhátta, viðskiptasiðferðis og samfélags-
legrar ábyrgðar.“
Þá hefur bankinn einnig sett sér skil-
yrði um ábyrg viðskipti. Miðar fjárfest-
ingastefna hans að því að fjárfesta í fyrir-
tækjum sem „viðhafa góða stjórnarhætti
ásamt því að sýna ábyrgð í umhverfis-,
samfélags- og siðferðislegum málum í
störfum sínum“, að því er fram kemur í
viðskiptastefnu Íslandsbanka.
Þar segir jafnframt að Íslandsbanki
leggi áherslu á „ábyrgar lánveitingar“ og
að slíkar lánveitingar „fela í sér að skilyrði
laga og reglugerða séu uppfyllt, svo sem
varðandi neytendavernd, peningaþvætti,
eða aðra lagasetningu eða reglugerðir er
varða lögaðila og starfsemi þeirra.
Ábyrgar lánveitingar fela það einnig í sér
að hafna lánsbeiðni ef lánshæfisskilyrði
eru ekki uppfyllt.“
Að auki er „orðsporsáhætta einn þeirra
þátta sem bankinn horfir til við lánveit-
ingar og það skiptir máli hvort fyrirtækin
sem leita eftir lánafyrirgreiðslu hjá bank-
anum starfi í sátt og samlyndi við sam-
félagið. Sem dæmi um orðsporsáhættu
sem tengst getur lánsbeiðni er ólögleg
eða mjög mengandi starfsemi, skatta-
undanskot, slæm framkoma við starfs-
menn, ófullnægjandi aðbúnaður dýra og
skortur á opinberum leyfum.“ gso@mbl.is
SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ
Morgunblaðið/Ómar
Tjá sig ekki um
mál Samherja