Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 68
68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Stjarnan og Tindastóll eru bæði með tíu stig, tveimur stigum minna en topplið Keflavíkur, í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sigra í gær- kvöldi. Stjarnan hafði betur gegn Val eftir æsispennu, 83:79. Stjarnan náði mest 22 stiga forskoti í fyrri hálfleik, en Valsmenn neituðu að gefast upp og komust yfir í fjórða og síðasta leik- hlutanum. Stjörnumenn voru hins vegar sterkari í blálokin. Tómas Þórð- ur Hilmarsson og Nikolas Tomsick skoruðu 19 stig hvor fyrir Stjörnuna. Tindastóll var með yfirhöndina gegn Haukum á heimavelli allan tím- ann og vann 89:77-sigur. Mestur varð munurinn sextán stig og voru Haukar ekki líklegir til að jafna eftir það. Pét- ur Rúnar Birgisson skoraði 21 stig fyrir Tindastól. Þór Þ. fór upp í átta stig með 83:79- sigri á Grindavík á heimavelli í fram- lengdum leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 71:71, en heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og náðu í stigin tvö. Æsispenna í Garðabæ Morgunblaðið/Hari Stigahæstir Frank Aron Booker hjá Val og Tómas Þórður Hilmarsson, Stjörnunni, skoruðu mest sinna liða. Stefánsson var næstur með sex mörk eftir að hafa haft sig mikið í frammi í síðari hálfleik. Dagur Gautason var markahæstur hjá KA með sjö mörk. Næstur var Patrek- ur Stefánsson með fjögur mörk. Hvorugt liðið fær sérstakt hrós fyrir sóknarleikinn að þessu sinni. Hann var lengi vel mistækur og á tíðum talsvert stórkarlalegur í bland við óttalegt hnoð. Skarð var fyrir skildi í liði KA. Áki Egilsnes meiddist á hné snemma leiks við FH á sunnudag- inn og var ekki leikfær að þessu sinni. Dró það verulega úr skotógn KA-manna enda hefur Áki verið einn aðsópsmesti sóknarmaður KA-liðsins. Róbert Aron Hostert lék heldur ekki með Val vegna meiðsla. Morgunblaðið/Hari Á Hlíðarenda Valsarinn Arnór Snær Óskarsson lætur vaða á mark KA í gær en KA-maðurinn Daði Jónsson reynir að koma í veg fyrir það. Öruggur sigur Valsmanna  Fjórði sigur Vals í deildinni í röð  KA-menn söknuðu Áka í sókninni  Valur, Selfoss og FH með jafnmörg stig  Fyrsta tap KA í síðustu fjórum leikjum Á HLÍÐARENDA Ívar Benediktsson iben@mbl.is Valur komst upp í fjórða til sjötta sæti Olísdeildar karla í handknatt- leik með 11 stig eins og Selfoss og FH eftir öruggan átta marka sigur á KA, 31:23, í upphafsleik tíundu umferðar á Hlíðarenda í gær. Val- ur var með tveggja marka forskot, 13:11, að loknum kaflaskiptum fyrri hálfleik. Þetta var fjórði sigur Vals í röð í deildinni en bæði lið höfðu átt góðu gengi að fagna fyrir leikinn í gærkvöldi. Valur unnið þrjá leiki í röð og KA unnið tvær viðureignir og gert eitt jafntefli. Anton Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Val og Finnur Ingi  Sigvaldi Guðjónsson, landsliðs- maður í handknattleik, fór hamförum í gær og skoraði 18 mörk fyrir Elverum þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar með sigri á Halden 32:29. Sigvaldi skoraði því meira en helming marka Elverum.  Sveinn Aron Sveinsson, handknatt- leiksmaður, sendi frá sér yfirlýsingu í gær en hann var á dögunum dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás. Í kjölfarið rifti Valur samningi sínum við leik- manninn. Segist hann meðal annars „hafa sýnt óafsakanlegt dómgreind- arleysi og ósæmilega hegðun,“ sem hann hafi viðurkennt fyrir dómi. Yf- irlýsinguna í heild sinni má sjá í frétt á mbl.is/sport/handbolti frá því í gær.  Selfoss fékk gífurlegan liðs- styrk fyrir Íslands- mótið í knatt- spyrnu á næsta ári þegar landsliðs- konan Dagný Brynjarsdóttir samdi til tveggja ára við sitt gamla lið í gær. Ekki þarf að fjölyrða um hversu góð viðbót Dagný verður við lið bikarmeistaranna en sem dæmi má nefna þá hefur hún orðið meistari í tveimur af sterkustu deildum heims, þeirri bandarísku og þeirri þýsku. Nán- ar er fjallað um málið á mbl.is.  Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, var markahæstur hjá Skjern með 7 mörk en það dugði ekki til gegn meistaraliðinu Álaborg sem vann 30:28 í Skjern. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Skjern og lagði upp sjö en Ómar Ingi Magnússon er ekki orðinn leikfær vegna höfuðáverka. Björgvin Páll Gústavsson varði átta skot hjá Skjern og þar af þrjú víti. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var á meðal áhorfenda en bróðir hans, Patrekur, þjálfar Skjern.  Knattspyrnukonurnar Andrea Magnúsdóttir og Rósa Pálsdóttir hafa skrifað undir tveggja ára samninga við Þrótt sem leikur í úrvalsdeildinni næsta sumar eftir sigur. Andrea kem- ur til Þróttar frá ÍA. Hún hefur skorað 33 mörk í 136 deildarleikjum með ÍA, ÍR og Fjarðabyggð. Rósa kemur frá Fjölni, en hún hefur skorað 15 mörk í 37 deildar- og bikarleikjum.  Davíð Tómas Tómasson dæmdi í gær leik Phoenix Brussels og Donar Groningen frá Hollandi en leikurinn fór fram í Belgíu. Um var að ræða leik í H- riðli Evrópubikarsins í körfuknattleik.  Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður danska meistaraliðsins Esbjerg, leikur ekki meira á þessu ári. Rut hefur glímt við meiðsli í fæti og í samráði við félagið hefur verið ákveðið að hún gangist undir að- gerð svo hún geti orðið leik- fær eins fljótt og hægt er. Til stóð að framkvæma aðgerðina í gær. Eitt ogannað Hlíðarendi, Olísdeild karla, mið- vikudaginn 13. nóvember 2019. Gangur leiksins: 2:1, 6:2, 7:3, 7:7, 10:8, 13:11, 15:13, 19:14, 19:15, 22:17, 26:21, 31:23. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 7/3, Finnur Ingi Stefánsson 6/2, Magnús Óli Magnússon 5, Stiven Tobar Valencia 5, Ýmir Örn Gísla- son 4, Agnar Smári Jónsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Þor- gils Jón Svölu Baldursson 1. Varin skot: Hreiðar Levý Guð- mundsson 14/2, Daníel F. Andr- ésson 8/1. Valur – KA 31:23 Utan vallar: 8 mínútur. Mörk KA: Dagur Gautason 7/1, Daníel Matthíasson 4, Patrekur Stefánsson 3, Andri Snær Stef- ánsson 2/2, Jóhann Einarsson 2, Daníel Griffin 2, Allan Nordberg 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Sig- þór Gunnar Jónsson 1. Varin skot: Jovan Kukobat 12. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast- arson og Svavar Ólafur Pét- ursson. Áhorfendur: 215.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.