Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is GOTT VERÐ ALLA DAGA Kjóll kr. 8.990 Gerið verðsamanburð Fjórar sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjanesbæjar í dag, fimmtudag, klukkan 18. Sýningin í aðalsal safnsins nefnist „Ágúst- myndir Sept- embermanna – Myndir úr safni Braga Guð- laugssonar.“ Bragi, sem er veggfóðrara- meistari, hefur um langt skeið safnað lista- verkum af mik- illi ástríðu og er með kunnustu söfnurum hér á landi. Um árabil hefur hann verið fastagestur á myndlistarsýn- ingum, auk þess sem hann sækir heim listamenn til að kaupa af þeim myndir, skiptist á myndum við aðra safnara og verslar að auki við uppboðshús heima og er- lendis. Í fórum hans er því að finna mörg ágæt verk frá ýmsum tímum. Heildstæðast er þó, sam- kvæmt tilkynningu, safn hans af verkum eftir íslenska listamenn á tímabilinu 1930-1960, þegar myndlistin í landinu stóð frammi fyrir meiri breytingum en nokkru sinni fyrr. Á sýningunni er úrval úr þessu safni, nokkrar myndir, aðallega olíumálverk, eftir þrett- án listamenn sem endurspegla mikið umbrotaskeið íslenskrar myndlistar, þegar umfjöllun um veruleikann er smátt og smátt að víkja fyrir hugmyndinni um lista- verkið sem sjálfstæðan veruleika. Þarna er aðallega um að ræða verkin sem kynslóð eftirstríðs- áranna gerði í aðdraganda myndlistarbyltingarinnar sem kennd er við September- sýningarnar 1947-52. Sýningar- stjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Við sama tilefni verður opnuð sýning Elvu Hreiðarsdóttur, „För“, verk unnin með blandaðri tækni og einþrykk. Þá verður opnuð sýningin „Persónulegar sögur“, ljósmyndir og vídeóverk unnin af Venu Naskrecka og Adam Calicki í tilefni pólskrar menningarhátíðar í Reykjanesbæ. Vena og Adam eru bæði frá Pól- landi en eru nú búsett í Reykja- nesbæ. Þá verða einnig sýnd verk eftir Jönu Birtu Björnsdóttur. Sýna úrval verka þrettán listamanna úr viðamiklu safni Braga Guðlaugssonar Sjómannadagur Verk eftir Valtý Pétursson frá árinu 1948 í eigu Braga Guðlaugssonar. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is „Ég skrifaði söguna fyrst og fremst mér til ánægju,“ segir Þórarinn Örn Þórarinsson um sína fyrstu skáldsögu, Raunveru- legt líf Guðbjargar Tómasdóttur, sem kom út nýverið. „Þetta er ekki plottdrifin saga eins og margir lesendur eru vanir heldur eru þeir stoppaðir reglulega í sög- unni.“ Sagan fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um Guðbjörgu Tómasdóttur og líf hennar. Hún er fimmtíu og fimm ára gamalt ljóðskáld og minnist ýmissa at- burða í lífi sínu sem snerist að miklu leyti um eiginmann hennar, Ástþór. „Mig langaði að segja söguna af þessum manni, Ástþóri. Hann er metnaðarfullur maður sem verður fyrir vonbrigðum með það að hann skuli ekki fá það sem hann vill í lífinu og þegar hann fær það sem hann vill verður hann einnig fyrir vonbrigðum. Sagan varpar ljósi á lífsgildi hans og hvert þau leiða hann,“ segir Þórarinn. Frá sjónarhorni miðaldra konu Þórarinn segist hafa velt fyrir sér með hvaða hætti hann ætti að segja söguna. Hann ákvað á end- anum að segja hana frá sjónar- horni Guðbjargar. „Þá kom nýr og kannski óvanalegur vinkill á söguna. Guðbjörg er þessi góð- hjartaða kona, full af þolinmæði og skilningi, og það mætti segja að hún lifði lífi eiginmanns síns en ekki sínu eigin.“ Þórarinn segir titil bókarinnar endurspegla þetta. „Þetta er bilið milli lífsins sem hún vill lifa, sem ljóðskáld sem elskar manninn sinn, og svo þessa lífs sem hún raunverulega lifir í þessu hjóna- bandi,“ segir hann en bendir á að lesandanum sé eftirlátið að túlka um hvað bókin fjallar og hvert þema hennar er. Aðspurður segir Þórarinn ekki hafa verið erfitt að skrifa frá sjónarhorni miðaldra konu og endurminninga hennar. „Ég reyndi að fara ekki út fyrir mörk sem ég ræð við að skrifa um. Ég er með konu sem er aðallega að segja söguna af manninum sínum. Hún er barnlaus og tiltölulega einangruð frá vinkonum og einu samskiptin eru við foreldra henn- ar,“ segir hann. „Bókin lýsir fólkinu í kringum Guðbjörgu. Sagan er af þeim í rauninni; foreldrum hennar, manninum hennar og þráhyggju hennar gagnvart Matthildi, kon- unni sem hún er að fylgjast með,“ segir Þórarinn en sagan segir meðal annars frá því þegar Guð- björg kemst að framhjáhaldi Ást- þórs og Matthildar, ungs háskóla- nema, sem hún svo fylgist með í laumi. Lítið skrifað áður Bókina skrifaði Þórarinn á ár- unum 2017 og 2018. „Ég hafði mikinn tíma til að skrifa á þessum árum. Það er aðallega það sem höfundar glíma við; tíminn sem þú þarft,“ segir hann en vill ekki meina að sagan hafi hvílt lengi á sér heldur hafi hann einfaldlega langað að segja hana. Þá segist Þórarinn ekki hafa stundað skrif af neinu viti áður. „Ég hef lesið bækur og horft á kvikmyndir og svona en ekki gef- ið út ljóð, smásögur eða nokkuð annað,“ segir hann og segist vel sjá fyrir sér að halda áfram á sömu braut. Lifir þú þínu eigin lífi?  Fyrsta skáldsaga Þórarins Arnar  Saga manns sögð frá sjónarhorni konunnar hans  Skrifaði söguna sér til ánægju Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Raunverulegt Þórarinn Örn Þráinsson segir ekki hafa verið erfitt að skrifa frá sjónarhorni miðaldra konu og endurminninga hennar. Sú var tíðin að fólk gekkkaupum og sölum og sjálf-sagt þótti að maður gæti áttmann. Sagan af Washing- ton Black hefst á plantekru á eynni Barbados þar sem þrælar búa við hryllilegan kost. Ungum dreng, George Washington Black, er kippt út úr þessum harða heimi þegar hann er gerður að aðstoðarmanni bróður hús- bóndans á plantekrunni. Bróðirinn er ævintýra- og uppfinninga- maður, sem er að bjástra við að búa til loft- far og milli hans og drengsins skapast sér- stakt samband. Ekki skemmir fyrir að drengurinn er sérlega drátt- hagur. Bróðirinn endar svo með því að flýja með honum af eynni og þá tekur við ævintýralegt ferðalag. En þótt Washington Black sé orðinn frjáls þarf hann alltaf að horfa sér um öxl. Í bókinni er því lýst hvernig það er drengnum svo framandi að vera eigin herra að honum er nánast fyrirmunað að ná utan um þá hugs- un að hann geti með einhverjum hætti verið jafningi bróðurins. Jafn átakanlegt er síðan þegar söguhetjan hefur áttað sig á því að sú hugsun er ekki fráleit og sér að hann mun aldrei njóta sannmælis eða viðurkenningar vegna þess hvernig húðin á honum er á litinn. Sagan af Washington Black er frábærlega skrifuð og þýðing Ólafar Pétursdóttur afbragð. Í sögunni er dreginn fram tíðar- andinn á fyrri hluta nítjándu aldar þegar heimurinn var í mikilli deiglu, stuðningur við þrælahald að byrja að gliðna, landkönnuðir eru að kort- leggja heiminn og fram eru að koma sprotar þeirrar vísindabyltingar, sem segja má að enn standi yfir. Sagan er bráðskemmtileg og fjör- leg með ýmsum óvæntum vending- um. Washington Black mætir bæði grimmd og hlýju. Höfundurinn hef- ur gott og lævíst auga fyrir hinu sögulega samhengi og leiðir lesand- ann víða um heim, allt frá Barbados í Vestur-Atlantshafi, til austur- strandar Bandaríkjanna, Nova Scotia, London og síðan Marokkó. Mikið hefur verið látið með kana- díska rithöfundinn Esi Edugyan. Saga Washington Black er hennar þriðja bók og kom út í fyrra. Hún sýnir þar svo um munar hvað í hana er spunnið og það er til fyrirmyndar að bókin skuli koma út í íslenskri þýðingu svo skömmu eftir útgáfuna á frummálinu. Ljósmynd/Wikipedia/Daniel Haras Kanadísk Esi Edugyan höfundur. Ævintýri leysingja Skáldsaga Sagan af Washington Black bbbbn Eftir Esi Edugyan. Ólöf Pétursdóttir þýddi. Mál og menn- ing 2019. 408 bls. kilja. KARL BLÖNDAL BÆKUR Bragi Guðlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.