Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
14. - 25. NÓVEMBER
SIRIUS TRILLE 40 ljós
L3,9 m. 2.195 kr. Nú 1.756 kr.
TRUE BARBORÐ olíuborin eik, svartir fætur. 140x80 cm.
104.900 kr. Nú 83.900 kr.
Bordstofudagar-
20-40%
AF ÖLLUM
BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM
& BORÐBÚNAÐI
20%
AF JÓLAVÖRUM
Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir
heldur fyrirlestur í
Þjóðminjasafni Ís-
lands í dag kl. 12.
Fyrst verður drepið
á hvernig talað
hefur verið um öldrun og elli fyrr og
nú; vikið að lífseigum hugmyndum
sem hafa verið uppi um ellina – og
öldrun kvenna sérstaklega; minnst á
hvenær rannsóknir á konum og elli
hófust og hvernig þær hafa breytt sýn
okkar á efnið en þá verður m.a. vitnað
í Simone de Beauvoir. Að auki verður
sótt til nokkurra femínista á þessari
öld til að varpa ljósi á stöðu mála nú. Í
framhaldinu verða tekin dæmi úr rit-
um ýmissa íslenskra skáldkvenna
sem gefa innsýn í hvernig ellin markar
reynslu þeirra og kenndir.
Afstaða skáldmæltra
kvenna til öldrunar
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 318. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Mætir Ísland liði Ísraels, Rúmeníu
eða Búlgaríu í undanúrslitum um-
spils á Laugardalsvelli 26. mars?
Og hver yrði þá mögulega and-
stæðingur liðsins í úrslitaleik um
sæti á Evrópumóti karla í fótbolta?
Ítarlega fréttaskýringu um gang
mála í undankeppni EM karla í
knattspyrnu er að finna í blaðinu í
dag. »66
Hvaða lið gætu verið á
leiðinni í umspilið?
ÍÞRÓTTIR MENNING
Félagið Arfur Þorsteins frá Hamri
stendur fyrir Þorsteinsvöku á
Sögulofti Landnámssetursins í
Borgarnesi í kvöld kl. 20. Flutt
verða stutt ávörp og lesin valin
ljóð skáldsins. Til máls taka: Guð-
rún Nordal, Þórarinn Jónsson, Vig-
dís Grímsdóttir, Theodór Þórðar-
son, Ástráður Eysteinsson,
Sigurbjörg Þrast-
ardóttir, Valdi-
mar Tómasson
og Sigríður
Margrét Guð-
mundsdóttir.
Dagskráin
hefst kl. 20 og
stendur í rúma
klukkustund.
Aðgangur er
ókeypis.
Þorsteinsvaka á Sögu-
lofti Landnámsseturs
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ekki er langt síðan talað var um að
allt væri fertugum fært en þegar
rætt er við Gunnþórunni Björns-
dóttur má segja að allt sé 100 ára
fært. „Þetta eru eflaust flottu og
sterku þingeysku genin,“ útskýrir
afmælisbarn dagsins.
Foreldrar hennar voru Rannveig
Gunnarsdóttir frá Skógum í Öxar-
firði og Björn Kristjánsson frá Vík-
ingavatni. „Þetta voru tvö stórbýli
en pabbi var kaupfélagsstjóri á
Kópaskeri og þar ólst ég upp í fá-
menninu þar til ég var 15 ára og fór
að heiman í fyrsta sinn, í skóla á
Laugarvatni. Ég var alin upp í þess-
um samvinnuanda, pabbi var aðal-
maðurinn á Kópaskeri og þegar eitt-
hvað bjátaði á á kreppuárunum var
leitað til hans. Stofnun samvinnu-
félaganna bjargaði fólkinu.“
Rafmagn þykir eðlilegur hlutur en
það breytti miklu á sínum tíma. „Ég
man eftir því þegar frystihúsið var
byggt og þýskur maður kom til þess
að setja upp ljósavélar,“ rifjar Gunn-
þórunn upp. „Það var bylting með
rafmagninu og bara það að geta sett
mat í frysti hafði mikil áhrif. Áður en
rafmagnið kom vorum við með ljósa-
lampa og við krakkarnir fægðum þá
á hverjum föstudegi.“ Hún segist
ekki hafa haldið í þann sið. „Ég á
samt eitthvert silfur til þess að
fægja stöku sinnum, en það er gam-
an að rifja upp bernskuárin. Ég ólst
upp við það að fara í alla vinnu,
mjólkaði meðal annars geitur og
sveið kindahausa.“
Flottur bílstjóri
Hún segir það líka hafa verið
ógleymanlega stund þegar útsend-
ingar útvarps hófust 1930. „Allir
þustu upp á loft og þar safnaðist
fólkið fyrir framan viðtækið enda
þótti það mikið undur að heyra í því.
Það var ótrúlegt.“
Eiginmaður Gunnþórunnar var
Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri og
alþingismaður, sem lést 1999. Þau
bjuggu í yfir 20 ár á Ísafirði og hún
segist hafa sterkar taugar til Vest-
fjarða. „Ég var á fullu með kven-
félaginu á Ísafirði og söng í Sunnu-
kórnum. Þarna átti ég góða vini og
við vorum átta sem spiluðum reglu-
lega saman brids.“
Fyrstu árin eftir að þau Bjarni
giftu sig vann Gunnþórunn hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga en
eftir að börnin þrjú fæddust var hún
heimavinnandi. Hún var líka sjálf-
boðaliði í kvennadeild Rauða kross-
ins í 30 ár. „Það var skemmtilegur
tími,“ segir hún.
Lífsgleðin geislar af Gunnþór-
unni. „Ég hef átt svo góða ævi, verið
heilsuhraust og ferðast mikið auk
þess sem ég hef upplifað mesta
framfaraskeið Íslands. Það eina sem
er að er að ég hef aðeins tapað sjón-
inni og fyrir bragðið varð ég að
hætta að keyra eftir að hafa verið
flottur bílstjóri í 70 ár. Það var mikið
áfall.“
Tvisvar í viku fer Gunnþórunn í
Þorrasel, dagdvöl fyrir aldraða á
Vesturgötu 7. „Ég hef spilað brids í
áratugi en þar spilar enginn brids.
Við spilum vist og það er betra en
ekki neitt.“
Gunnþórunn býr í eigin íbúð og
sér um sig sjálf. „Þú getur flett upp í
mér endalaust,“ segir hún eftir að
hafa fengið sér morgunkaffið. „Aðal-
atriðið er að vera til og láta mér líða
vel á eigin heimili. Krakkarnir ætla
að halda upp á afmælið og það mæta
örugglega mjög margir.“
Morgunblaðið/Hari
Tímamót Gunnþórunn Björnsdóttir er 100 ára í dag og byrjar á því að fá sér gott kaffi með Mogganum.
Þingeysku genin sterk
Gunnþórunn Björnsdóttir spræk á 100 ára afmælinu