Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 31
að herra Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, hefði mess- að yfir sendiherrum hinna Norður- landaþjóðanna yfir kvöldverði í Reykjavík. Forsetinn hafi talið þess- ar nánu vinaþjóðar aðgerðalausar í neyð. Skal tekið fram að Ólafur Ragnar taldi frásögnina ónákvæma. Spurður um þessa greiningu segir Baldur að það hafi verið mat margra á þeim tíma að Norðurlöndin stæðu ekki nægilega vel með Íslandi. „Þetta er hægt að setja í samhengi við það hvernig við nálgumst Kína. Það gerist í því andrúmslofti að okkar nánustu bandalagsríki styðja ekki við bakið á okkur. Þau veita okkur ekki efnahagslega aðstoð og hindra að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti veitt okkur lán. Þegar gerður var gjald- miðlasamningur við Kína árið 2010 skipti það ekki miklu máli fjárhags- lega í lok dags. Það var hins vegar að mati ráðamanna traustsyfirlýsing í garð íslenska hagkerfisins sem má ekki vanmeta. Síðan verður Ísland fyrsta ríkið [á Vesturlöndum] sem gerir fríverslunarsamning við Kína í kjölfar gjaldmiðlaskiptasamningsins. Þá var jafnframt skrifað undir yfir- lýsingu um að stefnt skyldi að nánari samvinnu landanna, en að mati þeirra sem komu að þessum samningum hefur þessi grunnur – gjaldmiðla- skiptasamningurinn og yfirlýsing um nánari samvinnu landanna í kjölfarið – leitt til þess að samskipti landanna hafa blómstrað. Það eru gjarnan tvær hliðar á sama peningi. Hvort var Ís- land að tryggja sér skjól hjá Kína eða kínverska stórveldið að nota tækifær- ið og stíga inn til að tryggja strateg- íska stöðu sína hér á landi og í Norð- ur-Atlantshafi þegar bandamenn Íslands brugðust á ögurstundu?“ spyr Baldur sem lætur spurningunni ósvarað að sinni. Vildu ekki afhenda samninginn Fjallað var um það í Morgun- blaðinu í september, í kjölfar heim- sóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna í ágúst, að utanríkis- ráðuneytið vildi ekki afhenda drög að samkomulagi við Kínastjórn vegna samnings um Belti og braut. Jafnframt vildi kínverska sendiráð- ið ekki afhenda gögnin. Hafði Pence lagt á það áherslu að íslensk stjórnvöld afþökkuðu Belti og braut, ásamt því sem hann mælti gegn notkun Íslendinga á búnaði frá Huawei vegna 5G-kerfisins. Þessi sjónarmið Pence má tengja við svonefnda Pence-kenningu, sem hann setti fram haustið 2018. Kominn sé tími til að Bandaríkin bregðist við viðleitni Kínastjórnar til að auka áhrif sín á kostnað Bandaríkjanna. Væntingar um að Kína myndi þróast í frelsisátt, samhliða auknu frelsi í viðskiptum, hefðu ekki ræst. Baldur telur aðspurður að ekki beri að leggja mikla merkingu í að Kínastjórn hafi boðið íslenskum stjórnvöldum Belti og braut. Þau bjóði enda samstarfsríkjum um allan heim slíkt samkomulag. Það sé í raun eðlilegt í ljósi náinna samskipta land- anna. Erfitt að ráða í stefnu Íslands Samandregið segir Baldur að utan- ríkisstefna Íslendinga eftir hrunið hafi valdið heilabrotum. „Það hvernig margir sendifulltrúar erlendra ríkja tala hér á landi bendir til að þeir átti sig engan veginn á því í hvorn fótinn Ísland er að stíga í utan- ríkismálum. Við ætlum okkur nánari samskipti við Bandaríkin, efnahags- lega og á pólitíska sviðinu. Við ætlum okkur líka nánari tengsl við Breta, efnahagslega og pólitískt. Við viljum líka áfram tengjast Evrópu sterkum böndum en á sama tíma ætlum við að vera í öflugri samvinnu við Kína. Stóra spurningin út frá fræðunum er hvort þessi strategía gengur upp. Það er einmitt að gerast núna sem ég hef óttast lengi að Bandaríkin setji okkur stólinn fyrir dyrnar varðandi sam- skiptin við Kína og spyrji hvað við ætlum eiginlega að ganga langt. Þá komum við aftur að því að flest smá- ríki í heiminum þurfa tryggan skjól- veitanda. Þau verða enda að bindast skjólveitanda traustum og nánum böndum svo tryggt sé að hann komi til aðstoðar ef þau verða til dæmis fyrir netárás, efnahagslegu áfalli eða náttúruhamförum. Það getur verið aðlaðandi tilhugsun til að byrja með að dreifa eggjunum í mismunandi körfur út um allan heim en það eitt og sér tryggir ekki skjól þegar á reynir. Það sem ég tel mikilvægast út frá smáríkjafræðunum er að við höfum tryggan skjólveitanda. Nú þurfum við að fara að gera upp við okkur hver sá skjólveitandi eigi að vera. Þurfum við ekki að vinna heimavinnuna sjálf og ákveða þetta og vera með skýra stefnumótun? Á það skortir,“ segir Baldur sem kallar eftir úttekt á þessu. Engin trygging í áfalli „Það eru engir samningar við Bandaríkin, Evrópuríki, nokkurt hinna norrænu landanna eða Kína um að veita okkur efnahagslega að- stoð ef við verðum fyrir öðru efna- hagslegu áfalli. Mér finnst út frá fræðunum það ekki ásættanlegt fyrir stöðu lands og þjóðar en þá er ég ekkert endilega að tala fyrir að við eigum að ganga í Evrópusambandið. Það eru fleiri möguleikar í stöðunni. Ef til vill skapast einhverjir mögu- leikar í Brexit, þ.e.a.s. ef Bretar ganga nú endanlega úr ESB, og auk- inn áhugi Bandaríkjanna á Norður- Atlantshafi en það verða þá að vera tryggir samningar um að Íslandi verði komið til aðstoðar ef við þurfum á að halda. Fagrar yfirlýsingar á tylli- dögum hafa ekkert að segja þegar á bjátar, því ef við lendum í efnahags- legu áfalli gætu aðrir líka átt í erf- iðleikum og verið tregir til að koma til hjálpar. Þá verða að vera fyrirliggj- andi skuldbindandi samningar, hvort sem er við einstaka ríki eða al- þjóðastofnanir, um að aðstoð verði veitt í neyð, og hvernig sú aðstoð yrði framkvæmd. Þetta þarf að liggja fyrir þannig að við getum beðið um hjálp ef við þurfum á því að halda. Einnig er mikilvægt að hafa í huga hvers konar gildi og viðmið skjólveit- andinn aðhyllist því ætíð má búast við því að hann ætlist til þess að sá sem þiggur skjól fylgi honum að málum í alþjóðasamfélaginu. Það er hætt við því að fljótt geti slest upp á vinskap- inn ef mjög ólík sýn er á lýðræði og mannréttindi, “ segir Baldur. Morgunblaðið/Ómar Heimsókn í apríl 2012 Wen Jiabao, þáv. forsætisráðherra Kína, og Össur Skarphéðinsson, þáv. utanríkisráðherra. FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.